Morgunblaðið - 01.11.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.1998, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SVONA leit fiskilestin út þegar byrjað var á endurbygg- FISKILESTIN eða núverandi veitingasalur séð frá sama ingu bátsins. „Mér féllust iðulega hendur þegar ég mætti sjónarhorni þúsundum vinnustunda síðar. á morgnana,“ sagði Þorvaldur. ■ • ■ ■........................ ; ASTIK og radar úr Garðari BA eru meðal gamalla hluta. Garðar er elsta stálskip í eigu Islendinga en liggur í fjör- unni á Patreksfirði engum til gagns. Siglandi sjóminjasafn ORVALDUR Skaftason lét sér ekki til hugar koma þegar hann stóð 14 ára gamall á bryggjusporðin- um á Skagaströnd og tók á móti Húna II nýsmíðuðum, að hann ætti eftir að verða eigandi þessa báts síðar á ævinni. Húni II er 130 tonna eikarbátur sem smíðaður var á Akureyri árið 1963 fyrir Bjöm Pálsson á Löngu- mýri og Hákon Magnússon skip- stjóra. Báturinn var þó aldrei gerð- ur út frá Skagaströnd heldur Reykjavík. Er báturinn sá eini sinn- ar tegundar sem er á floti í óbreyttri mynd en smærri eikarbát- ar enn til. Þá er báturinn merkileg- ur fyrir þær sakir að hann er alís- lenskt handbragð. Báturinn lítur mjög vel út enda hefur Þorvaldur ásamt fjölskyldu og vinum unnið hörðum höndum við endurgerð hans allt frá árinu 1996. „Ég vann í bátnum upp á hvem einsta dag í heilt ár og á samt eftir ýmislegt ennþá,“ segir hann þegar hann sýnir blaðamanni bátinn. „Meðal annars ætla ég að smíða sófa í „koníaksstofuna“ þar sem nú eru plasthúsgögn. Ég þarf einnig að útbúa snyrtilegt kvennaklósett." Kaldar kveðjur frá guði og mönnum Markmiðið var að ljúka endur- gerð á bátnum fyrir sjómannadag- inn 1997 en þá ætlaði hann sigla bátnum heim á æskustöðvarnar og gera hann þaðan út. Á Skagaströnd náði hann hins vegar ekki fyrr en helgina á eftir. „Segja má að ég hafi fengið heldur kaldar kveðjur bæði frá guði og mönnum," segir hann. „Veðurspáin var ekki góð og Jónas bróðir minn og Jón ívarsson, sem voru með mér, töldu að við ættum ekki að leggja í hann því hann spáði norðaustan. Þetta var í júní og ég var harður á því að sigla, enda vor- um við á alvörubát, að mínu mati. Við fengum 6-8 vindstig alla leiðina. Þegar við komum á Breiðafjörð urð- um við að stoppa því gírinn hjá okk- ur hitnaði. Bátinn rak stjórnlaust í 2-3 tíma frá landi og samferðamenn mínir vildu fá aðstoð. Okkur tókst þó að koma bátnum af stað aftur en gírinn vildi snuða alla leiðina sem ég varð aldrei var við hvorki fyrr né síðar. Mér kom ekki dúr á auga alla ferðina. Eftir 36 klukkustunda sigl- ingu komum við norður á Skaga- strönd og mér fannst heimafólkið ekki taka mér vel. Ég hafði boðið forráðamönum bæjarins um borð að kynna sér hvað ég væri að gera en þeir mættu ekki.“ Þorvaldur sótti um fjárstyi-k til bæjarstjómar Blönduóss til að gera bátinn út og sýnir blaðamanni bréf frá bæjarstjóminni sem ekki er hægt að skilja öðravísi en svo, að hann fái styrk þegar útgerðin sé komin af stað. Bréfið er stílað í febrúar 1997. Útgerðin gekk fremur illa og fór Þorvaldur aðeins nokkrar ferðir með ferðamenn. Hann ítrek- aði styrkveitinguna hjá Blönduósbæ en fékk svar í október sama ár þar sem styrkveitingunni var hafnað. „Ég gerði ekkert frekar í málinu því mér ofbauð svo framkoman. Fyrst lofuðu þeir styrk og síðan drógu þeir loforð sitt til baka án þess að blikna," segir hann. Menningarleg verðmæti Honum verður tíðrætt um menn- ingarleg verðmæti bátsins og ræðir um að íslendingar séu ekki nægi- lega vakandi fyrir varðveislu sögu- legra minja. Hann segist eiga þann draum að báturinn geti orðið að eins konar sjóminjasafni og lifandi dæmi um gamlar aðferðir við sjó- mennsku; vinnubrögð sem séu orðin úrelt eins og að kasta út lítilli nót og notkun handfærarúllu. Einnig lang- ar hann til að láta útbúa segl því báturinn var upphaflega byggður til að geta siglt bæði fyrir mótor og seglum. Þorvaldur segir að næsta sumar verði hann í samstarfi við Sjóminja- safnið í Hafnarfirði um að farmiði í Húna II gildi sem aðgöngumiði á Sjóminjasafnið og aðgöngumiði það- an gildi sem afsláttarmiði á Húna II. Vonast hann til að þetta hafi góð áhrif fyrir báða. í veitingasalnum, sem áður var fiskilestin, eru borð og bekkir, en á byrðingnum og á veggjum hanga netakúlur úr gleri, snurpuhringir, blakkir af ýmsum gerðum, lór- antæki og miðunarstöðvar sem löngu er hætt að nota. „Astikið þarna og radarinn eru úr Garðari BA, sem er elsta stálskip í eigu ís- lendinga en hann liggur í fjörunni í Patreksfirði. Ég var mjög ánægður þegar mér áskotnuðust þessir hlut- ir,“ segir Þorvaldur og bendir á nokkur tæki við enda salarins. Hann bætir við að þegar menn hafi uppgötvað að hann hafði áhuga fyr- ir gömlum tækjum og hlutum sem tengjast sjómennsku fyrri tíma hafi þeir verið iðnir við að færa honum ýmsa hluti. Þekkti mótorhljóðin Þegar Þorvaldur er spurður hvernig þessi áhugi á Húna II hafi komið til segist hann í raun ekki vita það. „Ég var trillukarl og gerði út frá Skagaströnd, þar sem ég undi glaður við mitt. Þá kom þetta helv... kvótakerfi til sögunnar. Ég var til- tölulega nýbúinn að fjárfesta í bát og fékk nánast engan kvóta. Ég ákvað því að úrelda trilluna og seldi hana til Noregs, en skömmu síðar var ákvörðuninni um minnkaðan kvóta seinkað, svo ég hefði getað gert út að minnsta kosti hálfu ári lengur. Eg man vel eftir Húna HUl, sem kom á undan þessum, frá því ég var stráklingur og þekkti til dæmis alltaf vélarhljóðið þegar hann sigldi í höfn. Ég hafði alla tíð fylgst með Húna II hvort sem hann var í Reykjavík eða á Hornafirði þar sem hét Haukafell. Þegar ég vissi að styttast færi í að hann yrði úreltur fór ég að velta fyrir mér að falast eftir honum.“ Það var síðan árið 1995 sem Þor- valdur keypti bátinn á 10 krónur en þá var búið að rífa úr honum allt nýtilegt og lá hann við bryggju á ekki dottið í hug þegar þeir fylltu lestina af físki í góðum túr árið 1963, að rúmum þremur áratugum síðar sætu prúðbúnir gestir að snæðingi í þessari sömu lest. Eða þar sem þeir stóðu á dekk- inu í hífandi norðanroki og bölvuðu hryssingnum, að þar ættu út- lendingar eftir að bíða spenntir eftir að sjá hvölum bregða fyrir. Hildur Friðriksdóttir skoðaði Húna II og hlustaði á sögu eigandans, Porvaldar Skaftasonar. H UNi „ HAFNARpjöRjjij Morgunblaðið/Ásdís ÞORVALDUR Skaftason og eiginkona hans, Erna Sigurbjörnsdóttir, gera út Húna II. Sjómönnunum á Húna II frá Höfðakaupstað hefur örugglega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.