Morgunblaðið - 05.01.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.01.1999, Blaðsíða 59
1 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 59 1 I BRÉF TIL BLAÐSINS IJKAMSRÆKT OG LJÓS Dalshraun 11 - sími 565 2212 Týndist Hellisbúinn? Frá Guðrúnu Bergmann: í ÞÆTTINUM Víðsjá mánudaginn 28. des. fjölluðu þær Halldóra Frið- jónsdóttir og Soffía Auður Birgis- dóttir um leiksýningar líðandi árs á mjög skemmtilegan og fróðlegan hátt og fóru injög ýtarlega yfir flestar sýningar, sérstaklega stærri leikhúsanna en gátu einnig ýmissa sýninga minni leikhúsanna. Furðu mína vakti þó að þær skyldu ekki minnast einu orði á listilegan einleik Bjama Þórs Haukssonar í Hellisbúanum, sem hlýtur að teljast sú leiksýning sem hlotið hefur hvað mesta aðsókn á árinu. Leikritið hefur notið fádæma vinsælda áhorfenda og eftir fjórar fyrstu sýningamar hefur verið upp- selt á hverja sýningu og sýningar langt fram í tímann. Orðsporið sem af Hellisbúanum fer bendir til að áhorfendur hafi verið himinlifandi, því setningin sem heyinst yfirleitt frá þeim er: „Þú verður að sjá Hell- isbúann!“ Bjarni Þór hefur kvöld eftir kvöld náð að heilla áhorfendur og halda athygli þeirra með leik sínum alla sýninguna og færa til lífs texta sem fjallar um samskipti kynjanna á beittan og hárfínan hátt í farsa - og það er list að láta fólk hlæja heila sýningu. Sú spurning hlýtur að vakna hvað valdi því að Víðsjá fjallar ekki um Hellisbúann og þá aðstandendur sýningarinnar sem auk Bjarna Þórs eru Hallgrímur Helgason og Sig- urður Sigurjónsson. GUÐRÚN G. BERGMANN, leiðbeinandi og rithöfundur, Hellnum, Snæfellsbæ Tækjasalur - Léttur vetur - Átaksnámskeið Þolfimi - Hjólaáfak - Byrjendaátak Kg klúbburinn - Funk þolfimi - Karlatímar Vinaklúbbur Hress - Body Pump Kvennaleikfimi - Yoga - Ljósabekkir Skráning og nánari upplýsingar i sima 565 2212 IechnoG/m Einkatönleikar Bjarkar? Frá Alberti, Grétari Má og Hólmsteini Inga: AÐ JAFNAÐI þarf mikið til að koma undirrituðum úr jafnvægi, en nú er okkur öllum nóg boðið. Ætlun okkar var að fara á tónleika Bjarkar í Þjóðleikhúsinu í byrjun janúar, en þeir voru auglýstir mikið skömmu fyrir áramót. Við vorum mættir við Þjóðleik- húsið þriðjudaginn 29. desember sl., nokkru áður en miðasalan átti að hefjast og voru á að giska 50 manns á undan okkur í röðinni. Við hugs- uðum okkur gott til glóðarinnar þar sem auglýst hafði verið að 500 mið- ar væru í boði á hvora tónleika. En þegar u.þ.b. 20 manns höfðu keypt sér miða, var tilkynnt að uppselt væri á tónleikana! Fólk horfði þrumu lostið hvert á annað, en margir höfðu lagt það á sig að bíða í tæpar tvær klukkustundir í kuldan- um eftir miðum. Þegar miðasölufólkið var krafið svara var okkur sagt að nokkrir að- ilar hefðu nælt sér í miða símleiðis, auk þeirra sem voru allra fremst í röðinni. Okkur þótti skrýtið að ekki fleiri en þetta hefðu keypt upp alla miðana en fljótlega kom hið rétta í Ijós; aðstandendur og styrktaraðili tónleikanna höfðu ráðstafað meiri- hluta miðanna til vina og vanda- manna! Það er einkennilegt að auglýsa svo merkilega tónleika hvað eftir annað og bjóða svo einungis lítinn hluta miðanna til sölu. Það er svo sem ekkert óvenjulegt við að eitt- hvað sé um boðsgesti á tónleikum, en að þeir skuli vera í slíkum meiri- hluta er hreint með ólíkindum. Það er í raun ekkert annað en ömurleg framkoma gagnvart því fólki sem lagði það á sig að bíða í röð, í kulda og trekki, til þess eins að láta hafa sig að fíflum. ALBERT ÞORBERGSSON, Vífilsgötu 20, Reykjavík GRÉTAR MÁR ÓLAFSSON, Hvassaleiti 135, Reykjavík HÓLMSTEINN INGI HALLDÓRSSON, Fífuseii 7, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.