Morgunblaðið - 05.01.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.01.1999, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM BIOIN I BORGINNI Sæbjöm Valdimarsson/ Arnaldw Indriðason Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Óvinur ríkisins ★★★ Hörkugóður, hátæknilegur sam- særistryllir sem skilar sínu og gott betur. Smith, Hackman og Voight í essinu sínu. Holy Man ★★ Háðsádeila á bandarískt neyslu- þjóðfélag seni nær ekki að nýta gamanhæfileika Eddie Murphies og uppsker eftir því. Soldier ★★ Kurt Russell ærið fámáll í dæmi- gerðri rambómynd. Góð sviðs- mynd en lítilfjörlegt inntak. Mulan ★★★'/i Disneymyndir gerast vart betri. Fín tónlist, saga og teikningar. Af- bragðs fjölskylduskemmtun. Ég kem heim um jólin ★★ Alveg ágæt grínmynd fyrir ung- lingana. Jonathan Taylor-Thomas er bæði fyndinn og sætur í aðal- hlutverkinu. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Óvinur rikisins ★★★ Hörkugóður, hátæknilegur sam- særistryllir sem skilar sínu og gott betur. Smith, Hackman og Voight í essinu sínu. Holy Man ★★ Háðsádeila á bandarískt neyslu- þjóðfélag sem nær ekki að nýta gamanhæfileika Eddie Murphies og uppsker eftir því. Practical Magic ★★ Náttúrulitlar en ekki óaðlaðandi nornir í ráðvilltri gamanmynd. The Negotiator ★★>/í Góðir saman, Jackson og Spacey, en lengd myndarinnar ekki raun- hæf. Egypski prinsinn ★★'/z Laglega gerð en litlaus teiknimynd um flóttann frá Egyptalandi. Líður fyrir alltof mörg, löng og tilþrifalít- il lög og söngatriði. Mulan ★★★‘/2 Disneymyndir gerast vart betri. Fín tónlist, saga og teikningar. Af- bragðs fjölskylduskemmtun. Ég kem heim um jólin ★ ★ Alveg ágæt grínmynd fyrir ung- lingana. Jonathan Taylor-Thomas er bæði fyndinn og sætur í aðal- hlutverkinu. HÁSKÓLABÍÓ Egypski prinsinn ★★V4 Laglega gerð en litlaus teiknimynd um flóttann frá Egyptalandi. Líður fyrir alltof mörg, löng og tilþrifalít- il lög og söngatriði. Hvaða draumar okkar vitja ★★★ Meðan við ferðumst milli helvítis og himnaríkis fáum við tilsögn um tilgang lífsins í fallegri ævintýra- mynd fyrir fullorðna. Út ur sýn ★★★ Ástin grípur í handjárnin milli löggu og bófa að hætti Elmores Leonard, sem fær ágæta með- höndlun að þessu sinni. Fyndin, fjörug, krydduð furðupersónum skáldsins sem eru undur vel leikn- ar yfir línuna. Maurar ★★★ Frábærlega vel gerð tölvuteikni- mynd. Leikaravalið hið kostuleg- asta með Woody Allen í fai'ar- broddi. Fínasta skemmtun íjrir fjölskylduna. KRINGLUBÍÓ Óvinur ríkisins ★★★ Hörkugóður, hátæknilegur sam- særistryllh- sem skilai1 sínu og gott betur. Smith, Hackman og Voight í essinu sínu. Practical Magic ★★ Náttúrulitlar en ekki óaðlaðandi nornir í ráðvilltri gamanmynd. The Negotiator ★★/2 Góðir saman, Jackson og Spacey, en lengd myndarinnar ekki raun- hæf. Mulan ★★★‘/2 Disneymyndir gerast vart betri. Fín tónlist, saga og teikningar. Af- bragðs fjölskylduskemmtun. Foreldragildran ★★ Rómantísk gamanmynd um tví- bura sem reyna að koma foreldr- um sínum saman á ný. Stelpumynd út í gegn. LAUGARÁSBÍÓ Rush Hour ★★'/> Afbragðsgóð gamanmynd með Chris Tucker og Jackie Chan en hasarhliðin öllu siðri. The Odd Couple II ★ Ósmekklegheit og subbuskapur eru aðalki-yddin í þessari klisju- súpu. The Truman Show ★★★★ Jim CaiTey fer á kostum í frábærri ádeilu á bandaríska sjónvarpsver- öld. Ein af frumlegustu og bestu myndum ársins. REGNBOGINN Óvinur ríkisins ★★★ Hörkugóður, hátæknilegur sam- særistryllir sem skilar sínu og gott betur. Smith, Hackman og Voight í essinu sínu. Dr. Dolittle ★★★ Afbragðs gamanmynd með Eddie Murphie í toppformi sem læknir- inn sem rabbar við dýr merkurinn- There’s Something About Mary ★★★V4 STJÖRNUBÍÓ Rush Hour ★★14 Afbragðsgóð gamanmynd með Chris Tucker og Jackie Chan en hasarhliðin öllu síðri. Sögusagnir ★★ Enn einn B-blóðhrollurinn, hvorki verri né betri en fjöldi slíkra eftir- líkinga. Stelpurnar góðar, bara að myndin væri jafn hressileg og upp- hafið. ERLENDAR @03000 Oskar Guðjónsson saxófónleikari skrifar um geisladisk Sqiuwepusher, Music Is Rotted One Note. Leitandi tónlistarmaður ÞAÐ GERIST ekki oft nú orð- ið en sem betur fer gerist það enn þá. Ég á við þessa sér- stöku tilfinningu þegar maður heyrir eitthvað nýtt og upplifir ástand sem ekki er hægt að lýsa í orðum. Þetta gerðist svona: Ég labbaði inn í geislaplöcuverslun og hitti þar góðan vin minn, 12 Tóna Jóa. Eins og svo oft áður bað ég hann um að benda mér á eitthvað nýtt og spennandi: Það tókst hon- um í þetta skiptið eins og eiginlega alltaf. Ég fékk í hendurnar ljósblá- an geisladisk sem á stóð Squ- arepusher - Hard Normal Daddy. Ég vissi ekkert meira og svo virtist sem fáir vissu eitthvað meira um Squarepusher, en hverju skipti það. Það sem einkenndi þennan geisladisk var ofvirkur bassaleikur með kraftmiklum forrituðum trommum sem líktist engu því sem ég hafði heyrt áður. Yfir þessu var svo bræðingsábreiða. Lögin tóku mann með sér inn í veröld þar sem ekki var hægt annað en að heillast og hreyfast með. Það leið ekki á löngu þar til ég fór aftur í geisla- diskaverslunina til að ná mér í meira efni með títt nefndum Squ- arepusher. Ég komst þá að því að til voru ennþá hrám og ágengari geisladiskar með þessum huldu- manni sem virtist hafa jafn mikla þekkingu á djass-sögunni og Jungle, House sem og öðrum teg- undum klúbbatónlistar Bret- landseyja. Hver er þessi Squarepusher? Hann heitir Tom Jenkinson og er 23 ára gamall. Hann ólst upp í Chelmsford, sjálfmenntaður bassa- leikari sem lék með hinum og þess- um (vildi bara vera í nógu mörgum hljómsveitum í einu svo hann gæti spilað á hverju kvöldi). Þegar Tom varð innblásinn af high-velocity post-Acid House breakbeat stefn- unni sem flæddi yfir allt frá London og hitti Richard James (a.k.a. Aphex Twin) náði hann sér í frumstæðar tölvugræjur til að búa til sína einkennistónlist, brjálað og stökkt fusion-jungle með ofvirkum bassalínum. Music Is Rotted One Note er öðruvísi en allt annað sem ég hef heyrt frá Squarepusher. Einkenni hans eru horfin nema bassinn. Tom BRTDSSKÓLINN 0(5) Námskeið á vorönn hefjast 19. og 21. janúar. Boðið er upp á námskeið fyrir byrjendur og spilakvöld fyrir lengra komna. Byrjendur: Hefur þig alltaf langað til að læra brids? Nú er tækifæri. A byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Námskeiðið stendur yfir í 10 kvöld, einu sinni í viku. Þegar upp er staðið, eru nemendur orðnir vel spila- hæfir og kunna skil á grundvallaratriðum hins vinsæla Standard-sagnkerfis. Kennslubók fylgir námskeiðinu. Spilakvöld: Sambland af kennslu og spilamennsku. Tilvalið fyrir nýliða sem vilja æfa sig á kerfisbundinn hátt. f upphafi hvers kvölds er farið yfir heima- verkefni, en síðan verða spiluð sérvalin æfingaspil, sem brotin verða til mergjar í lok kvöldsins. Yfirgripsmikil námsgögn fylgja og gert er ráð fyrir nokkru heimanámi. Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Tíu kvöld, einu sinni í viku. Staður og stund: Byrjendanámskeiðið hefst 21. janúar og stendur yfir í 10 fimmtudagskvöld frá kl. 20.00-23.00. Framhaldsnámskeiðið hefst 19. janúar og stendur yfir í 10 þriðjudagskvöld frákl. 19.30-23.00. Bæði námskeiðin eru haldin í hús- næði Bridssambands íslands, Þöngla- bakka 1, í Mjódd, þriðju hæð. Frekari upplýsingar og innritun í stma 564 4247 milli 13 og 18 virka daga. Forstöðumaður Bridsskólans er Guðmundur Páll Amarson. spilar á öll hljóðfærin sjálfur og foiritar ekkei-t, sem sagt plata tekin upp á gamla mátann. Tom segist hafa verið fljót- ur að taka upp þessa plötu og ferlið hafi yfir- leitt byrjað á því að prufa sig áfram með trommurnar. Hann settist nið- ur við tromm- urnar og spil- aði með ákveðið form í huga. Næstur hafi bassinn komið, svo hljómborðin og síðast hafi þetta verið klippt í endanlega mynd. A Music Is Rotted One Note gætir nýrra áhrifa. Ambient-pælingar þar sem Tom býr til hljóðveggi og frjáls vitnun í bræðings- tímabil djassins. Djassáhrif- in eru meira heyranleg vegna handspilunar plötunnar og smá frjáls djass læðist inn í frjálsum sameiginlegum bassa- og trommusólóum. 011 hljóm- borðin eru meira úr funk- áttinni svona analog, með Rhodes í fararbroddi. Skipta má lögunum á geisla- disknum í þrjá flokka. Grúf riffin er flokkurinn þar sem Squarepus- her er á heimavelli. Bassinn nýtur sín í frábærum riffum sem virki- lega sína hæfni Toms til semja grípandi og melódíska frasa sem verða ekki þreytandi út af velút- færðum hugmyndum hans. I þenn- an flokk fer Chunk-S sem er létt bræðings-hip-hop grúf með gríp- andi bassa. Þarna er einnig Don’t Go Plastic sem er þyngra jungle en þróast yfir í funk grúf með bassa og Rhodes-píanó í aðalhlut- verkum. Theme From Vertieal Houd sver sig í djassættina með mjög áhugaverðum rytmapæling- um. Rödd talar og Tom spilar flottan gangandi bassa. Squ- arepusher tekst á við nýja stfla á Music Is Rotted One Note. Þar er veigamest frjálsleg nálgun við bræðingsdjass. Dust Switch og Dninken Style minna á Bitches Brew tímabil Miles Davis með óreglulega hljómagrind sem er sí- endurtekin á meðan trommurnar öskra undir í stöðugum tíma. 137 (Rinse) byggist á trommu- og bassasamspili sem má líkja við sameiginlegan frjálsan spuna. Shin Triad flokkast undir óreiðu swing freejazz sem verður að hráu funk- grúfi með skemmtilegri laglínu sem virðist vera spiluð inn af plötuspilara. Síðasti flokkurinn innheldur ambient-tónlist. Þar eru lög eins og Curve 1 sem eins og nafnið segir eru hljóðbylgjur sem bylgjast í eyrum hlustenda. Last Aproach er annar hljóðheimur sem minnir á dómsdag með þungum púls sem ekki verður flúinn. Parallelogram Bin, Ruin, og Step 1 flokkast einnig undir ambient pæl- ingar og kennir ýmissa grasa þar. Circular Flexing er mjög heillandi fljótandi hljóðheimur með flottri rödd sem blandar saman djass- og ambient-áhrifum. Lagið sem stendur upp úr á plötunni er My Song. Það er ólíkt öllu sem ég hef áður heyrt frá Squarepusher og sýnir snilli hans. Þar sýnir hann nýja hlið á sjálfum sér sem er ró- leg og blíð. Dublegt lagið hefur ró- lega og fallega framvindu. Tom Jenkinson nær að hlaða þetta lag mikilli tilfinningu sem fær mann til að hlusta aftur og aftur. Það verður að viðurkennast að Squarepusher er að þreifa fyrir sér með nýja stfla. Honum tekst vel upp á öllum sviðum eins og My Song, Theme From Vertical Houd, Chunk-S, Last Aproach og Circular Flexing sanna. Það er mjög gaman að heyra að Tom Jenkinson er að leita og það mun örugglega bera enn þá meiri árangur. Music Is Rotted One Note er góður diskur sem sýnir leitandi tónlistarmann sem á eftir að blómstra aftur og aft- ur í náinni framtíð. Þrátt fyrir ung- an aldur hefur Squarepusher gert þó nokkrar geislaplötur eins og Big Loada, Hard Normal Daddy, Feed Me Weird Things og Burning’n Tree sem allar sýna snilli hans í grípandi lagasmíðum og ótrúlegri trommuforritun. Ekki má gleyma frábærum bassaleik hans sem minnir á snillinginn Jaco Pastorius. Einnig verð ég að minnast á út- gáfufyi’irtækið Warp sem virðist ekki geta gefið út lélega skífu og sanna snillingar eins og Boards of Canada og Aphex Twin það. Ég er ekki einn af þeim sem grípa hvert tækifæri til að taka til í kringum mig. Og þess vegna vil ég endilega benda þeim á sem eru af sama sauðahúsi og ég að fara út í geisladiskabúð og kaupa sér eitt stykki Squarepusher (t.d. Big Loada) og skella því í spilarann. Krafturinn er þvílíkur að þú í-ýkur af stað eins og ómannlegur storm- sveipur og lýkur áramótahrein- gerningunni á mettíma. Gleðileg nýtt ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.