Morgunblaðið - 11.09.1998, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 51
MINNINGAR
ÞORA R.
STEFÁNSDÓTTIR
+ Þóra R. Stefáns-
dóttir fæddist í
Ólafsvík 29. deseiri-
ber 1909. Hún Iést á
Landakotsspítala 26.
ágúst síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 3. september.
Elsku „amma“ Þóra
mín! Nú ert þú farin frá
okkur og söknuðurinn er
ólýsanlega sár. Þú varst
alveg einstök vinkona.
„Einstakur" er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt
faðmlagi eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur" lýsir fólki
sem stjórnast af rödd hjarta síns
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur" á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og skarð þeirra verður aldrei fyllt.
„Einstakur" er orðið sem best lýsir þér.
(Teri Femandez)
Það dýrmætasta sem okkur fjöl-
skyldunni hefur hlotnast var að fá að
eignast vináttu þína. Við kynntumst
þér fyrir 18 árum þegar ég var að
byrja að skynja tilveruna. Þú bjóst í
sama húsi og við. Það var svo notalegt
að vita af þér á pallinum okkar og
alltaf jafn hlýlegt að koma yfir til þín.
Frá upphafi leit ég á þig sem ömmu
mína og minn besta vin. Þú leyfðir
mér að kalla þig ömmu og þannig var
okkar samband alla tíð. Þú varst
alltaf svo góð við mig.
Við áttum margar góðar stundir
saman. Þú sast oftast við endann á
eldhúsborðinu okkar í sætinu þínu og
sagðir okkur ógleymanlegar sögur.
Oft talaðir þú um uppvaxtarárin þín
og lífið í gamla daga. Ekki var alltaf
auðvelt þá, en þrátt fyrir það varst þú
alltaf mjög jákvæð og glaðvær.
Eg hugsa stöðugt um þig og sé fyr-
ir mér hvíta fallega englahárið þitt.
Bhdan og hjartahlýjan skein af þér.
Ég mun aldrei gleyma þér. Þú
vaktir yfir mér með væntumþykju
þinni. Ég man til dæmis vel þá daga
þegar ég var lítill óþekktarangi. Ég
vildi aldrei vera í skónum mínum og
átti það til að henda þeim af mér úti
og stalst til þess að vera berfætt. Þá
stóðst þú upp á svölum og sagðir mér
að koma strax inn því þú óttaðist að
ég gæti fengið glerbrot í fæturna. Ég
hlýddi þér því þín ráð voru alltaf svo
góð.
Ég man líka að á þessum tíma var
ég stundum að reyna að stinga af yfir
umferðargötuna. Þá voruð þið
mamma alltaf úti í glugga og gættuð
þess að ég kæmist ekki langt.
Oft kallaðir þú á mig yfir til þín. Þá
varst þú búin að laga „ömmumat"
handa mér og stakkst þá einnig
nammimolum upp í mig í leiðinni.
Seinasta gjöf þín til mín var tákn-
ræn. Þú gafst mér undurfallegan
borðlampa, ljósið þitt sem ég mun
alltaf láta lýsa mér.
Ein jólin gafst þú foreldrum mín-
um mjög fallega stofuklukku með
sláttukólfi sem þú sagðir að ætti að
vera til minningar um þig þegar þú
værir farin af þessari jörð. Nú horfi
ég á klukkuna á hverjum degi og
finnst ég horfa á hjartsláttinn þinn.
Ef allir væru eins og þú, þá væri
heimurinn frábær.
„Lífið sem við fáum að láni er
stutt, en minningin um líf sem vel var
varið er eilíf.“
Ég minnist samvenistunda okkar
með miklu þakklæti og hlýhug.
Emma Vilhjálmsdóttir.
Elsku „amma“ Þóra!
Meðan veðrið er stætt
berðu höfuðið hátt
og hræðstu eigi skugga á leið.
Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð
upp við ljóshvörfin björt og heið.
Þó steypist í gegn
þér stormur og regn
og þó að byrðin sé þung sem þú berð
þá stattu fast og vit fyrir víst
þú ert aldrei einn á ferð.
(Höf. ókunnur)
Fyrir átján árum
komst þú fyrst inn í líf
fjölskyldunnar eins og
bjartur sólargeisli. Við
keyptum íbúð í sömu
blokk og þú. Fyrsta árið
vann ég sem dagmamma
til þess að geta verið
heima með dætur okkar,
þær Emmu og Rögnu.
Einn daginn var ég með
barnahópinn minn að
leik hér fyrir framan
blokkin okkar. Þá sáum
við ykkur Ester, dóttur
þína, í fyrsta sinn koma
heim að húsinu og það
var „ást við fyrstu sýn“. Annar htli
dagmömmudrengurinn minn, sem þá
var þriggja ára gamall, sá ykkur
koma gangandi. Hann tók á rás og
hljóp til þín með útbreiddan faðminn
og kallaði hátt með gleðiróm „amma
mín, amma mín“ og svo hjúfraði hann
sig að þér og þú umvafðir litla ang-
ann og hafðir greinilega gaman af.
Það skrýtna var að litli drengurinn
átti enga ömmu á þínum aldri en þið
tvö urðuð miklh' vinir frá þeirri
stundu. Það sem vakti sérstaka at-
hygli mína við þennan atbui'ð var hin
mikla innri birta sem lýsti af ykkur
mæðgunum. Frá þessum fyrstu kynn-
um hefur þú, elsku „amma“ Þóra, ver-
ið okkur einstaklega náin og dýrmæt
vinkona og þið mæðgumar báðar.
Þú varst heilsteypt, stórbrotin, ijöl-
hæf mannkostakona. Tungutak þitt
var kjarnyrt og fagurt og frásagnar-
hæfileikinn heillandi. Glaðværð þín,
umvefjandi kærleikur og bjartsýni
varð okkur „bömunum þínum á pall-
inum okkar" svo sapnarlega upp-
spretta gleðinnar. A milli okkar
myndaðist djúp gagnkvæm væntum-
þykja sem aldrei hefur borið skugga
á öll þessi ár. Þið Guðmundur „afi“
vomð okkur öllum svo undur góð og
þið voruð dætrum okkar sem „amma
og afi“. Þegar Guðmundur „afi“ lést
eftir sín erfiðu veikindi árið 1988
gekk það mjög nærri þínu þreki. Þér
datt þó aldrei í huga að láta hugfall-
ast. Þú varst alla ævi fastákveðin í að
lifa lífinu lifandi og reyna að gera þitt
besta. Að hafa fengið að eignast vin-
áttu ykkar var okkur fjölskyldunni
sérstakt lífslán. Á langri ævi þurftuð
þið hjónin að takast á við marga
þungbæra hluti, en samheldni ykkar,
þrautseigja og viljastyrkur var það
bjarg sem þið byggðuð á.
Við leiðarlok geti þið glast saman
yfir því hve börnin ykkar og fjöl-
skyldur þeirra bera bernskuheimili
sínu fagurt vitni. Við hugsum um það
nú þegar þið bæði eruð horfin af okk-
ar tíðnisviði hér á jörðinni hve góð-
vildin og kærleikurinn til samferða-
fólksins var einkennandi fyrir ykkur
hjónin. Ykkar sterkasta hugsun var
að láta gott af ykkar leiða. Þið voruð
okkur yngra fólkinu sannarlega góð
fyrirmynd - veganesti sem hollt er
hverjum manni að tileinka sér. Þrátt
fyrir háan aldur fannst okkur þú
aldrei verða gömul í hugsun; þú varst
alltaf svo glöð í hjartanu og áhuga-
söm. Þú talaðir oft um liðna tíð, bæði
um gleðilega atburði og einnig þá
sem reynt höfðu mjög á þitt sálar-
þrek, en hin líðandi stund var þér þó
yfirleitt miklu hugstæðari. Djúp sál-
an-ó og lífsgleði einkenndu fas þitt.
Skýi' rökhugsun og ótrúlega kristal-
tært minni hafðir þú til æviloka. Þú
varst ávallt svo fallega til höfð, sama
hvað þú varst að bjástra og þitt
glófagra hár alltaf eins og þú værir
nýkomin úr lagningu. Þannig varst
þú alla tíð þar til yfir lauk. Seinustu
árin varst þú oft mjög þjáð af sjúk-
leika þínum, en þrátt fyrir það var
aldrei svo af þér dregið að þú hefðir
ekki kraft til þess að hugsa fyrst um
annarra hag og senda þeim þínar
kærleikshugsanir. Börnin þín og fjöl-
skyldur þeirra umvöfðu þig og sýndu
þér gagnkvæma ræktarsemi allt til
hinstu stundar. Nú ert þú horfin
sjónum okkar, elsku „amma“ Þóra,
en samt ert þú okkur svo undur
nærri, dýrmæt perla samofin okkar
helgustu hugsunum.
Takk fyrir tímann sem með þér við áttum,
tímann sem veitti birtu og frið.
Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram,
lýsa upp veg okkar fram á við.
Gefi þér Guð og góðar vættir
góða tíð eftir kveðjuna hér.
Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga.
Indælar minningar hjarta okkar ber.
(P.Ó.T)
Við færum börnum þínum og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
„Börnin þín á pallinum okkar.“
Erna Fjóla Baldvinsdóttir og
Vilhjálmur Vilhjálmsson.
SIGRIÐUR
RAGNARSDÓTTIR
+ Sigríður Ragnarsdóttir
fæddist á Hrafnabjörgum í
Lokinhamradal í Arnarfirði 13.
september 1924. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30.
ágúst síðastliðinn og fór útför
hennar fram frá Fossvogskirkju
7. september.
Það var sumarið 1988 sem ég varð
þess aðnjótandi að fá að dvelja hjá
Siggu á Hrafnabjörgum. Þó að þetta
væri ekki langur tími var hann mér
mikii upplifun og opnaði fyrir mér
nýjan heim. I raun var þetta likt og
að vera færður yfir í annan tíma því
allar aðstæður voru svo framandi og
nútímatæknin engin. Að fá að upplifa
þessa stemmningu Kðins tíma og
læra að tileinka sér vinnubrögð sem
þekkjast ekki í nútíma búskap voru
mikil forréttindi fyrir fimmtán ára
ungling úr borginni.
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
Öldugranda 9,
Reykjavík.
Þóra Halldórsdóttir,
Gréta Halldórsdóttir,
Hrafnhildur Halldórsdóttir,
Ragnheiður I. Halldórsdóttir,
Guðmundur G. Halldórsson,
Sigrún Halldórsdóttir,
Björn Halldórsson,
Gunnar R. Sveinbjörnsson,
John DeMarco,
Guðmundur V. Ólafsson,
Hólmfríður Rögnvaldsdóttir,
Hafþór Edmond Byrd,
Auður Gilsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Grafarvogshátíð
í TILEFNI af Grafarvogshátíð
verður guðsþjónusta á morgun,
laugardaginn 12. september, kl. 10.
Elísabet Gísladóttir, djáknanemi
prédikar. Sr. Sigurður Arnarson
og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir
þjóna fyrir altari. Unglingar úr
skólum Grafai-vogssóknar flytja
ritningarorð. Skátar úr skátafélag-
inu flytja bæn. Kór Grafarvogs-
kirkju syngur undir stjórn Harðar
Bragasonar. Unglingakór Grafar-
vogskirkju syngur. Stjórnandi Ás-
laug Bergsteinsdóttir. Organisti
Hörður Bragason. Prestarnir.
Laugarneskirkja. Mömmumorg-
unn kl. 10-12.
Langholtskirkja. Opið hús í dag kl.
11-13. Kyrrðarstund kl. 12.10. Eft-
ir stundina verður boðið upp á
súpu, brauð og salat.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía.
Bænastund kl. 20. Allir hjartanlega
velkomnir.
Sjöunda dags aðventistar á Is-
landi: Á laugardag:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19:
Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón-
usta kl. 11.15. Ræðumaður Björg-
vin Snorrason.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl.
10.15. Biblíufræðsla að lokinni
guðsþjónustu. Ræðumaður Einar
Valgeir Arason.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað-
ur Guðni Kristjánsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17,
Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla
kl. 10.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn-
arfirði: Biblíufræðsla kl. 11. Ræðu-
maður Frode Jakobsen.
Samfélag aðventista, Sunnuhlíð 12,
Akureyri: Samkoma kl. 10. Ræðu-
maður Jón Hjörleifur Jónsson.
Sigga var mikill höfðingi, ávallt
heiðarleg og miklum gáfum gædd.
'Hún var ákveðin og hreinskilin og
kom til dyi-anna eins og hún var
klædd en alltaf var stutt í húmorinn.
Hjá henni leið manni eins og heima
hjá sér því móttökurnar voru hlýjar
og apdrúmsloftið í sveitinni yfirveg-
að. Otrúleg seigla einkenndi hana og
oft hugsaði maður til hennar á vetr-
um þegar kalt var og snjóþungt því
hún gekk ein til sinna búverka og
var þá ekki spurt hvernig viðraði.
Hún átti þó góða að sem komu henni
til aðstoðar eftir því sem aðstæður
leyfðu og hjá henni skipuðu þeir sér-
stakan sess.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast þessari merku konu og
veit að ég mun lengi búa að þeim
kynnum. Aðstandendum votta ég
samúð mína.
Eva Ólafsdóttir.
Vinningaskrá
18. útdráttur 10. septemberl998.
Bifreiðavinningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaidur)
6466 1
Ferðavinningur
Kr. 100.000 Kr, 200.000 (tvöfaldur)
56947
57968
76985
77258
Kr. 50.000
Ferðavinningur
2657 8597 19931 39591 62637 68980
6785 18389 38980 57336 68809 76300
Kr. 10.000
Húsbúnaðarvinningur
1056 12038 27545 34267 40890 55340 64864 77339
1685 13335 28499 34280 43638 55473 65591 77347
2267 13577 28940 34609 44269 55877 65630 77631
3374 15654 28947 35525 44440 57444 68474 77773
3722 17271 28972 36105 45456 57993 68850 77851
4408 17942 29262 36678 48620 58445 69540 77870
6377 18452 30662 36679 49634 60467 69866 78686
6446 18704 31123 36826 50168 60908 70817 79401
9482 20902 31684 37259 50943 61319 72075 79929
9562 22581 32891 37284 51028 61398 75218
9897 24710 33557 37385 51349 63607 75277
10060 25071 33596 38845 54643 64647 77043
11735 26585 33643 40481 55218 64815 77246
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 5.000
205 8943 18016 27591 37637 48475 58393 69470
225 9006 18029 28127 38251 48823 58607 70810
384 9479 18340 28335 38701 49252 60091 70832
531 9574 18771 28513 38803 49354 60419 71428
734 9709 19400 28930 39097 49668 60484 71473
1212 10713 20052 29037 39134 49819 60839 72444
1273 10727 20543 29306 39149 50380 61147 73502
1476 11160 20552 29375 40288 50783 62098 73597
1887 11869 20562 29820 40387 51149 62106 73625
1980 12258 20967 30012 40575 51253 62196 73696
2001 12519 21058 30102 41268 51635 62321 74580
2015 12833 21223 30241 41930 51916 63171 74631
2238 13193 21252 30337 42325 52124 63370 74772
2726 13334 21742 32048 42440 52379 63513 75184
3114 13903 21847 32051 43441 52382 64275 75513
3227 13942 22160 32424 43654 52462 64380 76054
3457 14147 22236 32841 44055 52740 64751 76117
3498 14237 23022 33051 44402 53513 64997 76497
4114 14273 23306 33217 44662 53837 65581 76800
4542 14761 23676 33745 44682 54076 66239 77056
4865 15217 23698 34046 45026 54218 66281 78338
5035 15479 24264 34490 45390 54944 66434 78428
5531 15639 24440 35086 45640 55086 66600 78668
6380 15727 24559 35090 45989 55480 66777 79001
6579 16020 24584 35380 46098 55548 66905 79045
6655 16283 24657 35454 46430 55928 67051 79330
6988 16347 24662 36173 46555 56132 67374
7227 16362 25667 36409 46684 56717 67386
7593 16377 25832 36747 46856 56960 68564
7657 17143 26428 36961 47774 57104 68860
8091 17566 27063 37118 47843 57144 69031
8593 17890 27192 37307 47948 57506 69191
Nœsti útdráttur fer fram 17. september 1998
Heimasíða á Intemeti: www.itn.is/das/