Morgunblaðið - 03.01.1999, Side 18
18 B SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLÍFSSTRAUMAR
LÆKNISFRÆÐIL; vísindalega sannað að andoxunarefni hindri œðakölkun ?
Andoxunarefni og œðar
H JARTA- og æðasjúkdómar eru eitt stærsta heilbrigðisvandamálið í iðn-
væddum löndum. Af völdum þessara sjúkdóma veikist fólk alvarlega eða
deyr fyrir aldur fram, og er þá oftast um að ræða kransæðasjúkdóm eða
slag (blóðtappa eða blæðingu í heila). Kostnaður samfélagsins við þessa
sjúkdóma er gífurlegur og kemur þar margt til. Stærstu þættirnir eru
vinnutap, tryggingar, sjúkrahúslega, aðgerðir og lyf. Pað er því til mikils
að vinna ef hægt er að beita fyrirbyggjandi aðgerðum. Eitt af því sem mik-
ið hefur verið rætt í þessu sambandi eru andoxunarefni. Til að hægt sé að
mæla með aukinni neyslu andoxunarefna í þeim tilgangi að vinna gegn
hjarta- og æðasjúkdómum verðum við að vera alveg viss um að þau geri
gagn. Þar stendur hnífurinn í kúnni því enn vantar nokkuð á vitneskju okk-
ar um þessi efni.
Tengslin milli hækkaðs kólester-
óls í blóði og æðakölkunar eru
vel þekkt og rækilega staðfest. Pað
er líka vitað að um orsakasamband
er að ræða, hækkað kólesteról veld-
ur æðaskemmdum
og æðakölkun. Við
vitum aftur á móti
ekki nákvæmlega á
hvem hátt kól-
esteról skemmir
æðamar og eykur
þannig hættu á
kransæðasjúkdómi
og slagi. Þó er vit-
að að til þess að kólesteról valdi
æðaskemmdum og æðakölkun þarf
það fyrst að oxast (tengjast súr-
efni). Þessi vitneskja vakti áhuga
manna á að kanna hvort efni sem
hindra oxun, andoxunarefni, geti
komið í veg fyrir æðakölkun. Þau
andoxunarefni sem mest hafa verið
rannsökuð í þessu tilliti era C-
vítamín, E-vítamín og beta-karóten.
Til eru niðurstöður úr allmörgum
faraldsfræðilegum rannsóknum þar
sem samband neyslu andoxunar-
efna og æðasjúkdóma hefur verið
rannsakað. Því miður eru flestar
þessara rannsókna skipulagðar á
þann veg að þær gefa vísbendingar
en ekki ótvíræð svör. Síðan 1975
hafa verið birtar niðurstöður fimm
svokallaðra lýsandi rannsókna sem
gefa vísbendingar um að neysla
ferskra ávaxta og grænmetis vemdi
gegn hjarta- og æðasjúkdómum.
Avextir og grænmeti innihalda mik-
ið af andoxunarefnum. Hvort niður-
stöðumar eru vegna andoxunar-
efna, annarra efna eða vegna þess
að neysla þessara fæðutegunda hef-
ur komið í stað annarrar óhollari
fæðu eins og dýrafitu er ekki hægt
að segja. Samanburður á sjúkling-
um með æðasjúkdóma og heilbrigð-
um viðmiðunarhópi er kallaður
sjúklinga-viðmiðarannsóknir. Þrjár
slíkar rannsóknir hafa verið gerðar
þar sem kannað hefur verið sam-
band sjúkdóms og C-vítamíns, E-
vítamíns eða beta-karótens. Þessar
rannsóknir gefa einnig vísbendingu
um verndandi áhrif andoxunarefna.
Framsýnar hóprannsóknir hafa
ýmsa kosti framyfir þær tegundir
rannsókna sem nefndar hafa verið,
en þá er fylgst með þátttakendun-
um í langan tíma. Gerðar hafa verið
nokkrar stórar og vandaðar rann-
sóknir af þessari gerð og gefa þær í
stuttu máli sterka vísbendingu um
verndandi áhrif E-vítamíns en lítil
eða engin vemdandi áhrif C-
vítamíns og beta-karótens.
Þær rannsóknir sem geta vonandi
gefið okkur ótvíræð svör eru rann-
sóknir þar sem þátttakendum er af
handahófi skipt í hóp sem tekur
andoxunarefni og hóp sem tekur lyf-
leysu (óvirkt efni) og síðan er fylgst
með þessum hópum og afdrif þeirra
borin saman. Rannsóknir af þessari
gerð sem taka mið af hjarta- og
æðasjúkdómum eru einungis tvær.
Rannsókn á áhrifum beta-karótens
var gerð á rúmlega 22 þúsund
bandarískum læjcnum og stóð í tíu
ár og önnur rannsókn var gerð á E-
vítamíni hjá 2.000 sjúklingum með
kransæðasjúkdóm. I þessum rann-
sóknum hafði beta-karóten engin
vemdandi áhrif en E-vítamín lækk:
aði tíðni hjartáfalla um 77%. í
finnskri rannsókn á 29.000 reyk-
ingamönnum sem beindist fyrst og
fremst að krabbameini fengu sumir
beta-karóten og/eða E-vítamín.
Hvomgt þessara efna hafði vemd-
andi áhrif gegn æðasjúkdómum í
finnsku rannsókninni. Ónnur rann-
sókn á krabbameini og beta-
karóteni sýndi engin áhrif beta-
karótens á æðasjúkdóma. Margir
upplifa niðurstöður allra þessara
rannsókna sem vonbrigði og þá ekki
síst niðurstöðumar með C-vítamín,
sem er kröftugasta andoxunarefnið
af þessum þremur í líkamanum en
virðist ekki veita neina vörn gegn
æðasjúkdómum. Nú era í gangi
tvær stórar rannsóknir sem vonandi
geta veitt okkur svör við þeirri
áleitnu spurningu hvort andoxunar-
efni verji okkur fyrir æðasjúkdóm-
um. Önnur er rannsókn á yfir 40
þúsund bandarískum, heilbrigðum
hjúkranarkonum og hin er frönsk
rannsókn á um 15 þúsund heilbrigð-
um körlum og konum. Þessum rann-
sóknum lýkur ekki fyrr en eftir
nokkur ár en þangað til getum við
þó treyst því að það sé hollt að borða
mikið af ávöxtum og grænmeti.
eftir Magnús
Jóhannsson
Almanak
Háskólans
Nýtt ár - Nýtt almanak
Almanak Háskólans er ómissandi
handbók á hverju heimili.
Fæst í öllum bókabúðum
VÍSINÐI/Hvað stýrir áttvísi dýraf
Rottur og menn
HEILINN er án efa eitt flóknasta
kerfi sem þróast hefur í náttúranni.
Þrátt fyrir það að við höfum ekkert
nema heilann sjálfan til þess að
þróa hugmyndir okkar um hann þá
hafa þær vísindagreinar sem gera
heilann að viðfangsefni sínu engu
að síður tekið stórstígum framfór-
um á undanfórnum áram. Segja má
að nútíma taugalífeðlisfræði hafi
allgóðan skilning á þeirri starfsemi
heilans sem skapar vitræna undir-
stöðu flestra hæfileikamanna og
annarra æðri dýrategunda. Rann-
sóknir á þeim hluta heilans sem
gerir okkur mögulegt að ákveða
staðsetningu okkar og eins að rata
til ákveðinna áfangastaða hafa leitt
til áhugaverðra niðurstaðna á und-
anförnum áram. Athuganir sem vís-
indamenn í London gerðu sýna að
ákveðið svæði heilans, sem hingað
til var talið gegna mismunadi hlut-
verki í mönnum og rottum, nýtist í
raun báðum tegundum á sama hátt.
HIPPOKAMPUS er h'tið kerfi í
heilanum, á botni hliðar heila-
hols, sem er fyllt með heila- og
mænuvökva. Það var lengi skoðun
taugalífeðlisfæðinga að hippo-
kampus gegndi
mismunandi hlut-
verki í rottum og
fólki. Þeir töldu að
hippokampus
gegndi mikilvægu
hlutverki í sam-
bandi við minni hjá
fólki en hefði meira
með áttvísi og
staðarþekkingu að gera hjá rottum.
Rannsóknir, sem nýlega vora gerð-
ar á leigubílstjóram í London benda
hins vegar til þess að að hippo-
kampus gegni einnig mikilvægu
hlutverki í ratvísi þeirra um þá
margslungnu borg. Þessar niður-
stöður benda til þess að sú þekking
sem fengist hefur með rannsóknum
á hippokampus í rottum geti stuðlað
að betri skilningi á hlutverki
hippoeampus í fólki.
Villtur maður getur ekki fundið
áfangastað með því einungis að hafa
áttavita. Hann þarf einnig að hafa
kort. Sýnt hefur verið fram á að
rottur nota „vitræn kort“ og að það
er virkni tauga í hippokampus sem
skráir smáatriði þessa korts.
Taugalífeðlisfræðingar hafa komist
að því að rottur hafa nokkurs konar
„staðsetningartaugar" í hippo-
kampus, sem gefa þeim upplýsingar
um staðsetningu þeirra. Hver stað-
setningartaug verður virk þegar
rotturnar era á ákveðnu svæði.
Samvirkni 100 tauga í hippokampus
getur gefið rottum mjög mikilvægar
upplýsingar um staðsetningu þeirra
hverju sinni.
Staðsetningartaugarnar greina
ákveðin kennimerki í umhverfinu
sem þær bregðast við með ákveð-
inni virkni. Sýnt hefur verið fram á
að ef kennimerkin í umhverfinu eru
hreyfð hreyfist virkni staðsetning-
artauganna samtímis.
Ein áhugaverðasta tilraun sem
hefur verið gerð á hlutverki hippo-
kampus í rottum er svokölluð
„mjólkurpallsrannsókn". Rotta er
sett í stóra skál, sem er fyllt með
mjólkurlituðum vökva. Undir yfir-
borðinu er komið fyrir palli og get-
ur rottan náð botni á pallinum og
staðið þar án þess að þurfa að
synda. Rotturnar læra mjög fljótt
að nota kennimerki í umhverfinu og
lögun skálarinnar til að staðsetja
pallinn. Ef hins vegar hippo-
kampus-kei’fið hefur verið skemmt
eða dregið hefur verið úr starfi þess
með lyfjum ruglast rottan og á mjög
erfitt með að finna pallinn. Þetta
styður þá tilgátu að rotturnar noti
innra kort, sem skráð er með virkni
tauganna í hippokampus-kerfinu.
Leigubílstjórar í London eru vel
þekktir fyrir frámuna þekkingu
sína á smágötum og skúmaskotum
stórborgarinnar. Vísindamenn not-
uðu þá, ásamt öðrum sjálfboðalið-
um, til þess að rannsaka hlutverk
hippokampus í áttvísi og réttri stað-
arákvörðun. Sýnt var fram á að
ákveðin svæði hippokampus-kerfis-
ins verða sérstaklega virk þegar
fólk reynir að leggja á minni útlagn-
ingu gatnakerfa sem þvi eru sýnd á
myndbandi. Rannsóknirnar sýndu
einnig að þegar leigubílstjórar lýsa
leið í gegnum ákveðin hverfi í
London, með því að notast eingöngu
við minni, þá er hippokampus þeirra
í mjög virku ástandi. Þessar saman-
burðarrannsóknir hafa sannfært
vísindamenn um að hippokampus
gegnir mikilvægu hlutverki bæði
við að setja saman kort í heilanum
og eins við að nota þau seinna til að
rata rétta leið.
eftir Sverrir
Ólafsson