Morgunblaðið - 05.01.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.01.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Um 200 verkefni voru kynnt á ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild sem stendur yfír Aukin áhersla á rannsóknir í læknanámi Vel á þriðja hundrað manns situr í gær og í dag ráðstefnu læknadeildar Háskóla ís- lands um rannsóknir. Jóhannes Tómasson leit inn í gær en þar eru kynntar fjölmarg- ar rannsóknaniðurstöður og ályktanir sem unnið hefur verið að á vegum deildarinnar. UM 200 verkefni eru kynnt á ráð- stefnu um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands sem yfir 250 manns sitja en hún hófst í gær og lýkur í dag. Hrafn Tulinius, for- maður Vísindanefndar læknadeild- ar, sem skipuleggur ráðstefnuhald- ið, segir í inngangi ráðstefnuheftis að 13% fleiri verkefni en síðast séu nú kynnt en tilgangur ráðstefnunn- ai' er að auka áhuga á innlendum rannsóknum í læknisfræði og skyldum greinum. Reynir Amgrímsson, dósent í læknadeild Háskólans, situr einnig í vísindanefnd deildarinnar sem á veg og vanda af skipulagningu ráð- stefnunnar og ásamt þeim sitja í henni Ástríður Pálsdóttir, Elías Olafsson og Jens Guðmundsson. Reynir segir að með henni sé læknadeildin að gera grein fyrir uppskeru á þeim rannsóknaverk- efnum sem unnið hafi verið að síð- ustu misserin. En hver er skýring á auknum fjölda verkefna sem kynnt eru nú? „Það er meðal annars almennt aukinn áhugi á vísindastarfi innan deildarinnar og er það ekki síst á sviði erfðafræði og faraldsfræði enda hefur deildin lagt aukna áherslu á þau svið,“ segir Reynir og bendir á að síðustu ár hafí verið ráðnir fimm nýir dósentar á sviði erfðafræði hjarta- og æðasjúk- dóma, krabbameinserfðafræði, krabbameinsfrumulíffræði og í klínískri erfðafræði. Vísindanefnd- in metur allt efni sem berst og segir Reynir það langoftast vel úr garði gert og standist kröfur enda þekki menn þær. Fyrir komi þó að efni sé endursent og beðið um endurbætur sem yfírleitt sé orðið við. Byggist á rannsóknum og túlkun þeirra Reynir segir einnig að stjórn læknadeildar hafi mai'kvisst ýtt undir aukna rannsóknastarfsemi og að rannsóknir séu orðnar fastur þáttur í læknanáminu. Hann segir að nægur efniviður berist til að fjalla um á ráðstefnunni og eru fýr- irlestrar daglangt báða dagana í þremur kennslustofum í stað Morgunblaðið/Golli FJOLMENNI situr ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild sem frani fer í Odda, liúsi félagsvísindadeildar háskólans, og lýkur í dag. ... tveggja síðast. Þá er hluti rannsóknanna kynntur á veggspjöld- um. Framsögumenn kynna efni sitt á átta til tíu mínútum og síðan eru nokkrar mínútur gefnar til umræðna sem Reynir segir að hafi verið hinar lífleg- ustu. Greinilegt sé að læknar og aðrir sem sæki ráðstefnuna vilji kynna sér hvað sé að gerast á öðrum sviðum en þeirra eigin. En hvaða árangur vilja menn sjá af ráð- stefnuhaldi sem þessu? „Öll kennsla í læknadeild og allt staif á sjúkrahúsum bygg- Reynir Arngrímsson, erfðafræði Þannig kynnast ist í raun á rannsókn- um og túlkun þeirra. í daglegum störfum sínum eru læknar sí- fellt að túlka nýjar niðurstöður í meðferð sjúkdóma og þess vegna þurfa þeir að vera vel heima í þess- ari aðferðafræði og fylgjast með. Að þessu sinni blönduð- um við greinum held- ur meira saman þannig að til dæmis koma meltingarfræði og hjartasjúkdómar meðal annars til um- fjöllunar undir hatti og faraldsfræði. menn kannski frekar nýjum flötum á sérgrein sinni eða undirgrein og teljum við þetta gefa ráðstefnunni líflegi'a yf- irbragð." Viðurkenning afhent í dag Meðal þess sem fjallað verður um í dag eru viðbrögð frumna við geislun og tilhneiging til brjóstakrabbameinsmyndunar, arfgengar heilablæðingar á Is- landi, dánartíðni meðal þeirra sem fengið hafa flogakast og áhrif ald- urs á ónæmissvar, svo nokkuð sé nefnt. Ráðstefnunni lýkur síðdegis í dag með því að menntamálaráð- heiTa afhendir viðurkenningu fyrir áhugaverðustu kynningu ungs og efnilegs vísindamanns sem sérstök dómnefnd hefur valið. MEÐAL þeirra fjölmörgu sem kynntu efni með fyrirlestri í gær voru Þórunn Sveinsdóttir, sjúki'a- þjálfari hjá atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins, og Kristján G. Guðmundsson, heilsugæslu- læknir á Blönduósi. Þórunn ræddi um óþægindi frá hreyfi- og stoð- kerfi meðal starfsfólks við af- greiðslukassa matvöruverslana og Kristján um faraldsfræði og dánar- tíðni lófakreppu á íslandi og er meðal ályktana hans að dánartíðni vegna krabbameins meðal þessa hóps sé mjög aukin. Mun tíðari óþægindi frá hálsi, herðum og efri hluta baks komu fram í hópi þeirra kvenna sem störfuðu á kassa matvöruverslana 20 klukkustundir eða lengur á viku en hjá þeim sem störfuðu við önn- ur störf í verslununum er meðal niðurstaðna sem Þórunn Sveins- dóttir kynnti. Hún hefur ásamt Huldu Ólafsdóttur sjúkraþjálfara og Vilhjálmi Rafnssyni yfirlækni unnið framangreinda rannsókn sem náði til 653 starfsmanna í matvöruverslunum í Reykjavík og Akureyri. Vegna lítillar svörunar meðal karla var ekki gerður sam- anburður á einstökum starfshóp- um þeirra. Meiri líkur á óþægindum hjá kassafólki Niðm'stöðumar verða kynntar bæði atvinnurekendum og stéttar- félögum en rannsóknin er hluti af átaksverkefni sem staðið hefur síð- ustu ár í því skyni að draga úr óþægindum frá hreyfí- og stoðkerfi meðal starfsmanna i matvöruversl- unum. Er átakið unnið í samráði við aðila vinnumarkaðarins sem Þórunn segir Vinnueftirlitið hafa átt gott samstarf við. Notaður var spurningalisti sem sendur var viðkomandi starfs- mönnum og spurt hvort menn Fingurkreppa algeng hjá íslenskum körlum Auknar dánarlíkur vegna krabbameins Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Golli Þórunn Krislján G. Sveinsdóttir Guðmundsson hefðu óþægindi, þ.e. verki, ónot eða sársauka frá níu líkamssvæðum. Þórunn segir glöggt hafa komið í ljós að meira sé um óþægindi hjá þeim sem starfa 20 stundir eða lengur á kassa borið saman við þá sem stunda ýmis önnur störf í sömu verslunum. Konur sem unnu til skiptis við afgreiðslukassa, á lager, í kjötdeild og við búðarborð höfðu mun sjaldnai' óþægindi en þær sem unnu eingöngu við kassa. „Hjá kassafólki eru margfalt meiri líkur á óþægindum frá hálsi, herðum og efra baki borið saman við þá sem sinna ýmsum störfum jöfnum höndum og vinna þannig aðeins hluta úr degi á kassa,“ segir Þói-unn. „Einhæfni kassastarfsins er mikil og til að draga úr álagsein- kennum dugar ekki eingöngu að bæta vinnuaðstöðuna, það þarf líka að gera starfið fjölbreyttara. Ymis- legt virðist benda til þess að þeir sem ekki hafa færibönd við kass- ana fái frekar óþægindi í háls, herðar, axlir og úlnliði, einnig virð- ast þeir sem eingöngu standa við vinnuna frekar hafa óþægindi í fót- um.“ Þá kom fram í könnuninni að meðalstarfsaldur fólks á af- greiðslukössum er 2,8 ár en 5,3 ár hjá fólki í öðrum störfum í sömu verslunum. „Velta má fyrir sér af hverju starfsmenn við afgreiðslukassa hætta eftir svo stuttan tíma í starfi,“ segir Þórunn. „Er það vegna óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi eða er það eitthvað allt annað? Það ætti að vera til um- hugsunar fyrir stjórnendur," segir Þórunn. Þessar niðurstöður skerpa fyrri vitneskju um að nauðsynlegt er að breyta vinnuskipulagi í þeim tilvik- um þar sem fólk vinnur einhæf störf til að draga úr einkennum sem þessum. Þórunn segir þetta ef til vill kalla á annan hugsunarhátt, stjómendur þurfi í samstarfi við starfsmenn að taka sjálfir á þess- um málum. Stjómend- ur bera ábyrgð á að vinnuaðstaða og vinnuskipulag séu full- nægjandi svo ekki hljótist heilsutjón af, segir hún. Lófakreppa er al- geng á íslandi, sér- staklega meðal karla og vex algengið með hækkandi aldri. At- vinna, menntun, reyk- ingar og líkamsþyngd era þættir sem hafa áhrif er meðal niður- staðna Ki-istjáns G. Guðmundssonar og fleiri um faraldsfræði lófakreppu og meðal ályktana þeirra er einnig að karlar með krepptan fingur vegna lófa- kreppu hafi aukna dánartíðni og nærri tvöfaldar líkur á að deyja úr krabbameini. Kristján hefur unnið að rann- sóknum á lófakreppu ásamt Reyni Arngrímssyni dósent, Nikulási Sig- fússyni, yfirlækni hjá Hjartavernd, og Þorbirni Jónssyni, lækni hjá Rikshospitalet í Ósló. Notaður var efniviður úr rannsóknum Hjarta- vemdar og voru 2.165 einstakling- ar skoðaðir með tilliti til lófa- kreppu. Segir Kristján að hnútur í lófa, krepptir fingur og aðgerð vegna lófakreppu hafi verið notuð til að greina sjúkdóminn. Hann segir fimmta hvern karlmann hafa teikn um lófakreppu og fari tíðnin hækkandi með aldri. Af 868 konum hafi 38 eða aðeins 4,4% haft teikn um þennan sjúkdóm. Þegar athuguð era dánarmein og dánartíðni karla með lófakreppu kemur í ljós að hlutfallsleg dánar- tíðni karla með krepptan fingur var aukin. Var dánartíðni úr krabbameinum aukin nærri tvöfalt hjá körlum með fingurkreppu og dánartíðni vegna annars en krabbameina og kransæðasjúk- dóms var aukin. Kristján segir ný- gengi krabbameina ekki marktækt aukið hjá hópnum og enga eina tegund krabbameina algengari en önnur. Hann sagði engar skýringar á þessari hærri dánartíðni og að þetta væri þekkt niðurstaða er- lendis, m.a. í Noregi. Setja mætti fram tilgátur um tengsl hrörnunar- einkenna í lófa við almenna líkam- lega hrörnun og vegna sögu um ættarfylgni sjúkdómsins mætti kannsíd ímynda sér að þeim sem hefðu þennan arfbera væri hættara að deyja af völdum krabbameins en öðram en Kristján tók skýrt fram að hér væru menn aðeins að velta vöngum. Endurteknar aðgerðir Lófakreppa byrjar iðulega með hnút í lófa og síðan geta fingur kreppst, einn í senn á annarri eða báðum höndum. Kristján sagði að- gerð nauðsynlega til að laga krepptan fingur. Kæmi sjúkdóm- urinn fram þegar menn væru enn á starfsaldri gætu endurteknar að- gerðir verið nauðsynlegar, oft inn- an 5 til 10 ára og jafnvel með styttri fresti. Kristján sagði sjúk- dóminn algengari meðal erfiðis- vinnumanna, t.d. verkamanna og iðnaðarmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.