Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 14
SUNNUDAGUR 7. FEBRUAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ OFTAST eru fálkaungar fleiri en tveir í hreiðri. Síðasta sumar var þó öllu fiðurfé þungt í skauti norðanlands. Morgunblaðið/Tim Gallagher Til funclar við fálkann Það er margt sem verður landanum að vopni í landkynningunni. Þegar sérstæð náttúra landsins er til umræðu er gjarnan einblínt á jökla, eldvirkni, samspil þeirra, fjöll, fossa, brunasanda, fuglabjörg og í seinni tíð hvali. Nú má bæta við fálka. S IHAUSTBLAÐI víðlesins fuglatímarits, Living Bird, segir ritstjórinn Tim Gallag- her frá Islandsferð þá um sumarið er hann fylgdi Ólafi K. Nielsen fuglafræðingi um fálka- slóðir í Þingeyjarsýslum. Heimsóttu þeir alls 27 hreiður og þar af komust þeir að 18 þeirra til að merkja og mæla alls 52 unga. Lýsing Gallag- hers á fálkunum, iandi og þjóð er lit- rík og myndimar margar magnaðar. Sumar þeirra eru birtar hér með leyfi Gallaghers, sem var að láta gamlan draum rætast, og er rétt að geta þess að hann hafði upp á vasann leyfisbréf til myndatöku frá um- hverfisráðuneytinu. Það er eins með fálka og t.d. örn- inn, leyfisbréfum til myndatöku fylgja ýmis skilyrði, m.a. að á mynd- um mega ekki sjást kennileiti sem geta vísað óprúttnum aðilum leiðina. Enn eru borgaðar háar summur fyr- ir fálkaunga til sportveiða, einkum í Arabalöndunum, og þótt lítið hafi farið fyrir fálkaþjófum hin seinni ár og engir úfnir og ótútlegir ungar hafi fundist húkandi í ferðatöskum, mega menn ekki sofna á verðinum. Ólafur K. Nielsen, sá er við sögu kemur í ferðasögu ritstjórans Gallagher, sagði nýverið í samtali við Morgunblaðið, að þekktur hringur fálkaþjófa hefði verið upprættur í Bandaríkjunum fyrir fáum árum. Menn sem hingað komu rænandi hendi tengdust a.m.k. sumir hverjir þeim hópi. Gallagher gerir að umtalsefni hina konunglegu íþrótt fuglaveiðar með fálkum, en fálkategund sú sem gistir norðurhjarann og íslenski fálkinn til- heyrir, hefur alla tíð verið allra fálka vinsælust til þess brúks. Stærð og snerpa fálkans gerir þetta að verk- um. Vinsælastir alira voru hinir ís- lensku, enda voru fyrr á tímum tals- verð verðmæti fólgin í því að flytja út fálka. Grænlenski fálkinn, sama teg- undin og sá íslenski en stundum nefndur hvítfálki, gekk næst íslenska fálkanum að vinsældum, en stórum erfiðara var að verða sér út um þá. Veiddu hegra Galiagher segir frá því, að mið- aldakonungar hafi haft mesta ánægju af því að siga fálkum á grá- hegra. Reið þá hersingin nærri jöðr- um mýrarfláka eða eftir vatnsbökk- um grunnra vatna þar sem vatna- gróður stóð upp úr. Slíkir staðir eru í miklu uppáhaldi hjá gráhegrum sem hafa gaman af því að vaða hljóðlega um og veiða smáfiska. En þegar þeir eru styggðir fljúga þeir upp og reyna fljótlega að ná um- talsverðri hæð. Siguðu kóngamir og gestir þeirra þá fálkum sínum á hegrana og þótti kostuleg og spenn- andi sjón að sjá fálkana hafa uppi á hegrunum og slá þá til jarðar. Leik- urinn gat borist langar leiðir með konungareiðina á hælunum, ekki ósvipað og refaveiðar aðalsins á Bretlandseyjum sem eru við lýði enn ídag. Það var í sjálfu sér ekkert sérstakt kappsmál að fálkinn dræpi hegrann og þótti flott ef fálkinn var svo vel taminn að hægt væri að sleppa hegr- unum aftur að viðureigninni lokinni. Létu kóngamir þá fyrst merkja hegrana og í tímans rás skemmtu menn sér ógurlega ef sami hegrinn var veiddur aftur. Hvað þá aftur og aftur! Strax á miðöldum fór þannig að bera á óskyldu en þó algengu at- ferli manna nú til dags, annars vegar að merkja fugla og hins vegar að „veiða og sleppa“ sem er fyrirkomu- lag sem rutt hefur sér til rúms meðal sportveiðimanna víða um lönd. Sérfræðingur tekinn í nefið Hinn bandaríski ritstjóri er afar hrifinn af landi og þjóð og ekki síst fálkunum sem hann á varla orð til að lýsa. Hann sér samsvörun milli Is- lendinga og fálkans og segir hann óopinberan þjóðarfugl Islands. Ef að er gáð er vandséð hvaða fugl fyllti þá virðingarstöðu betur. Að vísu munu ÓLAFUR K. Nielsen fuglafræðingur með fálkaunga og litlu svörtu bókina sína í fanginu. vinstri sinnar benda á að fálki er í tákni sjálfstæðisflokksins, en haföm situr sem fastast með sín snöm augu innan um risa og dreka í skjaldar- merkinu. Ritstjórinn undrast einnig þekk- ingu landsmanna á fuglum og alveg sérstaklega hvað varðar fálkann sem hann segir hvert mannsbam þekkja. Hann nefnir til sögu sem er í raun og vera svo lygileg að hún hlýtur að vera sönn. Skal hún nú endursögð og síðan látið gott heita og myndunum leyft að tala sínu máli: Góðkunningi ritsyórans var sem sagt á ferðalagi um Island fyrir fáum áram. Einhvers staðar bar það við að hann sá fálka gera harða hríð að óð- inshönum. Manni dettur strax í hug að maðurinn hafi ruglað saman fálka og smyrli, en það breytir ekki sög- unni hætis hót. Hann vatt sér út úr bíl sínum og fylgdist með ránfuglin- um hrella óðinshanana. Skammt undan vora tvö börn sem einnig fylgdust með hildarleiknum. Tólf ára gömul stúlka og yngri bróðir hennar. Ferðamaðurinn var í bol sem prýddur var mynd af förufálka, sem er náskyldur fálkanum íslenska, en talsvert minni, ekki afgerandi grá- sprengdur á litinn og með áberandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.