Morgunblaðið - 03.01.1999, Side 9

Morgunblaðið - 03.01.1999, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 B 9 OLÍUSTÖÐIN á Miðsandi seint á sjötta áratugnum. f forgrunni eru herbúðir varnarliðsins sem gætti olíustöðvarinnar og stóðu á ásnum vestan Miðsands. OLÍUSTÖÐ NATO í smíðum á Miðsandi haustið 1966. Lengst til hægri er skálahverfið sem Olíufélagið og Hvalur skiptu með sér og stendur að hluta til enn. Þar má einnig sjá bæjarhúsin á Miðsandi. BRETAR sprengja tundurduflagirðingu sína norðan við Hálsnes í maí 1945. Fljótlega kom þó í ljós að víða á veiðislóð síldveiðibátanna var að finna leifai- af kafbátagirðingunni, sem sökkt hafði verið við brottfór breska flotans, legufæri og víra- dræsur sem ollu síidarílotanum til- finnanlegu veiðarfæratjóni. Kvart- aði Landssamband íslenskra út- vegsmanna yfir þessu ástandi til sjávarútvegsmálaráðherra í janúar 1948. Var vitaskipinu Hermóði falið að athuga hvort mögulegt væri að ná upp nokkru af þessum festum, en svo reyndist ekki vera og ljóst að til þyrfti að koma öflugt sérbúið skip. Samþykkti Alþingi þingsá- lyktunartillögu 25. febrúar þess efnis að nauðsynlegar ráðstafanir skyldu gerðai' til hreinsunar á öllu því sem herliðið hefði skilið eftir á botni Hvalfjarðar sem truflun ylli við veiðar í fh-ðinum og skemmdum á veiðarfærum. Skyldi ríkisstjórnin beita sér fyrir því að þau erlendu ríki sem hér ættu hlut að máli fram- kvæmdu hreinsun á sinn kostnað auk þess að greiða tjón sem fiski- menn hefðu beðið og kynnu að bera af þessum sökum. Varð að sam- komulagi að skip frá breska flotan- um, H.M.S. Barrage, sérbúið til lagningar og viðhalds netgirðinga og legufæra, skyldi annast verkið. Hóf skipið að slæða upp kafbátanet- in utanvert við Hvalfjarðareyi'i í lok ágúst. Brátt kom í ljós að önnur tveggja lagna sem þar höfðu legið samhliða var enn í heilu lagi, en hin var í nokkrum hlutum og höfðu sumir m.a. verið dregnir inn í víkina innan við Hvalfjai'ðareyri. Þá héldu dufl, sem skilin höfðu verið eftir á lögnunum er þeim var sökkt, enn hlutum hennar nokkuð frá botni og víða lágu rytjui' af nótum sfldarbáta frá því um veturinn saman við víra- flækjurnar ásamt legufærum skipa. Skipið hélt slæðingum áfram fram í nóvember og hafði þá losað í Hvíta- nesi 14 farma af netum, duflum og legufærum sem flest voru 6-8 tonna steypuklumpar. Mest af víraflækj- unum setti skipið á land upp af bi-yggjunni í Hvítanesi, en nokkuð var látið í sjóinn og fjöruna upp með henni. H.M.S. Barrage kom aftur til landsins í apríl 1949 og hóf slæð- ingu að nýju í maí. Verkið gekk nú mjög vel, enda réttur árstími. Stóð verkið fram í ágúst og taldi skip- stjórinn þá að vírnetin sem upp hefðu verið tekin mundu nægja í fjögurra sjómflna samfellda lögn auk dufla og legufæra. Þó var línu yfii- fjörðinn frá odda Hvalfjarðar- eyrar hlíft við slæðingu til að skemma ekki sæsímastreng sem þar hafði verið lagður. En Hval- fjarðarsfldin sást ekki meir. Nýtt hlutverk Þótt Bretar hyrfu á brott úr Hvalfirði að stríðinu loknu starf- rækti Bandaríkjafloti áfram olíu- stöðina á Söndum. Umsvifin voi’u þó ekkert í líkingu við það sem ver- ið hafði, en Bandaríkjamenn höfðu uppi miklar áætlanir til að tryggja öryggi í þessum heimshluta að styrjöldinni lokinni og óskuðu eftir leyfi til að starfrækja áfram her- stöðvar á íslandi til langs tíma. Hugmyndir Bandaríkjahers voru þær að rekstur Kefiavíkurflugvall- ar yrði óbreyttur, þ. e. sem milli- landaflugvöllur og að þar yrði einnig aðstaða fyrh’ sprengju- og orrustuflugsveitir flughersins eftir því sem þurfa þætti. í herbúðum Bandaríkjaflota í Washington voru ýmsar hugmyndir viðraðar vetur- inn 1946 um staðsetningu flotaflug- stöðvar eins og þeirrar sem rekin hafði verið í Skerjafirði og á Reykjavíkurflugvelli. Þaðan höfðu flugvélai’ flotans stundað eftirlits- flug og kafbátaveiðar á styrjaldar- árunum. Þá var rætt um heppileg- an stað fyrir flotastöð sem annaðist önnur verkefni og hýsa skyldi yfir- stjórn flotans og verið hafði í Camp Knox í Reykjavík. Kom m.a. til álita að taka allt Kársnesið vestan Hafnarfjarðarvegar undir þessa aðstöðu, eða Skerjafjörð og Reykjavíkurflugvöll eins og verið hafði, og var rætt um innanverðan Kópavogsdal undir skotfæra- geymslur. Einnig kom til álita að leggja flugvöll á Álftanesi með þremur flugbrautum og yrði þar öll aðstaða flotans utan Hvalfjarðar og næði um allt nesið inn í Hafnar- fjörð. Loks kom til álita að flota- flugstöðinni yrði einnig valinn stað- ur á Keflavíkurfiugvelli. í Hvalfirði gerðu menn ráð fyrir að olíubirgðastöðin á Söndum yrði starfrækt áfram, en ný stöð reist innanvert við Hvítanes ef leyfi feng- ist ekki til áframhaldandi reksturs. Hvítanes vai’ álitinn heppilegur staður fyrir yfirstjórn flotans og skotfærageymslur hans yrðu áfram í Hvammsvík, eða utanvert við stöð- ina á Miðsandi. Ekki var búist við því að mikið af þeim byggingum sem reistar höfðu verið á stríðsár- unum yrðu nýttar til frambúðar, enda flestar þeirra braggar sem ekki var ætlað að standa lengi. Vart er þó ástæða til að ætla að komið hefði til greina að reisa ofan- greindar herstöðvar á höfuðborgai’- svæðinu þótt rætt hafi verið um þá staði í upphaflegri tillögugerð. í skjalasafni Bandaríkjaflota er að finna kort með hugmynd að flug- velli á Álftanesi og hefur þar verið ritað: „Nei, forsetinn býr þar.“ Sér- stök staðarvalsnefnd á vegum flot- ans tók sér ferð á hendur til Islands og kannaði aðstæður síðari hluta aprflmánaðar 1946. Auk hemaðar- legra atriða hafði nefndin þrjú meg- inatriði að leiðarljósi við tillögugerð sína. a. Af pólitískum og diplómatísk- um ástæðum væri óæskilegt að reisa herstöðvar á höfuðborgar- svæðinu. b. Sökum skorts á ræktarlandi væri æskilegt að halda sig við óræktuð svæði þar sem því yrði við komið. c. Hátt verð á fasteignum mælti með því að valin væru svæði þar sem sem fæstar byggingar væru fyi’ir. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að flotastöðin skyldi rísa í Hvítanesi; sprengju- og skotfæra- geymslur fyrii' herskipaflotann í Hvammsvík; olíustöðin skyldi vera á sama stað, en austan Hvítaness til vara; Fjai’skiptastöð á Kjalarnesi, eða austan Hvítaness til vai-a; hafn- arskrifstofa flotans í Reykjavík sem verið hafði á efstu hæð hafnarhúss- ins á stríðsárunum, yi’ði best rekin þar áfram; flotaflugstöð og aðstaða öll fyrir flugvélar flotans skyldi vera á Keflavíkui’flugvelli. Er skemmst frá því að segja að ofangreindar áætlanir Bandaríkja- manna komu aldrei til fram- kvæmda, enda kveðið á um brottför Bandaríkjahers í Keflavflíursamn- ingnum sem undirritaður var 8. október 1946. Er Bandaríkjafloti tók aftur við olíustöðinni í Hvalfirði af Bretum sumarið 1945 hætti Shell olíufélagið breska rekstrinum og við tók bandaríska félagið Standard Oil (ESSO) í gegn um umboðsaðila sinn hér á landi, Hið íslenska steinolíufé- lag. Sameinuðu þar krafta sína smæsta íslenska olíufélagið og stærsta olíufélag í heimi. Daglegur rekstur stöðvarinnar var áfram í höndum íslenskra starfsmanna. 01- íufélagið hf. sem stofnað var vorið 1946 keypti þá um haustið meiri- hlutann í Hinu íslenska steinolíufé- lagi, en það félag hafði þá tekið við eldsneytisafgreiðslu á flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Við brottför Bandaríkjahers bauðst stóru olíufélögunum Olíu- verslun íslands og Skeljungi að kaupa olíustöðina í Hvalfirði. Að könnun lokinni var það niðurstaða beggja félaganna að stöðin mundi ekki henta fyrir starfsemi þeirra, enda áttu bæði félögin aðstöðu í Reykjavík. Olíufélaginu var þá boð- in stöðin til kaups, en félagið átti ekkert umtalsvert geymai’ými og þótti henta að kaupa stöðina og reka hana a.m.k. þar til nýrri og fullkomnari aðstöðu yrði komið upp annarsstaðar. Er hér var komið höfðu bæði Hvalur hf., sem þá var nýstofnað fyrirtæki til hvalveiða, og Félag íslenskra botnvörpuskipaeig- enda sýnt áhuga á að eignast að- stöðuna. Fjöldi nýsköpunartogara var í smíðum og brenndu langflestir svartolíu sem ekki var neitt geyma- rými fyrir á útgerðarstöðum þeirra. Samdist svo með togaraeigend- um og Olíufélaginu, en meðal þeiiTa er stóðu að stofnun félagsins voru allmargir útvegsmenn, að hinir fyrrnefndu afsöluðu sér tilkalli til kaupa á olíustöðinni eða hluta henn- ar ef Olíufélagið fengi hana keypta og félagið skyldi sjá útgerðum hinna nýju skipa fyrir brennsluoiíu á hagkvæmu verði. Sóttu togarar olíu í stöðina í Hvalfirði allt fram yf- ir 1950 og þaðan var olíuvörum lengi dreift út um landið. Með kaup- um á stöðinni varð fyrst grundvöll- ur fyrir kaupum á stórum olíuförm- um til landsins sem voru miklu hag- kvæmari viðskipti en áður höfðu tíðkast. Við Nefnd setujiðsviðskipta samdist svo vorið 1947 að Oíufélag- ið og Hvalur keyptu stöðina og skiptu félögin með sér bryggjunni, vatnsveitu, legufæram o.fl., en önn- ur mannvirki tilheyrðu hvoru félagi um sig. Var mikið af tækjabúnaði stöðvarinnar, sem ekki nýttist fé- lögunum tveimur, selt öðrum, þ. á m. lítið olíuskip af þeh’ri gerð sem Bandaríkjafloti notaði til flutninga í höfnum og á skipalægjum, sem lá þar með bilaða vél. Gert var við skipið og því gefið nafnið Þyrill. Fékk Skipaútgerð ríkisins Þyril til afnota og var skipið í olíuflutning- um innanlands næstu tvo áratugina og síðar, m.a. í síldarflutningum til ársins 1970 er það var selt úr landi. Hvalur hf. hóf hvalskurð ofan við bryggjuna í olíustöðinni vorið 1948. Hafði félagið m.a. fengið í sinn hlut ketilhús, sem framleiddi gufu sem leiða mátti um borð í olíuskip við bryggjuna, og nýttist nú til að knýja vindur, suðukatla og annan búnað hvalstöðvarinnar. í hlut Olíu- félagsins hafði komið olíupramminn U.S.S. Kapvik sem flutt hafði skip- um olíu á læginu frá því að honum vai’ bjargað af strandstað á Mýr- dalssandi vorið 1942, en þai’ rak hann upp eftir að hafa slitnað úr togi á leið til Bretlands með bensín- farm í janúar sama ár. Mun Olíufé- lagið hafa látið Hval hf. hafa prammann og vai’ hann dreginn á land innanvert við hvalstöðina og tankai’ hans nýttir til geymslu á hvallýsi. Er Bandaríkjaher kom aftur til landsins árið 1951 má segja að olíu- stöðin á Söndum hafi gengið í end- urnýjun lífdaga. Varnarliðið þarfn- aðist mikils geymarýmis fyrh’ elds- neytisbirgðir sínar, en samið var um leigu á megninu af geymarými stöðvai’innar fyrir eldsneyti á flug- vélar og herskip. Mikill hluti birgð- anna í Hvalfirði voru reyndar vara- birgðh’, einkum fyi’ir Bandai'íkja- flota. Auk þess var þar geymt allt flugvélaeldsneyti Varnarliðsins og það flutt í smærri skömmtum sjó- leiðina til Keflavíkur eftir því sem gekk á bh’gðirnar þar. Var þessi háttur hafður á allt til ái-sins 1990, er ný olíubirgðastöð Vai’nai’liðsins og NATO í Helguvík vai’ komin í notkun. Með komu Varnai’liðsins var her- lið á ný staðsett í Hvalfirði. Reis lít- ið braggahverfi á ásnum vestan Miðsands þar sem dvöldu rúmlega 100 liðsmenn landhersins og önnuð- ust gæslu olíubirgðastöðvarinnar. Stöðin var nú rekin af sérstöku dótturfyrirtæki Olíufélagsins, Olíu- stöðinni í Hvalfirði hf., sem stofnað var í því skyni. Landherinn hvarf að mestu af landinu árið 1959 og liðs- menn hans í Hvalfirði síðastir í janúar árið eftir. Önnuðust herlög- reglumenn flughersins gæslustörfin uns landgönguliðar flotans tóku við sumarið 1961. Oliubirgðastöð Atlants- hafsbandalagsins Bandaríkjafioti tók við hlutverki flughersins við rekstur mannvirkja og þjónustu við Varnarliðið sumarið 1961 í samræmi við aukinn þátt flot- ans í vörnum á austanverðu Norð- ur-Atlantshafi. Taldi Atlantshafs- herstjórn NATO brýnt að tryggja að nægar birgðir eldsneytis væru til staðar í Hvalfirði. Var hafinn undir- búningm- að endurnýjun geyma og lestunaraðstöðu ásamt lagningu legufæra í firðinum sem nýtast mættu herskipum Atlantshafs- bandalagsríkjanna á ófriðartímum. Islenskir aðalverktakar önnuðust framkvæmdir við nýju olíustöðina sem tekin var í notkun ái’ið 1968. Framkvæmdum lauk að fullu árið eftir, en verkið var fjármagnað að mestu leyti af Mannvirkjasjóði NATO. í stöðinni eru fjórir rúm- lega 12.000 tonna svartolíugeymar sem grafnir voru niður í brekkuna upp af Gorvík vestan Miðsands, ol- íubryggja, dælu- og hitunarbúnaður auk húsnæðis fyrir rekstur stöðvar- innar. Samkomulag varð um að íslensk- ir aðalverktakar önnuðust rekstur nýju stöðvarinnar í samræmi við samning mflli íslenskra og banda- ríski-a stjórnvalda frá árinu 1966 sem kvað á um að fyrirtækinu, sem sérhæfði sig í vinnu fyrir Varnarlið- ið, skyldu tryggð lágmarks verkefni er umsvif í varnarliðsverkefnum væra lítíL Þá tóku starfsmenn aðal- verktaka einnig við gæslu olíubh’gð- anna og mannvirkja í Hvalfirði og leystu landgönguliðana af hólmi vorið 1967. Hlutverk olíustöðvar NATO breyttist á öndverðum níunda ára- tugnum eftir að breytingar höfðu orðið á vélbúnaði herskipa. Eru flest herskip nú knúin dísilvélum eða þotuhreyflum sem ki’efjast létt- ara eldsneytis en svartolíunnar sem tankarnir vora upphaflega gerðir fyrir. Voru þeir tæmdir árið 1991 og endurnýjaðir og búnir til geymslu á léttari steinolíublöndu fyrir þotuhreyfla. Þessari fram- kvæmd lauk nýlega, en ekki liggur íyrh’ hvenær geymarnir verða fyllt- ir að nýju. Upphaflegt skálahverfi olíustöðv- arinnar stendur enn að hluta á Mið- sandi. Er það með heillegustu minj- um um þau miklu umsvif sem voru í Hvalfirði og víðar á landinu á árum heimsstyrjaldarinnar síðari. Þai’ má sjá einstætt safn þehTa mismun- andi braggategunda sem herlið bandamanna reisti yfir starfsemi sína, og hefur þeim verið vel við haldið, enda í fullri notkun fram á síðari ár. Greinarhöfundur er höfundur bók- arinnar „Vígdrekar og vopna- gnýr - Hvalfjörður og þáttur Is- lands í orrustunni um Atluntshafið“ seni iít kom a'rið 1997.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.