Morgunblaðið - 01.11.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.11.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1998 9 B Seyðisfirði. „Petta var um miðjan vetur og skítakuldi úti en ég lét mig hafa það að sofa aftur í bestikki um nóttina. Landhelgisgæslan dró svo bátinn fyrir mig til Skagastrandar, þar sem hann lá við bryggju um nokkra hríð og ég vissi ekki al- mennilega hvað ég átti að gera við hann. Hugsun mín snerist í fyrstu bara um að varðveita jtöí bátinn. Ég fann þó fljótlega að enginn hafði áhuga á að styrkja verkefnið og fólki fannst ég jafnvel skrýtinn að vera að brölta þetta,“ segir Þorvald- ur. Byrjaði með tvær hendur tómar Hann kveðst hafa tekið þá ákvörðun að flytja til Hafnarfjarðar um áramótin 1996-1997 og Húni II fylgdi með. „Ég sá að ég hafði eng- an stuðning við að gera bátinn upp, enda hef ég aldrei unnið í lottóinu. Ástandið á bátnum var hörmulegt að undanskildum viðnum, sem var mjög góður. Ég hófst handa við endurgerðina án þess að hafa fengið nokkurn styrk né loforð um aðstoð. Iðulega féllust mér hendur þegar ég mætti á morgnana og ennþá finnst mér ótrúlegt að mér hafi tekist þetta verk,“ segir hann. Fljótlega leitaði hann til véla- verkstæðisins Gjörva í Reykjavík og segir að þar hafi menn tekið sér vel og verið tilbúnir að hefja vinnu þótt fjármögnun lægi ekki fyrir. Um síðir fékk hann lán hjá Byggða- stofnun og Ferðamálasjóði og styrk frá menntamálaráðuneyti til varð- veislu bátsins. Enn er skuldastaðan þó slæm. Eina útlitsbreytingin sem hefur verið gerð á bátnum utanverðum er að í stað lúgukarmsins er komið hærra dekkhús. „Menn hafa verið að spyrja hvort ég ætli ekki að setja glugga í setustofu á bátadekki. Mér finnst ekki koma til greina að breyta útliti bátsins," segir Þorvald- ur. Með þrjár eiginkonur Breytingarnar hafa kostað 16-17 milljónir króna og til að fjármagna þær hefur Þorvaldur gert bátinn út sem skemmtiferðaskip, fyrst í sam- vinnu við Fjörukrána en nú í sam- starfi við veitingahúsið A. Hansen. Einnig hefur hann farið með ferða- menn í hvalaskoðun og sjóstanga- veiði. Síðast en ekki síst leigir hann bátinn út sem veislusal með eða án siglingar og segir að það fari eftir óskum viðskiptavina hvernig því sé hagað. „I sumar var hringt í mig frá einu hótelanna í borginni og bátur- inn pantaður fyrir fursta frá Óman, sem var hér á ferð með þremur eig- inkonum sínum. Þau komu tveimur klukkustundum eftir að þau höfðu pantað bátinn og skýringin var sú að furstinn hafði sent konurnar í Kringluna. Ég frétti síðar að hann hefði sent blómvendi í allar verslan- ir sem þær áttu viðskipti við. Ég gat ekki séð hver var fyrsta, önnur eða þriðja konan. Tvær voru að mig minnir bandarískar en þær gerðu sér allar jafn dælt við hann,“ segir Þorvaldur og bætir við að þetta hafi verið skemmtileg reynsla. „Furstinn sagðist mundu koma aftur til Islands. Þá vona ég bara að hann verði með fjórðu konuna sína með sér,“ segir hann svo brosandi. MYNDIN er tekin við afliendingu Húna II árið 1963. F.v. er Ólöf Guðmundsdóttir eiginkona Björns Pálssonar á Löngumýri sem stendur með krosslagðar hendur við hlið hennar. Fyrir aftan hann vinstra megin séð er Tryggvi Gunnarsson skipasmiður og Hákon Magnússon skipsfjóri lengst til hægri. Húni li er safngripur HÁKON Magnússon var skip- stjóri á Húna II meðan hann hét því nafni, eða á árunum 1963- 1970. Þá var hann seldur til Hornafjarðar og fékk nafnið Haukafell. Skipið gerði Hákon út í samstarfi við Björn Pálsson á Löngumýri, en fyrir áttu þeir Húna. „Á þeim árum var ég fram- sækinn ungur inaður og vildi komast á stærra skip. Þá kom í Ijós, að karlinn var búinn að semja um smíði á stærra skipi á Akureyri, sem var Húni II, “ seg- ir Ilákon. Hann tekur ennfrem- ur fram, að árið 1962 hafi ekk- ert vit þótt í að byggja stærra skip en 130 tonn til síldveiða og annarra slíkra fiskveiða. Fljót- lega upp úr því breyttust við- horfln og á sjöunda áratugnum urðu mjög örar breytingar í smíði flskiskipa. Húni H var meðal annars á sfld, netum og trolli. „Við urðum að slá af í hafínu og munaði litlu að illa færi, því olíutankur losn- aði, en það bjargaðist á síðustu stundu. Gullfoss sigldi á þessum árum og einmitt í þessu veðri fékk hann á sig hnút, en mjög óvanalegt var, að haim fengi á sig brot svo hann skemmdist." Hákon segir að á ýmsu hafi gengið í útgerðinni. „Við vorum óheppnir með vélbúnað, sem bil- aði oft og vorum við því mikið í stoppum. Versta áfallið var þeg- ar kviknaði í skipinu í Reykjavík- urhöfn út ft'á tæki um borð. Það tók rúmt ár að koma skipinu á flot aftur, en eftir þetta óhapp var skipt um vélbúnað. Við lögð- um líka mikið í bátinn sjálfir til að gera hann góðan, en við vor- um komnir svo nærri gjaldþroti að við urðum að selja skipið," segir Hákon og bætir við að nýju kaupendurnir hafi fengu bátinn í góðu standi og hagnast vel á hon- um. Hákon segir að sér hafi þótt mjög vænt um skipið, meðal ann- ars vegna þess að haim vami að smíði þess siðasta hálfa árið. „Tryggvi Gunnarsson skipasmið- ur var ákaficga vandvirkur mað- ur, enda ber skipið þess vitni eft- ir öll þessi ár.“ Hákon segist mjög ánægðm- með að Þorvaldur Skaftason og Erna Sigurbjömsdóttir skuli hafa haft kjark til að gera upp bátinn. Sjálfur kveðst hann hafa fengið tilboð um að fá bátinn þegar hann var úteltur, en hann hafi verið of kjarklaus til að taka því. „I rauninni ætti þessi bátur að fara á safn, því hann er sfðasti óbreytti báturinn af þessari gerð, sem var byggður hér á landi.“ ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Horfur á góðri laxa- vertíð 1999 PRÝÐISGÓÐAR horfur eru fyrir laxveiðivertíðina 1999 eftir því sem Sigurður Guðjónsson framkvæmda- stjóri Veiðimálastofnunar sagði í samtali við Morgunblaðið nýverið. Sigurður sagði ekki hæfa að nefna tölur í þeim efnum, en þau teikn, sem á lofti væru, væru yfirleitt góð. Laxveiði á stöng var 38% meiri í sumar sem leið heldur en sumarið 1997, en uppistaðan í aflanum var eins árs lax úr sjó. Lítið var aftur á móti af tveggja ára fisld. Metárin verða þegar báðir árgangar eru sterkir. Sigurður sagði að fiskifræðing- amir skoðuðu ýmislegt áður en þeir treystu sér til að spá í kom- andi vertíðir. Að útlitið þyki gott fyrir 1999 er byggt á þeirri reglu sem virðist fyrir hendi að stórar stórlaxagöngur komi í kjölfarið á stórum smálaxagöngum. Það stafi af því að um sama árganginn sé að ræða. Miðað við að smálaxagöngur voru mjög sterkar í sumar sem leið, telja fiskifræðingar mjög góð- ar líkur á því að stórlaxagöngur 1999 verði einnig sterkar og þá sér- staklega fyrir Norðurlandi þar sem smálaxagöngurnar tóku hvað mest- an kippinn. Þá er fylgst með ferðum göngu- seiða á leið úr ánum til sjávar. Að sögn Sigurðar var ástand þess ár- gangs víðast hvar mjög gott og ,;al- veg sæmilegt" í versta falli. Atti hann þar við norðanvert landið, einkum austan til, en kuldar á þeim slóðum um hásumarið töfðu mjög útgöngu seiða. „Seiði voru að ganga út alveg fram í september og við hljótum að hafa einhverjar áhyggj- ur af þeim. Einnig má búast við því að einhver hluti árgangsins hafi frosið inni í ánum, þ.e.a.s. ekki náð sjógönguþroska vegna kuldanna og verði því eitt ár enn í ánum,“ sagði Sigurður Við þetta er að bæta að hitastig sjávar við landið er enn hagstætt að sögn Sigurðar og stofnar sjávar- dýra sem laxinn nýtir sér í uppvext- inum hafa verið í góðu ásigkomu- lagi. Sumarið 1999 gæti því orðið mjög gott. íslenskar laxveiði- ár í brennidepli N orður-Atlantshafslaxasj óðurinn stendur fyrir ráðstefnu í Háskóla- bíói í dag klukkan 15. Yfirskriftin er „Islenskar laxveiðiár í brennidepli". Oití Vigfússon, forstöðumaður NASF sagði í samtali við Morgun- blaðið að helstu umræðuefni verði virkjanir og umhverfissjónarmið, nýjar veiðiskýrslur sem teknar verða í notkun næsta ár og síðast en ekki síst skipulag við laxveiðiárnar. Verða ýmis hitamál rædd undir þeim lið, m.a. „veiða-sleppa“ skipu- lagið, „ormahollin" umtöluðu og fleira. Þeir sem munu ræða virkjunar- og umhverfismálin eru Orri Vigfús- son, Ragnar Amason prófessor við HÍ og Þorsteinn Hilmarsson upp- lýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Guðni Guðbergsson fiskifræðingur og Þröstur Elliðason fiskeldisfræð- ingur og leigutaki Ytri-Rangár ræða nýju veiðiskýrslurnar og skipulagsmál laxveiðiánna verða rædd í pontu af þeim Bubba Morthens tónlistarmanni, Bjarna Júlíussyni stjómarmanni SVFR, Sigurði Guðjónssyni framkvæmda- stjóra Veiðimálastofnunar og Ingva Hrafni Jónssyni veiðiréttareiganda, leigutaka Langár og stjórnarmanni íNASF. opnað, er að finna minjar og fróðleik um sögu fjarskipta á íslandi frá upphafi. Safnið er til húsa í gömlu Loftskeytastöðinni á Melunum, við Suðurgötu skammt frá Háskólabíói. Safnið verður opið á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum frá kl. 13:00 til 17:00. Tekið verður á móti hópum á öðrum timum eftir samkomulagi og er aðgangur ókeypis. Umsjónarmaður safnsins er lón Ármann Jakobsson. Sími Fjarskiptasafnsins er 550 6410, fax 550 6416 og netfang: safn@simi.is i % LANDS SIMINN www.simi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.