Morgunblaðið - 01.11.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.11.1998, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR1. NÓVEMBER1998 MORGUNBLAÐIÐ Kennarinn, leikarinn og listmálarinn Sigurð- ur Hallmarsson á Húsavík er langt frá því sestur í helgan stein þó kominn sé á opinberan eftirlauna- aldur. Hávar Sigur- jónsson heimsótti Sig- urð á dögunum. SIGURÐUR dregur þó fremur úr þeirri upptaln- ingu á listrænum hæfí- leikum sem taldir eru upp hér að ofan. „Ævistarf mitt hefur verið við kennslu en lík- lega má ég kalla mig leikara, hef þó lengst af verið áhugamaður á því sviði og frístundamálari sem hefur gaman af að setjast niður í náttúr- unni með liti og pappír." Við sitjum í eldhúsinu hjá Sigui’ði og konu hans Herdísi Birgisdóttur á Húsavík. Uti fyrir gengur á með élj- um, fyrsti snjórinn á þessum vetri, rjúpnaskyttur halda sig heima við eftir að hafa fjölmennt til fjalla dag- inn áður í blíðskaparveðri. „Ég er alveg hættur að drepa nokkra skepnu,“ segir Sigurður. „Ég hafði gaman af að skjóta fugl og veiða físk hér á árum áður og gerði tals- vert af því. Mér hefur farið eins og föður mínum sem var verkstjóri á sláturhúsinu hér á Húsavík í mörg ár. Eitt haustið fékk hann nóg og kom ekki nálægt slátrun eftir það. Kannski hefur þetta eitthvað með aldurinn að gera, virðing manns fyrir lífínu eykst eftir því sem árin færast yfir.“ Skapandi útrás Ekki verður þó annað sagt um Sigurð en hann hafí með fjölþættu starfí sfnu sýnt lífínu tilhlýðilega virðingu; uppfræðsla barna og ung- linga í hálfa öld, leikari og leikstjóri með Leikfélagi Húsavíkur ívið lengur, atvinnuleikari í kvikmynd- um og með Leikfélagi Akureyrar alltaf af og til í gegnum árin. Sýn Sigurðar á hlutverk leiklistarinnar fer saman við skoðun hans á hlut- verki listastarfsemi og uppeldis- hlutverki listanna. Þar mætast listamaðurinn og skólamaðurinn, yfírsýnin verður meiri og skilning- urinn dýpri. Ég spyr hann hvort honum finn- ist sem hlutverk áhugaleikfélaga hafí breyst á þeim 50 árum sem hann hefur verið þátttakandi í leik- starfinu á Húsavík og héraðinu um- hverfis. „Vissulega hafa orðið gríðarlegar breytingar og margir hafa bent á sjónvarpið sem óvininn í þessu sam- bandi. Það hafði sín áhrif þegar það var að byrja og fyrstu árin eftir það en síðan er eins og það hafí ekki sama aðdráttarafl. Fólkið fann hvað það einangraðist svo miklu meira inni á heimilunum með sjónvarpinu. Myndbandstækin hafa líka breytt talsverðu. Nú getur fólk farið út á kvöldin og tekið upp efni sem það vill alls ekki missa af. Annars eru þetta tveir ólíkir hlutir. Menn hætta ekki að fara í sund þó þeir horfí á sundkeppni. Hið sama á við um leik- listina, fólk hefur sömu þörf og alltaf áður til að fá skapandi útrás í félagsskap við annað fólk. Það breytist ekki. Ég get nefnt annað sem hafði ekki síður áhrif á starf- semi áhugaleikfélaganna. Það voru klúbbamir sem spruttu upp á ákveðnu árabili. Margir karlmenn gengu í klúbbana og létu það nægja sem félagsstarf. Ég held að þetta sé líka að breytast. Fólk fínnur hjá sér þörfina til að vera með í skapandi starfi.“ Við veltum fyrir okkur hvort þetta sé kjarni breytingarinnar sem orðið hefur á tilgangi starfs áhugaleiklistarinnar; hún veiti hverjum sem vill tækifæri til þátt- töku og upplifunar á persónulegri sköpun, fremur en að verið sé að veita nauðsynlega afþreyingu. Samgöngur hafa batnað, svo fólk bregður sér hiklaust á milli lands- hluta á hvaða árstíma sem er, sjón- KW W / $k:-~ T k Wk 1 SIGURÐUR í hlutverki Jónatans skipstjóra í Hart í bak á Renniverkstæðinu á Akureyri ásamt Guðbjörgu Thoroddsen. Listiðkun dýpkar skilninginn Morgunblaðið/Kristján „LEITA alltaf í leikhúsinu að því sem að gagni mætti koma,“ segir Sigurður Hallmarsson. varpið býður leiklist í alls kyns formi árið um kring. „Það kemur ekkert í stað þátttöku í listrænu starfi. Hún dýpkar skilning okkar og gerir okkur færari um að njóta listanna og við verðum allt öðru vísi þiggjendur," segir Sigurður af sannfæringu. Listnám skilar árangri „Leiklistin er list augnabliksins og einhverjir gætu sagt að það væri alveg óþarfí að sinna slíku, en við byggjum safnahús og söfnum hlut- um, við erum bókaþjóð og eigum gömul handrit og gamlar bók- menntir. Það þýðir ekki að við get- um hætt að flytja inn pappír og blek vegna þess að búið sé að skrifa bækumar og við séum búin að öðl- ast viðurkenningu sem þjóð þeirra vegna. Listirnar eru þess eðlis að þær verðui- að stunda alltaf á öllum tímum. Við þyrftum að sinna kennslu í listum miklu betur innan skólakerfisins heldur en skólarnir hafa aðstöðu til að gera í dag. Mín skoðun er sú að tónlistarskólana eigi að fella inn í grunnskólana. Ég er svolítið hissa á því hvað Reykvík- ingar ætla að sætta sig lengi við að einungis þau börn sem eiga foreldra sem hafa tíma og tækifæri til að keyra börnin í tónlistarskólana geti notið tónlistamáms. Að þessu leyti standa sveitaskólarnir best að vígi vegna þess að skólahúsnæðið er oft- ast nýtt fyrir tónlistarkennsluna líka og skólaaksturinn gerir það að verkum að tónlistarkennslan er felld inn í skóladaginn hjá börnun- um. Reynslan hefur sýnt mér hvað tónlistaruppeldið er mikilvægt. Ekki bara við kennsluna sem hefur verið lífsstarfíð mitt, heldur líka í leikstarfseminni þar sem ég hef unnið með börnum og unglingum. Það hefur mér sýnst vera rétta leið- in til að ala upp hamingjusama ein- staklinga, sem verða miklu síður brothættir heldur en aðrir. Iþrótt- irnar eru góðar svo langt sem þær ná, en þeir era margir sem ekki komast í kappliðið og verða útundan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.