Morgunblaðið - 11.09.1998, Page 56
56 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
JONASINA
BJARNADÓTTIR
í dag, hinn 11. sept-
ember, verður 90 ára
Jónasína Bjarnadóttir
lengi húsfreyja í Graf-
ardal . Hún fæddist að
Alviðru í Dýrafirði 11.
september 1908
næstelst 14 alsystkina.
Tvítug að aldri fór
hún í ársvist að Staf-
holtsey í Borgarfirði.
Þá var þar læknissetur.
Þar kynntist hún Þor-
steini Böðvarssyni frá
Kirkjubóli í Hvítársíðu.
Þau gengu í hjónaband
30. maí 1930 og hófu búskap það ár
í Grafardal ásamt Jóni bróður Þor-
steins og konu hans Salvöru. Graf-
ardalur var þá í eyði og er af-
skekktur bær innst í Svínadal en til
forna sel frá Vatnshomi í Skorra-
dal.
Kynni okkar Jónasínu hófust
eina tunglskinsbjarta vetrarnótt
er ég fæddist í torfbaðstofunni í
Grafardal. Einhversstaðar út á
hörðu hjarninu var bóndi hennar á
þeysireið á skaflajárnuðum hest-
um að sækja ljósmóður. Barnsfæð-
ingar lúta lögmáli sínu og ég fædd-
ist löngu áður en ljósmóðirin kom.
Ég dró andann í fyrsta sinn í
höndum hennar og hún hlúði að
móður minni. Aðstæður allar voru
þess tíma, olíuljós og mór í eldinn.
Okkur mæðgum heilsaðist vel eftir
þessa stóru stund því ég er frum-
burður minnar móður. Jónasína
hefur sagt mér að þegar hún hafði
lokið þessari aðhlynningu hafi hún
gengið út á hlað og þá hafi henni
fundist hún heyra mannamál í ör-
æfakyrrðinni en þau komu löngu
seinna ljósmóðirin og Þorsteinn.
Hvort hún hafi verið hrædd þarna
hef ég aldrei spurt hana um. Það
var ekki siður hennar að hlaupast
frá erfiðleikum og vanda. Því sit ég
hér og læt hugann reika yfir árin
og dagana sem við Jónasína höfum
alltaf vitað hvor um aðra.
Ég hef oft spurt sjálfa mig hvað
hefði gerst ef hún hefði ekki verið
róleg og ákveðin í að gera sitt
besta. Faðir minn var þama líka
en alveg gjörsamlega óvanur ljós-
móðurstörfum . Hann hitaði vatn
og skaraði í eldinn og hjálpaði eins
og hann gat og það leið heldur ekki
yfir hann. I dagbók sinni er hann
fáorður um þennan atburð. Klukk-
Barnaskór
SMÁSKÓR
í bláu húsi við Fákafen,
sími 568 3919
Borðdukar
Margar gerðir
Uppsetningabúði n
H v e r i i sgötu 7 4 . s í m i 5 5-2 527 0
an á veggnum sagði að
ekki væri miðnætti en
hún er reyndar grunuð
um að hafa verið vit-
laus en það skiptir
engu máli hvorki þá né
nú.
Tvíbýlið í Grafardal
stóð í tuttugu ár.
Jónasína og Þorsteinn
eignuðust fjögur böm,
Kristján, Böðvar,
Bjama og Sigríði. Þetta
sambýli gekk vegna
þess að ágreiningsmál
voru ekki gerð að iliind-
um. Jónasína hefur alltaf verið kona
sem sýnir umburðalyndi og getur
fyrirgefið. Þessu sambýli lauk er
móðir mín deyr skyndilega úr
ógreindum hjartasjúkdómi.
Jónasína og Þorsteinn bjuggu
áfram í Grafardal þar til sonur
þeirra Böðvar tók við. Þegar fór að
fjölga aftur í bænum datt Jónasínu
það snjallræði í hug að láta smíða
lítið sumarhús í garðinum. Bóndi
hennar var fyrst tregur til að
leggja út í þetta stórræði en hún
sýndi þá að hún gat bæði skipulagt
og gert fjárhagsáætlanir. Eigin-
maður minn átti mörg handtök í
þessu húsi sem endaði sem heiis-
árshús. Hann var aldrei alveg sátt-
ur við undirstöður hússins og eftir
öll óveður varð ég að hringja og
spyrjast fyrir um hvort Garðshom-
ið hefði fokið. En það fauk aldrei.
I þessu litla húsi áttu þau
Jónasína og Þorsteinn sitt eigið
heimili í skjóli yngra fólksins.
Þarna var Jónasína í hlutverki
ömmunnar. Litlir fætur trítluðu
oft yfir hlaðið í hlýjuna sem enginn
á eins og amman og nutu kærleik-
ans sem myndast í ró efri áranna -
hins dulda afls sem tengir kynslóð-
irnar tilfinningaböndum og gerir
okkur að betri mönnum.
Á þessum árum var oft mann-
margt í Grafardal um páska. Þá
var hamast á skíðum eða sleðum -
farið í fjárhúsin, fjósið og hænsna-
kofann. Stór skafl myndaðist oft á
milli húsanna og lá stundum kaðall
niður í Garðshornið og voru nú
ekki alltaf allir jafnvígir að síga í
kaðlinum og gamla konan að vest-
an, sem á sjómenn og bjargsigs-
menn íyrir forfeður og hefur í
blóðinu þessar klifurlistir.
Þegar Jónasína var orðin ekkja
og barnabörnin unglingar tók hún
sig til og flutti á Akranes, leigði
sér h'tið hús og bjó á eigin vegum.
Ég dáðist mjög að þeim kjarki sem
hún sýndi þá. Garðshomið fór upp
í Skorradal en hún á Akranes. Þá
kom sér vel hennar meðfædda ráð-
deild því ekki var úr miklu að
spila. Þama var gott að koma til
hennar. Hún las mikið og saumaði
út. Jónasína hefur ekki á sinni ævi
safnað auði sem mölur og ryð geta
grandað en ég held ég geti sagt að
hún er rík af þeim auði sem mölur
og ryð geta ekki grandað. Nú þeg-
ar hún ljósa mín lifir háöldmð í
hópi jafnaldra sinna á Dvalarheim-
ilinu Höfða á Akranesi sendi ég
henni kveðjur mínar og heillaóskir
og vona að hún eigi enn eftir góð
ár og daga. Guð blessi hana og þá
sem hugsa um hana þar.
Þuríður Jónsdóttir.
f/eejmviz
Glæsilegur fatnaður í miklu úrvali í haust- og vetrarlistanum.
Frábært verð. Mikið úrval af litlum og stórum stærðum.
Listinn fæst í öllum helstu bókaverslunum
‘P/é&lVlflyiZ Sfmi 565 3900
' ' ___IL_ Fax 565 201 5
í DAG
VELVAKAJMPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Guðmundi
Inga Kristins-
synisvarað
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi svarbréf við fyr-
irspurn 5. september:
„Guðmundur Ingi spyr í
bréfi sínu hvort yfirstjórn
SHR beri ekki fulla
ábyrgð á sjúkraskrám hjá
Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Því er til að svara að á því
leikur enginn vafi. Það er
hins vegar líka ljóst að þeir
læknar, sem starfs síns
vegna þurfa að kynna sér
sjúkraskrárupplýsingar,
hafa fullan aðgang að þeim
eðli málsins samkvæmt.
Það er einnig starfsskylda
lækna, sem þurfa að láta
uppi álit, að kynna sér þær
heilsufarsupplýsingar sem
fyrii- liggja af bestu getu
og byggja álit sitt á þeim.
Þegar um það er að ræða
að láta uppi álit til opin-
berra aðila, s.s. Trygginga-
stofnunar eða örorku-
nefndar eru engar heilsu-
farsupplýsingar undan-
skildar í því tilliti og hefur
sjúklingur með ósk sinni
um mat þar með samþykkt
það að nauðsynlegra upp-
lýsinga sé aflað eins og
eyðublað örorkunefndar
ber með sér. Sama á við
um tjónstilkynningar
tryggingafélaga. Þar hefur
sjúklingur með undirskrift
sinni samþykkt að nauð-
synlegi'a upplýsinga sé afl-
að varðandi heilsufar.
Læknir sem leitað er til af
tryggingaraðila, hvort sem
um er að ræða einka- eða
opinberan aðila, s.s. ör-
orkunefnd, er bundinn
þeim skyldum að veita
réttar upplýsingar og meta
þær á sem réttastan og
heiðarlegastan hátt. Til
þess að svo megi verða
þarf læknir iðulega að
kynna sér alla sjúkrasögu
sjúklings og hefur fullan
aðgang að þeim upplýsing-
um sem til þarf. Frum-
skylda læknis er ávallt
gagnvart sjúklingnum en
það kemur ekki í veg fyrir
að hann Iáti uppi sérfræði-
álit til þeirra sem heimild
hafa tU upplýsingaöflun-
ar.“
Virðingarfyllst,
Jóhannes M.
Gunnarsson,
lækningaforstj óri
Sjúkrahúss
Reykjavíkur.
Hvar
er Týra?
SÍÐASTLIÐIÐ vor fórum
við með þrjá hvolpa til
sumardvalar í Sænauta-
seli, ferðamönnum til
skemmtunar, en þegai' við
ætluðum að heimsækja þá
í ágúst, voru tveir farnir
með nýjum eigendum.
Okkui' langar að vita
hvað varð af Týru, en hún
fór víst til Reykjavíkur.
Hver fékk lágfætta, loðna,
svarthvíta tík í Sænauta-
seli sl. sumar? Okkur lang-
ar bara að vita hvort hún
vai'ð góður voffi! Gaman
væri ef við gætum fengið
mynd af henni eins og hún
er í dag. Geltu nú Týra
mín, ef þú ert einhvers
staðar á lífi.
Elín og Ólafur,
Framnesi,
730 Iteyðaríjörður.
Tapað/fundið
Úrí
óskilum
UR með svartri ól og hvítri
skífu fannst við Hótel
Reykjavík á Rauðarárstíg.
Upplýsingar í móttöku
hótelsins eða í síma
562 6250.
Gleraugu í
óskilum á Selfossi
GLERAUGU fundust á
bílaplani KA, Selfossi, sl.
sunnudag. Upplýsingar í
síma 565 8617.
Lyklakippa
týndist
LYKLAKIPPA með 3
lyklum á leiðuról, með
upphafsstafnum G, týndist
um mánaðamótin sl. Skil-
vís finnandi hafi samband í
síma 553 7319.
Dýrahald
Svört og hvít
læða týnd
SVÖRT og hvít læða týnd-
ist frá Bergþórugötu 23.
Gæti hugsanlega farið á
Kleppsveginn. Hún vai'
með bleika ól með bleikri
tunnu á. Þeir sem hafa
orðið hennar varir hafi
samband í síma 699 6560.
Hlutaveltur
ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu 3.323 kr. til styrktar
Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Þau heita Eva Agústs-
dóttir, Úsa Hafliðadóttir, Baldur S. Jónsson, Halldór Sölvi
Viktorsson, Auður Sif Jónsdóttir og Anna Daníelsdóttir.
ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu nieð tombólu kr. 2.290
til styrktar Rauða krossi íslands. Þau heita María Ósk
Ingvadóttir, Ólafur Bielawski og Dagur Rafn Ingvason.
Víkverji skrifar...
Á ER hann kominn, blessaður.
Vonandi fer lífið að ganga sinn
gang aftur fljótlega og fjölmiðlarn-
ir, hér heima og erlendis, að snúa
sér í frekari mæli að því sem skiptir
meira máli. Kannski einhver millj-
ónamæringurinn, eða velferðarsjóð-
urinn, taki jafnvel upp á því að sjá
af einhverju fé til hjálpar fólki sem
minna má sín eða er hjálpar þurfi af
einhverjum ástæðum. En Víkverji
býður Keikó að sjálfsögðu velkom-
inn „heim“ og vonar að hann hafi
það gott í Eyjum.
XXX
ENSKA knattspyrnufélagið
Manchester United er líklega
það þekktasta í heiminum. I vikunni
var gengið frá sölu meirihluta fé-
lagsins til sjónvarpsfyrirtækisins
BSkyB, sem er að stórum hluta í
eiga fjölmiðlakóngsins Ruperts
Murdochs. Stuðningsmenn United
hafa brugðist ókvæða við; talsmenn
þeirra óttast nú að í kjölfarið snúist
rekstur félagsins einvörðungu um
það að græða nógu mikla peninga.
Víkverji varð hvumsa við að heyra
þetta og spurði sjálfan sig; Hefur
rekstur félagsins ekki einmitt snúist
um þetta síðustu árin?
Félagið fór á hlutabréfamarkað
árið 1991. Til að græða sem mest
þarf liðinu auðvitað að ganga vel,
þannig að stuðningsmennirnir þurfa
varla að óttast að nýir meirihluta-
eigendur sinni ekki því að hafa góða
leikmenn og snjalla þjálfara á sínum
snærum. Versni gengi liðsins lækka
hlutabréfin og þai' af leiðandi tapa
eigendurnir á öllu saman.
Velta Manchester United hefur
verið gríðarleg síðustu ár og hagn-
aðurinn ótrúlegur. Skv. tölum sem
Víkverji sá á dögunum var velta
hlutafélagsins Manchester United á
síðasta starfsári, sem gert hefur
verið upp, andvirði rúmlega 10
milljarða íslenskra króna;
10.253.687.400 kr. miðað við gengi
gærdagsins. Fyrirtækið greiddi
rúmlega 2,6 milljarða króna í laun á
því ári - starfsárinu 1996-1997 -
rekstrarhagnaður var ríflega 3
milljarðar og hagnaður fyrir skatt
3,2 milljarðar króna.
xxx
MANCHESTER United hagn-
ast álíka mikið á sölu alls kyns
minjagripa á hverju keppnistímabili
og á sölu aðgöngumiða á heimaleiki
sína. Þetta hljómar ótrúlega en er
heilagur sannleikur. Markaðssetn-
ing félagsins, líkt og annarra í þess-
um bransa, er ekki tilviljunum háð
heldur skipulögð og allt gert til að
þéna sem mest. Það er til dæmis
ekki tilviljun að mörg knattspyrnu-
félaganna á Englandi breyta keppn-
istreyjum sínum fyrir hvert einasta
leiktímabil; þá þarf fólkið að endur-
nýja fatnaðinn, sem margir klæðast
einmitt á leikjum, og það kostar sitt.
Punkturinn yfir i-ið í þessu öllu
saman er Manchester United sjón-
varpsstöðin, sem Vikverji veit ekki
betur en hafi hafið útsendingar í
gær, 10. september. Hún verður „í
loftinu" í sex klukkustundir dag
hvem. Þar verður eingöngu fjallað
um United. Sýnt úr gömlum leikjum,
fylgst með lífinu á Old Trafford og
æfingavellinum, viðtöl höfð við leik-
menn, þjálfara og annað starfsfólk.
Nei, markaðshyggjan hefur löngu
tekið völdin hjá Manchester United
og mörgum öðrum íþróttafélögum í
heiminum. Peningar eru það eina
sem skiptir orðið máli, fyrir utan
það að ganga vel innan vallar, auð-
vitað, því þetta tvennt helst í hend-
ur. En haldi stuðningsmenn þessara
stóru félaga að þeir skipti einhverju
máli í raun, fyrir utan þá tryggð
sem þeir sýna með því að sækja
kappleikina og fjárfesta í minjagrip-
um og öðru slíku prjáli, þá eru þeir
á villigötum.
xxx
NORÐLENDINGUR, kunningi
Víkverja, lagði leið sínu í nýju
KEA-Nettó búðina í Mjóddinni ný-
lega. Leist honum vel á, en saknaði
þess þó að fá ekki skyrið frá KEA,
sem hann segir það albesta hér á
landi. Hann fékk ekki úr því skorið
á staðnum, hvort umrætt skyr verð-
ur á boðstólum; komst ekki í tæri
við starfsmann til að spyrja vegna
þess hve mikið var að gera, en bað
Víkverja að spyrja að þessu á
prenti: Verður Akureyrarskyrið
ekki örugglega til sölu í Nettó-búð-
inni í Mjódd?