Morgunblaðið - 04.02.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.02.1999, Qupperneq 4
4 C FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagkvæmt að reisa 120 þúsund tonna polyol-verksmiðju hérlendis Fjárfestingin gæti numið um 10 milljörðum króna Kuala Lumpur. Morgunblaðið. Vinnuaflsþörf verksmiðj- unnar um 60-70 manns FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptai'áðherra, er nú í opinberri heimsókn í Malasíu ásamt íslenskri viðskiptasendinefnd. Þangað kom hann frá Suður-Afríku þar sem hann festi í sessi samstarf ráðuneytisins við þarlenda aðila vegna nýsköpunar í iðnaði. Hæst bar verkefni vegna byggingar polyol-verksmiðju. Aðdragandi málsins er að árið 1994 var fyrirtækið ískem ehf. stofn- að til að þróa viðskiptahugmyndir sem byggjast á notkun jarðgufu í efnaiðnaði. Stofnendur voru m.a. Samtök iðnaðarins, Hitaveita Suður- nesja, Iðntæknistofnun, Orkusvið Fjárfestingastofunnai- (áður MIL) og bandaríska fyrirtækið Teeh- nology International Exchange Inc. Nokkrar hugmyndir hafa verið skoð- aðar, þar á meðal framleiðsla á polyol. Iðnaðarráðuneytið styrkti forathugun á málinu 1997 sem lauk um vorið 1998. Síðan þá hefur verið unnið að því að kynna málið fyrir mögulegum fjárfestum. Forathugun- in gaf til kynna að hagkvæmt sé að reisa slíka verksmiðju hérlendis með um 100 þúsund tonna framleiðslu- getu á ári. Fjárfesting í slíki-i verk- smiðju gæti numið um tíu milljörð- um króna og er þá kostnaður við gufuöflun ekki meðtalinn. Verk- smiðjan notar mikla gufu og þarf því að vera nálægt öflugu jarðhitasvæði og sem næst höfn. Lífrænt hráefni A fyrsta stigi framleiðslunnar er glúkósa (einföldum sykri) breytt í sorbitol en það er t.d. notað sem sætuefni í sælgætisframleiðslu, tannkrem o.fl. auk þess sem það er hráefni í C vítamín framleiðslu. Á öðru stigi framleiðslunnar er sorbitol breytt í blöndu efna sem síðan eru aðskilin með eimingu. Helstu efnin sem þannig fást eru ethylene glycol (frostlögur og hráefni í polyester plastframleiðslu, PET flöskur), propylene glycol (frostlögur, polyester, matvæli, lyf og snyrtivör- ur) og glycerine (tannkrem, matvæli, lyf, snyrtivörur og plastefni), en propylene glycol og ethylene glycol eru nú framleidd úr olíu. Polyol er samheiti fyrir ofangreind þrjú efni. Bandaríska fyrirtækið, International Polyol Chemicals Inc. (IPCI) hefur nú þróað nýja aðferð til að íramleiða þessi efni úr sykri eða sterkju. Heimsmarkaður þessara efna er mjög stór og hefur stækkað mjög hratt undanfarin ár. IPCI hefur byggt tilraunaverksmiðju í Suður- Áfríku í samvinnu við heimamenn og byggist hún á umræddri tækni. Ráð- herrann fór til Suður-Afríku í því skyni að kynnast starfsemi verk- smiðjunnar og koma á samstarfí milli rekstraraðila hennar og ís- lenskra aðila. ísland hagkvæmast Þegar liggur fyrh- forathugun á hagkvæmni þess að reisa shka verk- smiðju á Islandi sem myndi nota um 120 þúsund tonn af sykri eða sterkju á ári en áætlað er að það magn skili um 100 þúsund framleiddum tonnum af polyoli. Niðurstöður athugunar- innar eru jákvæðar og byggjast m.a. á greiðum aðgangi að jarðgufu og kælivatni og hagkvæmum sjóflutn- ingum. Áætluð heildarfjárfesting í verksmiðjunni er um tíu milljarðar króna en þá er ekki reiknað með kostnaði vegna jarðhitanýtingar. Hagkvæmnisathuganir hafa einnig verið gerðar með tiiliti til byggingar jafnstórra verksmiðja í Suður-Afríku og í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Segii' Finnur að þær hafi leitt í ljós að Island sé hag- kvæmasti kosturinn af þessum þremur. „Ymislegt hefur þar áhrif á en ég hygg að þar skipti mestu lítill gufuaflskostnaður vegna jarðhitans. Þetta ætti því að vera góður kostur fyrir fjárfesta en næsta skref er einmitt að tryggja verkefninu fjár- mögnun. Þá þarf einnig að kanna tæknileg atriði betur, t.d. hvað varð- ar hagnýtingu jarðhitans. I stuttu máli sagt er hér um afar spennandi verkefni að ræða sem ég vona að verði að veruleika. Ekki má gleyma því að slík verksmiðja yrði afar um- hverfísvæn þar sem hún notar hrá- efni sem ella þyrfti að farga að miklu leyti. Sjálf framleiðslan er lífrænt plastefni sem dregur um leið úr notkun á margvíslegum ólífrænum efnum,“ segir Finnur. Sjóðir Kaupþings Norðurlands Nýr fram- kvæmda- stjóri SÆVAR Helgason, hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá Sjávarútvegssjóði Islands og Hluta- bréfasjóði Norðurlands hjá Kaup- þingi Norð- urlands. Sævar tekur við starfinu af Tryggva Tryggvasyni. Sævar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1993 og sveinsprófi í mál- araiðn árið 1994. Hann lauk B.Sc.-námi í rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1997 og er löggiltur verðbréfa- miðlari frá Háskóla Islands ár- ið 1998. Sævar hóf störf í Landsbréf- um árið 1997 og fór á Við- skiptastofu Landsbanka Is- lands um áramót 1997-98. Hann hóf störf hjá Kaupþingi Norðurlands í júlí 1998. STAFRÆNN PRENTARI UÓSRITUNARVÉL STEFÁN Jónasson, Viktor G. Eðvarsson, Tryggvi Þorsteinson frá Tæknivali og Árni Ingólfsson, deildarsljóri tölvudeildar Kópavogsbæj- ar, gengu frá samningnum. 2000-vand- inn hjá Kópavogsbæ GENGIÐ hefur verið frá samn- ingi á milli Tæknivals hf. og bæj- arsjóðs Kópavogs um allsheijar úttekt á 2000-heldni allra tölva og tölvubúnaðar sem heyrir und- ir Kópavogsbæ. Þetta er stærsti úttektarsamningur á 2000-vand- anum sem Tæknival hefur gert til þessa, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Markmið samningsins er að auka rekstrar- öryggi upplýsingakerfa með söfnun og greiningu upplýsinga um vél- og hugbúnað. „Aðdragandi þessa samnings á rætur sínar að rekja til þess að undanfarið ár hefur Tæknival séð um rekstur tölvu- og net- kerfa fyrir alla grunnskóla Kópa- vogs. í kjölfarið gerði Kópavogs- bær samning vegna netkerfis á bæjarskrifstofunum ásamt allri þjónustu á víðnetsbúnaði," að því er fram kemur í frétt frá Tækni- vali. mbl.is SHARP AL-IOOO • Tengjanleg viS tölvu • 10 eintök á mínútu • Fast frumritaborS • Stækkun - minnkun 50%-200% • 250 blaSa framhlaSinn pappírsbakki Aukin umsvif Fjárfestingarbanka atvinnulífsins erlendis Vinnur að frekari lán- veitingum til Mexíkó EINS og fram kom í Morgunblað- inu um síðustu helgi lánar Fjárfest- ingarbanki atvinnulífsins fé til sjáv- arútvegsfyrirtækisins Pesquera Siglo í Guaymas í Mexíkó, sem er í eigu Granda og Þormóðs Ramma/ Sæbergs og mexíkóskra aðila, án ábyrgða íslensku eignaraðilanna. Erlendur Magnússon hjá Fjár- festingarbanka atvinnulífsins segir að ástæða þessarar lánveitingar sé að einn af forverum bankans, Iðn- þróunarsjóður, hafi lánað fé til út- gerðarfélagsins og FBA hafi tekið þau yfir við stofnun bankans. Skoða frekari lánveitingar Hann segir að hægt sé að lána án ábyrgðar móðurfélaganna á Islandi vegna þess að FBA hafi kynnt sér vel starfsemi fyrirtækjanna í Mexíkó og umhverfið sem þau starfa í og tengsl bankanna við móð- urfélögin séu góð og FBA beri mik- ið traust til þeirra. Engu að síður sé nokkur áhætta við lánveitinguna, en samt viðunandi. Erlendur segir að viðræður standi nú yfir við bæði Pesquero Siglo og systurfélag þess Nautico, um frekari lánveitingar og endur- fjármögnun. „Við erum að vinna að þessu í samvinnu við Islandsbanka en málið er ekki endanlega frágeng- ið ennþá. Það er hluti af stefnu okk- ar að fylgja íslenskum fyrirtækjum úr landi enda gefast með því mörg tækifæri. Við værum þó ekki að lána í fyrirtæki af þessari stærð- argráðu, á stað eins og Mexíkó, nema vegna eignaraðildar Granda og Þormóðs ramma í fyrirtækjun- um. Þessi fyrirtæki eru mikilvægir viðskiptavinir okkar, sem og Is- landsbanka. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í Morgunblaðinu um helgina að lánveitingar íslenskra banka til mexíkóskra fyrirtækja í sjávarút- vegi væri athyglisverður möguleiki, ekki síst vegna sérþekkingar Is- lendindinga á högum sjávarútvegs- fyrirtækja. Erlendur tekur undir að kunn- átta íslenskra fjármálastofnana í þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki gæti nýtst vel erlendis enda séu sjávarútvegsfyritæki víða olnboga- börn og njóti því ekki jafn góðra kjara og sjávarútvegsfyrirtæki gera hériendis. Þessi lánveiting er fyrsta skrefið í þá átt að veita erlendum fyi'irtækj- um fyrirgreiðslu, sögn Erlends, en hann segir þó að langur tími gæti liðið þar til lánað yrði til fýrirtækja erlendis sem ekki tengdust íslend- ingum. Um það hve mikið fé lánað væri til íyrirtækjanna í Mexíkó, vildi Er- lendur ekki tjá sig um að svo stöddu. Pizza 67 lokar veitingastað sínum á Ráðhústorginu íslensk fjölskylda hyggst opna nýjan kjúklingastað ÍSLENSK fjölskylda hyggst opna Kentucky Fried-veitingastað á Ráð- hústorginu í Kaupmannahöfn á næstu vikum. Veitingastaðurinn Pizza 67 var áður í sama húsnæði en rekstri hans var hætt um miðjan síð- asta mánuð. Þröstur Júlíusson, Ingibjörg Sig- urðardóttir og sonur þeirra, Bjart- mar Þrastarson, hafa rekið þrjá Kentucky Fried-veitingastaði í borg- inni en gert er ráð fyrir að fjórði staðurinn á Ráðhústorginu verði opnaður undir lok mánaðarins. Þröstur segir að fjölskyldan hafi Kentucky Fried-sérleyfi í Dan- mörku, en í því kveði á um að opnað- ir verði 10 staðir í landinu á næstu fimm árum. „Reksturinn hefur geng- ið ágætlega en um 16-25% aukning hefur orðið í starfsemi staðanna á milli ára,“ segir Þröstur. Hann telur staðsetningu á Ráðhústorgi ákjósan- lega, þrátt fyrir háa leigu, og bendir á að um 260 þúsund manns fari þar um að meðaltali á hverjum degi. Þröstur segir að verulegar breyt- ingar hafi verið gerðar á staðnum og að hann hafi flutt tæki og borðbúnað frá Islandi. Þá nefnir hann að nokkr- ir Islendingar séu í vinnu hjá honum við að Ijúka við breytingarnar á staðnum. Pizza 67 Danmark fékk rekstrar- leyfi af Pizza 67 og rak um tíma tvo staði í Kaupmannahöfn. Mikkel Bu- low, starfsmaður Pizza 67 í Kaup- mannahöfn, sagði að tveir staðir með nafni Pizza 67 hefðu verið í Kaup- mannahöfn, en staðnum við Ráðhús- torgið hefði verið lokað vegna þess að eigendur húsnæðisins hefðu kraf- ist of hárrar leigu. Hann sagði að hinn staðurinn væri í úthverfi borg- arinnar og áhersla væri nú lögð á að finna húsnæði fyrir nýjan stað undir nafni Pizza 67 í samstarfi við rekstr- araðilann. „Við teljum starfsemi veitingastaðarins henta betur í út- hverfum. Aukinheldur er leigan þar mun lægri en á Ráðhústorginu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.