Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 54
54 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Ljóska
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Islensk lagasmíð
nútímans
Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur:
LÖG lýðveldisins eru sett af hinu
háa Alþingi til þess að þjóna okkur,
borgurum þessa lands. Lögin eiga
að vera nauðsynlegur rammi utan
um hinar samfélagslegu athafnir
okkar borgaranna, með hagsmuni
heildarinnar í huga. Misvísandi lög
á lög ofan auka hins vegar erflði
allra aðila er túlka þurfa þau hin
sömu lög. Fjarlægð lagasmiðanna
frá raunverulegri framkvæmd laga
getur orsakað gjá á milli stjórn-
valda og hins almenna borgara.
Embættismenn ráðuneytanna þurfa
í æ ríkari mæli að kynna sér fram-
kvæmd lagasetningar ýmiss konar í
samfélaginu, og áhrif hennar til
þess að brúa þá gjá er hefur skap-
ast í þessu efni, því oftar en ekki er
embættismönnum falið það verkefni
að leggja drög að lagasetningu eða
lagabreytingum. Því miður virðast
stjórnmálamenn undanfarinna ára-
tuga hafa verið iðnari við að bæta í
sífellu við hinar ýmsu lagagreinar
en endurskoða lagabálka í heild.
Merkilegt má telja að menn í hópi
lögfræðinga skuli ekki hafa mót-
mælt slíku háttalagi því einfold og
skýr lög eru til þess fallin að auðvelt
er fylgja þeim eftir og framkvæma.
Má í þessu sambandi nefna al-
mannatryggingalögin, og lagabálka
um tvær aðalatvinnugreinar lands-
manna, sjávarútveg og landbúnað,
er hafa að geyma ónauðsynlegt
orðaflóð um einföldustu smáatriði,
er síðan má teygja og toga í túlkun-
araðferðum. Þessu til viðbótar
koma reglugerðir á færibandi frá
mánuði til mánaðar um t.d. skerð-
ingu örorkubóta, almannatrygg-
inga, undanþágur til æðarbænda
um notkunm eiturs, og reglugerðir
til handa þorski og ýsu um hvar þau
hin sömu megi halda sig hvar og
hvenær, á landgrunni Islands. Sér-
stök lög eru til dæmis í gildi er heita
Lög um fullvinnslu botnfiskafla um
borð í veiðiskipum, er sett voru
1992, og virðist sem ekki hafí verið
hægt að koma fyrir í endurskoðun
annarra laga, ellegar ekki gefíst
tími til þess sökum ágangs hags-
munaaðila er virðast viðhafa „veið-
ar“ með dregnum veiðarfærum að
venju.
Lög um lífræna framleiðslu land-
búnaðarafurða litu dagsins ljós
1994, en þá höfðu nokkrir framsýnir
bændur þurft að leita út fyrir land-
steinana til þess að fá framleiðslu
sína vottaða sökum seinagangs
stjórnvalda í lagasetningu þar að
lútandi.
Reglugerðir úr umhverfísráðu-
neyti voru daglegt brauð á síðasta
ári, er umræða um mengun af völd-
um komandi stóriðju sem og strand
Víkartinds átti sér stað.
Óviðunandi skaðabótalög eru í
gildi, lög vantar enn um tryggingu
sjúklinga er lenda í læknamistök-
um, en sjúklingar á einkastofum eru
algjörlega ótryggðir fyrir slíku, s.s.
Ríkisendurskoðun benti réttilega á í
skýrslu sinni um læknadeild Trygg-
ingastofnunar fyrir jólin síðustu.
Fleira mætti telja en augljóst er að
ýmislegt þarfnast athugunar við í
samfélagi voru, í lagagerð sem öðru,
en líkt og áður eru orð til alls íyrst
og því fyrr sem hagsmunaaðilar
réttlætisins láta sig málin varða, þvf
betra.
GUÐRÚN MARÍA
ÓSKARSDÓTTIR,
Herjólfsgötu 18, Hafnarfirði.
Réttinda... hvað?
Ferdinand
Smáfólk
i
IF YOU'RE 60IN6 pOU COULD
T0 6ET LETTERSj WRiTE
YOU HAVE T0 ITHEM FOR
WRITETHEM.. X ME.. y
Kæri pennavinur, þú ættir að Af hveiju færðu ekki pennavin Ef þú ætlar að fá bréf verður þú að
skrifa svolítið snyrtilegar. sjálf í staðinn fyrir að gagnrýna skrifa þau, þú gætir skrifað þau fyrir
mig? Mér er illa við að skrifa mig.
bréf.
- Um orðskrípið réttindakennari
Frá kennurum í Hvolsskóla
á Hvolsvelli:
í UMRÆÐUNNI um kjarabaráttu
kennara og kennaraskort hefur orð-
skrípi nokkurt skotið upp kollinum
og verið óspart notað af sumum
frétta- og fjölmiðlamönnum í svona
um það bil eitt ár. Það er orðið
„réttindakennari". Spurningin er,
hvað er nú það? Fyrir u.þ.b. 15 ár-
um fengu kennarar starfsheiti sitt
lögverndað og er því hver sá sem
ber starfsheitið kennari með full
réttindi og engin þörf á að auð-
kenna þá frekar, hvað réttindi varð-
ar. Kennarar sem kenna á mismun-
andi skólastigum má kalla grunn-
skólakennara, framhaldsskólakenn-
ara o.s.frv. Þeir sem sinna kennslu-
störfum og hafa ekki til þess rétt-
indi bera nú starfsheitið „leiðbein-
andi“ en áður fyrr var venjan að
tala um réttindalausa kennara. Nú
hefur dæmið heldur betur snúist við
og einhverra hluta vegna þurfa
sumir að taka það fram að um sé að
ræða kennara með réttindi. Það
hafa allir kennarar starfsréttindi og
ef það á að verða málvenja að tala
um „réttindakennara" þá er allt
eins gott að fara einnig að tala um
réttindalækna, réttindasmiði, rétt-
indamúrara o.s.frv. til aðgreiningar
frá þeim íjölmörgu sem sinna þess-
um störfum og eru í daglegu tali oft
kallaðir skottulæknar og fúskarar.
Það er bón okkar kennara til
þeirra sem hafa notað orðskn'pið
„réttindakennari" að sýna okkur þá
virðingu að nota rétt starfsheiti
þegar fjallað er um málefni okkur
viðkomandi.
Virðingarfyllst,
Auður Friðgerður Halldórsdóttir
kennari
Einar G. Magnússon kennari
Elínborg Valsdóttir kennari
Guðnin Ormsdótth- kennari
Pálína Björk Jónsdóttir kennari
Edda Antonsdóttir kennari
Helga Björg Pálsdóttir kennari
Stefanía Ósk Stefánsdóttir kennari
Lárus Bragason kennari
Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir kennari.
Ingibjörg Erlinsdóttir kennari
Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.