Morgunblaðið - 11.09.1998, Page 59

Morgunblaðið - 11.09.1998, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 59 FOLK Rokk úr und- irheimum ►“UNDERGRÚND“-tónleikar verða haldnir á föstudag í Undir- heimum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. „Þetta verður undir- heimarokk með hljómsveitum sem eru lítt þekktar," segir Sara Riel í Listafélaginu í FB. Kraftrokksveit- in Bisund byijar tónleikana og áframhaldið verð- ur af sama meiði eða Spitsign, Motherfuckers in the House, Buff og Spunk. Það verður svo Canada sem slær síðasta tóninn. „Tónleikarnir byrja á slaginu níu og standa til 1 um nóttina," segir Sara. „Það kostar 350 krónur inn og svo verða ókeypis strætisvagnaferðir niður í bæ.“ Þetta er í sjöunda skipti sem listafélagið stendur fyrir tón- leikahátíð sem þessari og er hún haldin tvisvar á ári. „Tilgangur- inn er að kynna þær sveitir sem hafa haldið til í undirheimunum en eru á uppleið," segir Sara að lokum. Húsmæður Nýdanskrar ►NÝDÖNSK gefur út nýja breiðskífu, Húsmæðragarðinn, 15. októbert næstkomandi. Er það fyrsta plata sveitarinnar síðan Daníel Agúst Haraldsson skipti alfarið yfír í gusgus. „Þarna verða ellefu lög og eru þau eftir mig, Jón [Ólafs- son] og Óla Hólm,“ segir Björn Jörundur Friðbjörnsson. „Textarnir eru aftur á móti eftir mig.“ Til kynningar á þessu nýja efni mun Nýdönsk leika á skólaböllum í vetur og mun vertíðin byrja á háskólaballi næstkomandi laugar- dag. „Við verðum einnig með út- gáfutónleika í haust og leikum nýju lögin þar í bland við eldra efni, eins og alltaf þegar við troð- um upp, svona til að gleðja mann- skapinn," segii' Björn Jörundur. En hverskonar tónlist er þetta? „Allra handa popptónlist," svarar hann. „Hún er mjög í anda hljómsveitarinnar og það fer ekk- ert á milli mála þegar maður heyi'ir tónlistina hvaða hljómsveit er á ferðinni. Það verður að telj- ast ánægjulegt, að minnsta kosti fyrir mína parta.“ Hvar ertu eiginlega staddur? „Núna er ég á mótum Hring- brautar og Hofsvallagötu á rauðu ljósi og er ábyggilega lit- inn hornauga af samferðamönn- um mínum í umferðinni fyrir að tala í farsíma undir stýri,“ svarar Björn Jörundur. „Er þetta kannski orðið ólöglegt?“ bætir hann við. Blur í Sýrlandi ►BRESKA sveitin Blur var nýverið við upptökur í Stúdíó Sýrlandi í fimm daga. Meðlimir sveitarinnar voru að vinna að upp- tökum á næstu breiðskífu og þykir líklegt að hún komi út í byrjun næsta árs. Upptökustjóri er William Orbit. Hann stjórnaði m.a. upptökum á síðustu breiðskífu Madonnu sem fékk góðar undirtektir hjá gagn- rýnendum. canada spitsign s-mith buff spúnk bisund »t j FÓLK í FRÉTTUM FOSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Sjónvarpið ► 20.35 Titanic (‘96) er ekki metaðsóknar- og Óskarsverð- launamyndin mikla, heldur nýleg sjónvarpsmynd í tveimur hlutum, sá síðari verður sýndur laugar- dagskvöldið 12.9. Efnið þekkja allir, hér er það gæðaleikarinn George C. Scott sem fer með aðalhutverkið, ásamt Peter Gallagher, Tim Curry og Evu Marie Saint. IMDb gefm- 6,8. Stöð 2 ► 20.55 Leiðin heim (Fly Away Home, ‘96) er fjölskyldumynd sem hlaut yfírleitt góða dóma, m.a. ★★★ hjá gagnr. Mbl. Anna Paquin (Píanó) leikur unga stúlku sem sest að hjá fóður sínum á búgarði í Kanada þegar móðir hennar fellm- frá. Finnur yfirgefið gæsahreiður og tekur að sér uppeldi unganna. Með Jeff Daniels. Leikstjóri CaiToll Ball- ard. Sýn ► 21.00 Kutinn (Jacknife, ‘89) er óvenjuleg mynd um eftirmál Víetnam-stríðsins. Robert De Niro og Ed Harris leika fyrrverandi her- menn sem eru að reyna að ná áttum. Kathy Baker (ekki Bates) er best þriggja gæðaleikara, í hlutverki syst- ur Harris. Leikurinn gerir þessa vandræða- og þunglyndislegu mynd þess virði að sjá. ★★1/íí Sjónvarpið ► 22.10 Rofin heit (Broken Vows, ‘86) er sjónvarps- mynd sem virðist fengur í. Tommy Lee Jones leikur katólskan prest sem verður ástfanginn og verður að velja á milli konunnar (Annette O’Toole) og hempunnar. IMDb gefur 6,8. Sýn ► 22.45 Ökuskírteini (License to Drive, ‘88). Flottir bilar og ljóskur era innihald þessarar efnisrýru myndar um lífið efth’ bílpróf. Pabba- drengur má ekki setja rispu á fína bílinn, þá er úti um hann. Með Corey Feldman og Corey Haim, báðum heldur slöppum. ★★ Stöð 2 ► 22.50 Draugar fortíðar (The LongKiss Goodnight, ‘96). Sjá umfjöllun í ramma. Sýn ► 0.40 Sex á einu bretti (Six pack, ‘82) er gerð á þeim tíma sem kántrísöngvarinn Kenny Rogers naut óhemjuvinsælda og Hollywood ætlaði að nýta sér það. Með litlum ái-angii. Sykursæt, lítil gamanmynd um kappakstursmann (Rogers), sem skyndilega verður að ganga sex munaðarlausum bömum í fóðurstað. ★★ Stöð 2 ► 0.55 Daniel Stern er höfundur og aðalleikarinn í gaman- myndinni í óbyggðum (Bush- wacked, ‘95), um aula sem verður vitni að morði og er gi-unaður um verknaðinn Flýr lögregluna til fjalla, þar sem hann er tekinn í misgripum fyrir leiðsögumann skátadrengja. Nokkrir góðir brandarai' og upp- ákomur fyrir yngri deildina. ★★ Stöð 2 ► 2.25 Hugarflug (Altered States, 80) er vísindaskáldsöguleg mynd, ein sú besta ft'á hendi hins kol- geggjaða Kens Russells. Hefur verið kynnt hér rækilega. Með William Hurt. Forvitnileg og öðruvísi. ★★★ Sæbjörn Valdimai'sson Mamma fær minnið Stöð 2 ► 22.50 Skuggar fortíðar (The Long Kiss Goodnight). Upp- gangui’ finnska leikstjórans Renn- ys Harlins í Hollywood vai- með ólíkindum. Hann sló í gegn með hinni bráðfjöragu og hörkuspenn- andi afþreyingarmynd Die Hard 2, og fleiri góðai' fylgdu í kjölfai'ið. Hortittir líka, og þegar hér var komið sögu þurfti Harlin (og eigin- kona hans, Geena Davis) nauðsyn- lega á smelli að halda. En Draugar fortíðar brást í miðasölunni. Það er synd, því hún er vanmetin, bráð- fyndin, hröð og spennandi hasar- mynd. Davis fer með aðalhlut- verkið, konu sem man ekki eftir fortíðinni. Hitth’ góðan mann og er ósköp venjuleg húsmóðir þegar hér er komið sögu. Þá kemur einkaspæjarinn Samuel L. Jackson til skjalanna, saman grafa þau upp heldur rosalega fortíð fi'úarinnar, sem var hrikalegur slátrari á veg- um hins opinbera hér áðm' fyrr. Fortíðin teygir skyndilega anga sína inn í líf hennar. Og þá bregst sú stutta við með stH. Þau era fín saman, Jackson og Davis, myndin grínaktug, spennandi og hin besta skemmtun. Ein af betri myndum Finnans. ★★★ lVlenalincT Vernd fyrir viðkvæma húð KYNNING á nýju húðverndarlínunni frá HARTMANN í Lyfju, Setbergi, , N N Hafnarfirði í dag, föstudag c % kl.14.00-18.00. Ý dh LYFJA , O U Lyf A tógmorksverði Ráðgjafi verður á staðnum. 20% KYNNINGARAFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.