Morgunblaðið - 03.01.1999, Page 21

Morgunblaðið - 03.01.1999, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 B 21 Bin Laden ekki vísað frá Afganistan Kabúl. Reuters. Tekjumis- munur fer vaxandi í Finnlandi Hclsinki. Morgunblaðið. TEKJUMUNUR láglaunafólks og vel efnaðra Finna fer greinilega vaxandi. Tölur yfír árið 1997, sem birtar voru á mánudaginn, sýna að tekjur allra Finna að meðaltali auk- ist um tæp 7% milli ára. Eftirtekt- arvert þykir hins vegar að þeir tekjuhæstu skuli hafa notið hlut- fallslega meira góðs af hækkandi tekjum. Niðurstöður þessar hafa verið túlkaðar á þá leið að þjóðfélagið sé á hraðri leið með að verða tvískipt. Atvinnuleysi er enn um það bil 10 prósent. Mismunandi útreikningar gefa þó mismunandi tölur. En á sama tíma hefur mælst mikill vöxt- ur á fjármálamarkaði. Þannig hafa tekjur þeirra sem stunda kauphall- arviðskipti aukist mjög hratt. í Finnlandi er skattur af fjár- magnstekjum mun minni en launa- skattur. Rökstyðja menn þetta fyr- irkomulag með því að það muni stuðla að fjárfestingum í landinu. Það veldur hins vegar einnig því að hátekjufólk getur komist hjá skött- um með því að gerast eigendur í þvi fyrirtæki sem hefur ráðið það í vinnu. Mismunur milli hátekjufólks og þeirra efnaminni í Finnlandi er samt sem áður enn mun minni en í löndum eins og Bretlandi, Banda- ríkjunum eða mörgum ríkjum Suð- ur-Evrópu. Það sem þykir þó ugg- vænlegt í þessari þróun er að þeir sem hafa litlar sem engar tekjur í dag verða alveg tekjulausir þegar þeir eru komnir á eftirlaunaaldur. Atvinnulausir safna ekki í lífeyr- issjóð og verða þannig að komast af eingöngu á tekjutryggingu þegar þeir eru orðnir 65 ára. Hún er hins vegar miðuð við að menn hafi aðrar tekjur að auki. STJORN talebana í Afganistan hyggst áfram veita hi-yðjuverka- manninum Osama bin Laden hæli, þrátt fyrir ummæli hans í viðtali fyrir skömmu, þar sem hann hvetur múslíma til að myrða Bandaríkja- menn og Breta í hefndarskyni fyrir árásimar á Irak fyiT í þessum mán- uði. Bin Laden lýsti þessu yfir í fyrsta viðtalinu sem við hann er tekið eftir að BandaiTkjamenn gerðu árásir á búðir hans í austurhluta Afganistans í ágúst, þar sem grunur lék á að hryðjuverkamenn hlytu þjálfun. Bandaríkjamenn saka hann um að hafa lagt á ráðin um sprengjutilræði við sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu sl. sumar, þar sem yfir 200 manns létu lífið. Bin Laden, sem neitaði aðild að tilræðunum, hefur áður lýst því yfir að hann muni leiða múslíma í heilögu stríði gegn gyðing- um og kristnum mönnum. Háttsettur maður innan hreyf- ingar talebana sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna á þriðjudag að sér væri ekki kunnugt um hvað bin Laden hefði sagt í viðtalinu, en að hann væri gestur í Afganistan og að honum yrði ekki vísað úr landi. Bin Laden er fæddur í Sádi-Arabíu, en hefur verið sviptur ríkisborgara- rétti sínum þar. jfírisium af oÁÁur fóíasieiJtina Við byrjum af fullum krafti með nýja stundatöflu mánudaginn 4. janúar 1999 Við bjóðum meðal annars upp á læsta skápa í búningsklefa, góða barnagæslu, gufubað og umfram allt hreinlega og þægilega stöð. Ný námskeið hefjast þriðjudaginn 5. janúar. Allar nánari upplýsingar í síma 555 3637. Kíktu til okkar og fáðu stundatöflu. neilsuræktin TOSCA BÆJARHRAUNI 4, 220 HAFNARFIRÐI, SfMI 555 3637, FAX 565 3638. Léttarí leið til léttara lífs á nvrrí öld! Gaui litli verður með yoga- spunanámskeið í Toscu í vetur. Námskeiðin byggjast á samruna líkamsræktar og hug- ræktar. Aðhaldsnámskeiö þessi eru lokuð námskeið og eru fyrir þau sem vilja léttast. Skráning í síma 561 3434. Eitthvað fyrir alla á nýju ári! Kanarieviar Vikulega til 22. mars. Tæland Aukaferð 27. janúar í 22 nætur. Madonna di Campiglio Drottning Alpanna Frá 30. janúar bjóðum við vikulega skíðaferðir til ítölsku alpanna. co o Sam vinnuferðir Landsýn OMEGA OMEGA-úrin eru enn í gangi frá síðustu öld Garðar Ólafsson úrsmiður Lækjartorgi, s. 551 0081.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.