Morgunblaðið - 01.11.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.11.1998, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ 18 B SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1998 j------------------------------- DÆGURTÓNLIST SIGURSÆLIR Liðsmenn X-ecutioners, Total Eclipse, Mista Sinista, Roc Raida og Rob Swift. FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 5. nóvember næstkomandi fer af stað tónleikaröð í Kaffileikhúsinu undir yfirskriftinni 18/28. Fyrst til að leika í þessari tónleikaröð 18/28 eru Magga Stína og hljómsveitin Hringir en þau munu flytja stuðlög frá átt- unda áratugnum. Hljómsveitina Hringi skipa Kristinn Árnason sem leikur á gítar, Hörður Bragason organisti og Kormákur Geirharðsson trommuleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Spilagleðí Liðsmenn Nýdanskrar snúðarí heimskiassa RAPPSVEITINA X-ecutioners skipa þeir félagar Rob Swift, Mista Sinista, Roe Raida og Total Eclipse, sem jafnan eru taldir með björtustu vonum plötusnúðarappsins í New York. Þeir félagar fara og ótroðnar slóðir í samstarfi sínu, notast ekki við rappara, heldur láta þeir nægja að setja saman tónlist úr verkum annarra, klippa niður og blanda saman frösum og stefjum úr ýmsum áttum. X-ecutioners hét áður X-Men, en urðu að breyta nafninu af höf- undarréttarástæðum. Þeir félagar hópuðu sig saman 1989 þegar Supeiman DJ Crew Clark Kent var allsráðandi í plötusnúðakeppni vest- an hafs. Ætlunin var að steypa gengi Clarks Kents af stalli, en ekkert varð af uppgjörinu. Þá voru liðsmenn Steve D, Johnny Cash, Sean Cee og Roc Riada og þeir sneru sér að því að valta yfir minni spámenn í plötu- snúðakeppnum um alla New York og á landsvísu þegar fram leið. Þegar þeir voru búnir að leggja Bandaríkin að fótum sér var röðin komin að al- þjóðlegum keppnum þar sem X- ecutioners voru nánast einráðir ár- um saman. Ein helsta brella þeirra var það sem plötusnúðar kalla beat juggling, sem gengur út á að taka trommutakt af einni plötu og flétta saman við aðra til að ná fram öðrum andblæ, líkt og gert er með hljóðsmala. Meðfram því að keppa um heim allan og troða upp sem víðast hafa þeir félagar gefið sér tíma til að end- urvinna lög fyrir ýmsa helstu rapp- ara og framúrstefnumenn seinni tíma, þar á meðal Jungle Brothers, Showbiz & AG, Artifacts, Bill La- swell, Large Professor, Beatnuts, Fat Joe og Sadat X. Fyrsta breið- skifan kom síðan út fyrir skemmstu, heitir X-pressions, og þykir uppfylla allar væntingar. Morgunblaðið/Kristinn B-hliða- safn Oasis VINSÆLASTA hljómsveit Bret- landseyja síðustu ára og jafnvel áratuga er Manchester-sveitin Oas- is. Hún hefur slegið öll sölumet þar í landi og sent frá sér aragrúa laga á breiðskífum. Eins og þeir vita sem fylgst hafa með sveitinni hafa ýmis lög þó aldrei ratað á breiðskíf- ur þótt þau hafi hljómað sem auka- lög á smáskífum. Ur því er bætt með nýútkomnu B-hliðasafni. B-hliðasafnið heitir Masterplan og safnar á einn stað fjórtán lögum af þeim 36 sem fylgt hafa með á smáskífum. Lögin spanna all- an feril sveitarinnar, frá fyrsta lag- inu, sem tekið er upp áður en hljóm- sveitin sló í gegn, fram í janúar á <.þessu ári. Lögin sýna einnig vel þróun sveitarinnar frá hressilegu stuðrokki í íburðarmeiri útsetning- ar og pælingar á síðustu brieðskíf- unni. Meðal laga má nefna útgáfu þeirra félaga á Bítlalaginu I am the Walrus. Lög á plötuna völdu gestir á heimasíðu sveitarinnar, www.oasis- net.com, úr B-hliðasafninu og upp- haflega átti aðeins að gefa skífuna út vestanhafs. Eftirspurnin eftir Oasis-plötunni var aftur svo mildl að platan verður gefin út um allan heim, þar á meðal hér á landi. LHOOQ-liðar, Jóhann, Pétur, og Sara. - Útgáfutónleikar Lhooq s Anœgjulegt HLJÓMSVEITIN Nýdönsk sló í gegn fyrir síðustu jól með tvö- faldri safnplötu af eldra efni. Á þeirri plötu voru og þrjú ný lög sem sýndi að sveitin var langt í frá dauð úr öllum æðum þrátt fyrir hlé frá starfsemi. í kjölfarið tóku þen* Nýdanskrarfélagar, að Daníel Ágúst frátöldum, að hitt- ast aftur og ákváðu að taka upp þraðinn og setja saman breiðskífu með nýjum lögum. Platan sú kom út fyrir skemmstu. og afslappað angi að það vantar nokkuð á í kímninni sem var aðal sveitarinn- ar frá upphafi," bætir Jón við, „en á nýju plötunni hefur okkur tekist að endurvekja hana.“ Þeir félagar hafa spilað tvö lag- anna nýju á skólaböllum undan- farið, en í kjölfar útgáfutónleik- anna í Óperunni næstkomandi fimmtudag bætast væntanlega fleiri lög við á dagskrána. Þeir segja að vel hafi gengið að spila á böllum og skemmtunum án Daní- els, enda söng Björn í flestum Iaganna hvort eð er og því þurfti hann bara að bæta við sig nokkrum hendingum. í sumum laganna þarf svo að hafa fleiri en eina rödd og þá kemur Jón inn með sína „Ikea-rödd“ eins og hann kallar hana. „Það er ótrú- lega lítill munur að heyra lög sem Daníel söng,“ segir Jón, „enda eru þetta mörg lög eftir Björn og því mjög eðlilegt hann sé að syngja þau, lög eins og til að mynda Nostradamus." „Við reyn- um náttúrlega að leysa þetta,“ segir Björn, „en það verður aldrei sami hluturinn, það verður eitt- hvað nýtt. Það er gaman að sjá þegar Bjössi tekur Horfðu til himins og spilar á bassa og syng- ur á fullu á sama tíma, þá er nóg að gera hjá Bjössa og hann þarf að vera í stuði líka,“ segir Jón og kímir. „Eg hef barist fyrir því að fá aukahlut vegna þess að ég þarf að gera meira en þeir,“ segir Björn og glottir, „en það er eng- inn skilningur á því.“ Jón á tvö lög á plötunni, Björn Jörundur sjö og Ólafur eitt og svo eiga þeir eitt saman þrír. Text- arnir eru úr smiðju Björns í sam- vinnu við Jón, en Ken Thomas upptökustjóri á textana í tveimur laganna, en Björn Jörundur ís- lenskaði þá. „Við náum svo vel saman,“ segir Jón, „að það var leikur að gera þessa plötu. Við gætum okkar líka á því að hafa þetta ánægjulegt og afslappað, engir geggjaðir túrar um landið," segir Björn, „það er ekkert gefið að það verði plata á næsta ári þó að þessi gangi mjög vel, en við eigum eftir að halda áfram; þetta er hljómsveit sem getur haldið áfram endalaust." HLJÓMSVEITIN Lhooq hefur lítið látið á sér bera á tónleika- sviðinu; líklega má telja á fingrum sér hversu oft sveitin hefur haldið tónleika. Ekki á þeim eftir að fjölga umtalsvert á næst- unni, en þó einir slíkri framundan, útgáfutónleikar í Loftkastal- anum, þar sem leikin verða lög af plötunni Lhooq sem kom út hjá Echo-útgáfunni bresku síðsumars. Lhooq heldur tónleika næstkomandi fimmtudag, 5. nóvember, með ýmsum gestum. Pétur Hallgrímsson segir að til standi að flytja plötuna í heild ásamt nýjum lögum, enda hefur sveitin ver- ið að vinna að nýju efni af krafti. Þó nokkuð sé liðið síð- an platan kom út verði þetta einskona útgáfukonsert, enda enginn slíkur verið haldinn, og að sögn Péturs verður platan þannig leikin frá a til ö og síðan verði nýjum lögum bætt við og líka einu eldra að minnsta kosti, Megasarlagið svonefnda. Ekki verður meira tónleika- hald hjá Lhooq á næstunni, þeir Pétur og Addi trymbill eru á förumtil útlanda til að spila með Möggu Stínu í hljómsveit hennar. „Þetta verða einu tónleikar okkar hér heima á árinu, en við för- um ekki af stað með tónleika úti fyrr en eftir áramót." Á tónleikunum verða þeir Jó- hann og Pétur á sínum stað og Sara syngur, en einnig eru í sveitinni Addi og Guðni Finnsson bassaleikari Asafnplötunni voru þrjú ný lög í bland við eldri lögin og þeir Björn Jörundur Friðbjörnsson, Jón Ólafsson og Ólafur Hólm segja að þegar þeir hittust til að velja nýju lögin hafi komið í ljós að þeir áttu fullt af efni sem beið þess að vera tek- ið upp. Þá kvikn- aði sú hugmynd að setja saman nýja plötu og upp úr áramótum var ákveðið láta vaða. „Við vor- um alltaf ákveðnir í að gera plötu,“ segir Jón, „en við þurft- um aðeins að velta þessu fyrir okkur með Daníel. Það hvarflaði aldrei að okkur að fá inn nýjan mann í stað Daníels og á endan- um fannst okkur út í hött að það að hann vildi ekki vera með stoppaði okkar löngun til að gera plötu. Við vorum famir að sakna þess að vera í hljómsveit." Upptökur hófust í sumar, átj- ánda júní nánar tiltekið, og þeir segja að það hafi gengið bráðvel, þeir hafl uppgötvað spilagleðina sem kom sveitinni af stað á sín- um tíma en týndist á Hunangi. „Við unnum plötuna öðruvísi en í gamla daga. Þá vorum við alltaf búnir að æfa lögin út í eitt, en núna var hljóðverið leikvöllur og við gerðum ýmsar tilraunir," seg- ir Jón. „Þegar Hunang var tekin upp vorum við í raun að taka upp tvær plötur samtímis á tveimur stöðum og unnum í Þjóðleikhús- inu á fullu,“ heldur Björn áfram. „Við vorum einfaldlega að gera of mikið.“ „Það má heyra á Hun- eftir Árno Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.