Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ STAÐREYNDIR UM RHONE SÁ hluti hæðarinnar er ekki nær þvi að flokkast sem Hermitage og sléttumar í kring á austurbakkanum falla undir skilgreininguna Crozes- Hermitage. Þægileg milliþung vín, seni hægt er að drekka fyrr en Hermitage-vínin en ná jafnframt aldíei sömu hæðum. Rauða hafið Frá Tain er um fjörutíu kílómetra akstur suður á bóginn áður en komið er á meginvíngerðarsvæði Rhone- dalsins. Á leiðinni breytist landslag- ið. Gróðurinn verður miðjarðarhafs- legri þegar komið er suður fyrir 45. breiddargráðu og hér og þar má sjá kalksteinshæðir er rísa upp úr jörðu líkt og risavaxnar tennur. Breyting- una má einnig sjá á þeim mat sem borinn er fram á veitingastöðum. Þótt franska matarhöfuðborgin Lyon sé á Beaujolais-svæðinu en ekki Rhone-svæðinu, þegar horft er af sjónarhóli vínyrkjufræðanna, er norðurhluti Rhone-dalsins á mið- frönsku áhrifasvæði hvað matargerð snertir. Hún er klassísk og þung og mikið er notað af smjöri og rjóma. Eftir því sem sunnar dregur tekur ólívuolían völdin í ríkari mæli og loft- ið angar af kryddjurtum og blómum, rósmarín vex líkt og illgresi á þess- um slóðum. Þegar komið er suður fyrir bæinn Montélimar tekur við það svæði sem mestu máli skiptir í Rhone, sé miðað við magn. Á tuttugu kílómetra breiðu og sextíu kflómetra löngu svæði er að finna sautján þorp sem geta auðkennt sig sem „villages“ gegn því að vín sem bera slíka skil- greiningu séu framleidd úr ekrum með minna uppskerumagni en venjuleg vín og sæta vínin jafnframt strangari kröfum um lágmarksá- fengismagn. Þetta eru þorpin Rousset-le- Vignés, St. Pantaléon-les-Vignes, Valréas, Vinsobres, St. Maurice-sur- Eygues, Visan, Roaix, Cairanne, Rochegude, Rasteau, Séguret, Sa- blet, Chusclan, Laudun, St. Gervais og Beaume-de-Venise. Önnur vín á svæðinu eru einfaldari Cotes-de- Rhone, en undir þá skilgreiningu falla raunar einnig vín í norðurhlut- anum af ekrum er liggja utan hinna skilgreindu svæða. Þetta eru vín sem vekja upp blendnar tilfinningar. Þau geta verið létt og þægileg, með áþekkan þokka og góð, ung Beaujolais-vín. Þau geta einnig verið þokkalega mikil, krydd- uð og heit, suðræn og heillandi. Oft- ar en ekki eru þau hins vegar hrein- asta sull, óspennandi og karakter- laus magnvin sem seld eru á spott- prís í hillum stórmarkaða. Það eru hins vegar perlumar inn á milli sem vekja athygli og bestu framleiðendur „villages“ vína eru margir hverjir að gera stórkostlega hluti eða að minnsta kosti mjög frambærileg vín. Alltént er þetta fal- legt svæði að ferðast um. Grænar hæðir og sléttur og gullfalleg lítil þorp með gömlum húsum og þröng- um götum. Sum þorpanna eru ger- semar, líkt og Séguret á fallegri hæð með útsýni yfír endalausar ekrur, sem breiða úr sér líkt og haf. Þarna er einnig að finna einhvern besta vejtingastað Rhone, La Table de Cómtat. Manni fínnst maður vera staddur í paradís. Heimsókn í vín- samlag bændanna 160 í þorpunum Roaix og Séguret dregur okkur hins vegar niður á jörðina aftur. Óspenn- andi, metnaðarlíti! og svekkjandi vín í mörgum tilvikum, þau skástu þol- anleg, einfóld neysluvín. Draumur margra bænda á „vilhi- ges“-svæðinu er að ná þorpinu upp um einn flokk yfir í cru-skilgi-ein- inguna. Það á til dæmis við um bændur í þorpinu Vinsobres. Tals- maður þeirra segir að margt mæli með því að þorpið verði híft upp, all- ar ekrur séu á hæðum og jarðvegur- inn hafi sérstöðu. Markaðslega gæti það skipt sköpum fyrir þorpið að verða eru og hann bendir á að frönsk veitingahús myndu sýna vín- unum miklu meiri áhuga en nú er raunin. Munurinn á vilhige og cru er að mörgu leyti sá hvort vínin eru seld á fremur lágu verði til stór- markaða eða á hærra verði í vínbúð- ir og veitingahús. Vínin koma skemmtilega á óvart, þægileg og björt, ekki síst hvítvín frá Domaine de Coriancon með háu hlutfalli af Viognier-þrúgunni. Það var hins vegar ekki í Vinsobres sem við smökkuðum at- hyglisverðustu vínin heldur í þorp- unum Rasteau og Cairanne. Þar er að fínna marga metnaðarfulla og pottþétta framleiðendur sem standa flestum sveitungum sínum Heildarframleiðsla Rhone er um 3 milljónir hektólítra á ári og eru 90% framleiðslunnar rauðvín, 6% rósavín og 4% hvítvín. Stór hluti framleiðslunnar eru einföld vín og ódýr, framleidd ! miklu magni, yfirleitt seld sem Cotes de Rhone. Hn þótt einföld magnvin vegi þungt í Rhone miðað við vín- héruð á borð við Bordeaux og Bourgogne er hlutfall gæðavína alls ekki til að skammast sín fyrir, borið saman við Frakkland í heild. Vissulega er engin grand cru að finna í Rhone og einungis ein ekra státar af eigin appelation. Skilgreiningar á svæðum eru víð- tækari en í Bourgogne. Þó er í Rhone að finna svæði sem geta kallað sig Grandes Appelation Locales eða Rhone Cru og er þar um alls þrettán vínræktarsvæði að ræða. Eins og önnur frönsk vfngerð- arsvæði eru vínekrur Rhone flokkaðar niður eftir gæðum. Fiokkanir þessar vefjast gjarnan fyrir fólki, enda getur verið tölu- verður munur á milli héraða hvaða mælistikur eru notaðar. Ágæt þumalfingursregla er að eftir því sem skilgreiningin er þrengri (eitt þorp, ein ekra, eitt víngerðarhús) er viðkomandi vín göfugra. Hver skilgreining eða appelation, svo notað sé hið franska heiti, lýtur ákveðnum reglum og ávallt kemur fram á flöskumiða hvar í kerfinu viðkom- andi vín er statt. Grunnskilgreiningin í Rhone er þannig Cotes du Rhone Reg- ional. Næst þar fyrir ofan koma v(n sem skilgreind eru sem Cofes du Rhone Villages og er þá uþþ- runaþorp vínanna tilgreint. Efst tróna svo Rhone Cru vínin þrett- án og jafnframt er í Rhone-daln- um að finna nokkur jaðarsvæði sem eiga sína eigin skilgreiningu, en þau eru Costieres de Nimes, Cotes du Ventoux, Cotes du Lu- beron og Coteáux de Tricastin. Loks má svo nefna svæðið Die, sem þekktast er fyrir freyðivínin Clairette de Die. Gífurlegt magn vína streymir út frá þeim 76.100 hekturum sem eru lagðir undir vínrækt í Rhone eða um 3.600 milljónir hektólítra á ári. Sé þetta reiknað yfir í flösk- ur er útkoman 425 milljónir flaskna á ári. Rhone er því næst- stærsta vínframleiðslusvæði Frakklands hvað magnar varðar (ef miðað er við þau svæði er falla undir appelation controlée- kerfið). Til samanburðar þá er heildarframleiðsla Bordeaux 6.030 m. hl, Loire-dalsins 2.800 m. hl, Alsace 1.170 m. hl og Bo- urgogne 1.620 m. hl. Ef vínframleiðsla Rhone er skoðuð frekar þá kemur í Ijós að 57% falla undir einföldustu skil- greininguna, 12% undir skilgrein- inguna cru, 7% eru villages og 24% Rhone-vína lenda í öðrum flokkum. Sá flokkur sem hefur vaxið mest er w//ages-flokkurinn en aukningin þar nemur 60% á nokkrum árum. Alls er 8.000 vínræktendur að finna í Rhone, 1.933 vínfyrirtæki í einkaeigu, 114 vínsamlög og 45 fyrirtæki er sérhæfa sig í að kaupa þrúgur eða vín og selja undir eigin nafni, en slík fyrirtæki eru kölluð negociant í Frakklandi. Nokkur munur er á norðri og suðri í þessum efnum sem öðr- um. Vínsamlögin eru öflug í suð- urhlutanum en ekkert slíkt er að finna í Norður-Rhone. Líkt og áður sagði eru Rhone- vínin ein helsta uþþistaða franskrar rauðvínsneyslu og sést það kannski best á því að ein af hverjum fjórum vínflöskum sem seldar eru í frönskum stórmörk- uðum kemur frá Rhone. 75% framleiðslu héraðsins eru seld innanlands í Frakklandi og þar af 83% í stórmörkuðum. Betri vín héraðsins eru hins vegar yfirleitt seld í sérhæfðum vínbúðum og veitingahúsum og fjórðungur \ framleiðslunnar er fluttur út. ljósárum framar í gæðum. Domaine de l’Oratoire, Domaine Alary Dani- el et Denis og Domaine d’Aérin í Cairanne. Meira að segja vínsam- lagið í Cairanne er upplifun. Há- tæknivætt og glæsilegt og vínin í hæsta gæðaflokki miðað við verð. Cuvée Antique og Temptation reyndust til dæmis vín sem gætu slegið mörgum dýrari vínum við. I nágrannaþorpinu Rasteau heilluðu síðan reffilegar mæðgur er reka Domaine Rabasse-Charavin mig upp úr skónum með vínum sínum. Corinne Coutier er líka ómyrk í máli er hún ræðir um vín héraðsins. „Ég þoli ekki stöðlun. Ég geri það sem ég vil og á eins náttúrulegan hátt og hægt er.“ Þau eru hins vegar ekki mörg þorpin í suðurhlutanum sem náð hafa skilgreiningunni cru, en þau þekktustu eru Chateauneuf-de-Pa- pe, Gigondas og Vacqueyras. Og vissulega standa þau undir því. Gigondas fékk sína eigin appelaiion árið 1971 en vín svæðisins eru nær einvörðungu rauð. Grenache-þrúgan er ríkjandi en yfírleitt gegna Syrah og Mourvédre aukahlutverki. Hefð- bundin Gigondas-vín byggjast á geymslu í gömlum eikartunnum en á síðustu árum hefur verið tískusveifla yfír í nýja eik, líkt og víðar. Gigondas eru sannkölluð vetrarvín, stór, mikil og harðgerð. Fullkomin með til dæmis íslenskri villibráð, lambi þar með töldu. Nafn Gigondas er dregið af lat- neska heitinu jucunditas, sem merk- ir gleði eða ánægja og vai’ nafn á rómversku þorpi á þessum slóðum fyrr á öldum. Vínekrur Vacqueyras eru ekki síð- ur gamalgrónar og þorpið var eitt hið fyrsta sem hlaut sérstaka viður- kenningu er appelation-reglur voru settar fyrir Rhone árið 1937. Lengi vel var Vacqueyras eitt af villnge- þorpunum en fékk eigin appelation áiúð 1990. Vínekrur Vacqueyras ná yfír 1.000 hektara svæði (sem lýsir vel stærðarmun svæða í norður- og suðurhluta Rhone) og er heildar- framleiðslan 30 þúsund hektólítrai- á ári. Rauðvín eru 95% framleiðslunn- ar og verða að minnsta kosti 50% vínsins að vera úr Grenache og að minnsta kosti 25% úr Cinsault. Vacqueyras-vín eru ekki jafnlanglíf og vín frá Gigondas og Chateauneuf- de-Pape en þola yfírleitt vel geymslu í fimm til sjö ár. Loks má svo nefna þorpið Tavel, sem getur státað af áþekkum jarð- vegi og Chateauneuf-de-Pape, en er hins vegar þekktast fyrir að fram- leiða öflugustu rósavín Rhone-dals- ins. Rósavín frá Rhone eru yfírleitt fersk, létt og þægileg sumai-vín. Ta- vel-vínin eru hins vegar þung, litsterk og mikil, vín sem að mörgu leyti eiga meira sameiginlegt með rauðvínum en rósavínum. Eftir því sem sunnar dregur eiga vínin minna sameiginlegt með klass- ískum Rhone-vínum enda eru syðstu svæðin, s.s. Cote-de-Luberon land- fræðilega í Provence-héraði. Það er svo allt önnur saga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.