Morgunblaðið - 04.02.1999, Side 1
NÁMSKEIÐ
Leiðtogar læra á
nýja öld /5
FYRIRTÆKI
Stefnt að samruna
á næstunni /6
PLASTPRENT
Nýtt skipurit hefur
tekið gildi /9
3H0f0ttnUaMk
VOSKIFn AIVINNUllF
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR1999 BLAÐ
Verksmiðja
Porathuganir gefa til kynna að hag-
kvæmt sé að reisa poiyol-verk-
smiðju hér á landi. Fjárfesting í
slíkri verksmiðju gæti numið um tíu
milljörðum króna og er þá kostnað-
ur við gufuöflun ekki meðtalinn.
Verksmiðjan yrði best í sveit sett
nálægt kraftmiklu gufuaflssvæði og
höfn og má búast við að hún veiti á
milli 60-70 manns vinnu. /4
Landssteinar
Hugbúnaðarfyrirtækið Landsteinar
hefur gengið frá samningi við Tívoh'
í Kaupmannahöfn um sölu, uppsetn-
ingu og aðlögun á heildarverslunar-
kerfi fyrir starfsemi skemmtigarðs-
ins. Verslunarkerfið er hannað í
Navision Financials. /2
Rekstur
Hagnaður Nýherja hf. á síðasta ári
nam 113 milljónum króna saman-
borið við 74 mkr. hagnað árið á
undan. Ljóst er að mikil umskipti
hafa átt sér stað á rekstrinum und-
anfarin misseri eftir 105 milljóna
króna tap félagsins árið 1996.
Hagnaður af reglulegri starfsemi í
fyrra nam 151 milljón króna og
hækkaði um 97 milljónir frá 1997.
Engin viðskipti áttu sér stað með
hlutabréf Nýheija á Verðbréfaþingi
í gær en síðasta skráða gengi var
10,50. /2
SÖLUGENGIDOLLARS
Fjölsótt kaupstefna íslenskra fyrirtækja í Kuala Lumpur í Malasíu
Islenskt lýsi til Malasíu
Kuala Lumpur. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Lárus Karl
VÍGREIFIR samstarfsaðilar að lokinni undirritun saminga á fslensku kaupstefnunni í Kuala Lumpur í gær.
S. S. Bhullar eigandi ABC og Baldur Hjaltason forsljóri Lýsis.
LYSI HF. hefur gert samning um
dreifingu og sölu á vörum sínum við
malasískt fyrirtæki, ABC Exhibition
Services. Undirritun samningsins
fór fram á kaupstefnu íslenskra fyr-
irtækja, sem haldin var í gær í Kuala
Lumpur, höfuðborg Malasíu. Tólf
önnur íslensk fyrirtæki kynntu vörur
sfnar og þjónustu á kaupstefnunni en
Utflutningsráð stendur að henni í
tengslum við opinbera heimsókn
Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, til Malasíu. Á annað
hundrað kaupsýslumenn úr mala-
sísku viðskiptalífi sóttu kaupstefn-
una, heldur fleiri en sóttu kaupstefn-
una í Taflandi í síðustu viku. Baldur
Hjaltason, forstjóri Lýsis, er ánægð-
ur með samninginn og segir að hann
sé árangur margra ára vinnu við
markaðssetningu á vörum fyrirtæk-
isins í Austurlöndum fjær. „Rík hefð
er fyrir neyslu þorskalýsis í Malasiu.
Með samningnum hefst formleg sala
á vörulínu Lýsis hf. í Malasíu, t.d.
þorskalýsi í glerflöskum og pillu-
formi. Við höfum smám saman byggt
upp viðskipti í Suðaustur-Asíu og á
síðasta ári námu þau um 70 milljón-
um króna eða um 15-20% af heildar-
tekjum fyrhtækisins. Þau viðskipti
hafa aðallega snúist um lýsi til ála-
og rækjufóðurgerðai- en markmiðið
hefur alltaf verið að fikra sig inn á
neytendamarkaðinn. Þessi samning-
ur er stórt skref í þá átt og við bind-
um miklar vonir við hann,“ segir
Baldur.
Áhersla á stórmarkaði
S.S. Bhullar, eigandi dreifingar-
fyrirtækisins, segist hafa mikla trú
á góðu gengi íslenska lýsisins í
Malasíu en hann kynntist því upp-
haflega á heilsuvörusýningu sem
fyrirtæki hans stendur fyrir árlega.
„Við munum leggja áherslu á
markaðssetningu Lýsis í stór-
mörkuðum og miða við hinn al-
menna neytanda, ekki síst barna-
fjölskyldur. Fólk um allan heim
hugsar meira um heilsuna en áður
og Malasíumenn eru þar engin und-
antekning. Menn hætta ekki að
kaupa heilsuvörur þrátt fyrir slæmt
efnahagsástand. Millistéttin hér í
Malasíu er stór og vel upplýst um
gildi heilbrigðra lífshátta. Það getur
þó vissulega tekið tíma að markaðs-
setja nýja vöru en ég er bjartsýnn á
að sú fjölmiðlaathygli sem íslenska
kaupstefnan hefur fengið hjálpi til,“
sagði Bhullar og vísaði til þess að
fimm malasískir blaðaljósmyndarar
og einn myndatökumaður festu
undirritun samningsins á filmu. Ut-
flutningsráð stóð einnig fyrir ráð-
stefnu í tengslum við kaupstefnuna.
Finnur Ingólfsson tók virkan þátt í
störfum hennar og bauð síðan þátt-
takendum til hádegisverðar þar sem
andi viðskipta sveif yfir vötnum.
í dag mun Finnur m.a. eiga fund
með Seri Rafidah Aziz, viðskipta- og
iðnaðarráðherra Malasíu. Opinberri
heimsókn ráðherrans ásamt við-
skiptasendinefndinni lýkur í kvöld
og mun ráðherrann þá halda heim á
leið ásamt fóruneyti. Fulltrúar ein-
hverra fyrirtækja munu hins vegar
ferðast um fleiri Asíulönd í margvís-
legum viðskiptaerindum.
----------....
/ ••
ATVINNUHÚSNÆÐIS
Kjörleiðir Glitnis eru
fjórar ólíkar leiðir til fjárfestinga.
Skynsamlegar fjárfestingar í atvinnutækjum og
atvinnuhúsnæði geta verið lykillinn að velgengni
Ráðgjafar Glitnis
veita þér nánari upplýsingar og aðstoð
við að velja þá Kjörleið sem þér hentar best.
OU SsillBi
j|. .okkur;
ok kvruiii
=>«
Glitnirhf
DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA
Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sfmi 560 88 00.
Myndsendir 560 88 10.
Heimasíða: http://www.glitnir.is