Morgunblaðið - 05.01.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.01.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 53 fagmannlegum handtökum enda fær skurðlæknir. En það er sein- asta jólaboð sem ég minnist mest. Þú lást á dánarbeði þínum en fórst fram á það að jólaboð yrði haldið. Pantaður var kalkúnn frá systur þinni Málfríði á Reykjum eins og venja var. En ætli það hafi ekki ver- ið þetta jólaboð sem fjölskyldan þurfti. Þú vissir alltaf hvað þurfti. Afi, þín verður sárt saknað og við geymum öll harm í hjarta. Það skaltu vita að hluti af hjarta mínu verður alltaf fyrir þig. Trúin á Guð og æðri máttarvöld hjálpar okkur á ei-fiðum tímum. Ég veit að þú ert horfinn til betri heima, laus við allai- þjáningar. Guð blessi þig og góða ferð afí, góða ferð. Þín Bjarney Anna. Stórvinur minn og velgjörðar- maður Jónas Bjarnason er allur. Hann kvaddi þetta jarðlíf á heimili sínu í faðmi fjölskyldu annan dag jóla, þreyttur eftir langvarandi veikindi en sáttur við guð og menn. I löngu spjalli sem ég átti við hann að kvöldi Þorláksmessu sagði hann: „Það er einkennileg tilfinning Bensi minn að eiga ef til vill ekki eftii' að vakna aftur inn í þennan heim næst þegar ég sofna“. Hann var yfírveg- aður og hógvær og hélt skýrleika sínum og reisn til síðustu stundar en það voru eiginleikar sem höfðu einkennt lífshlaup hans allt. Jónas var sannkallaður sonur Hafnarfjarðar. Þar fæddist hann og ólst upp og þeim stað helgaði hann mestan hluta starfskrafta sinna. Faðir hans var gagnmerkur læknir í Hafnarfirði og hjá honum lærði hann fyrstu grip læknisfræð- innar sem hann síðan fágaði og bætti heima og erlendis. Hann sér- hæfði sig í fæðingarhjálp og kven- sjúkdómum og var fljótt kominn í hóp okkar allra bestu lækna og starfaði hann þannig um áratuga skeið. Vinsældir hans sem læknis voru óumdeildar og afköstin með ólíkindum. Ég þekkti Jónas lítið sem ekkert fyrr en hann stóð á sjötugu. Þá hringdi hann í mig einn eftirmiðdag og sagði eitthvað á þessa leið: „Heill og sæll. Nú er minn tími sem skurð- læknir á St. Jósefsspítalanum senn á enda og nú vantar mig traustan eftirmann og þig hef ég valið.“ Er ég færðist undan bón hans og kvaðst tæpast hafa kunnáttu og reynslu til að taka slíkt á herðar sagði hann: „Vertu óragur því með- an mín nýtur við mun ég aðstoða þig með reynslu minni og kunnáttu og veita þér allan þann styrk sem þarf til að skila þessu starfi með sóma“. Við þessi orð stóð hann svo sannarlega. Frá þessum tíma hefur hann verið allt í senn, minn besti kennari, einlægur vinur og heimili hans hefur einnig staðið mér opið sem væri ég hans eigin sonur. Á þessum sex árum kynntist ég í raun hversu frábær læknir Jónas var. Hann bjó yfir afburðakunnáttu í sinni sérgi-ein, var ótrúlega snjall skurðlæknir og var síleitandi eftir nýrri og betri greininga- og með- ferðai'tækni sem hann var fljótur að tileinka sér þótt aldurinn sækti á hann. En umfram allt bjó Jónas yfii' persónu sem einkenndist af hlýju, bjartsýni og mannkærleik sem óð- ara breyttu vansæld í vellíðan þar sem hann var nálægur. Þetta fékk ég og fjölskylda mín persónulega að reyna er erfið veikindi steðjuðu að og fáum við seint fullþakkað þann ómetanlega styrk og stuðning sem Jónas og hans góða kona Jóhanna veittu okkur í þeim erfiðleikum. Ég kveð þig með söknuði kæri vinur og skal reyna að halda merki þínu á lofti um leið og ég leyfi mér fyrii' hönd allra þeii'i'a kvenna sem þú gafst heilsu og bjartsýni á ný, að þakka þér fyrir frábært starf. Guð blessi minningu þína, fjölskyldu og ástvini. Benedikt Ó. Sveinsson. • Fleirí minningargreinar uni Jóims Bjarnason bíða birtingar og munu birtast, í blaðinu næstu daga. VIKTORÍA G UÐMUNDSDÓTTIR + Viktoría Guð- mundsdóttir fæddist á Stokks- eyri 4. september 1900. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 23. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Guð- mundsdóttir og Guðmundur Vigfús- son. Viktoría var elst átta systkina og ólst upp á Stokks- eyri, en fluttist síð- ar til Reykjavíkur. Þau eru öll látin nema Haraldur sem býr í Hafnarfirði. Fyrri maður hennar var Valdimar Árnason vélsljóri, f. 5. apríl 1892. Hann fórst með bv. Leifi heppna 8. febrúar 1925. Foreldrar Valdimars voru Oddbjörg Pálsdóttir og Árni Þórðarson. Dóttir þeirra Vikt- Á Þorláksmessu þegar sólin sendi geisla sína stutta stund upp á him- ininn rétt til að minna okkur á að nú fer daginn að lengja aftur, lauk blessunin hún tengdamóðir mín sinni löngu göngu hér á jörð. Hún hafði lifað nær alla öldina og var fædd og alin upp á alþýðuheimili í byrjun aldarinnar. Hún var ein af hversdagshetjum þessa lands, sem vann verk sín í hljóði og hafði heið- arleika, reglusemi og vinnusemi að leiðarljósi. Viktoría var elst af átta systkin- um, svo að ung varð hún að byrja að vinna. Hún talaði af hlýhug um æskuheimili sitt og þó að þar væri fátækt var alltaf nóg að borða. Ung fór Viktoría til Reykjavíkur til að vinna fyrir sér, en aðeins 24 ára gömul varð hún ekkja með unga dóttur, þegar eiginmaðm' hennar Valdimar Amason vélstjóri fórst með bv. Leifi heppna í Halaveðrinu mikla í febrúar 1925. Með vinnu- semi og dugnaði hélt hún heimili fyrir þær mæðgur og Magneu syst- ur sína. Seinni maður Viktoríu var Jörgen Jónsson sjómaður og bjuggu þau lengst af á Seljalandi í Reykjavík. Saman áttu þau góða daga þar til sorgin barði aftur að dyrum, þegar Jörgen varð bráðkvaddur í maí 1963. Þrátt fyrir sorgina sem nú ríkir í hjarta mínu vil ég þakka af heilum hug að hafa átt samleið með Viktor- íu. _ Ég var aðeins 17 ára þegar ég kom á heimili hennar og saman bjuggum við í 12 ár. Það var góður skóli fyrir unga móður að búa með henni. Hún kenndi mér ekki aðeins allt um heimilishald, sauma og handavinnu, heldur einnig nægju- semi og reglusemi. Hún átti stóran þátt í uppeldi barnanna okkar. Hún kenndi þeim bænir, las fyrir þau þegar þau voru lítil og svo fengu þau að lesa fyrir hana þegar þau lærðu að lesa. Hún var félagi barn- anna og vinur, þau gátu flúið til hennar þegar ég ávítaði þau. Það verður aldrei fullþökkuð hennar umhyggja fyiár þeim. Þegar dóttir okkar var 18 ára bað hún ömmu sína að koma með sér til Kaupmannahafnar svo þær gætu haldið upp á sameiginlegt 100 ára afmæli þeirra, amma 82 ára og stelpan 18 ára. Ömmu hafði lengi dreymt um að koma til Kaup- mannahafnar. Það hlýtur að vera góð og skemmtileg amma sem 18 ára stelpu langar að fara með til Kaupmannahafnar og ekki veit ég hvor skemmti sér betur. Viktoría hafði góða heilsu. I þrjá áratugi vann hún á saumastofu Landspítalans og hætti þegar hún var 80 ára. Eftir það prjónaði hún lopapeysur og seldi. „Maður getur ekki setið með hendur í skauti," sagði hún. Viktoríu féll aldrei verk úr hendi, var mikil handavinnukona og saum- aði og prjónaði fram á síðustu ár. oríu og Valdimars er Kristín f. 21. maí 1924. Hún er gift Gunnari Magnús- syni, f. 25. septem- ber 1925. Þeirra börn eru Magnús, Valdís Lína Viktor- ía og Kristín. Seinni maður Viktoríu var Jörgen Jónsson sjó- maður, f. 15. maí 1898, d. 3. maí 1963. Foreldrar Jörgens voru Elísabet Haf- liðadóttir og Jón Hafliðason. Sonur þeirra Viktoríu og Jörgens er Valdimar f. 30. desember 1943, kvæntur Arndísi Jónsdóttur, f. 31. maí 1945. Þeirra börn eru Jörgen Hjörleifur, Jórunn og Gunnar. títför Viktoríu fer fram frá Fossvogskirlgu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún bjó ein og hugsaði um sig sjálf seinni árin þangað til hún flutti á Hrafnistu 90 ára gömul. Þar gat hún verið með á handavinnustof- unni og féll henni það mjög vel. Síðustu árin var hún á sjúkra- deild þar sem vel var hugsað um hana. Þó sagði hún stundum að sér leiddist að sitja svona og gera ekki neitt. Þá sagði hún alltaf að allir væru svo góðir við sig. Ég er þakklát fyrir að hafa geng- ið með Viktoríu svo langan veg og bið góðan Guð að blessa minningu hennar. Amdís Jónsdóttir. Látin er Viktoría Guðmundsdótt- ir, amma okkar, 98 ára gömul. Amma lifði því nánast alla þessa öld og upplifði allar þær breytingar sem hafa orðið á íslensku þjóðfélagi í nær 100 ár. Hún ólst upp á Stokks- eyri en fluttist til Reykjavíkur, þar sem hún hitti afa okkar Valdimar Árnason, sem var vélstjóri á togar- anum Leifí heppna. Þau giftust 22. júní 1922 og mamma fæddist í maí 1924. Afi fórst með Leifi heppna í Halaveðrinu mikla í febrúar 1925. Amma giftist aftur Jörgen Jónssyni og eignaðist son, Valdimar Jörgens- son. Þau bjuggu meðan Jörgen lifði að Seljalandi, en síðar flutti amma með Valdimar syni sínum og hans konu Arndísi Jónsdóttur í Álfheimana og enn síðar flutti amma að Hraunteig þar sem hún bjó þar fram að níræð- isaldri en þá fluttist hún á Hrafn- istu. Viljum við nota þetta tækifæri til þess að þakka starfsfólki Hrafn- istu fyrir góða umönnun meðan hún dvaldist þar. Fyrir okkur systkinin á Öldugöt- unni var hún alltaf amma á Seljó og minningar okkar á uppvaxtarárun- um tengjast veru ömmu þar. Selja- land stóð þar sem Hjartavernd hef- ur aðsetur sitt, en á þeim árum var sá staður töluvert fyrir utan bæinn. Þar var enn sveit og nágrannarnir ráku m.a. kúabú og amma var með hænsni, þannig að það var alltaf æv- intýri að koma til hennar að Seija- landi. Það var töluvert ferðalag að fara vestan af Öldugötu til Seljalands. Minningarnar hrannast upp frá þessum tíma, þegar við vorum í heimsókn hjá ömmu. Umhverfis Seljaland var stór garður og þar voru sett upp mörk til þess að hægt væri að æfa fótbolta með Dissa. í horninu á garðinum var byggt stórt barnahús, sem mikið var notað. Fyrir utan garðinn var heljarmikill kartöflugarður og það var árlegui' stór viðburður þegar sett var niður og tekið upp. Þegar foreldrar okkar voni að byggja á Seltjamarnesi bjuggum við um sumartíma hjá ömmu. Okkur eins og flestum í fjölskyld- unni eru minnistæð jólaboðin hjá ömmu, sem hún hélt á hverju ári þar til hún fluttist á Hrafnistu. Veislurnar á Seljalandi á jóladag voru höfðinglegar og fyrir okkur krakkana ógleymanlegar. Þar var veitt af mikilli rausn í mat og drykk og svo var sest niður við söng og spil fram eftir kvöldi. Á þessum ár- um voru flest systkini ömmu með ung börn, svo við fengum tækifæri til að hitta nákomin frændsystkini, sem við höfum svo séð allt of lítið af á liðnum árum. Við minnumst einnig þegar amma var að koma í heimsókn til okkar á Unnarbrautina. Hún kom alltaf með eitthvað í pokanum handa okkur, en sá sem alltaf var fremstur í flokki var hundurinn okkar hann Tryggur. Hann gat alltaf verið fullviss að upp úr pokanum kæmi eitthvert góð- gæti handa honum. Þegar amma var sest niður, settist hann fyrir framan hana og beið þar til búið var að taka upp úr pokanum. Við erum þess fullviss að hann hefur tekið á móti ömmu með dillandi rófuna og beðið eftir að hún tæki upp úr pok- anum. Eins og við sögðum hér áður þá var amma aldamótabarn og í gegn- um ævina vann hún mest við sauma. Síðustu starfsár sín vann hún á saumastofu Landspítalans. Dugnað- ur og samviskusemi ömmu var mikil og var hún að öllu jöfnu talin tveggja manna maki við hvert það verk sem hún tók sér fyrir hendur. Hún saumaði mikið út og eitt það fyrsta sem barnabörn eignuðust voru útsaumuð sængurföt með nafni þeirra, sem hún færði þeim að gjöf. Amma var dugleg að ferðast og það þurfti ekki að hvetja hana mikið til að fá hana til að leggja af stað. Hún fór til sólarlanda þegar tæki- færi gafst, heimsótti Línu til Nor- egs og seinni árin fór hún til Dalvík- ur í hvert skipti sem færi gafst. Nú er komið að síðustu ferð og við vilj- um þakka þér amma, fyrir sam- verustundir á liðnum árum. Sá kraftur, dugnaður og hlýja, sem ávallt fylgdi þér er það sern lifir í minningunni, þegar við og fjölskyld- ur okkar, börn og bamabamabörn, kveðjum þig í dag. Magnús, Lína og Kristín. Okkur langar í fáum orðum að minnast elskulegrar ömmu okkar en hún var eins og eitt langömmu- barnið hennai' sagði örfáum dögum áður en hún dó „alveg einstaklega blíð kona“. Amma var alla tíð svo dugleg og þrátt fyrir háan aldur sat hún aldrei auðum höndum. Þau era ófá lista- verkin sem liggja eftir hana ömmu í útsaumuðum myndum og púðum. Hún prjónaði líka lopapeysur, ekki bara á öll bömin, barnabörnin og langömmubömin, heldur seldi hún líka peysur, slíkur var dugnaðurinn. Og hún vann á saumastofu Land- spítalans þar til hún varð áttræð. Amma bjó með okkur á heimili þar til við vorum um fermingu og alltaf var hún tilbúin að aðstoða okkur ef með þurfti. Hún hafði óþrjótandi þolinmæði til að kenna okkur útsaum og aðrar hannyrðir. Um helgar skriðum við alltaf upp í rúm til hennar þar sem hún las eða sagði okkur sögu. Síðan fórum við fram og hún hitaði handa okkur kakó. A laugardögum keypti hún í mörg ár einn bláan ópalpakka og skipti á milli okkar systkinanna. Við fóram stundum með henni í heim- sóknir um helgar til systur hennar eða annað. Þá tókum við strætó og amma sagði okkur frá gömlu húsun- um sem við sáum og götuheitum sem fyrir augu bar þegar við keyrð- um um. Á sunnudagsmorgnum fór hún með okkur í bamamessu í Lang- holtskirkju. Þá klæddum við okkur í okkar fínustu föt og gengum með ömmu til kirkju. Oft fór hún með okkur í tjaldúti- legur og þá fór hún í ferðabuxurnar sínar því að hún var af þeirri kyn- slóð kvenna sem ekki gekk í buxum. Eftir að amma flutti frá okkur á Hraunteiginn gistum við stundum hjá henni um helgar. Þá eldaði hún alltaf uppáhaldsmatinn okkar og svo fórum við saman út í búð og keyptum gos og sælgæti og sátum svo og spiluðum marías eða spjöll- uðum saman því amma hafði frá mörgu að segja. Eftir að við vorum orðin fullorðin og komin með fjölskyldur kom amma oft til .okkar og las fyrir langömmubörnin sín eða raulaði með þeim lagstúf. Við kveðjum með djúpum söknuði elskulega ömmu okkar og minn- umst með þakklæti þess tíma sem við áttum með henni. Láttu nú ljósið þitt logaviðrúmiðmitt. Hafðu þar sessogsæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Jörgen og Jórunn. t Bróðir okkar, BJARNIJÓNSSON, Álfhólsvegi 133a, Kópavogi, lést á heimili sínu að kvöldi laugardagsins 2. janúar. Fyrir hönd systkina hins látna, Halldór Jónsson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA VILHJÁLMSDÓTTIR, áður Hæðargarði 44, er andaðist á heimili sínu, Seljahlíð, fimmtu- daginn 31. desember, verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 8. janúar kl. 15.00. Brynhildur Kristinsdóttir, Selma Kristinsdóttir, Vilma Mar, Hjálmar D. Arnórsson, Halldóra F. Arnórsdóttir, Hörður Diego Arnórsson, Jóhann Diego Arnórsson, Alma Diego Arnórsdóttir, Guðfina Diego Arnórsdóttir, Brynjólfur Árnason, Erling Ottósson, Anna Kristjánsdóttir, Arngeir Lúðvíksson, Kolbrún Emma Magnúsdóttir, María Jenný Jónasdóttir, Ævar Gestsson, Karvel H. Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.