Morgunblaðið - 04.02.1999, Qupperneq 2
2 C FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIDSKIPTI
113 m.kr. hagnaður hjá Nýherja hf. á síðasta ári
Rekstrartekjur
jukust um milljarð
Cn> NYHERJI nf. Ársreikningur 1998
Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyt.
Rekstrartekjur Milljónir króna 2.882,1 1.930,0 49,3%
Rekstrarqjöld 2.668,7 1.866,8 44,0%
Rekstrarhagnaður 153,3 63,3 142,2%
Fjármagnsgjöld umfram tekjur 2,0 9,0 -77,8%
Hagnaður af reglulegri starfsemi 151,3 54,2 179,2%
Hagnaður fyrir skatta 151,3 73,8 105,0%
Hagnaður ársins 112,8 74,1 52,2%
Efnahagsreikningur 31. des. 1998 1997 Breyt.
I Eiqnir: I
Fastafjármunir Milljónir króna 311,0 224,4 38,6%
Veltufjármunir 1.032,0 784,9 31,5%
Eignir samtals 1.343,1 1.009,3 33,1%
Skuidir oq eiqið fé: I
Skammtímaskuldir Milljónir króna 733,1 429,4 70,7%
Langtímaskuldir 209,0 262,4 -20,4%
Eigið fé 400,9 317,5 26,3%
Hlutafé 240,0 240,0 0.0%
Skuldir og eigið fé samtals 1.343,1 1.009,3 33,1%
Kennitölur 1998 1997 Breyt.
Eiginfjárhlutfall 30% 31%
Veltufjárhlutfall Milljónir króna 1,4 1,9 -10,5%
Arðsemi eigin fjár 36% 29%
Veltufé frá (til) rekstrar 158,3 93,9 68,6%
HAGNAÐUR Nýherja hf. á síðasta
ári nam 113 milljónum króna sam-
anborið við 74 m.kr. hagnað árið á
undan. Ljóst er að mikil umskipti
hafa átt sér stað á rekstrinum und-
anfarin misseri eftir 105 milljóna
ki-óna tap félagsins árið 1996.
Hagnaður af reglulegri starfsemi í
fyrra nam 151 milljón króna og
hækkaði um 97 milljónir frá 1997.
Rekstrartekjur síðasta árs voru 2,8
milljarðar samanborið við 1,9 millj-
arða 1997. Eigið fé Nýherja óx úr
317 milljónum árið 1997 í 401 millj-
ón í fyrra.
I fréttatilkynningu er greint frá
því að stjóm félagsins hefur ákveðið
að leggja til að hluthöfum verði
greiddur 14% arður af hlutafé á
aðalfundi félagsins sem haldinn
verður 17. febrúar næstkomandi.
Þar verður jafnframt lögð fram til-
laga um heimild til kaupa á eigin
bréfum félagsins.
Fjárfestum í fólki
Frosti Sigurjónsson, forstjóri
Nýherja, segist ánægður með út-
komuna sem sýni að reksturinn sé á
réttri leið. Hann segir að í rekstrar-
áætlunum síðasta árs hafí verið gert
ráð fyrir svipuðum hagnaði og 1997
eða um 60-90 m.kr. Niðurstaðan er
talsvert umfram þær væntingar,
sem er fagnaðarefni.
Hann segir ljóst að sú stefnu-
breyting sem ráðist var í fyrir
þremur árum hefur skilað árangri.
„Við tókum þá ákvörðun 1996 að
einblína ekki lengur eingöngu á sölu
á vél- og tæknibúnaði heldur
réðumst í að þjálfa og mennta
starfsfólk með það fyrir augum að
efla þau svið sem snúa að tækn-
iþjónustu, hugbúnaði og ráðgjöf.
Þær ráðstafanir hafa skilað góðum
árangri og eru megin skýringin á
þeirri veltuaukningu sem átt hefur
sér stað hjá Nýherja“.
Þannig segir Frosti kostnaðinn
við veltuaukninguna fyrst og fremst
liggja í þjálfun starfsfólks Nýherja
sem aftur skili sér í aukinni getu
starfsmanna til að skapa fyrirtæk-
inu meiri verðmæti. Þá nefnir hann
einnig samning Nýherja við heil-
brigðis- og tryggingaráðuneytið á
árinu um leigu á tölvubúnaði að
heildarverðmæti 200-250 milljónir
króna.
Að sögn Frosta er stefnt að því
að viðhalda þeim árangri sem náðst
hefur en gert er ráð fyrir að
hagnaður þessa árs verði á bilinu
110-130 milljónir króna. Hann segir
ljóst að vegna anna heima hafi ekki
tekist að koma fyrirtækinu á legg
erlendis en bindur vonii- við að úr
rætist á þessu ári og að Nýherji nái
að markaðssetja þann mannauð
sem félagið býr yfir á erlendum
vettvangi í framtíðinni.
Kemur ekki á óvart
Jafet Olafsson, framkvæmda-
stjóri Verðbréfastofunnar, segir af-
komu Nýherja mjög í takt við vænt-
ingar markaðarins og ljóst að for-
svarsmenn fyrirtækisins hafi náð
góðum tökum á rekstrinum. „Við
höfðum spáð því að hagnaðurinn
yrði nálægt 105 milljónum króna
eftir skatta þannig að niðurstaðan
kemur ekki á óvart“.
Jafet telur þó að 3,5% hagnaður
af veltu sé í lægi-i kantinum og að
þar mætti gera betur. Hann segir
að ef tekið sé mið af þeirri áhættu
sem fylgi rekstri tölvufyrirtækja, þá
sé eðlilegt að gera kröfu upp á
a.m.k. 5% hagnað af veltu. Jafet tel-
ur þó engan vafa leika á um að
stjórnendur Nýherja séu á réttri
leið með fyrirtækið eftir erfiðleik-
ana 1996.
Engin viðskipti áttu sér stað með
hlutabréf Nýherja á Verðbréfaþingi
í gær en síðasta skráða gengi var
10,50. Aðspurður um áhrif rekstrar-
reikningsins á gengi og eftirspurn
hlutabréfa félagsins, telur Jafet
lítilla breytinga að vænta. „Markað-
urinn átti von á þessari útkomu sem
endurspeglast m.a. í því að félagið
hefur hækkað um 40% frá því í
nóvember. Við gætum þó séð ein-
hverja hækkun eiga sér stað á
næstunni en fullvíst er að þar verð-
ur ekki um neinar stórar breytingar
að ræða“, segir Jafet.
Hugbúnaðarfyrirtækið Landsteinar
Samstarf um framtíðaruppbyggingu Arnarneslands
Samið við
Tívolí í Kaup-
mannahöfn
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ
Landsteinar hefur gengið frá
samningi við Tívolí í Kaupmanna-
höfn um sölu, uppsetningu og
aðlögun á heildarverslunarkerfi
fyrir starfsemi skemmtigarðsins.
í fréttatilkynningu frá Land-
steinum segir að kerfið frá Land-
steinum muni stýra rekstri allra
verslana í Tívolí en það hefur
sjálfvirk samskipti við afgreiðslu-
kassa verslananna, les frá þeim
sölugögn og sendir upplýsingar
til þeirra eftir fyrirfram skil-
greindum þáttum. „Verslunar-
kerfið mun m.a. stýra verði á vör-
um, afsláttum og tilboðum sem
eru í gangi hverju sinni og veita
stjórnendum Tívolí skilvirkar
upplýsingar um gang mála í
rekstrinum. Þannig sjá
stjórnendur Tívolí m.a. upplýs-
ingar um veltu, framlegð og
kostnað við rekstur verslananna,"
segir í tilkynningunni.
Verslunarkerfið sem sett verður
upp í Tívolí er þróað af Landstein-
um og selt út um allan heim af fyr-
irtækinu og samstarfsaðilum þess.
Verslunarkerfið er hannað í
Navision Financials. Notendur hér
á landi eru t.d. Japis, IKEA, Olíu-
verslun Islands og nú nýverið
Nóatúnsbúðirnar.
„Þetta er virkilega skemmtileg-
ur áfangi og gaman að vísa til þess
að kerfið okkar sé í notkun hjá
Tívolí í Kaupmannahöfn," sagði
Jón Örn Guðbjartsson, markaðs-
stjóri Landsteina, í samtali við
Morgunblaðið. „Við höfum náð
mjög góðum árangri með sölu á
kerfinu á síðustu misserum og ger-
um ráð fyrir að verslunarkerfið
verði komið í ekki færri en 8.000
búðir við árslok," sagði Jón Örn.
------------------
IBM gefur
út ný bréf
Arrnonk, New Yorkríki. Reuters.
IBM hefur boðað útgáfu nýrra
hlutabréfa að dæmi Microsoft og
verð bréfa í fyrirtækinu hækkaði
um 4,50 dollara í 186,50 dollara í
bandarískum kauphallarviðskiptum.
Útistandandi hlutabréfum IBM
fjölgar í um 4,69 milljarða við út-
gáfu hinna nýju hlutabréfa í maí.
IBM gaf síðast út ný hlutabréf í
janúar 1997. Verð bréfa í fyrirtæk-
inu hefur hækkað um 85% á 12
mánuðum.
Stefnt a að hefja fram-
kvæmdir sem fyrst
LANDSBANKI íslands hf. og Jón
Ólafsson í Skífunni kynntu í gær
samstarf um uppbyggingu á Arnar-
neslandi. Stefnt er að því að fram-
kvæmdir á svæðinu hefjist sem fyrst
en báðir aðilar leggja áherslu á að
eiga gott samstarf við bæjaryfirvöld
í Garðabæ.
Landsbankinn fjármagnaði kaupin
á Amarneslandi og hyggst í fram-
haldi bjóða fjármögnun í tengslum
við uppbyggingu á svæðinu. Halldór
J. Ki-istjánsson, bankastjóri Lands-
bankans, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að bankinn legði áherslu á að
vandað yrði til allrar kynningar á
fyrirhuguðum framkvæmdum á
svæðinu. Hann sagði samstarfið við
eiganda svæðisins í samræmi við
áherslur bankaráðs Landsbankans
um að auka hlut sinn í fjárfestingar-
fjármögnun á öllum sviðum og veita
heildarþjónustu.
Áhugaverður kostur
„Við höfum haslað okkur völl í
fjármögnun á atvinnuhúsnæði og er-
um að fara af stað með nýja íbúðar-
lánastarfsemi sem verður kynnt á
næstu dögum. Fyrirhugaðar fram-
kvæmdir á Arnarneslandi gefa bank-
anum því tækifæri á áhugaverðum
viðskiptum.“
Halldór sagði að Landsbankinn
hefði aukið hlut sinn í fasteigna-
rekstri og benti á að bankinn hefði
komið að stofnun fasteignafélaganna
Landsafls og Óslands í samvinnu við
Islenska aðalverktaka og Þyrpingu,
en bankinn á nú 20% hlut í báðum
félögum. Halldór sagði að mai’kmið
bankans væri að sameina félögin í
eitt og skrá það á hlutabréfa-
markaði.
„Áhersla Landsbankans er að
auka hlut bankans í fasteignum og
uppbyggingu. Hefur bankinn rætt
við ýmis sveitarfélög um að koma að
einkafjármögnun opinberra fram-
kvæmda og auka lánveitingar til
slíkra verkefna.“ Halldór sagðist
leggja á það höfuðáherslu að gott
samstarf tækist á milli
framkvæmdaaðila og
bæjarins, slíkt væri mik-
ilvægur gi’undvöllur fyrir
framhaldið.
Á blaðamannafundi í
gær kynnti Jón Ólafsson
ástæður þess að hann
keypti landið og hver
væru framtíðarmöguleik-
ar þess. Hann sagði
greinilegt að mikil eftir-
spurn væri eftir landinu
og að yfir 50 einstakling-
ar og nokkur fyrirtæki
hefðu óskað eftir að
kaupa lóðir. Hann
greindi einnig frá því að
fyrirspurn hefði borist
frá verktaka sem hefði
sýnt áhuga á að kaupa
allt landið.
Jón sagði að bæjaryf-
irvöldum í Garðabæ hefði
ekki enn verið sent er-
indi um hvað hann hefði í
huga hvað varðar fram-
tíð svæðisins en sagði að
honum væri umhugað að
eiga gott samstarf við
bæjaryfirvöld. Norðurhluti svæðis-
ins hefur enn ekki verið deiliskipu-
lagður en þar er gert ráð fyrir
blandaðri byggð. í syðri hlutanum er
gert ráð fyrir 400 íbúða byggð, þar
af yfir 140 einbýlishúsum.
Jón sagði að honum hefði verið
boðið að koma að kaupum á Arnar-
neslandinu og hann talið landið góð-
an fjárfestingarkost sem hentaði vel
til íbúðarbyggðar. „Ég hef verið
þekktur fyrir annars konai’ viðskipti
en ákvað að slá til og reyna fyrir
mér.“
Rætt hefur verið um að kaupverð
landsins hafi verið um 700 milljónir
króna. Jón sagði að samkomulag
væri á milli hans og fyrrverandi eig-
enda um að gefa ekki upp kaupverð.
Morgunblaðið/Ásdís
JÓN Ólafsson og Halldór J. Kristjánsson
kynntu í gær samstarf Landsbankans og
Jóns um kaup á Arnameslandinu.
„Ef því verði sem rætt hefur verið
um í fjölmiðlum væri deilt upp í þær
400 íbúðir sem þegar hafa verið
skipulagðar í suðurhluta væri meðal-
verð innan við 1,8 milljón króna. Þá
er ekki tekið tillit til norðurhluta
landsins. Ég bendi einnig á að fyrir
15 árum voru lóðir seldar í Hlíða-
hverfi fyrir allt að þremur milljón-
um. Þetta ætti að svara því hvort hér
sé um góð kaup að ræða eða ekki.“
Aðspurður hvort hann hygðist
snúa sér í auknum mæli að kaupum
lands og byggingaframkvæmdum
sagði Jón að það færi eftir því hvern-
ig til tækist og hvernig honum líkaði
að stunda slík viðskipti. „Ég hefði í
það minnsta gaman af því að spreyta
mig á nýjum hlutum."
Mikil eftirspurn
eftir landi