Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Bruce Springsteen er svo afkastamikill að undrun sætir. Arni Matthíasson rekur sögu Springsteens í tilefni af 66 iaga safni af óútgefnu og sjaidheyrðu efni. FÁIR tónlistarmenn eru eins afkastamiklir og bandaríski rokkarinn Bruce Springsteen. Ekki er bara að hann hefur sent frá sér sautján breiðskífur um dag- ana, þar af eina fimmfalda og nokkrar tvöfaldar, heldur á hann mikið safn úrvalslaga sem aldrei hefur komið út; efni á fjórar til fimm breiðskífur til. Það var því Springsteen-vinum, og rokkvinum almennt reyndar, fagn- aðarefni þegar barst frá honum safnkassi mikill, fjögurra diska 66 laga safn með óútgefnu og sjald- heyrðu efni, en óútgefnu lögin eru 56 alls. Bruce Frederick Joseph Spring- steen er fæddur og uppalinn í New Jersey. Hann verður fimmtugur í september næstkomandi og hefur spilað rokk í á fjórða áratug; um miðjan sjöunda árauginn var hann farinn að glamra rokk með ýmsum sveitum í menntaskóla. Sumar sveitanna náðu það langt að hægt var að lifa spart af því að spila, en illa hélst Springsteen og félögum á áheyrendum og þurftu sífellt að vera að byrja upp á nýtt, höfðu enda engar útgefnar plötur til að styðjast við. Um tíma reyndi hann fyrir sér vestur í Kalifomíu, en þar var lítill áhugi fyrir blúsgrunnuðu rokki svo Springsteen hrökklaðist aftur heim í New Jersey. Þá segist hann hafa farið að semja annars konar tónlist og útpældari en hi-ynblúsinn og þræddi bari í Greenwich Village í von um að fá að spila sem trúbadúr. Með tímanum komst hann í sam- band við mann sem hafði sambönd inn í útgáfuheiminn og fyrir hans tilstilli komst hann að í prufu til Johns Hammonds, upptökustjórans og framleiðandans fræga hjá Col- umbia. Springsteen söng fyrir Hammond nokkur lög og Hammond lýsti þeg- ar yfir vilja til að gera við piltinn samning. Fyrstu upptökumar voru blanda af órafmögnuðu trúbadúr- rokki og hljómsveitarstuði, enda hafði Springsteen jafnan leikið með hljómsveit fram að þessu þrátt fyrir trúbadúríska tilburði. Hann hefur lýst því að þegar hann skilaði plöt- unni var hann sendur í hljóðverið aftur, því útgáfunni fannst vanta smáskífulög. Þá segist hann hafa byggt aftur á hrynblúsnum og feng- ið þá bráðsnjöllu hugmynd að kalla til saxófónleikarann Clarence Celmons, sem varð eins konar vöru- merki sveitar Springsteens, E Street-hljómsveitarinnar. Fyrsta platan, Greetings from Asbury Park, kom svo út í janúar 1997 og vakti lita athygli. Næsta skífa á eftir, The Wild, the Innocent and the E Street Shuffle, sem kom út tveimur árum síðar, gekk litlu betur, þó gagnrýnendur hafi verið farnir að taka við sér. Lagst í ferðalög Springsteen lagði þó ekki árar í bát, en breytti sveitinni og lagðist í ferðalög. Óteljandi tónleikar og frá- bær frammistaða á tónleikum lögðu granninn að vinsældum Spring- steens og í ferðinni samdi hann lög- in á plötunni sem átti eftir að gera hann að stjörnu, Born to Run. Born to Run kom út í ágúst 1975 og sló rækilega í gegn, komst inn á topp tíu á bandaríska breiðskífu- listanum. Springsteen var orðinn vinsælasta tónleikastjarna Banda- ríkjanna og svo mikill hamagangur var í kringum hann að fréttatíma- ritin Time og Newsweek gerðu um hann sérstakar greinar. Áður en hann gat þó fylgt skífunni og áhug- anum eftir lenti hann í málaferlum við fyrrverandi umboðsmann sinn sem kom í veg fyrir að hann gæti gefið út tónlist næstu árin. í milli- tíðinni urðu kaflaskil í rokksög- unni, því pönk og nýbylgja urðu allsráðandi og gamaldags rokk að hætti Bruce Springsteen datt úr tísku. Fyrir vikið seldist næsta plata, Darkness at the Edge of Town, sem kom út 1978, talsvert minna en Born to Run og margir urðu til að halda því fram að Springsteen væri búinn að missa af lestini. Hann hélt þó sínu striki og næsta skífa, tvöfalda platan The River, skaut honum upp á toppinn aftur með laginu vinsæla Hungry Heart. Tónlistin var fágaðri og aðgengi- legri en forðum, en inni á milli gríp- andi popplaga vora beiskir söngvar um vonleysi og erfiðleika. Slík lög náðu yfirhöndinni á næstu plötu, Nebraska, sem gekk þvert á það sem flestir áttu von á; einföld plata með naumhyggjuna allsráðandi í út- setningum og þunglyndislegum textum og innhverfum. Nebraska kom út 1982 og seldist ekki ýkja mikið, enda lagði Springsteen litla vinnu í að kynna skífuna eða íylgja henni eftir. Hann var á fullu við að setja saman næstu skífu, Born in the USA, sem kom út 1984 og gerði Bruce Springsteen að alþjóðlegri stjörnu. Tuttugu milljónir eintaka - Born in the USA seldist í ríflega fimmtán milljónum eintaka í heima- landinu og um tuttugu milljónum alls um heim allan, enda fór Springsteen í tveggja ára tónleika- ferð um heiminn til að fylgja skíf- unni eftir. Alls komust sjö smáskíf- ur af plötunni inn á vinsældalista vestan hafs. Upptökur frá þeirai tónleikaferð og reyndar eldri tón- leikaupptökur í bland, komu svo út í fimm plötu kassa fyrir jólin 1986 og fóru á toppinn vestan hafs. Næsta skífa Springsteens var innhverfari, eins og honum hafi þótt óþægilegt umstangið og frægðin. Hann hefur reyndar lýst því í viðtöl- um að sér hafi stundum sviðið hve fólk misskildi það sem hann taldi sig vera að segja með tónlistinni; þegar hann söng um að að vera fæddur í Bandaríkjunum í Bom in the USA, segist hann ekki hafa verið að velta sér upp úr þjóðrembu, eins og svo margir túlkuðu það, heldur haíl hann verið að harma það hvernig bandaríski draumurinn hafi snúist upp í martröð fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Á plötunni Tunnel of Love var aftur á móti minna um baráttu- söngva verkalýðsins, því Spring- steen var að syngja um það hvern- ig hjónaband hans var að leysast upp og lauk á endanum mað skiln- aði. Enn var haldið í tónleikaferð með E Street-hljómsveitinni sem hafði harkað með Springsteen í fimmtán ár, en að ferðinni lokinni leysti hann sveitina upp til að breyta til. Hann var þó langt í frá hættur að fást við tónlist, því ekki leið á löngu að hann sendi frá sér tvær breiðskífur sam- tímis, Lucky Town og Human Touch, sem komu báðar út í mars 1992. Mörgum þótti hreint glapræði að gefa út tvær ólíkar skífur samtímis, og víst hafa þær ekki selst eins vel og annars hefði orðið, en Springsteen, sem þarf ekki að hafa áhyggjur af plötusölu framar, sagði á sínum tíma að hann væri einfald- lega að segja sömu söguna frá ólfk- um hliðum; þegar hann var að hlusta á frumeintak af annarri skíf- unni spratt hin nánast alsköpuð fram og var samin og tekin upp á mettíma. Undirstrikar að hann er með afkastamestu tónlistarmönnum rokksögunnar, eins og nánar verður vikið að síðar. Óskarsverðlaun og Grammy Haustið eftir að skífurnar tvær komu út hljóðritaði Springsteen enn breiðskífu, en nú vegna sjónvarps- þáttarins MTV Unplugged. Sú plata kom út 1993 í Evrópu, til að kynda undir tónleikaferð hans. Það ár sendi hann einnig frá sér titillag kvikmyndarinnar Philadelphia, sem er með vinsælustu lögum hans og fékk fyrir Óskarsverðlaun og Gram- my. Rétt eins og til að ná áttum sendi Springsteen frá sér safn helstu laga snemma árs 1995, og skreytti með nokkrum nýjum lögum. Ekki lét hann það nægja, því um haustið kom enn út plata, The Ghost of Tom Joad, lágstemmd og innhverf plata sem minnir um margt á Nebraska. Ólíkt því sem var eftir að Nebraska kom út lagði hann nú í tónleikaferð; fór einn um heiminn með kassagítar í fanginu og hélt trúbadúrtónleika. Síðan The Ghost of Tom Joad kom út hefur Springsteen verið að róta í gömlu dóti, því seint á síð- asta ári sendi hann frá sér safn- kassann Tracks. Sá er vel til þess fallinn að undirstrika hversu af- kastamikill lagasmiður Bruce Springsteen er, því á honum eru 66 lög sem ýmist hafa aldrei heyrst í flutningi hans, aldrei kom- ið út eða í allt annarri útgáfu. Springsteen hefur nefnilega þann háttinn á að hann fer í hljóðver og tekur upp miklu fleiri lög en koma má á eina plötu og velur síðan úr lagalistanum heilsteyptan pakka. Það sem útaf stendur fer síðan yf- irleitt í glatkistuna þó sum laganna hafi ratað í hendurnar á öðrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.