Morgunblaðið - 03.01.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.01.1999, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Danskan - lykill Islendinga að Norðurlöndunum Norðurlandaráð hefur auga á norrænu ✓ málunum, segir Berglind Asgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ráðsins, í viðtali við Sigrúnu Davíðsdóttir og bendir á hve mik- ilvæg dönskukennslan sé Islendingum. FRÁ mínum bæjardyrum séð er danskan lykill ís- lendinga að norrænu sam- starfi,“ segir Berglind.Ás- geirsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs, og bendir á að Islendingar geti ekki notað sitt eig- ið tungumál í norrænu samstarfi. Þess vegna er Berglindi í mun að dönskukennslan á íslandi eflist. Tungumálakunnátta tryggir milli- liðalausan aðgang að upplýsingum, sem þýðir aukið frelsi fyrir ein- staklinginn. Hann er ekki háður öðrum með textun eða túlkun á fyrirframvöldu efni. En áhugi hennar á dönskukennslunni helg- ast einnig af því að Norðurlanda- ráð setur tungumálasamstarf ofar- lega á blað. Það starf álítur Berg- lind merki um að ráðið sinni menn- ingarsamstarfi Norðurlandanna fimm enn af sama kappi og áður og að áhersla á samstarf við Eystra- saltsríkin og grannsvæðin hafi ekki dregið úr þeim áhuga. Á næsta ári verður t.d. unnið að framkvæmdaá- ætlun á sviði tungumála hjá ráð- herranefndinni. Norðurlandaráð mun beina sjónum að kennslu í tungumálum og lausnum á sviði orðabókargerðar. Öryggiskennd og ótti Mikill kraftur hefur, að sögn Berglindar, hlaupið í norrænt sam- starf eftir að vettvangnum var skipt upp í þrjú svið, Norðurlanda- samstarf, grannsvæðin og Evrópu- mál. Þá má einnig merkja áhrif aukins ílokkasamstarfs í málflutn- ingi þingmanna. „En það er einnig kappsmál að áhersla á tvö síðar- nefndu sviðin bitni ekki á hefð- bundnu norrænu samstarfi, sem snýst í ríkum mæli um mennta- og menningarmál," segir Berglind. Norðurlandaráð hefur mjög beitt sér í tungumálum undanfarin ár. Eftir menningarmálaráðstefnu ráðsins í Ósló 1997, er fjallaði um virðingu íyrir mismunandi menn- ingu, var ákveðið að leggja sérstaka áherslu á tungumálastarf. Berglind bendir á að athyglisvert sé að loka- skýrsla ráðstefnunnar ber yfir- skriftina „Öryggiskennd og ótti“. Það var meðal annars með það í huga að á ráðstefnunni kom fram að það eru nú til um sex þúsund tungumál, en eftir eina öld er gert ráð fyrir að aðeins verði til 500 mál. Berglind bendir á að öll norrænu málin séu í hættu, ekki aðeins litlu málin eins og grænlenska, fær- eyska og samíska. í íyrra var haldið málþing á ís- landi um vestnorrænu málin og Norðurlandanefnd ráðsins fjallaði einnig sérstaklega í ár um „stóru“ tungumálin fimm, íslensku, norsku, dönsku, sænsku og finnsku og sendi frá sér skýrsluna „Meira en orð“. „Við leggjum mikla áherslu á að áfram verið hægt að nota þrjú skyldustu málin, norsku, dönsku og sænsku, okkar á milli í norrænu samstarfi," segir Berglind. „Til að viðhalda því þarf að leggja sérstaka áherslu á ungt fólk, því það er undir gífurlegum þrýstingi frá enskunni, sem herjar alls staðar á, svo sem frá tölvum, Netinu og kvikmynd- um.“ I þessu sambandi bendir hún á að sjónvai-psefni sé lykilatriði í því að gera tungumálin kunnugleg fyr- ir ungu fólki. „Ég er ekki að tala um sameiginlega norræna stöð,“ segir Berglind, „heldur samstarf milli sjónvarpsstöðvanna um skipti á efni“. Einnig bendir hún á mikil- vægi orðabókargerðar, sem er dýrt fyrirtæki, og mikilvægt að nýta sér það sem gert hefur verið annars staðar á Norðurlöndunum. Norrænu forsætisráðherrarnir hafa að sögn Berglindar sýnt mála- samstarfinu áhuga. Er Davíð Odds- son kynnti stefnu Islendinga í Norðurlandasamstarfinu, þar sem Islendingar fara með forystu á næsta ári, lagði hann áherslu á að tæknin yrði nýtt í þágu tungumál- anna. Á norrænu fjárlögunum hafa verið veitt aukin framlög til tungu- málasamstarfsins. Gun Hellsvik, nýr forseti Norðurlandaráðs hefur lagt sérstaka áherslu á menntamál- in. „Þetta sýnir að þrátt fyrir áherslu á samstarf við Áustur-Évr- ópu og Rússland er öflugt menn- ingarsamstarf Norðurlandanna grunnur non-ænnar samvinnu," segir Berglind. Danskan opnar leið yfir í sænsku og norsku ísland hefur að ýmsu leyti sér- stöðu í norræna tungumálasam- starfinu, færeysku og samísku. „Is- lenskan er samtengdari menningu okkar en gerist annars staðar á Norðurlöndum," bendir Berglind á. „Ég held að miðað við hin málin fjögur sé hvergi meiri samsvörun þjóðernis og tungu. Það er líka almennt vitað innan Norðurlandanna hvað Islendingar leggja hart að sér í nýsköp- un og endurnýjun tungumálsins og það vekur aðdáun. Af þessu getum við tvi- mælalaust verið stolt.“ En þrátt fyrir þetta fer þátttaka Is- íendinga í Norður- landasamstarfinu ekki fram á íslensku, en eftir óskir í þá ver- una hefur hins vegar verið boðið upp á túlkun á íslensku á Norðurlandaráðs- þingum síðustu árin. „Frá mínum bæjar- dyrum séð er dansk- an lykill íslendinga að N orðurlandasam- starfinu," segir Berg- lind. „Við megum ekki gleyma því að það er ekki aðeins norrænt samstarf milli þjóðþinganna og embættismanna. Samstarfið fer fram á svo margvíslegum vett- vangi, ekki síst á milli félagasam- taka. I samstarfi milli fræðimanna dugir enskan kannski á fundum, en danskan opnar milliliðalausan að- gang að lesefni. I viðbót við þetta er svo samstarf íþróttafélaga og skóla, að ógleymdu vinabæjarsam- starfinu, svo nokkur dæmi séu tek- in.“ Um 15-20 þúsund íslendingar eru búsettir á Norðurlöndunum og Berglind bendir á að aðgangur að norsku og sænsku í gegnum dönskuna auðveldi mjög aðlögun í viðkomandi þjóðfélögum. „Ég held að fólk flytti varla í svo miklum mæli til Norðurlandanna, þegar aðgangur að öðrum löndum hefur skapast í gegnum Evrópska efna- hagssvæðið nema af því það hefur grunn í málunum," segir Berglind. „Það er jafn auðveldur aðgangur að öðrum Evrópulöndum, en fólk heldur samt áfram að flytja til Norðurlanda. Það flytjast víst ár- lega 1.400-1.500 manns milli ís- lands og Norðurlandanna og þetta er fólk með afar mismunandi bak- grunn.“ Berglind segir ljóst að íslending- ar læri dönsku af sögulegum ástæð- um. „En það er einnig heppilegt því danskan er að mínum dómi erfiðust af skandinavísku málunum þremur. Eftir að hafa lært dönsku er auð- velt að ná því að skilja hin málin tvö. Það er eftirtektarvert að Finn- ar, sem læra sænsku í skólum, skilja ekki dönsku." Berglind bend- ir ennfremur á að margir haldi að enskukunnátta dugi sem aðgangur að hinum vestræna heimi. Við skul- um hins vegar ekki gleyma því að tungumálaþekking veitir milliliða- lausan aðgang að þekkingu. „Það opnar nýja sýn og nýjan heim að læra tungumál og veitir aðgang að menningarheimi. Tungumál er verkfæri til að afla þekkingar og kynnast skoðunum annarra. I mín- um huga er danskan því heppilegt mál bæði af því að hún opnar leið inn í danskt samfélag og án mjög mikillar fyrirhafnar inn í öll hin Norðurlöndin.“ Út frá viðskiptalegu sjónarmiði skiptir danskan einnig máli, að mati Berglindar. „Norðurlöndin eru 22 milljóna manna markaður og það er enginn vafi á að það næst betur til viðskiptavina á þeirra eig- in máli. Á þingi dönskukennara um daginn sagði Geir Gunnlaugsson, forstjóri Marels, frá því hvað það hefði komið sér vel að kunna dönsku þegar Marel keypti danskt fyrirtæki. Islendingar eru að kaupa fyrirtæki á Norðurlöndum og þar gildir eins og almennt að það er gott að kunna tungumál." Enn annar þáttur, að sögn Berg- lindar, er svo símenntun. Allir þurfa stöðugt að bæta við sig og sá sem hefur vald á nokkrum tungu- málum og aðgang að tölvu getur sótt sér ókjör upplýsinga. Þótt margir horfi til Evrópusam- starfsins bendir Berglind á að með fyrirhugaðri stækkun ESB muni svæðasamstarf væntanlega verða enn veigameira. „Norrænt sam- starf mun halda áfram af fullum krafti og geldur ekki ESB eins og margir hræddust á tímabili. Ég sé ekki stækkun ESB sem ógnun, heldur frekar að það ýti undir sam- starfið,“ segir Berglind. Brýnt að efla skilning á gildi dönskunnar Með allt þetta í huga segir Berg- lind að enn brýnna sé að búa vel að og efla dönskukennsluna, sem því miður sé oft heldur óvinsælt fag. „Krakkarnir skilja því miður sjaldnast gagnsemi dönskunnar. Auðvitað þarf að taka tillit til á hvaða aldri þau eru, en það er hægt að benda á hve margir ki’akkar sækja sumarstörf til Norðurlanda, einkum Danmerkur, og hve margir íslendingar flytjast til Norður- landa,“ segir Berglind. Sem dæmi um nýjar áherslur í dönskukennslunni bendir Berglind á að efla megi samskipti við skóla a Norðurlöndum. Bæði að krakkarnir fari í heimsóknir og fái heimsóknir, en einnig að þeir eigi samskipti við jafnaldra sína um Netið. „Nú eru aðeins vestnorræn nemendaskipti, þ.e. milli íslands, Færeyja og Grænlands en verður vonandi kom- ið á milli allra Norðurlandanna, eins og Norðurlandaráð hefur lagt til.“ Bætt menntun dönskukennara er Berglindi ofarlega í huga og þá einkum að þeim verði gert kleift að dveljast í Danmörku. Það mætti hugsa sér að ekki væri hægt að út- skrifast með réttindi öðruvísi eri að hafa stundað nám í að minnsta kosti eitt misseri í Danmörku. Einnig mætti ýta undir kennara- skipti, líkt og gildir með embættis- menn og þá ekki að aðeins dönsku- kennarar færu út heldur jafnvel aðrir fagkennarar. „En sjónvarpið er einnig lykilatriði, því áhrifamátt- ur þess er mikill," segir Berglind. „Sá misskilningur loðir því miður enn við að norrænt sjónvarpsefni sé þungt og leiðinlegt en það er mesti misskilningur og margt skemmti- legt þar sem tilvalið væri að nota í dönskukennslunni.“ I i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.