Morgunblaðið - 11.09.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.09.1998, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SIGURÐUR HJÖRTUR BENEDIKTSSON + Sigurður Hjört- ur Benedikts- son, prentari, fædd- ist í Reykjavík 31. ágúst 1943 og ólst þar upp. Hann iést í Reykjavík 2. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Elín Guðmundssdóttir, f. 27. ágúst 1916, d. 22. ágúst 1993, og Benedikt Kristins- son, f. 17. septem- ber 1906, d. 18. maí 1985. Alsystkini Sigurðar Hjartar eru: 1) Þor- björg Lára, f. 12. desember 1941. Eiginmaður hennar er Magnús Þorbergsson. 2) Reynir, f. 5. janúar 1946. Eiginkona hans er Jóhanna Gunnarsdóttir. Hálfsystur Sigurðar, samfeðra, eru: 3) Ragnheiður, f. 8. desem- ber 1936. Eiginmaður hennar var Jón Arnason, sem er látinn. 4) Stella, f. 16. apríl 1950. Eigin- maður hennar er Helgi Bald- ursson. Hálfbróðir Sigurðar, sammæðra, er: 5) Jóhannes Við- * ar Bjarnason, f. 9. ágúst 1955. Eiginkona hans er Karen Bjömsdóttir. Sigurður Hjörtur Benedikts- son var tvíkvæntur: Fyrri kona hans var Kristín Kjartansdóttir, f. 28. september 1944. Börn þeirra eru: 1) Stein- grímur Grétar, f. 10. mars 1963. Hann á þrjú börn, Sindra Þór, Steinar Pál og Söru Osk. 2) Anna María, f. 15. septem- ber 1966. Hún á eitt barn, Andreu Krist- ínu. Síðari kona Sig- urðar var Guðrún Erla Asgrímsdóttir, f. 13. febrúar 1944, d. 18. mars 1997. Börn þeirra eru: 3) Þorbjörg Erla, f. 17. september 1967. Maki hennar er Sigurður B. Sig- urðsson og eiga þau eitt barn, Rúnar, f. 1. júlí 1993. 4) Elín, f. 25. janúar 1971. Hún á dóttur- ina Kötlu Sif, f. 18. apríl 1994. 5) Benedikt, f. 28. júlí 1972. Unnusta hans er Jóhanna Kol- brún Guðmundsdóttir. 6) Eirík- ur, f. 26. ágúst 1975. Sigurður Hjörtur Benedikts- son hóf að starfa hjá Plastprent hf. árið 1961 og lærði prentiðn þar. Hjá Plastprenti starfaði hann lengst af síðan, fram til ársins 1985, en hóf þá að starfa hjá Prentsmiðjunni Odda þar sem hann vann til dauðadags. títför Sigurðar Hjartar Bene- diktssonar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku hjartans pabbi. Við getum ekki lýst því með orð- um hve sárt við söknum þín. Að þú sért ekki lengur hjá okkur og takir ^ ekki þátt í lífi okkar, það eigum við mjög erfitt með að sætta okkur við. Þú varst stoð okkar og stytta, sér- staklega í erfiðum veikindum mömmu og eftir andlát hennar. Þú stóðst þig eins og hetja í öllum erf- iðleikum. Þú varst kletturinn okk- ar. Við vitum hversu mjög þér þótti vænt um okkur systkinin og barna- börnin þín. Þú bæði sýndir það í verki og sagðir okkur það. Þú gafst okkur alla þá hlýju og ástúð sem við þurftum. Þú varst einstaklega blíður og góður, já svo sannarlega varstu það. Þau voru ófá kvöldin sem við spjölluðum saman um lífið og tilveruna. Skarð þitt verður aldrei fyllt og söknuðurinn verður alla tíð til stað- ar. En við minnumst allra þeirra góðu og ljúfu stunda sem við áttum saman og fyrir það erum við þér þakklát. Við erum þakklát fyrir þennan tíma sem við hefðum svo sárlega viljað hafa lengri. Elsku pabbi, minningamar um þig geym- um við í hjörtum okkar og þær tek- ur enginn frá okkur, þær munu fylgja okkur í gegnum lífið. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ.virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt (Þýð. S.Egilsson.) Við elskum þig af öllu okkar hjarta. Blessuð sé minning þín. Þorbjörg Erla, Elín, Benedikt og Eiríkur Sigurðarbörn. Elsku afi. Við söknum þín mikið það var gott að vera hjá þér af því að þú varst svo skemmtilegur og góður við okkur. Rúnar og Katla. Hann Hjörtur stóri bróðir minn er dáinn. Þegar það varð mér end- anlega ljóst, þá komu margar hugs- anir upp í hugann og mig greip mik- il angist, söknuður og tómleiki og um leið fann ég hvað vænt mér þótti um hann. Svo komu hinar hugsan- irnar og hvað með blessuð börnin, barnabörnin og þú sem áttir eftir svo mikið í árum, aðeins 55 ára. Já, skammt er milli lífs og dauða. Og svo héldu hugsanir áfram, ég fór að rifja upp lífshlaup þitt sem oft var kaflaskipt. En það eru misþungar byrðar sem lagðar eru á okkur á h'fsins leið og því fékkst þú að finna fyrir, kæri bróðir. Hjörtur fór ungur að vinna fyrir sér eins og tíðkaðist á þeim árum, vann ýmis störf til sjós og lands. Hjörtur giftist ungur Kristínu Kjartansdóttur og eignuðust þau tvö börn, Steingrím og Önnu Mar- íu. Hjörtur og Kristín skildu. Á þessum tíma var Hjörtur farinn að læra prentiðn og vann hann við það allt sitt líf. Hann var góður fagmað- ur í sinni iðn og var fljótt valinn til þeirra starfa sem mesta ábyrgð höfðu. Lengst af vann hann í Plast- prent og nú síðustu árin í Odda. Síðari kona Hjartar hét Guðrún Ásgrímsdóttir og eignuðust þau fjögur börn, þau Þorbjörgu, Elínu, Benedikt og Eirík. Og þar lá hugur hans allur, að reynast þeim vel og vera þeim góð- ur faðir, og það gerði hann svo sannarlega og uppskar þar eins og hann sáði. Því sambandið á milli hans og barnanna var náið og gott og þess vegna er missirinn svo mik- ill, elsku börnin mín. Þið sem studduð svo mikið við hvert annað fyrir rúmu ári þegar móðir ykkar lá sína erfiðu banalegu. Þá sýnduð þið okkur hinum hvernig samband á að vera milli föður og barna, eins hvaða mannkosti þið hafið að geyma. Nú, þegar þið eruð rétt að jafna ykkur eftir móðurmissinn þá kem- ur annað áfall eins og þruma úr heiðskíru lofti, hann pabbi ykkar er dáinn. Þið og við hin sem söknum nú pabba ykkar vissum innst inni að þetta reiðarslag gat komið hvenær sem var, því þótt hann kvartaði ekki þá var hann miklu veikari en hann vildi vera láta. Nú, elsku stóri bróðir minn, vil ég við þig segja að lokum, þakka þér fyrir allt, því þú reyndist mér svo oft góður og hlýr og ég mun sárt sakna þín þar til við hittumst aftur. Eg veit að þar sem þú ert núna hefur verið vel á móti þér tekið og þar líður þér vel. Og þið, elskurnar mínar, Obba, Elín, Dinni og Eirík- ur, að ógleymdum gimsteinum afa síns, Rúnari og Kötlu, þið eigið þó eftir það dýrmætasta, ykkur sjálf, góðar minningar um pabba ykkar sem lagði svo mikið á sig til að halda ykkur saman og því skuluð þið í minningu hans halda því áfram og vera góð við hvert annað. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Far þú í friði, kæri bróðir minn. Jóhannes Viðar Bjarnason. Sigurður Benediktsson mágur okkar lést óvænt hinn 2. september sl. Hann hafði vissulega ekki geng- ið heill til skógar um sinn enda lífið ekki farið neitt sérlega mjúkum höndum um hann. Dauði hans var þó vissulega ótímabær og sannar- lega ekki sanngjarn. Með honum dundi annað reiðarslagið yfir börn- in hans á stuttum tíma en þau hafa nú misst báða foreldra sína með stuttu millibili. Sigurður og Guðrún systir okkar kynntust ung, stofnuðu heimili og eignuðust börn. Þau áttu margar hamingjustundir saman og áttu fjögur góð börn. En þau mættu einnig miklum erfiðleikum í lífinu sem sannarlega bar þau ekki alltaf á höndum sér. Sigurður var alla tíð sínum nánustu sem klettur í hafinu hvort sem var í blíðu eða stríðu og var fjölskyldu sinni styrk stoð og stytta. Við minnumst umhyggju hans og elsku í garð Guðrúnar systur okkar helsjúkrar og á dán- arbeði. Við minnumst umhyggju hans fyrir börnum sínum sem nú eiga enn um sárt að binda. Nú þegar líf hans er á enda finnum við sárt til þess að geta ekki þakkað honum það sem hann var Guðrúnu systur okkar og börnum sínum, frændsystkinum okkar. Gagnvart þeim sýndi Sig- urður í verki sanna ást og kær- leika, þann kærleika sem Páll postuli segir að breiði sig yfir allt, trúi öllu, voni allt, umberi allt. Fyrir það á hann virðingu og þökk. Sigurður og börnin hans syrgðu Guðrúnu sárt þegar hún lést í fyrravor, en missirinn jók sam- heldni þeirra, gagnkvæma ást og virðingu, sem jafnframt veitti þeim styrk og huggun á sinn hátt. Öll vonuðu þau að þau fengju að njóta samvista hvert við annað og þess styrks sem kærleikur og samheldni veitir og óskandi að þeim verði þess auðið áfram þótt góðs og trausts föður njóti ekki lengur við. Blessuð sé minning Sigurðar Hjartar Benediktssonar. Konráð og Stefán. + Karl Strand, yf- irlæknir geð- deildar Borgarspít- alans um árabil, fæddist á Kálfa- strönd í Mývatns- sveit árið 1911. Hann lést í Reykja- vík 13. ágúst síðast- liðinn og fór útför hans fram í kvrr- þey. Þann mánuð sem nú er tæplega liðinn síðan afi Karl lést hefur sér- staklega ein hugsun leitað á mig. „Ég vildi óska...“ Það er nefnilega svo margt sem ég hefði viljað segja honum, ef ég hefði aðeins skilið að ___. timinn væri að renna út. En það er nú svo að afi minn hafði oft verið veikur síðustu árin en einhvern veginn alltaf tekist að sigrast á erf- iðleikunum, og með seiglu og þrá risið á fætur, staðráðinn í að takast á við lífið sem var honum svo kært. Þó að það liti vissulega illa út í þetta sinn þá hafði ég alltaf innst inni óbijandi trú á því að þetta myndi bjargast eins og alltaf. En stundum ákveður lífið að nú sé komið nóg. Og eftir sitja ættingjar og vinir, hanni slegnir en um leið ^ innilega þakklátir íyrir að hafa kynnst góðum dreng. Það eru svo ótal minningar sem leita á mig þegar ég sit hér í bóka- herberginu, staðnum þar sem ég gat gleymt mér tímunum saman við fjársjóðaleit, því alltaf rakst ég á eitthvað sem ég hafði ekki séð áður. Ég sé hann fyrir mér sitjandi í stólnum sínum í stofunni, fussandi yfir íþróttunum og stjórnmálunum, sötrandi djús úr stóru glasi eða hrjótandi of- an í dagblaðið eða bók- ina sína. Því afi minn var alltaf að lesa og safnaði bókum af eld- móði. Á yngri árum fór hann á bókauppboð og markaði og þegar hann flutti frá London fór meira fyrir papp- írnum en húsgögnun- um. Húsið sitt byggði hann í rauninni utan um bókasafnið því þá gat hann skapað sér helgidóm innan heimilisins. Og ógleymanlegar ei'u bílferðirnar heim aftur eftir heimsóknir. Held ég að honum hafi þótt við helst til miklir aftursætisbílstjórar, við kunnum bara alls ekki að meta æv- intýraferðimar milli akreina og á öfugum vegarhelmingi. Síðustu ár- in vorum við farnar að taka strætis- vagn í ríkari mæli. Stundum átti afi það til að gauka að okkur einum grænum, sem varð svo síðar rauður og á endanum fjólublár eftir því sem gengið breyttist. Hann vissi hvað það var að vera fátækur námsmaður og vildi að við létum stundum undan freistingum. Enda- laust var hann líka að dæla í okkur sælgæti og gosi og þótt honum hafi gengið gott eitt til má líklega kenna honum um a.m.k. einhver af aukakílóunum. Afi minn var umfram allt góður maður, sem unni fjölskyldu sinni ofar öllu. Ekkert var honum mikil- vægara en að heyra frá og hitta börn sín og barnabörn. En þau eru því miður haldin óviðráðanlegri út- þrá og þótt hann styddi þau í ákvörðunum sínum þótti honum fjarlægðin erfið. Á endanum var ég orðin ein eftir á landinu og því var það svo að þegar ég leit í heimsókn var ekkert umræðuefni kærara en einmitt þessir fjarlægu ættingjar. Ef marka mátti orð hans vorum við besta og fallegasta fólk sem hann hafði kynnst og enginn var okkur farsælli í starfi og námi. Og sama þótt við vissum að þessar skoðanir væru ekki alveg hlutlausar þá styrkti það sjálfstraustið að vita að einhver hefði svo mikla trú á okkur. Nýjasta djásnið í safninu var Karl Jóhann Freyr, sonur fóður míns í Svíþjóð, og sú upplifun að hafa haldið nafna sínum undir skú-n var afa mínum ákaflega dýrmæt. Eftir því sem drengurinn stækkaði fjölg- aði sögum af afreksverkum hans og þótt við hefðum heyrt sögurnar áð- ur þá gerði það ekkert til. Ekki var hann minna stoltur af öðrum með- limum fjölskyldunnar, sonur hans var virtur læknir í Svíþjóð, dóttirin stórkostlegur stærðfræðingur, það vantaði bara doktorsstöðu í mann- fræði við Háskóla Islands fyrir Unu systur mína, Kalli sonur Hildar myndi hrista líf í stjórnmálin á Englandi og ég myndi líklega enda sem landsbókavörður. Við áttum aldrei að sætta okkur við minna en tindinn fýrst við vorum byrjuð að klífa fjallið. Það var stundum erfitt að standa undir þessum væntingum en eigi að síður veittu þær manni þrótt og ákveðni til að vinna að settu marki. En engin manneskja var honum eins dýrmæt og amma mín sem stóð við hlið hans sama hvað á dundi, gaf honum styrk sinn og til- einkaði honum líf sitt. I hjarta mínu geymi ég mynd af ömmu minni við hlið afa míns á sjúkrahúsinu, þar sem þau haldast í hendur tilbúin til að takast á við hvað sem er, jafnvel dauðann. Þau stóðu við hjúskapar- heit sitt til fullnustu því þau voru hvort öðru allt þar til dauðinn skildi þau að. Það er erfitt að sjá á bak maka sínum til svo margra ára en amma mín býr að styrk þeim sem þau áttu saman. Og einhvem tím- ann hittumst við öll aftur á góðum stað. Æsa Strand Viðarsdóttir. Afi minn, Karl Strand læknir, lést 13. ágúst síðastliðinn, 87 ára að aldri. Ég man að í bernsku þótti mér afi Karl afskaplega spennandi afi, því hann hafði verið í Lundún- um í stríðinu, og kunni skemmtileg- ar sögur af heimsóknum merki- legra Islendinga í Grófina. Þegar ég fæddist var hann orðinn yfir- læknir á geðdeild Borgarspítalans, og stundum fékk ég að fara með ömmu að heimsækja hann í vinn- una á leiðinni heim úr bæjarferð. Afi var læknú af gömlu kynslóð- inni, virðulegur og svolítið hátíðleg- ur í fasi, en þó boðberi nýrra og ferskra hugmynda um geðlækning- ar á Islandi. Við Æsa systir mín heimsóttum afa og ömmu oft, sérstaklega eftir að faðir okkar fluttist til Svíþjóðar fyrir hálfum öðrum áratug. Afi og amma tóku okkur alltaf opnum öi-mum, og amma Margrét var snill- ingur í að finna til eitthvað í búrinu handa okkur með stuttum fyrirvara. Eftir að við komumst á fullorðinsár átti afí líka til að draga fram sérrí til að skála í yfir stofusamræðunum, sem snúist gátu um allt milli himins og jarðar, frá fjölskyldumálum yfir í vitleysu stjórnmálaheimsins. Þær voru oft Ijúfar seturnar í stofunni hjá afa og ömmu, hvort sem skrafað vai- saman eða litið í bækur, og það var alltaf nóg til af bókunum í Ár- landinu. Afi hafði mikinn metnað fyrir hönd barnabarna sinna. Hann fylgdist ákafur með námsframvindu okkar, auk þess sem hann mætti á alla tónleika og skemmtanir sem við tókum þátt í, þótt hann ætti stund- um erfitt um gang. Afi var afskap- lega stoltur þegar okkur gekk vel, en hvatti okkur þó ævinlega til frek- ari framfara. Hann hafði sjálfur þurft að berjast til mennta, og það var honum því mikil gleði að allir af- komendur hans sem aldur höfðu til skyldu vera háskólagengnir. Ég og Charlie frændi minn stundum bæði háskólanám í Lundúnum, og afi var ánægður með að við skyldum halda fjölskyldutengslum við borgina, þótt honum þætti oft hart að hafa okkur svona langt í burtu. Hann vissi af eigin raun hve erfitt gat ver- ið að dvelja svo fjarri heimaslóðum, og sendi mér því alltaf af og til bunka af Morgunblaðinu svo ég gæti fylgst með fréttum að heiman. Reyndar vantaði stundum parta í blöðin, því afi ætlaði aldeilis ekki að borga undir íþróttasíðumar til út- landa. En alltaf fékk ég þó fiski- íréttirnar! Ég hitti afa minn síðast hálfum mánuði áður en hann lést. Hann var þá orðinn rúmliggjandi, en andlega hress og vildi skrafa við mig um rannsóknir mínar og greinaskrif í erlend timarit. Honum þótti vera kominn tími til að ég kæmi heim, og vildi helst geta búið til handa mér embætti svo honum gæti orðið að ósk sinni. Þrátt fyrir þetta var hann allra manna ánægðastur þegar hann frétti viku síðar að ég hafði fengið stöðu við háskólann í Dur- ham til næstu fimm ára og þyrfti því ekki að hafa frekari áhyggjur af fjármálum og atvinnuleysi. Það hefur verið okkur systrunum mikil blessun að hafa komist á þrí- tugsaldur með afa okkar og ömmur öll á lífi. Afi Karl er nú fallinn frá, fyrstur þessa merka fólks, en eftir lifa í hjarta okkar margar ljúfar minningar um góðan mann og ynd- islegan afa. Una Strand Viðarsdóttir. KARL STRAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.