Morgunblaðið - 05.01.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.01.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 5 7 FRÉTTIR Vann iMac-tölvu í Jólaleik dagskrárblaðsins Á DÖGUNUM stóðu Dagskrár- blað Morgunblaðsins, Aco-Apple- búðin, Skífan, TAL og 11-11 fyrir leik í Dagskrárblaði Morgunblaðs- ins. Leikurinn gekk út á að svara spurningum úr dagskrá ljósvaka- miðlanna en svörin við þeim var að finna í blaðinu. Leikurinn skiptist í barna- og fullorðinshluta en iyrir rétt svör í barnahlutanum áttu þátttakendur möguleika á að vinna aðra af tveimur Sony Playstation-leikja- tölvum frá Skífunni. Fyrir rétt svör í fullorðinshlutanum áttu þátt- takendur möguleika á að vinna annað tveggja TAL-12 GSM síma frá TAL eða aðra af tveimur mat- arkörfum frá verslunum 11-11. Stóri vinningurinn var hins vegar glæsileg iMac tölva frá Aco-Apple- búðinni. Allir vinningshafar hafa fengið vinninga sína afhenta en myndin er tekin þegar Jóni Ara Stefánssyni (t.h.), sem hlaut stóra vinninginn, iMac-tölvuna frá Aco-Applebúð- inni, var afhent tölvan af Sigurði Hlöðverssyni markaðsstjóra Aco- Applebúðarinnar. Tónleikar Undirtóna á Gauknum TÓNLISTARBLAÐIÐ Undirtón- ar hefur nýtt ár með fönkuppá- komu á skemmtistaðnum Gauki á Stöng þriðjudagskvöldið 5. janúar 1999. Uppákoman er liður í tón- leikaseríu á vegum blaðsins sem gengur undir nafninu Stefnumót og er hér á ferðinni Stefnumót númer tvö. Á Stefnumóti númer tvö mun fónktónlist vera í aðalhlutverki. Hljómsveitin Jagúar, sem nú er í hljóðveri að taka upp sína fyrstu breiðskífu, mun þar troða upp með frumsömdum fönktónum. DJ Tommi þeytir skífum og sérstakur heiðursgestur verður breski plötu- snúðurinn Jasper the Vinyl Junkie. Jasper þessi er staðbundinn plötu- snúður á skemmtistaðnum Funky Pussy í London og hefur einnig séð um safnplötur fyrir breska útgáfu- fyrirtækið BBE. Hann hefur þeytt skífum í yfir tvo áratugi og spilar fjölbreytta danstónlist með fönkívafi. Stefnumót númer tvö hefst stundvíslega klukkan 22 og er að- gangseyrir 500 kr. Innifalið í að- gangseyri eru veigar. Kraftganga hafín í Öskjuhlíð KRAFTGANGAN í Öskjuhlíð hef- ur hafið starfsemi sína á ný eftir jólafrí. Tímar verða eftir fyrra skipulagi þ.e. kl. 17.45 til 18.45 á kvöldin virka daga og á laugardög- um kl. 10-11 og frá kl. 11-12. Nýir meðlimir eru boðnir velkomnir. Þjálfunin fer að mestu leyti fram utandyra en hitað er upp á undan í Perlunni og teygt eftir göngu. Fólki er vinsamlegast bent á að vera vel skóað og klæða sig eftir veðri. Bann í fullu gildi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi bókun frá fundi áfeng- is- og vímuvarnaráðs 28. desember sl.: „Að undanfórnu hefur töluvert borið á bjórauglýsingum í innlend- um fjölmiðlum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í lok október í máli sem ákæruvaldið höfðaði gegn fram- kvæmdastjóra Ölgerðar Egils Skallagrímssonar vegna slíkrar auglýsingar. Á forsendum 73. greinar stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi og með vísan í mannréttindasáttmála Evrópu féll dómurinn þannig að ákærði var sýknaður. Af þessu tilefni sendu ráðuneyti dómsmála og heilbrigðismála bréf til forsvarsmanna allra fjölmiðla dags 18. desember 1998 þar sem vakin er athygli á 20. gr. áfengis- laga nr. 75/1998 um bann við áfeng- isauglýsingum og viðurlögum við brotum á þeim. Nú er til meðferðar í Hæstarétti refsimál þar sem reynir á hvort ákvæði áfengislaga um auglýsinga- bann stenst í ákvæði stjórnar- skrárinnar. Ríkisstjórnin lítur svo á að þar tO dómur liggur fyrir sé bann við áfengisauglýsingum í fullu gildi. Áfengis- og vímuvarnaráð tekur undir álit rfldsstjórnarinnar. Ráðið beinir þeim tilmælum til fjölmiðla að á meðan endanlegur dómur liggur ekki fyrir verði áfengisaug- lýsingar ekki birtar þar sem þær geta ýtt undir áfengisneyslu ung- linga.“ Ferðaþj ónustan og viðburður ársins 2000 UNNIÐ hefur verið um nokkurt skeið að undirbúningu ýmissa stór- verkefna ársins 2000 á vegum opin- berra aðila. Fulltrúar Landsfunda- nefndar, Kristnihátíðamefndar og verkefnisins Reykjavík, Menning- arborg Evrópu, munu á fundi 14. janúar kl. 13 á Grand Hótel gera grein fyrir stöðu sinna verkefna. Auk þess mun fulltrúi Ferðamála- ráðs gera grein fyrir aðkomu að verkefnunum. Fundurinn er ætlaður starfsfólki á ferðaskrifstofum, gististöðum, flutningsaðilum, starfsfólki afþrey- ingarfyrirtækja, starfsfólki upplýs- ingamiðstöðva svo og öllu ferða- þjónustufólki sem vill kynna sér málefnið. vj> mbl.is _ALLTae eiTTHV'AÐ /Vf77- Málþing um framtíð grunnskólans í TILEFNI þess að 50 ár era liðin frá því að 1. áfangi Kópavogsskóla var tekinn í notkun efnir Foreldra- ráð Kópavogsskóla til málþings um framtíð íslenska grunnskólans laug- ardaginn 9. janúar kl. 14 í Kjarnan- um, sal Kópavogsskóla. Þar munu eftirtaldir aðilar lýsa stuttlega framtíðarsýn sinni hvað tekur til íslenska grunnskólans: Jón Ólafur Halldórsson, formaður For- eldraráðs Kópavogsskóla, Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu, Bragi Michaels- son, formaður Skólanefndar Kópa- vogs, Jónína Bjartmarz, formaður Heimilis og skóla og Ólafur Guð- mundsson skólastjóri. Að því loknu verða pallborðsumræður ofan- greindra með þátttöku gesta í sal. Ráðstefnustjóri verður Ari Þórð- arson, fulltrúi í F'oreldraráði Kópa- vogsskóla. Málþingið verður öllum opið en væntanlegir þátttakendur eru vin- samlega beðnir að skrá sig á skrif- stofu skólans í síðasta lagi fimmtu- daginn 7. janúar. Þrettándagleði Hauka HAUKAR halda sína árlegu þrett- ándagleði miðvikudaginn 6. janúar á Ásvöllum auk þess að taka fyrstu skóflustungu hins nýja íþróttahúss sem mun rísa á Ásvöllum. Dagskráin hefst kl. 19.15 með blysför álfakóngs og drottningar, trölla, álfa, púka, grýlu og leppalúða og jólasvehm frá Suðurbæjarsund- lauginni að Ásvöllum. Kl. 20 hefst síðan skemmtidagskrá með tónlist, göngu og álfabrennu. Tekin verður skóflustunga að nýju íþróttahúsi. Ávörp flytja bæjarstjórinn í Hafn- arfirði, Magnús Gunnarsson, og for- maður Hauka, Lúðvík Geirsson. Veitingar, blys og kyndlar verða seld á vægu verði. LEIÐRÉTT Dansleikhús með EKKA NAFN Dansleikhússins með EKKA misritaðist í frétt í sunnu- dagsblaðinu og er beðist velvirðing- ar á því. Fjöldi ferðamanna í VÍKVERJA á sunnudag misritað- ist hversu margir ferðamenn komu til landsins á liðnu ári samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar. í blað- inu eru þeir sagðir 127 þúsund tals- ins en hið rétta er 227 þúsund. Beðist er velvirðingar á þessu. Dagbók lögreglunnar Annasamt hjá lög1- reglu um áramót 31.12. 1998 til 04.01. 1999 ANNASAMT var hjá lögreglu í höfuðborginni um áramótin. Eins og búast mátti við var mikið um útköll aðfaranótt fyrsta dags árs- ins og voru verkefnin margvísleg. AIls voru færð til bókunar rúm- lega 600 verkefni á ofangreindum tíma. Sem betur fer var ekki mik- ið um slys vegna notkunar flug- elda þótt alltaf séu einhver tilvik þar sem menn hljóta branasár. Þannig slasaðist 11 ára piltur er flugeldur sem hann hafði sprakk. Hann hlaut branasár á innan- verðu læri. Lögreglan er ánægð að sjá hversu margir nota sérstök hlífðargleraugu og hefur það komið fram í því að fátítt er að einstaklingar hljóti augnskaða á þessum tíma sem áður var al- gengt. Þótt góða skapið sé með í för hjá flestum borgarbúum á þessum tímamótum er svo ekki hjá öllum. Af þeim sökum þurfti lögreglan að hafa afskipti af ein- staklingum í átökum bæði á heim- ilum og skemmtistöðum. Alltaf eru það einnig einhverjir borgar- búa sem fagna árinu með öðram hætti en þeim hefðbundna og t.d. vora tilkynnt 18 innbrot til lög- reglu. Umferðarmálefni Um helgina vora tilkynnt 32 umferðaróhöpp, þar af lenti ein lögreglubifreið í óhappi um miðj- an sunnudag. 22 ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og jafnmargir sem sættu kæra vegna hraðaksturs. Innbrot - þjófnaðir Einstaklingur braut sér leið inn í strætisvagn sem stóð við Hlemmtorg að morgni fimmtu- dags. Hann var talsvert ölvaður og við leit fann lögreglan nokkurt magn af hlutum sem erfitt reynd- ist að gera grein fyrir. Ilann var því vistaður í fangageymslu og unnið úr því að koma þýfinu til skila. Brotist var inn í mynd- bandaleigu í austurborginni á fyrsta degi ársins. Einhverjar skemmdir vora unnar og stolið vindlingum. Brotist var inn í verslun á Laugavegi með því að spenna upp glugga. Stolið var peningum og áfengi sem var í ís- skáp á staðnum. Þrennt var hand- tekið að morgni nýársdags gran- að um þjófnað á ökutæki, árekst- ur og afstungu. Lfkamsmeiðingar - ölvun - ógnanir Karlmaður var handtekinn að morgni nýársdags eftir að hafa verið í slagsmálum í miðbænum. Við leit á honum kom i ljós að hann hafði merkjabyssu innan- klæða og skot. Hann var fluttur í fangahús lögreglu. Lögreglan lagði hald á haglabyssu eftir að tilkynnt hafði verið um að fólki hafi verði ógnað með henni í gleð- skap. Engin skotfæri reyndust vera á vettvangi. Þá lagði lögregl- an hald á aðra haglabyssu eftir að karlmaður hafði ógnað sambýlis- konu sinni með henni. Fíkniefnamálefni Lögreglumenn á eftirlitsferð veittu athygli kyrrstæðri bifreið i Breiðholti aðfaranótt mánudags. Við skoðun fundust ætluð fíkni- efni og neysluáhöld. Lögreglan fór inn í húsnæði á Laugavegi að- faranótt mánudags þar sem grun- ur lék á fíkniefnaviðskiptum. Efni fundust á tveimur einstaklingum og vora þeir handteknir og fluttir í fangahús. Auk þess fannst tals- vert af neysluáhöldum. Þá fór lög- reglan inn í hús í austurborginni sömu nótt og fundust þar ætluð fíkniefni og meint þýfi. Einn aðili var handtekinn og fluttur á lög- reglustöð. Brunar Á þessu tímabili var tilkynnt um 28 bruna til lögreglu, flestir minniháttar þótt oft sé skammt í mikla hættu. Um miðnætti á ný- ársdag var tilkynnt um eld á svöl- um húss í vesturbænum. Reyndist þar hafa kviknað í fatnaði og öðr- um hlutum. Slökkvilið kom á stað- inn og slökkti eldinn. Hópasöfnun unglinga Nokkuð bar á því að unglingar hópuðust saman í borginni og urðu í einhverjum tilvikum af því óþægindi fyrir aðra borgarbúa. Var það einkum vegna notkunar á flugeldum og sprengjum auk ölv- unar. Svo virðist sem foreldrar slaki verulega á því að framfylgja reglum um útivist á þessum tíma. Annað Stúlka vai' flutt á slysadeild eft- ir að hafa fallið af svölum á 2. hæð húss í austurborginni. Málsatvik eru óljós en stúlkan fann til í baki. , Sunddeild Armanns Hin sívinsælu sundnámskeið eru að hefjast • Ungbarnasund • Framhald ungbarnasunds • Börn 2—3 ára (með foreldrum) • Börn 4—6 ára (með foreldrum) • Fyrir vatnshrædda • Vatnsleikfimi • Fullorðinskennsla Innritun virka daga frá kl. 16.30 og um helgar frá kl. 13.00 í síma 557-6618 (Stella).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.