Morgunblaðið - 01.11.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1998 B 7
og telja sig svikna af sínu samfélagi
og verða kannski brothættari fyrir
vikið. Ég er alveg sannfærður um
það að í forvömum gegn vímuefna-
neyslu unglinga verður aukin
áhersla lögð á listkennslu og listiðk-
un. Ég hef svo margoft séð það
skila árangri."
Sigurði er listuppeldi mikið hjart-
ans mál og bendir á að samkvæmt
2. grein grunnskólalaganna á hvert
barn rétt á því að grunnskólinn
sinni þörfum þess og áhugasviðum.
„Minn skilningur á þessu er sá að
það er blátt áfram skylda skólans
gagnvart barni sem hefur tónlistar-
hæfíleika að veita því tónlistarlegt
uppeldi. Mér finnst að barnið eigi
skýlausan rétt á þessu vegna þess
að færnin sem farið er á mis við á
barnsaldri ef þessu er ekki sinnt,
verður aldrei unnin upp aftur.
Ymislegt má læra á fullorðinsárum
en ekki fæmina sem hægt er að til-
einka sér í hljóðfæraleik á barns-
aldri. Það hlýtur að koma að því að
kennsla á hljóðfæri verður tekin inn
í grunnskólann sem frjálst valfag.
Ugglaust er það dýrt en ég hugsa
að það sé dýrara að vera án þess
þegar allt er skoðað. Þetta er eins
og með hálendið, það skilar pening-
um strax að virkja en við getum
ekki tilgreint í upphæðum hverju
það skilar að virkja ekki. Samt get-
ur það verið ábatasamara sé litið til
lengri tíma.“
Listfengur
náttúruunnandi
Sigurður stundaði nám við Kenn-
araskóla íslands á árunum 1948-51
og samtímis stundaði hann nám í
Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar.
„Ég hafði leikið með Leikfélaginu
hér á Húsavík áður en ég fór suður í
Kennaraskólann og það hvarflaði
aldrei neitt annað að mér en að fara
aftur norður að loknu námi. Ég gat
ekki hugsað mér að hverfa inn í
steinkassa og búa í Reykjavík.
Húsavík er gósenland fyrir þá sem
hafa gaman af að njóta náttúrunnar.
Hér er stutt til heiða í veiði og úti-
vist, veiðiár og vötn em hér alls
staðar og hægt að sækja físk í soðið
út á sjó með lítilli íyrirhöfn. Ég hef
stundað allt þetta eins og tími og
tök leyfðu og hefði ekki getað hugs-
að mér að fara á mis við það, þó ég
sé hættur því núna.“
Eitt af því sem Sigurður hefur
fengist við lengi er listmálun, og þó
hann dragi sjálfur úr því þá hefur
hann náð sérstaklega góðum ár-
angri í meðferð vatnslita. Myndirn-
ar sem hann hefur málað í Að-
aldalshrauninu hafa verið eftirsótt-
ar og sjaldnast ílengst í geymslum
hjá honum. „Ég hef líka málað með
olíulitum en vatnslitirnir eiga best
við mig. Ég geri þetta eingöngu
fyrir sjálfan mig, ef birtan er góð
þá labba ég mig út í hraun með lit-
ina og pappírinn. Mér finnst ekkert
jafnast á við að mála úti. Ég fékk
ársleyfi 1967-68 og þá fór ég í
Myndlista- og handíðaskólann í
Reykjavík. Ég fór líka á námskeið
til Péturs Friðriks í vatnslitamálun
og ef ég kann eitthvað þá hef ég
lært það af honum. Hann er
óvenjulegur snillingur." Myndlist-
arkunnáttuna hefur Sigurður
einnig nýtt í þágu leiklistarinnar
því hann hefur gert ófáar leik-
myndir við leiksýningar heima-
manna á liðnum árum.
Leikfélagið á Húsavík batt vonir
við Sigurð og greiddi skólagjaldið
fyrir hann í Leiklistarskóla Lárusar
Pálssonar. „Fyrir það var ég af-
skaplega þakklátur og er reyndar
enn,“ segir hann. Sigurður launaði
reyndar fljótlega fyrir sig með því
að koma heim til Húsavíkur haustið
1948 og stjórna sviðsetningu á
Galdra-Lofti og leika jafnframt að-
alhlutverkið. „En fyrsta leiksýning-
in sem ég tók þátt í með Leikfélagi
Húsavíkur var í Manni og konu
1944. Þá var ég sextán ára.“
Atvinnuleikari á
eftirlaunaaldri
Sigurður og Herdís kona hans
eru bæði fædd og uppalin á Húsa-
vík. „Herdís var líka í skólanum hjá
Lárusi Pálssyni og hefur leikið mik-
ið með leikfélaginu." Eftir braut-
skráningu Sigurðar frá Kennara-
skólanum fluttust þau fyrst til Eski-
fjarðar og bjuggu þar í einn vetur.
„Þar setti ég upp Skugga-Svein en
veturinn eftir kenndi ég á Akureyri
og lék með Leikfélagi Akureyrar.
Um sumarið 1953 fluttum við aftur
til Húsavíkur og höfum verið hér
síðan.“ Sigurður hefur lengst af
starfsævinni verið kennari og skóla-
stjóri Grunnskóla Húsavíkur en lét
af störfum fýrir nokkrum árum.
Eftir að reglulegum starfsdegi
lauk hefur Sigurður í auknum mæli
snúið sér að leikstjórn með áhuga-
leikfélögum í Þingeyjarsýslum og á
Eyjafjarðarsvæðinu. Lætur nærri
að uppsetningar hans séu orðnar 50
talsins. „Þær eru nú ekki fleiri því
ég hafði minna svigrúm til þess þeg-
ar ég var við skólann," segir hann.
Þá hefur hann leikið talsvert með
atvinnuleikhúsinu á Akureyri síð-
ustu árin, í fyrra lék hann með eftir-
minnilegum hætti Jónatan gamla í
Hart í bak á Renniverkstæðinu.
Sigurður segist aldrei hafa lagt sig
eftir því að halda saman nákvæm-
lega hvar og hvenær hlutverkin
féllu til. „Ég hugsa að þau séu orðin
um 40 þegar allt er talið en ég hef
iðulega hoppað inn í hlutverk í for-
föllum leikara til þess að sýningar
gætu haldið áfram. Ég hef kannski
ekki leikið jafn mikið og margur
héldur, því önnur störf komu í veg
fyrir það langtímum saman. En ég
hef haft gaman af að sinna öðru í
leikhúsinu og stundum tekið að mér
að teikna leiktjöld við sýningar,
þegar tíminn hefur ekki leyft annað.
Mér var stundum boðið að vera með
í kvikmynd en gat ekki verið með
vegna þess að ég var bundinn skól-
anum. Nú bregður hins vegar svo
við að enginn þarf á karlinum að
halda í kvikmyndirnar þegar hann
hefur tíma til þess.“ Sigurður tók á
sínum tíma þátt í tveimur þekktum
sjónvarpsmyndum, Lénharði fógeta
og Snorra Sturlusyni. „Ég hafði dá-
lítið gaman af því að leika fyrir
myndavélina."
Skólamaður
fyrst og fremst
Leikhúsáhugi þeirra Sigurðar og
Herdísar hefur greinilega skilað sér
áfram til næstu kynslóðar því sonur
þeirra er leikstjórinn Hallmar Sig-
urðsson. „Ég hef lært mikið um
leiklist af því að tala við hann um
leikhús. Ég tek mig samt ekki mjög
hátíðlega sem leikara og finnst jafn-
vel að aðrir vilji gera meira úr því
en ég sjálfur."
Þú hlýtur að hafa velt því fyrir
þér hvort þú hefðir frekar átt að
verða leikari en kennari að ævi-
starfi?
„Já, auðvitað hef ég margoft velt
því fyrir mér og hef aldrei komist
að neinni endanlegri niðurstöðu.
Ég hef haft mjög mikla ánægju af
kennslunni og átt þess kost að
leika svolítið líka. Það er nú svo að
leikarar eru ekki alltaf teknir al-
varlega sem manneskjur. Það hef-
ur komið fyrir að hafi ég haft skoð-
un sem vekur athygli þá hef ég ver-
ið spurður: Úr hvaða leikriti er
þetta?!“
Líturðu kannski fyrst og fremst á
þig sem skólamann?
„Mér finnst að í leikhúsinu sé ég
alltaf að leita að einhverju sem að
gagni mætti koma. Það hefur verið
mitt hlutskipti að deila reynslu
minni og þekkingu með öðrum bæði
hér á Húsavík og í héraðinu. Það er
kannski kennarinn í mér, hvort sem
það er upprunalegt eða áunnið. Það
hefur ævinlega verið mér mjög mik-
ið metnaðarmál að koma Leikfélagi
Húsavíkur inn á kortið. Það er hir.n
áþreifanlegi árangur af leikstarf-
seminni hér að þegar nafn Húsavík-
ur ber á góma þá man fólk eftir leik-
félaginu."
Gamla samkomuhúsið á Húsavík
hefur verið leikhús bæjarins um
árabil. Leikfélagið fékk húsnæðið til
ráðstöfunar fyrir allmörgum árum.
„Þetta er auðvitað merkilegt hús en
það er farið að láta mjög á sjá,“ seg-
ir Sigurður. Húsið var byggt 1929
og var um árabil eina samkomuhús
bæjarins. Eftir að Félagsheimilið
var tekið í notkun hefur gamla sam-
komuhúsið fengið á sig mynd bæj-
arleikhúss og þjónað dyggilega sem
slíkt. „Húsið er í rauninni orðið
alltof lítið og stendur leikstarfinu
svolítið fyrir þrifum. Eg hef lengi
bent á nauðsyn þess að byggja hús
undir leikstarfsemi og tónlistar-
flutning. Mér finnst áhorfendur
okkar eiga það skilið. Ég held að
skilningur sé að vakna fyrir þessu.
Ég held að skilningur sé að vakna
fyrir því hversu mikilvægt það er
fyrir bæjarfélag að geta boðið íbú-
unum tækifæri og aðstöðu til þátt-
töku í listrænu starfi hvort sem er
leiklist, tónlist eða myndlist."
VOLVO
... UTRAS
VOLVO S40/V40
Uppliföu hann í reynsluakstri
Tvisturinn
Faxastfa 36 • Vestmannæyium
Sími 481 3141
Brimborg-Þórshamar
Tryggvabraut 5 • Akureyri
Simi 462 2700
Bílasala Keflavlkur
Hafnargötu 90 • Reykianesbæ
Sfmi 421 4444
Bíley
Búðareyri 33 • Reyðarfirði
Sími 474 1453
Betri bflasalan
Hrísmýri 2a • Selfossi
Sími 482 3100
Volvo V40 skutbíllinn veitir svigrúm til athairta og útivistar.
Farangursrýmið er aðgengilegt, notadrjúgt og öruggt.
Farangur má skorða tryggilega með sérstöku öryggis-
belti eða netpoka. Auðvelt er að breyta aftursætunum í
farangursrými og þegar bakið á framsætinu er fellt
niður verður rýmið 2,7 metrar frá skuthlera að
mælaborði. Með sérhönnuðum búnaði frá Volvo má
auka flutningsgetuna enn frekar. Volvo V40 bíður
öruggar lausnir fyrir allar helstu tegundir flutnings,
svo sem skíði, reiðhjól og seglbretti. Vélarafl Volvo
V40 er allt að 200 hestöflum og togkrafturinn er
mikill, jafnvel þótt bíllinn sé fullhlaðinn. Hann getur
dregið 1.400 kg með króki sem auðvelt er að koma
fyrir eða fjarlægja eftir þörfum. Sjálfvirk hleðslu-
jöfnun sér til þess að fjöðrunin lagar sig að þyngdinni
og veghæðin helst óbreytt. ABS læsivarðir hemlar og
DSA spólvöm gera akstur að vetrarlagi auðveldari
og öruggari.
BRIMB0RG
Faxafeni 8 • Sfmi 515 7010