Morgunblaðið - 04.02.1999, Side 8

Morgunblaðið - 04.02.1999, Side 8
8 C FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ATM-gagnaflutningsþjónusta Landssímans Fjarmennt- un og fjar- lækningar í fyrirrúmi Landssíminn ætlar að hefja ATM-gagna- flutningsþjónustu í mars, sem margfaldar flutningsgetu og gerir kleift að flytja mynd, hljóð og tölvugögn um ljósleiðara. Þór Jes Þórisson, framkvæmdastjóri markaðs- og þróunarsviðs, og Sæmundur Þorsteinsson, forstöðumaður rannsóknar- deildar, segja tæknina nýtast fyrirtækjum og stofnunum, ekki síst mennta- og heil- brigðisstofnunum. ATM-Rannsóknarverkefnið (Asynchronous Transfer Mode) er íslenskt verkefni sem felst í að skoða kosti bandvíðra fjarskipta, einkum fyrir fjarmenntun og fjarlækningar. Verkefnið má upphaflega rekja til samevrópska Amuse-verkefnisins sem Landssíminn vann að um fjög- urra ára skeið. í Amuse-verkefninu voru gerðar tilraunir með gagnvirka dreifða margmiðlunarþjónustu við heimili í Belgíu, Þýskalandi, Sviss, Ítalíu, Portúgal og hér á landi. Not- ast var við ATM-fjarskiptatækni til þess að senda fjölbreytt efni til not- enda. I boði var kvikmyndaveita, fréttaveita, tónlistarveita og að- gangur að Netinu. Tilraunin var gerð síðastliðið sumar hjá 21 íbúa á Seltjamarnesi. Margföldun flutningsgetu Þór Jes Þórisson, framkvæmda- stjóri markaðs- og þróunarsviðs Landssímans, segir að í Amuse- verkefninu hafí ADSL-tækni (Asymmetric Digital Subscriber Line) verið notuð til að bera háhraða ATM-merki til heimila. ADSL er tækni sem margfaldar flutningsgetu til heimila á venjuleg- um símalínum. .AJmennt voru við- brögðin við Amuse-verkefninu góð, en í ljós kom að fólk þarf að læra að nota einstaka þætti þjónustunnar. Ennþá er tæknin of dýr til þess að hægt sé að bjóða þessa þjónustu á almennum markaði en það mun breytast á næstu árum,“ segir Þór. „Sæmundur Þorsteinsson, for- stöðumaður rannsóknardeildar Landssímans, tekur undir orð Þórs og bendir jafnframt á að þrátt fyrir að Amuse-verkefnið hafi gefíð góða raun sé enn talsvert í land að ATM- netið verði notað fyrir afþreyingu, þrátt fyrir að lausnin sé handan við homið. „I raun má segja að fjar- skiptafyrirtæki í Evrópu séu að reyna að ýta undir að slík tækni verði notuð því almennt veit fólk ekki af henni. Því er mikilvægt að keyra sýniverkefni eins og gert var í Amuse verkefninu til að fólk átti sig á notkunarmöguleikum. Þá hef- ur Evrópusambandið komið á sam- keppni á fjarskiptamarkaði til þess að tryggja að framtíðar fjarskipta- kerfí verði byggð upp til þess að auka samkeppnishæfni í saman- burði við Japan og Bandaríkin. ESB hefur hvatt til uppbyggingar breiðbandskerfa á borð við það, sem Landssíminn er byrjaður að leggja, enda fer eftirspurn fyrirtækja, stofnana og heimila eftir band- breidd sífellt vaxandi,“ segir Sæ- mundur. Tæknin krefst mikillar band- breiddar Frá því að Amuse-verkefninu lauk hefur þróun ATM-tækninnar haldið áfram í tengslum við ís- lenska ATM-rannsóknarnetið, sem er samstarf Landssímans og skóla- og heilbrigðisstofnana um flutning á efni sem krefst mikillar band- breiddar. Hefur Landssíminn í sam- Islensk fyrirtæki 1999 IJT ER komiiui 29. árgangur bókarinnar Islensk fyrirtæki. Hef- ur fyrirtækjum fjölgað um 10% sem kaupa skráningu í bókina, miðað við síðasta ár. I bókinni birt- ast enn ítarlegri upplýsingar en áður um íjölda fyrirtækja. Má þar nefna að í fyrirtækjaskránni birt- ast nú í fyrsta sinn tölur um af- komu og útflutningshlutfall hjá þeim fyrirtækjum sem látið hafa slíkar upplýsingar í té, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Bókinni Islensk fyrirtæki er eins og undanfarin ár skipt 1 tvö bindi. Annars vegar er fyrirtækjaskrá, með upplýsingum um velflest fyr- irtæki, félög og stofnanir á land- inu, svo sem um nöfn, kennitölur, heimilisföng og póstnúmer, síma- og faxnúmer, stofnár og íjölda starfsmanna. Mörg fyrirtæki og stofnanir kjósa auk þess að birta í bókinni mun ítarlegri upplýsingar um starfsemi sína, svo sem um net- föng, vefföng, framkvæmdasljóra, stjórnarmenn og viðskiptabanka. Hins vegar er vöru- og þjónustu- skrá, uppsláttarrit sem nýtist þeim sem eru að leita að ákveðinni vöru eða þjónustu, hvar sem er á land- inu. Upplýsingarnar í bókinni eru flokkaðar í um 3.000 flokka vöru og þjónustu. Heiti þessara flokka eru þýdd yfír á dönsku, ensku og þýsku, bæði til að koma til móts við erlenda notendur bókarinnar og til að auðvelda viðskiptavinum sívaxandi samskipti við erlenda aðila. Frá því í ágúst sl. hefur gagna- banki Islenskra fyrirtælqa verið aðgengilegur á Veraldarvefnum, Morgunblaðið/Ásdís ÞÓR Jes Þórisson og Sæmundur Þorsteinsson hjá Landssímanum segja að ATM-tæknin komi til með að nýtast rnennta- og heilbrigðisstofnunum í verulegum mæli. ATM rannsóknarnet vinnu við Háskóla íslands, Háskól- ann á Akureyri, Landsspítalann, Sjúkrahús Suðurlands og Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri tekið þátt í þróun og rannsóknum á fjar- menntun og -lækningum. Rann- sóknir á fjarmenntun hafa verið framkvæmdar þannig að fyrirlestr- ar frá Háskóla Islands enj fluttir til Háskólans á Akureyri eða öfugt. Nemendur og kennarar eru tengdir saman með fjarfundarbúnaði og fá hinir fjarlægu nemendur fullan að- gang að kennara með fyrirspurnir. Sæmundur segir að í verkefninu hafi verið leitast við að fínna ódýran en öflugan búnað sem gæfí færi á góðri mynd og hljóði. Flutningsgeta símalínu er um 64 kílóbitar en flutn- ingsgeta mynda með ATM-tækni er margfalt meiri. „I rannsóknum í fjarlækningum mun Landsspítalinn í Reykjavík tengjast Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi og Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hreyfimynd úr ómskoðun á meðgöngu [sónarmynd] verður send frá Selfossi yfir ATM netið og munu sérfræðingar á Landsspítala aðstoða við greiningu og skoðun. ATM-netið verður jafnframt notað fyrir rauntímasendingar á margvís- legu myndefni milli röntgendeilda og Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri,“ segir Sæmundur. Fjarlægðin skiptir minna máli Sæmundur segir að sérhæfíng og kröfur innan heilbrigðiskerfisins séu sífellt að aukast. „Með tilkomu ATM-tækni er hægt að senda myndir, gögn og hljóð milli fjar- lægra staða og kemur slíkt í veg fyrir að sérfræðingar þuifí að ferð- ast milli staða. Með aðstoð þessarar tækni er þannig hægt að bæta heil- brigðisþjónustu um allt land án til- UNNUR Hjartardóttir aðstoðarritstjóri og Sveinn Klausen ritsljóri með nýprentuð eintök af bókinni íslensk fyrirtæki 1999. nánar tiltekið á slóðinm www.is- lenskf.is. Þessi nýja þjónusta hefur mælst vel fyrir og má geta þess að um 70% þeirra fyrirtækja sem greiða fyrir skráningu í bókina Is- lensk fyrirtæki óskuðu eftir sams konar skráningu á Vefnum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. lits til þess hvar sérfræðingar og sjúklingar eru staddir," segir Sæ- mundur og bendir á að flutningsget- an sé orðin það mikil að hægt sé að framkvæma skurðaðgerðir með að- stoð fjarlækninga. Þór segir að þörfín fyrir fjar- menntun hafí vaxið verulega síðustu misseri. Tækni og þróun hefur verið með þeim hætti að fjarmenntun fer að verða nauðsynlegur þáttur, eink- um fyrir fólk sem stundar símennt- un. Með aðstoð fjarmenntunar get- ur fólk nú sótt námskeið milli lands- hluta og landa án þess að leggja land undir fót. Fjarmenntun verður án efa mikilvægur hluti í þekking- aröflun fólks, enda er þekking og upplýsingar að verða fyrirtækjum dýrmætara heldur en fjármagn. Nærtækt dæmi er hugbúnað- ariðnaður þar sem þöifín á vel menntuðu fólki er óþrjótandi. Landssímann vantar til dæmis miklu fremur fólk með þekkingu heldur en fjármagn. Þetta er eitt af einkennum upplýsingaþjóðfélags- ins.“ Miklir tekjumöguleikar Unnið er að uppbyggingu ATM- netsins um landið allt og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið að fullu að rúmu ári liðnu. Þór segir að rannsóknir á ATM- og ADSL-tækni séu dýrar. Hann bendir hins vegar á að Landssíminn sjái mikla tekju- möguleika í notkun tækninnar þeg- ar fram líða stundir. „Rannsóknir fyrirtæksins eru drifnar áfram af hagnaðai-von. Hlutverk okkar er að efla fyrirtækið og gera það verðmætara. Landssíminn leggur meiri áherslu á rannsóknir og þróun en mörg önnur íslensk fyrirtæki og má segja að fyrirtækið sé í krafti stærðar sinnar og þekkingar starfs- mannanna í lykilaðstöðu hvað varð- ar tækni morgundagsins." Sameining í málm- iðnaði RENNIVERKSTÆÐI Péturs Einarssonar hefur keypt Formstál og Harðmálmsskerp- ingu Elísar. Framvegis verða þessi 3 fyrirtæki rekin undir nafninu Skerpingar og renni- verkstæði Péturs Einarssonar. Framleiðsla verður á ABM steypumótatengjum og almenn rennismíði. Auk skerpinga á sagarblöðum, skurðarhnífum og fræsitönnum íýrir járnsmiði, trésmiði og pappírsiðnað. Einnig er fram- leiðsla á fræsitönnum eftir skapalóni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.