Morgunblaðið - 04.02.1999, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 C 3
VIÐSKIPTI
Goodyear í bandalag með Sumitomo
Segja upp
2.800 starfs-
mönnum
BANDARÍSKA hjólbarðafyrir-
tækið Goodyear Tire & Rubber Co.
hefur skýrt frá því að það hyggist
koma á fót alþjóðlegu bandalagi
ásamt Sumitomo Rubber
Industries Ltd. í Japan og segja
upp 2.800 manns, eða 3% starfsliðs
Goodyear, með uppstokkun, sem
muni gera fyrirtækið að mesta
hjólbarðaframleiðanda heims.
Goodyear tilkynnti einnig að
hagnaður á síðasta ársfjórðungi
hefði aukizt í 122 milljónir dollara
úr 2 milljónum fyrir ári, sem er
meira en gert hafði verið ráð fyrir í
Wall Street. Sala í heiminum
minnkaði í 3,2 milljarða dollara á
ársfjórðungnum úr 3,3 milljörðum
dollara árið á undan. Verð hluta-
bréfa í Goodyear hækkaði um 2,125
dollara í 52,375 dollara í kauphöll-
inni í New York.
Heimsbandalagið byggist á vilja-
yfirlýsingu Sams Gibara, forstjóra
Goodyear í Akron, Ohio, og Naoto
Saito, forstjóra Sumitomo Rubber í
Osaka, og þarf samþykki stjóma
fyrirtækjanna.
Greiða 936 milljónir dollara
Goodyear mun eignast 10% í
Sumitomo Rubber og japanska fyr-
irtækið jafnstóran hlut í því banda-
ríska. Bandaríski risinn mun
greiða Sumitomo 936 milljónir doll-
ara þegar sameignarfyrirtækið er
orðið að veruleika.
Ráðstafanir til að draga úr
kostnaði og hagræðing munu auka
hagnað sameignarfyiii-tækja á
næstu þremur árum og telur
Goodyear að heildarsala á ári muni
aukast um 2,5 milljarða dollara.
Goodyear mun eiga 75% og
Sumitomo 25% í sameiginlegum
rekstrai'fyrirtækjum í Norður-Am-
eríku og Evrópu. í Japan mun
Sumitomo Rubber eiga 75% í
tveimur sameignarfyrirtækjum og
Goodyear 25%. Kosningaréttur
skiptist 70-30.
Starfsmönnuni fækkað
Goodyear mun loka verksmiðju
sinni í Gadsden, Alabama, fyrir
áramót og segja upp 2.500-2.800
starfsmönnum. Fyrirtækið hyggst
spara 100-150 milljónir dollara
með endurskipulagningunni, en
kostnaðurinn mun einnig nema
100-150 milljónum dollara.
Samvinnan við Sumitomo og
endurskipulagningin stafa af óró-
leika í efnahagsmálum Rómönsku-
Ameríku, kreppunni í Asíu og
óhagkvæmni í rekstri í Norður-
fl
m*r sSC
B t| 1 w. Ím
%is II
í * J f » k 4 V i 7'jSJÍÆL
SAM Gibara, forstjóri Goodyear, og Naoto Saito, forstjóri Sumitomo, handsala samkomulagið
á blaðamannafundi í gær.
Ameríku. Þótt framleiðslu verði
hætt í verksmiðjunni í Gadsden -
sem er frá 1929 og ein af fimm
stærstu verksmiðjum fyrirtækisins
- verður gúmmívinnslu haldið
áfram.
Frá Gadsden verður framleiðsl-
an flutt til annarra verksmiðja í
Bandaríkjunum, þar sem unnið
verður sjö daga í viku með fullum
afköstum. Dregið verður úr fram-
leiðslu í nokkrum verksmiðjum í
Asíu og Rómönsku-Ameríku.
Hlutabréf Pirelli hækka
Mflanó. Reuters.
VERÐ hlutabréfa í Pirelli hjól-
barðafyiTrtækinu hækkaði um
allt að 6,8% þegar skýi't var frá
betri hagnaði en búizt hafði verið
við og fréttir bárust um hugsan-
lega uppstokkun í greininni
vegna væntanlegra samninga
Goodyear í Bandaríkjunum og
Sumitomo í Japan.
Tíu mínútum eftir að viðskipti
með hlutabréf í Pirelli hófust
hafði verð þeirra hækkað um
4,3% í 2,49 evrur eða 2,82 dollara.
Pirelli er sjötti mesti hjólbarða-
framleiðandi heims.
800 NÚMERIN ERU GÓÐ
LEIÐ TIL AÐ BYGG7A UPP
JÁKVÆÐAÍMYND
FYRIRTÆKIS GAGNVART
VIÐSKIPTAVINUM SÍNUM.
Vegna þess að 8oo númerin eru gjaldfrjáls virka þau hvetjandi á fólk til að hafa samband
og leita eftir upplýsingum. Neytendur eru orðnir meðvitaðri um hvað 8oo númerin tákna
og sífellt fleiri notfæra sér þessa gjaldfrjálsu þjónustu fyrirtækja. Samkvæmt könnun Gallup
í byrjun okt. 1998 töldu 69% aðspurðra það mikilvægt að fyrirtæki bjóði upp á 800 númer.
Hafðu samband við Þjónustuver Símans í síma 800 7000 og kynntu þér hvernig 800 númerin
geta nýst þínu fyrirtæki.