Morgunblaðið - 03.01.1999, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.01.1999, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 B 19 I miðpunkti Handritshöfundurinn Robert Towne hefur upplifað sitthvað í draumaverksmiðjunni Hollywood en hann er m.a. höfundur Kína- hverfísins og í fremstu röð í sínu fagi að sögn Arnaldar Indriðasonar. VIÐ upptökur á nýju myndinni, „Without Limits“. Fáir bandarískir handrits- höfundar búa að þeirri reynslu eða eiga að baki þau afrek í kvikmynda- handritagerð sem Robert Towne getur státað af. Hann hefur starfað með öllum fremstu hæfileikamönn- um draumaverksmiðjunnar frá Jack Nicholson og Warren Beatty til Tom Cruise. Hann skrifaði handrit Kínahverfisins eða „Chinatown" á hátindi ferils síns. A þeim tíma var Robert Redford upp á sitt besta og framleiðandinn Ro- bert Evans (Guðfaðirinn, Kína- hverfið) lét hafa eftir sér: „Ég mundi fremur gera næstu fimm myndir eftir handritum Towne en gera næstu fimm myndir Roberts Redfords.“ Handrit Kínahverfisins er eitt helsta kennslutækið í kvik- myndahandritakennslu víða um heim enda með betri verkum sem samin hafa verið fyrir bíó; Roman Polanski gerði úr því meistaraverk. „Eftir því sem árin líða hef ég kom- ist að því að enginn hefur kennt mér meira en Roman Polanski," segir Towne. Áhrifa gætir víða Áhrifa Towne gætir víða og hans er ekki alltaf getið fyrir innlegg sitt í bíómyndirnar. Hann starfaði með Nicholson við gerð „The Last Detail“ og auðvitað Kínahverfisins, einnig „The Missouri Breaks" og „The Two Jakes“, sem hvorki var fugl né fiskur og rofnaði gamalt vinasamband þeiira eftir þau mis- tök. Samstarf hans og Beattys byrjaði með því að hann tók að sér að endurskoða handritið að Bonny og Clyde en vann síðar með honum við „The Parallax View“, einhverj- um skemmtilegasta trylli síðustu þrjátíu ára, „Shampoo", „Heaven Can Wait“ og „Reds“. Towne vann fyrst með Cruise við „Days of Thunder", síðan „The Firm“ og loks „Mission: Impossible". Nú hefur Cruise endurgoldið honum með því að framleiða þriðju bíó- myndina sem Towne leikstýrir sjálfur og heitir „Without Limits“ en hún segir frá ævi hlauparans Steve Prefontaine. Hinar myndirn- ar sem Towne hefur leikstýrt eru „Personal Best“, önnur íþrótta- mynd, og spennumyndin „Tequila Sunrise“, sem var hálf misheppn- uð. Þar fyrir utan hefur Towne verið viðriðinn eitthvað á fjórða tug bíó- mynda hvort sem hann hefur verið kallaður til þess að lagfæra handrit þeirra eða skrifað þau sjálfur. Þeirra á meðal era myndir eins og „The New Centurions", Maraþon- maðurinn og „Frantic", sem hann gerði með Polanski í París. Nýlega birti kvikmyndatímaritið Movieline athyglisvert viðtal við Towne í tilefni þess að nýja myndin hans verður senn frumsýnd ef ekki er þegar búið að framsýna hana vestra og er gaman að grípa niður í viðtalinu og skoða hvað handrits- höfundurinn hefur að segja um samferðamenn sína og bíómyndirn- ar sem hann hefur verið viðriðinn. Þegar Francis Coppola tók á móti Oskarnum fyrir Guðfóðurinn á sínum tíma þakkaði hann í hefð- bundinni þakkarræðu Towne fyi-ir að hafa samið sérstaklega mikil- vægt atriði í myndinni. „Francis spurði mig,“ segir Towne, „hvort ég vildi að mín yrði getið sem hand- ritshöfundar á kreditlista myndar- innar og ég sagði: Til hvers í and- skotanum? Þetta var bara eitt at- HANDRITSHOFUNDURINN Robert Towne. riði. Þegar þú tekur á móti Óskam- um fyrir myndina geturðu þakkað mér fyrir það. Af því að ég þekki Francis vel vissi ég að hann mundi gera það.“ Atriðið sem Francis bað hann að skrifa fyrir sig er með Marlon Brando og A1 Pacino og lýsir því þegar sonurinn Michael tekur við af guðföðurnum. Towne varð að vera snar í snúningum því Brando átti aðeins einn dag eftir í tökum. Brando bað Towne um að lesa at- riðið upphátt fyrir sig þar sem hann sat í fórðunarherberginu og spurði út í hvert smáatriði. „Hann vildi vita nákvæmlega allt sem ég gat sagt honum um það, allt sem ég geymdi í kollinum varðandi sen- una.“ Þyrnum stráður ferill Leikstjóraferill Towne er þym- um stráður. Fyrsta myndin sem hann leikstýrði var „Personal Best“ en framleiðslan lenti í miklum erf- iðleikum vegna verkfalla og Towne lenti í útistöðum við milljarðamær- inginn David Geffen, sem fram- leiddi. Towne skrifaði handritið að Tarzan-myndinni „Greystoke: Legend of Tai-zan, Lord of the Apes“ en fékk ekki að leikstýra henni sjálfur og það era stærstu vonbrigðin sem hann hefur orðið fyrir á ferii sínum. „Ég held að það hefði orðið besta myndin sem ég hefði gert ef ég hefði fengið tæki- færi til þess að leikstýra henni,“ segir hann. Þess í stað var hún gerð af breska leikstjóranum Hugh Hudson og olli talsverðum von- brigðum. Næst þegar Towne fékk tæki- færi til þess að stýra sínu eigin handriti gerði hann „Tequila Sun- rise“, misheppnaða glæpasögu með Mel Gibson, Kurt Russell og Michelle Pfeiffer. Hann fékk ekki að enda hana eins og hann vildi. FORNIR dýrðardagar • Nicholson í Kínahverfinu. „Vandamálið var að ef eitthvert vit átti að vera í myndinni þurftu ann- aðhvort Mel Gibson eða Pfeiffer að deyja. Það var alltaf málið. En kvikmyndaverið vildi ekki heyra á það minnst. Ég taldi mér trú um að ég gæti látið myndina virka samt en ég held ekki að það hafi tekist.“ Towne er spurður út í vinskap sinn við Nicholson sem varað hefur langa hríð. „Við voram herbergisfé- lagar í Hollywood og sátum á botni fæðukeðjunnar,“ segir hann. „Fal- legu stelpurnar í leiklistartímunum litu ekki við okkur. Við töluðum um drauma okkar og væntingar. Að því leyti hefur enginn staðið mér nær en Jack.“ Þeir stunduðu leiklistar- nám saman í sjö ár og Towne sá í honum þann hæfileikamikla leikara < sem Nicholson síðar varð. „Þú átt eftir að verða kvikmyndastjarna," sagði ég við hann og hann játti því. „Og ég á eftir að leikstýra þér.“ Hann átti reyndar eftir að hjálpa til við að gera Jack að stórstjörnu en vinunum sinnaðist síðar við gerð „The Two Jakes“, framhaldsmynd Kínahverfisins. Towne vill ekki tala mikið um vinslitin en hefur ekkert nema gott eitt um leikarann að segja. Nokkuð svipað gerðist milli Towne og Warren Beattys. „Við f urðum miklir vinir við gerð Bonnie og Clyde. Ég barðist fyrir handrit- inu þegar 50 leikstjórar höfnuðu því. Okkar samband var því meira tengt starfinu. Samband okkar Jacks var á persónulegra plani. En ég get sagt það almennt að í starf- inu sem við stundum freistumst við til þess að blanda saman hinu per- sónulega við vinnuna og mörg streitan í samskiptum fólks er sprottin af því.“ Áhrifavaldar Aðspurður um hvaða myndir hefðu haft mestu áhrif á hann nefn- ir Towne Blekkinguna miklu eftir Renoir og Leikreglurnar, þijár myndir Ingmar Bergmans, þar á meðal Sjöunda innsiglið ásamt tveimur myndum David Leans, Sí- vagó lækni og Arabíu Lárens. Þá er Kubrick greinilega í uppáhaldi, hann nefnir „Paths of Glory“, „Dr. Strangelove“ og 2001: A Space Odyssey. „Ein besta myndin sem nokkra sinni hefur verið gerð er Tvöfaldar skaðabætur („Double Indemnity") þegar litið er til hel- berrar fagmennsku. Hún eldist betur en Sólsetursstræti („Sunset Boulevard") þótt hún sé í miklu uppáhaldi einnig. Möltufálkinn er sannarlega í uppáhaldi hjá mér. Það hefur verið gerð ein mynd á síðustu fimm áram sem virkilega ' hefur hreyft við mér og það er „One False Move“. Hún er í sér- flokki. Það er ekki oft sem maður er búinn að sjá 60 prósent af bíó- mynd og hefur ekki hugmynd um hver er í aðalhlutverki. Það er kosturinn við bíómyndir sem ekki era plagaðar af stórstjörnum." Þegar Towne er beðinn að ráð- leggja mönnum hvað þeir ættu að kenna ungum handritshöfundum í dag segir hann: „Þeir handritshöf- undar sem era í mestu uppáhaldi hjá mér nýttu sér það sem þeir höfðu upplifað og starfað áður. Þeir unnu áður við eitthvað annað og kynntust samfélaginu sem þeir lifðu í. Það kemur fram í myndun- um þeirra og gefur þeim ákveðna fyllingu sem kannski handritshöf- undar í dag sem fara í kvikmynda- nám og læra af gömlum myndum, gætu notað.“ N

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.