Morgunblaðið - 05.01.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.01.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 27 ERLENT Stjórnvöld í fsrael Vísa sértrúar- fólki úr landi Jerúsalem. Reuters. INNANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ í ísrael fyrirskipaði í gær að ellefu Bandaríkjamönnum yrði vísað úr landi vegna gruns um að þeir væru í kristnum sértrúarsöfnuði sem er sagður hafa skipulagt ofbeldisað- gerðir á götum Jerúsalemborgar um aldamótin til að flýta fyrir end- urkomu Krists. Lögreglan færði einnig þrjá aðra meinta félaga í söfnuðinum fyrir dómara og óskaði eftir því að þeir yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að þeir hefðu lagt á ráðin um „mjög alvarlega glæpi sem stefna öi-yggi landsins í hættu“. Bandaríkjamennirnir 14, þeirra á meðal sex börn, voru handteknir á sunnudag og talið er að þeir séu í sértrúarsöfnuði sem er með höfuð- stöðvar í Denver í Bandaríkjunum. Um 60 félagar í söfnuðinum hurfu fyrir nokkrum mánuðum en ekki var vitað í gær hversu margir þeirra eru í Israel. Lögreglan sagði að fólkið hefði ætlað að grípa til of- beldisaðgerða í Jerúsalem „með það að markmiði að valda endurkomu Krists á dómsdegi“. Leiðtogi safnaðarins, Monte Kim Miller, sem hefur spáð því að hann muni deyja á götum Jerúsalem fyrir aldamótin, er ekki í ísrael, að sögn lögreglunnar. ísraelsk yfirvöld hafa stofnað sér- staka lögreglusveit til að koma í veg fyrir hugsanleg ofbeldisverk sértrú- ai'flokka í Israel um aldamótin. Kafaldsbyl- ur í Banda- ríkjunum HRÍÐARBYLUR gekk yfir Mið- vesturríki Bandaríkjanna á laug- ardag, olli töfum á flugi og að minnsta kosti tólf dauðsföll voru rakin til óveðursins. 56 sm djúpur snjór var á göt- um Chicago eftir óveðrið og er þetta mesti hríðarbylur í borg- inni í tæp 30 ár. Aflýsa varð fjöl- mörgum flugferðum frá flugvöll- um í Miðausturríkjunum á laug- ardag, meðal annars O’Hare-al- þjóðaflugvellinum í Chicago. Flugið um flugvöllinn fór einnig úr skorðum á sunnudag, þegar 245.000 manns voru bókaðir í flug um hann, auk þúsunda manna sem urðu veðurtepptir á laugardag. Mikið fannfergi var einnig í Ontario-fylki í Kanada og lægðin olli mikilli úrkomu, ísingu og flóðum á austurströnd Banda- ríkjanna, meðal annars í New York-borg þar sem 50 bflar lentu í árekstri vegna hálku. Borgarstarfsmaður hreinsar hér snjó af gangstétt við skrif- stofu nálægt Sears-turninum í Chicago. SÞ grípur til varúðarráðstafana í Angóla Óttast afleið- ingar átakanna Luanda. Reuters. SAMEINUÐU þjóðirnar hafa ákveðið að flytja alla eftirlitsmenn sína af átakasvæðunum í Angóla og hætta öllu flugi til borgarinnar Hu- ambo eftir að flutningavél á vegum samtakanna vai’ skotin niður nálægt borginni á laugardag. Ottast er að átök stjórnarhersins og uppreisnar- manna UNITA-hreyfingarinnai’ verði til þess að þúsundir manna deyi úr sulti. Þetta er í annað sinn á rúmri viku sem flugvél á vegum Sameinuðu þjóðanna er skotin niðui’ á átaka- svæðunum í Angóla. Alls voru 22 menn í flugvélunum tveimur og sagði Alcides Sakala, talsmaður UNITA, í gær að hann hefði áreiðan- legar upplýsingar um að enginn þein’a hefði komist lífs af. Sakaði hann jafnframt stjórnai’herinn um að hafa staðið á bak við ódæðisverk- in í því skyni að kenna UNITA um, og valda þannig andúð umheimsins á samtökunum. Ekki staðið við gefín Ioforð Benon Sevan, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ræddi málið við ráðamenn í Luanda í gær og gagnrýndi stjórnina og UNITA-hreyfinguna harkalega fyrir að hafa ekki staðið við loforð sín um að greiða fyrh’ því að hægt yrði að bjarga áhöfnum flugvélanna. „Það er ekki nóg að lofa samstarfi," sagði hann. „Við viljum aðgerðir og sam- starf í verki.“ Issa Diallo, yfirmaður eftirlits- manna Sameinuðu þjóðanna í Angóla, kvaðst efins um að þeir gætu starfað í landinu þar sem vopnahléssamningur stjórnarinnai’ og UNITA frá 1994 hefði ekki borið tilætlaðan ái-angur og borgarastyrj- öldin héldi áfram. „Eg hygg að ör- yggisráðið og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hafi hugsað um þetta alllengi og að því komi mjög bráðlega að ákvörðun verði tekin [um framtíð vopnahléseftirhtsins]." Diallo kvaðst hafa gefið fyrh’mæli um að öllu flugi á vegum Sameinuðu þjóðanna til Huambo yrði hætt strax og að allir eftirlitsmenn samtakanna yrðu fluttir af átakasvæðunum. Starfsmenn hjálparstofnana sögðu að þetta gæti haft alvarlegar afleið- ingar fyrir íbúa Huambo, sem eru að minnsta kosti 150.000, og um 100.000 flóttamenn í borginni. Þeir óttast að átökin verði til þess að ástandið í Hu- ambo og nágrenni borgarinnar verði eins slæmt og á árunum 1993-94 og þúsundir manna deyi af völdum hungursneyðar og sjúkdóma. Stærsta sportvöruverslunarkeðja í heimi -nú á Islandi VINTERSPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is ÞlN FRfSTUND- OKKAR FAG CASALL KÖhnisch
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.