Morgunblaðið - 04.02.1999, Side 12
pinr^miWaMSi
VIDSIOFn MVINNULÍF
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999
Fólk
Nýir aðilar
að KPMG
Endur-
skoðun hf.
• Jón S. Helgason er fæddur í
Reykjavík 5. febrúar 1969. Hann
lauk stúdentsprófi
frá Verslunar-
skóla íslands 1989
og prófi í við-
skiptafræði frá
Háskóla Islands
1993. Jón hóf
störf hjá KPMG
Endurskoðun hf. í
október 1993 og
löggildingu til
endurskoðunarstarfa í byrjun árs
1998. Hann starfaði hjá SPRON
meðfram námi.
Jón er kvæntur Jónínu Þórunni
Jónsdóttur flugfreyju og eiga þau
eitt bam.
• Bogi Nils Bogason er fæddur á
Akureyri 1969.
Hann lauk
stúdentsprófi frá
Verslunarskóla
íslands 1989 og
prófi í viðskipta-
fræði frá Háskóla
íslands 1993. Bogi
hóf störf hjá
KPMG Endur-
skoðun hf. í október 1993 og lög-
gildingu til endurskoþunarstarfa í
byrjun árs 1998. A námsárum
starfaði Bogi m.a. hjá Landsbanka
Islands og Hraðfrystihúsi Eski-
fjarðar hf.
Bogi er kvæntur Björk Unnars-
dóttur hjúkrunarfræðingi og eiga
þau tvö börn.
• Hafdís Böðvarsdóttir er fædd
21. september 1969. Hún lauk
stúdentsprófi frá
Fjölbrautarkóla
Vesturlands 1988
og prófi í við-
skiptafræði frá
Háskóla Islands
1993. Hafdís hóf
störf hjá KPMG
Endurskoðun hf.
1993 og löggild-
ingu til endur-
skoðunarstarfa 1997.
Sambýlismaður Hafdísar er
Arnaldur Loftsson sem starfar
sem ráðgjafi í einstaklingsþjón-
ustu Búnaðarbankans - Verðbréf.
• Sigríður Helga Sveinsdóttir er
fædd í Borgarnesi 1967. Hún er
stúdent frá Sam-
vinnuskólanum
árið 1987 og við-
skiptafræðingur
frá Háskóla ís-
lands 1991.
Sigríður hóf störf
hjá KPMG End-
urskoðun hf. 1991
og löggildingu til
endurskoðunar-
starfa 1997. Sigríður hefur sinnt
stundakennslu við Viðskipta-
háskólann í Reykjavík samhliða
störfum.
Sambýlismaður Sigríðar er
Reynir Þrastarson og eiga þau
eitt barn.
• Guðmundur Friðrik Sigurðs-
son hefur gengið til samstarfs við
KPMG Endur-
skoðun hf. Guð-
mundur er fædd-
ur í Hafnarfirði
1946. Hann lauk
verslunarskóla-
prófi 1966 og
starfaði hjá Flug-
félagi íslands um
tíma. Guðmundur
hlaut löggildingu
sem endurskoðandi árið 1976 og
starfaði sem sjálfstæður endur-
skoðandi á Húsavík frá 1977 til
1979. Frá 1979 til 1983 starfaði
Guðmundur hjá Endurskoðun hf.,
en árið 1983 stofnaði hann Endur-
skoðun og reikningsskil hf. þar
sem hann starfaði til ársloka 1998.
Guðmundur er kvæntur Kristínu
Pálsdóttur, hjúkranar- og fram-
kvæmdastjóra Heilsugæslu-
stöðvarinnar Sólvangs í Hafnarf-
irði.
Nýr verðbréfa-
miðlari hjá
Verðbréfastof-
unni hf.
• SIGURÐUR Þór Sigurðsson,
viðskiptafræðingur og löggiltur
verðbréfamiðlari, hefur hafið störf
hjá Verðbréfastofunni hf. Sigurður
Þór lauk stúdentsprófi frá mennta-
skólanum á Akureyri árið 1984,
viðskiptafræðiprófi af fjármála- og
reikningshaldssviði frá Háskóla
íslands vorið 1991
og löggildingar-
prófi í verðbréfa-
miðlun í júlí 1998.
Sigurður Þór hef-
ur m.a. starfað hjá
Landsbanka Is-
lands, í eitt ár hjá
dótturiyrirtæki
Hofmann-La
Roche lyfjaíyrirtækisins í Istanbúl
í Tyrklandi, í tvö ár hjá Dresdner
Bank AG í Frankfurt í Þýskalandi
og í eitt ár hjá Samskipum hf. sem
deildarstjóri fjárreiðudeildar. Að-
ur en Sigurður Þór hóf störf hjá
Verðbréfastofunni hf. starfaði
hann hjá Handsali hf. í tvö og hálft
ár sem verðbréfamiðlari og síðar
sem sjóðsstjóri.
Eiginkona Sigurðar Þórs er Lee
Keng Ng viðskiptafræðingur.
Nýir starfsmenn
Tölvu- og verk-
fræðiþjónust-
unnar
ÞRIR nýir starfsmenn hafa verið
ráðnir til Tölvu- og verk-
fræðiþjónustunnar á undanförnum
mánuðum til kennslu, ráðgjafar og
útgáfumála.
• ÁRNI Stefán
Guðnason hóf
störf í september
sl. við kennslu og
tölvuumsjón.
Hann er vél-
fræðingur að
mennt frá
Vélskóla íslands
Torgið
Ekki vænlegt að taka
lán til að borga lán
LJÓST er að ákvörðun fjármál-
aráðherra um niðurgreiðslu
skulda ríkissjóðs á þessu ári um
21 milljarð króna, þar af 16 millj-
arða af innlendum skuldum, hefur
haft góð áhrif á fjármála-
markaðinn. Vextir á langtímabréf-
um hafa farið lækkandi og bankar
eru farnir að lækka vexti á bæði
verðtryggðum og óverðtryggðum
inn- og útlánum sínum.
Ekki „tókst“ ríkinu þó að borga
niður þann skammt sem ætlað
var að borga niður í fyrstu at-
rennu, í svokölluðu öfugu útboði
Lánasýslu ríkisins á spariskírtein-
um ríkissjóðs í síðustu viku, en
engin viðunandi tilboð bárust í
þau, að mati Lánasýslunnar.
Vangaveltur hafa verið uppi um
af hverju ekki var ákveðið að
greiða meira niður af erlendum
skuldum í ár en tilkynnt hefur ver-
ið um og hingað til hefur þeim
spurningum verið ósvarað.
Hafa menn leitt líkur að því að
gjaldeyrisstaða Seðlabanka ís-
lands tengist þessu.
Yngvi Örn Kristinsson for-
stöðumaður peningamálasviðs
hjá Seðlabanka íslands segir að
þetta tvennt haldist í hendur. Að
hans sögn keypti Seðlabankinn
talsvert af gjaldeyri á innlenda
gjaldeyrismarkaðnum í fyrra, til að
hamla gegn styrkingu krónunnar
en þó aðallega í þeim tilgangi að
greiða niður erlend lán ríkissjóðs,
eða um 11 milljarða af höfuðstól
þeirra. Þar af leiðandi hafi gjald-
eyrisstaða bankans ekki styrkst.
Hugsanlegt er því að frekari end-
urgreiðsla erlendra lána ríkissjóðs
á þessu ári hefði kallað á
skammtímalántökur af hálfu
Seðlabanka, ef ákveðið hefði ver-
ið að borga niður erlendar skuldir
í sama mæli og á síðasta ári. Að
hans sögn þótti ekki vænlegt fyrir
bankann að taka dýr
skammtímalán til að borga niður
hagstæðari langtímalán ríkis-
sjóðs, en eins og menn vita er
Seðlabankinn í eigu ríkisins.
Hreint útstreymi
síðla árs
í Hagtölum mánaðarins, sem
gefnar eru út af hagfræðisviði
Seðlabanka íslands, þar sem
farið er yfir þróun peninga- og
gjaldeyrismála á síðasta ári kem-
ur fram að þróunin á gjaldeyris-
markaði hafi einkennst af miklu
innstreymi fram eftir ári og þar
hafi aðallega gætt innstreymis er-
lends lánsfjár.
„Viðskipti Seðlabankans á
gjaldeyrismarkaðnum voru mjög
jákvæð fyrstu sjö mánuði ársins
en hreint útstreymi varð mán-
uðina ágúst til nóvember. Á fyrstu
sjö mánuðum ársins námu hrein
kaup bankans á gjaldeyris-
markaðnum 20,7 milljörðum
króna en á árinu öllu um 17 millj-
örðum króna. Gjaldeyrisstaða
Seðlabankans veiktist eigi að síð-
ur um tæpa 1,9 milljarða króna
1998 þar sem ríkissjóður nýtti
hagstæða greiðslustöðu sína til
að greiða upp erlend lán. í lok
ársins var gjaldeyrisstaða bank-
ans um 26 milljarðar króna,“ segir
í Hagtölunum.
Yngvi Örn segir að gjaldeyris-
staðan nú sé bankanum ekkert
sérstakt áhyggjuefni, en hún sé
þó ( lægri mörkum þess sem
hann telur æskilegt.
Munur á gjaldeyrisstöðu og
gjaldeyrisforða er sá að gjaldeyr-
isforði er brúttóstærð, þ.e. sam-
tala eigna bankans í erlendum
verðbréfum, gulli og gjaldeyri, og
þegar skuldir eru dregnar frá fæst
gjaldeyrisstaðan. í dag er gjald-
eyrisstaða bankans um 26,5 millj-
arðar króna en gjaldeyrisforðinn
rúmir 28 milljarðar króna.
„Vegna þess að megninu af
gjaldeyriskaupum bankans á
síðasta ári var ráðstafað til
greiðslu erlendra skulda ríkis-
sjóðs þá styrktist gjaldeyris-
forðinn ekki mikið og í raun er
AUtaf sama góðærið?
Navision Financials
Navision Financials er viðskiptaforrit sem hefur meiri
möguleika til að stækka með þér en flest önnur viðskipta-
forrit. Kynntu þér málið hjá fyrirtækinu sem kynnti
Navision Financials fyrst á íslandi.
ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 550 9000, www.strengur.is
og starfaði í 14 ár sem kennari við
Bændaskólann á Hólum, m.a. í
tölvukennslu. Þar áður var hann
vélstjóri til sjós og lands, m.a.
vinnslustjóri hjá Síldarverksmiðj-
um ríkisins. Arni er kvæntur
Sigríði Þorsteinsdóttur og eiga
þau þrjú börn.
• AUÐUNN Páll Sigurðsson kom
til starfa við kennslu, forritun og
ráðgjöf í október
sl. Hann er
stúdent frá Fjöl-
brautaskólanum í
Armúla og lauk
nýlega námi í iðn-
rekstrar- og
iðnaðartækni-
fræðum frá
Tækniskóla Is-
lands. Hann
starfaði áður hjá Málningu og
Securitas. Auðunn Páll er í sam-
búð með Önnu Sigríði Vernharðs-
dóttur.
• BJÖRN Jóhann Björnsson hóf
störf í nóvember sl. við undirbún-
ing og ritstjóm
TölvuVísis, viku-
legs fréttarits um
upplýsingatækni,
sem nú er að koma
út. Bjöm sér að
auki um ýmsa
aðra útgáfu fyrir-
tækisins og kynn-
ingarmál. Hann er
stúdent frá Fjöl-
brautaskólanum á Sauðárkróki og
stundaði nám í íslensku og
fjölmiðlafræði við Háskóla Islands.
Bjöm var blaðamaður á DV 1992-
1998 og þar áður um tíma á Degi.
Sambýliskona Bjöms er Edda
Traustadóttir og eiga þau einn son.
einhver rýrnun á gjaldeyrisstöðu
bankans á milli ára,“ sagði Yngvi.
Endurgreiðslu hagað eftir
aðstæðum
„Ef gengið yrði jafn hratt í nið-
urgreiðslu erlendra lána á þessu
ári eins og á því síðasta myndi
það þýða að við þyrftum að taka
erlent skammtímalán til að borga
þessi erlendu lán ríkissjóðs sem
eru hagstæðari langtímalán. Nið-
urstaðan varð því að megin-
áherslan yrði lögð á greiðslu inn-
lendra skulda, og jafnframt yrði
hafist handa við að jafna skuld-
bindingar ríkissjóðs við lífeyris-
sjóð starfsmanna ríkisins, en end-
urgreiðslu erlendis yrði hagað eft-
ir aðstæðum."
Spurður um hvað árið beri í
skauti sér í gjaldeyrismálum
bankans segir Yngvi að um það
sé erfitt að spá.
Hann bendir á að viðskiptahalli
hafi verið í fyrra sem fjármagnað-
ur var aðallega með lántökum hjá
fjármálafyrirtækjum og einstak-
lingum og einnig að hluta til með
fé sem kom inn vegna stóriðju-
framkvæmda. „Það er áfram spáð
talsverðum viðskiptahalla á þessu
ári og það er Ijóst að það eru
ýmsir þættir í honum sem verða
fjármagnaðir með erlendu fé, eins
og t.d. virkjunarframkvæmdir og
flugvélakaup Flugleiða. Svo mun
dæminu verða lokað með öðrum
lánahreyfingum, sem við sjáum
ekki fyrir nú.“
Samkvæmt tölum frá því í júnf á
síðasta ári var hrein staða þjóðar-
búsins gagnvart útlöndum neikvæð
um 262 milljarðar króna. í þeirri tölu
koma saman eignir og skuldir
banka og stofnanafjárfesta erlendis
en löng eriend lán voru 226 millj-
arðar króna á þessum tíma.
Þ.B.