Morgunblaðið - 01.11.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.1998, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX „ÞAÐ komu hingað húnvetnskir bændur og ég sagðist geta fullyrt að þeir ættu ekki fjárhús með þykkara þaki en ég ætti,“ sagði Sigurður og átti þar við Fjárhelli. EG ER alveg steinhættur að hugsa um framtíðina," sagði Sigurður Hannesson fjárbóndi á Villingavatni þegar blaða- menn heimsóttu hann í haust- blíðunni. „Það er engin hugsjón sem gildir. Fyrir fímmtíu árum kom manni aldrei til hugar að nokkur sveit yrði lögð af. Þá var sveitarfé- lögum að fjölga hér á Suðurlandi." Síðan hefur bæði sveitafólki og sveitarfélögum fækkað svo um mun- ar og flest sem bendir til að því sé ekki að linna. Sigurður er 72 ára gamall og við góða heilsu. Hann þakkar það meðal annars staðgóðu fæði, íslenskum landbúnaðarafurðum, og því að hafa verið myrkranna á milli á göngu að stússast í fé. Hann segist ekki hafa mikla trú á því að sauðfjárbúskapur verði stundaður á Villingavatni eftir sinn dag. „Þetta fer sömu leiðina, maður sér jarðirnar hér í kring. Eg held að það yrði bara alls ekki liðið að hér yrði sauðfé áfram. Það er al- deilis búið að heyrast að það eigi ekki að vera kindur í landnámi Ing- ólfs.“ Sigurður telur að það verði mikill sjónarsviptir að fénu og segir fleiri sammála því. „Það segir mér göngu- fólk sem gengur hér að það geti ekki hugsað sér að fjöllin verði fjárlaus. Þá sjáist ekkert líf, nema þá refur eða minkur. Þegar má nú ekki leng- ur sjást rjúpa! Við verðum að kunna okkur eitthvert hóf - að ganga ekki svo nærri rjúpunni að hún sjáist ekki. Þegar er búið að ganga í hana svona mánaðartíma þá er hending að það sjáist hér fugl. Fálkinn sést ekki heldur og krummi dettur alveg út þegar jarðirnar fara í eyði, þá fellur ekkert til handa honum.“ Mannmargt heimili Sigurður er fæddur á Stóra-Hálsi í Grafningi 1. júní 1926, sonur hjón- anna Hannesar Gíslasonar af Vill- ingavatnsætt og Margrétar Jóhann- esdóttur frá Nesjavöllum. Bemsku- heimili Sigurðar á Stóra-Hálsi var fjölmennt. „Við vorum tíu alsystkin- in, átta bræður og tvær systur, auk þess áttum við hálfsystur sem var elst. Megnið af hópnum er nú komið í moldina. Auk mín lifa Arsæll á Stóra-Hálsi, Valgerður á Seltjarnar- nesi og Dagbjartur sem er sjúkling- ur á Kumbaravogi." Á Stóra-Hálsi voru þrjár til fjórar kýr, sem voru lífsakkerið, þrír hestar sem notaðir voru við smölun og til flutninga og aðdráttar, árið sem Sigurður fæddist voru kindurnar um 80. Síðast var fært frá á Villingavatni árin 1923-29 og mjólkaðar um 30 ær. Sigurður man fyrst eftir ser 1929, þá þriggja ára gamall. „Ég beit mig illa í tunguna og móðir mín og móðurbróðir reiddu mig á Eyr- arbakka til Lúðvíks Nordal læknis. Meira en hálfri öld seinna ætlaði ég að vera viss um hvort það væri ekki rétt munað hjá mér að það væru margar tröppur upp í læknisbú- staðinn á Eyrarbakka - og það reyndist svo. Þetta grópaðist svona í mig.“ Bóndi af hugsjón Þegar Sigurður var 22 ára tók hann við búinu á Villingavatni af Þorgeiri Magnússyni, en hann og faðir Sigurðar voru bræðrasynir. „Hér var búin að vera sama ættin, fjórir ættlið- ir, frá 1804 til 1948 að ég kom hingað,“ segir Sig- urður. „Móðir Þorgeirs, Þjóðbjörg Þórðardóttir, stóð fyrir búi hjá honum og var hjá mér fyrsta sumarið. Þeg- ar hún fór um haustið hafði hún staðið fyrir búi hér frá 1888, eða í 60 ár.“ Sigurður leigði fyrstu fjögur ár- in en keypti jörðina 1952 og hefur því búið samfleytt á Villingavatni í hálfa öld. Hann var lengi einn á vet- urna, en alltaf með vinnufólk á sumrin. Undanfarin sjö ár hefur verið hjá honum ráðskona með tvo drengi. Landareignin nær frá Þingvalla- vatni og 11 km upp að sveitarmörk- um við Ölfusið í fjöllunum norðan við Hveragerði. Að sunnan liggja landamerki Villingavatns að Úlfljótsvatnsjörðinni, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og að norðan og vestan að Olfusvatni, einnig í eigu Reykjavíkur, og að Króki, sem er í einkaeign. Villingavatn á 3 km strandlengju við Þingvallavatn. En hvers vegna gerðist Sigurður bóndi? „Ég sá að sveitin var alveg að hrynja. Tvær jarðir hér við hliðina voru nýfarnar í eyði og hafa verið í eyði síðan.“ Jarðirnar sem hér um ræðir eru Hagavík, sem fór í eyði 1945, og Ölfusvatn, sem fór í eyði tveimur árum síðar. Auk þessara nágrannajarða segir Sigurðui- að mörg býli í kringum Þingvallavatnið hafi lagst í eyði frá því hann var að vaxa upp. Að sögn Sigurðar hefur búið hörkufólk í Grafningnum og festa í búskapnum á mörgum jörðum. Sömu ættimar hafí búið þar kynslóð fram af kynslóð. Miklar breytingar hafa orðið á búskaparháttum, líkt og annars staðar til sveita. „Árið sem ég fæðist eru öll tún í Grafningnum 63 hektarar. Nú eru tún hjá mér ein- um 50 hektarar og heyskapurinn á þessu harðindakoti gefur meiri hey en öll túnin í Grafningnum árið 1926.“ Túnin hjá Sigurði eru í 135- 150 metra hæð yfir sjó og því getur orðið hart í ári í kuldatíð. Þar að auki segir hann kuldapoll í kringum Þingvallavatnið. Kuldann leggi hindrunarlaust frá Langjökli þang- að niðureftir. Sigurður segir að árið 1845, þegar Alþingi var endumeist, hafi verið búið á öllum bæjum í Grafningi og íbúarnir 142, sem sé þrefalt fleira en nú. „Það var gott lífíð hérna. Það komu hingað karlar úr Ölfusinu og sögðust telja það gott ef það yrði jafn gott í himnaríki og var í Grafn- ingnum.“ Þótt Grafningurinn sé ekki fjarri mesta þéttbýli landsins var sveitin lengi einangruð og framfarir hægar. Sigurður segir að ár í nágrenni Vill- ingavatns hafi verið óbrúaðar til 1960. Miklar samgöngubætur fylgdu Nesjavallavirkjun, bæði nýr vegur yfir Mosfellsheiði og vegarbætur um sveitina. En þetta dugði ekki til að sporna við byggðaröskuninni. „Þetta kom of seint, byggðin er búin hér, en samgöngurnar eru betri. Það er alltaf mokað upp að virkjun og haldið opnu á veturna," segir Sigurður. „Það er ergilegt gagnvart búsetu hér í Grafningi að það tekur um 30 ár frá því að Ljósafoss er virkjaður þar til veiturafmagn kemur almennt hér á bæi. Ef það hefði komið rafmagn strax 1937 þá hefði náttúrulega orð- ið hér allt annað mannlíf. Þegar maður kom niður að fossum var allt uppljómað, en sveitin fékk ekki raf- magn, ekki einu sinni að Úlfljóts- vatni. Syðri-Brú og Efri-Brú voru einu bæirnir sem fengu rafmagn frá Ljósafossi, aðrir ekki fyrr en löngu seinna.“ Þorgeir, forveri Sigurðar á Vill- ingavatni, var með vindrafstöð og hlóð á rafgeyma. Það var eilíft vesen svo Sigurður lét sér nægja að lýsa með aladínlömpum og gasluktum. Á sumum bæjum voru heimarafstöðv- ar og var Bfldsfell í Grafningi fyrsta sveitabýli á Islandi sem raflýst var frá slíkri stöð. Hún var sett upp 1911. Sigurður orðar það svo að í sveitinni hafi verið „mikið hungur og þorsti eftir ljósinu". Rafveita kom ekki að Villingavatni fyrr en 1967. Fjöll og fjárbúskapur Sigurður var með kýr til 1962, en gafst upp á mjólkurframleiðslunni vegna erfiðra samgangna. Síðan hef- ur hann búið með kindur og átt hesta og hunda til smalamennsku. Kindm-nar hans Sigurðar eni af vestfirskum stofni sem hann fékk eftir fjárskipti 1951. Stofninn hefur nokkuð verið kynbættur með sæð- ingum. Flestar kindurnar eru hvítar og hann segir fleiri koll- óttar en hymdar. Hann gerir þar ekki upp á milli. Það er langt síðan hann hætti að gefa kind- unum nöfn, en gerði það sem strákur. „En ég á auðvelt með að þekkja þetta í sundur, sé á svipnum hvað er undan hverju.“ En þekkja kindurnar Sig- urð? „Já, þær þekkja mig vel þessa dagana. Ég er farinn að gefa þeim sfld, það er alveg konfekt í þær,“ segii- Sigurður. Hann var nýbúinn að flytja heim um 200 tunnur af sölt- uðum sfldarafskurði og gefur bæði heima við bæ og úti í haganum. Þessi fóðurbætir gerir fénu gott og það er er sólgið í sfldina. Sigurður segir að það sé æði mikil orka í fjöllunum og þau togi sterkt í sig. „Þau eiga ef til vill stóran þátt í að maður er á þessu svæði,“ sagði Sigurður. „Það er enginn maður kunnugri fjöllunum hérna á öllum árstímum en ég.“ Hann á að baki margar fjallaferðir eftir fé og þykir þær einn helsti kostur fjárbúskapar- ins. Það var á fermingarárinu 1940 að Sigurður kynntist fyrst Grafnings- fjöllunum. Hann rak ásamt fleirum lömb yfir fjöllin til slátrunar í Hafn- arfirði. Reksturinn stóð á þriðja dag. Seinna tók hann einnig þátt í að reka sláturfé til Reykjavíkur. „Síðan hef ég verið að þeytast um fjöllin," segir Sigurður. Hann fer enn í leitir sem taka tvo daga og er farið tvisvar. Þá er eftir að smala heima- landið. En skyldi Sigurður aldrei hafa lent í ævintýrum við smalamennsku eða í háskalegum fjallaferðum? „Þegar maður er einn úti í fjalli, er langbest að vera ekkert að segja neitt frá því. Auðvitað ef maður meiddi sig þá er spurning hvað mað- ur ætti að gera. En ef maður er eitt- hvað að pæla í því þá ætti maður að hætta að fara í fjöllin.“ Gat á jarðskorpuna Þegar féð var flest átti Sigurður um 1.500 kindur í sumarhaga, en hvað eru hausarnir margir nú? „Ég hef nú svarað því svo að ég sé með nógu margt til að éta gat á jarð- skorpuna,“ svarar Sigurður hlæj- andi. Fullvirðisréttur búsins er 348 ærgildi, eitt ærgildi er 18,2 kg af kindakjöti, en hann hefur lagt inn annað eins sem er án beingreiðslna. Af innlögðu kjöti eru 15% tekin til útflutnings. „Þetta er búið ef við náum ekki fótfestu í að flytja út dilkakjötið sem lúxusvöru. Ég held það sé bara ís- Iendingum sjálfum að kenna ef ekki tekst að selja þetta,“ segir Sigurður. Hann nefnir því til sönnunar að á Spáni megi fá 10-12 kfló af kjúkling- um fyrir eitt kfló af íslenskum salt- fiski. Það blandist engum sem til þekkir hugur um að lambakjötið sé lúxusmatur. Það sjáist best á tóf- unni. Hún komi umsvifalaust í lambakjöt og hrossakjöt, hins vegar þýði ekkert að bjóða henni upp á kjúklinga, hvað þá svínakjöt! Sigurður segir að í kjötsölumálum þýði ekkert að stfla upp á fátæk- linga. Hins vegar falli ýmislegt til við sauðfjárslátrun sem betur væri komið hjá fátækum en á ruslahaug- um, eins og nú tíðkast. „Ég veit ekki annað en að öllum innmat úr full- orðnu fé sé hent. Á öldinni sem leið var Rússakeisari að gefa hingað gjafir. Af hverju getum við ekki hirt þennan mat og gefið Rússunum? Það er ekki nein glóra í því að henda matnum svona.“ Sigurður dregur upp nýlegt upp- gjör sem hann fékk fyrir hluta af innleggi sínu. Það vekur athygli hvað verðflokkarnir eru margir. „Það er spaugilegt að sjá hvernig þetta er allt mínusað niður eftir flokkum, auðvitað skilar það sér ekki til neyt- andans," segir Sigurður. „Flokkarn- ir eru svo margir að það væri ómögulegt að bjóða upp á þá alla í búð. Þeir mæla fituna á ákveðnum stað á skrokknum og ef féð hefur verið í góðu haglendi þá er það verð- fellt. Sjálfsagt ætla þeir að fara að rækta sauðkindina þannig að hún skili ekki fitu, heldur bara holdum.“ Sigurður sleppir fénu snemma vors. Féð fer alveg frjálst hringinn í kringum Hengilinn, gengur á jörð- inni og eyðijörðum utan girðinga. Yfir veturinn gengur féð við opin hús og Sigurður gefur mikið úti. „Það háir ekkert skepnunum að SJÁ BLS. 10 Yfipstétjarillgresi - eða gat a jarðakarpoaa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.