Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 B 17** MANNLÍFSSTRAUMAR lyiATARLISTÆr kartaflan svona Ijót? Kartöflunef eru falleg EKKI skulu menn dæma eftir útlit- inu, heldur eftir innihaldinu. Þessi setning á svo sannarlega við um kartöfluna blessaða. Hún leið lengi fyrir útlit sitt og var jafnvel talin haldin illum anda, áður en hún svo loks sigraðist á fordómum Evrópu- búa. Til þess þurfti nokkrar hung- ursneyðar, ýmsar uppákomur og áróðursherferðh-, og í dag er kartaflan eitt vinsælasta grænmetið og hinar „frönsku" kartöflur hafa sigrað hug og hjörtu flestra barna hins vestræna heims. Kartaflan barst fyrst til Evrópu með Spánverjum, sem fluttu hana með sér frá Perú. Útbreiðsla kartöflunnar gekk þó hægt í Evr- ópu, því menn töldu að þetta ljóta og óiögulega rótargrænmeti hlyti að eiga ættir sínar að rekja tO Satans sjálfs og bera með sér ýmsar pestir. Máli sínu til stuðn- ings báru þeir fyrir sig þá staðreynd eftir Álfheiði Hönnu að hvergi væri Friðriksdóttur minnst á kartöfiur í Biblíunni. Þetta kom þó hægt og rólega, en lengi framan af voru það einungis þeir fá- tækustu sem lögðu sér kartöflur til munns, því þær eru náttúrlega ódýrar og harðar af sér, semsagt hægt að rækta þær við erfið skil- yrði. Hinir mjög svo trúuðu rúss- nesku bændur sultu hins vegar lengi vel frekar í hel frekar en að rækta þennan „óskapnað". Friðrik Prússakeisari tók upp harðar refs- ingar til handa þeim sem neituðu að rækta jarðepli; af þeim var skorið nef og eyru. Frakkar voru litlu skárri í for- dómum sínum, en almenn útbreiðsla kartöflunnar þar í landi er apótek- ara Loðvíks XVI., Parmentier, að þakka. Hann var hrepptur í varð- hald af Prússum í 7 ára stríðinu (1756-1763) og fékk þar nær ein- göngu kartöflur í matinn. Hann upp- götvaði auðvitað hvað þetta var kjarnmikil fæða og eftir að hann var ráðinn við hirð konungs, lét hann kokka hallarinnar útbúa ríkulegan málsverð handa konungi, þar sem megin uppistaðan var kai-töflur. Konungur mætti til veislu glaðm- í bragði með kartöflublóm sem hatt- skreytingu og heillaðist mjög af kartöflunni. Hann lét koma upp kon- unglegum kartöflugarði rétt fyiár utan borgina. Parmentier sá sér leik á borði til að venja almenning af kartöfiuhjátrúnni. Hann vissi hvað fólk er forvitið og lét því alltaf öfluga gæslu vera við kartöflugarðinn. Þegar fólk kom og spurði hvað væri um að vera, þá svaraði hann að hér væri verið að rækta sérstaklega göf- ugt grænmeti fyrir aðalinn. Það var eins og við manninn mælt að innan fárra daga var búið að stela hverri einustu kartöfluplöntu úr gai-ðinum, og upp úr því varð kartöfluræktun aimenn þar í landi. Kartaflan er góð- ur staðgengill bæði brauðs og pasta, vegna hins mikla mjölva og inniheld- ur auk fjölda annarra næringarefna mikið af pótassíum. Rjómaostfylltar „silfurbúnar" kartöflur uppskrift fyrir 4 4 stórar kartöflur 50 g rjómaostur 50 g brie i peli rjómi 2 msk. rifinn parmesanostur 1 msk. söxuð steinselja 50 g smjör salf og pipar ólpappír Þvoið kartöfiurnar og bakið í eld- föstu móti í 1 klst. Skerið þær þvi næst í tvennt eftir endilöngu og takið mest allt innan úr þeim. Bræðið smjörið við vægan hita og stappið ostunum saman (skerið hvítuna utan af brieostinum). Setjið allt hráefnið út í heita kartöflu- stöppuna. Blandið öilu vel saman og setjið varlega aftur í kartöflu- hýðin. Pakkið kartöfluhelmingun- um inn í álpappír og bakið í u.þ.b. 15 mín. áður en þeir eru bornir fram. TÆKNI SnmsímiiA XFl I 'Vínkerið í,xí,, hátt og lagt drif Starex hefur alla eiginleiha jeppa og rúmlega það uwlegajþad manna HYUnORI i Starex sinvél = 2.^2^8.000 t| Hwi J75 »*••_____SSUitiltl J75 iias Er oklcur hœtta búin af smáhnöttum úti ígeimnum? FÆRA má rök fyrir að hættulega stórir hnettir á stærð við hnöttinn með téðu skrásetningamúmeri rekist á jörðina með þrjú hundruð þúsund ára millibili að jafnaði. Þess er skemmst að minnast að halastjarna féll niður á Júpíter, en vegna stærðar og aðdráttarafls hans er hann miklu duglegri að draga til sín slíka aukahluti en jörðin. Aðallega er hér um að ræða halastjörnur og smástirni. Þau eru flest á belti á milli Mars og Júpíters, og eru langflest af stærðinni 50 m og upp í 50 km í þvermál. Þau eru einfaldlega þeir hlutar sólkerfisins sem hafa ekki náð að þéttast í reikistjörnur. Smástirnin eru oft af sömu gerð og kjarni jarðar, þ.e. úr seguljárni eða nikkeli. En dreiiíng smástirnanna er mikil og þó nokkur hluti þeirra kemur nógu nærri jörðinni til þess að ástæða er til að athuga hvort þær geti rekist á hana. Braut XFll er ekki nákvæmlega þekkt, og það gerir að verkum að við vitum ekki alveg hvað það verður nærgöngult við okkur. Það kemur allnærri okkur á h.u.b. 5-7 ára fresti, og er þá minnsta fjarlægð hennar samkvæmt núverandi reikn- ingum þrjátíu til hundrað sinnum fjarlægð tunglsins. En með þeim töl- um sem við höfum lítur út fyrir að hún geti árið 2028 verið í allt að hálfri tunglfjarlægð, þ.e. hundrað °g sjötíu þúsund kílómetra frá jarð- aryfirborði. Þessi hættulega fjar- lægð er þó ólíkleg. En það er full ástæða til að gefa málinu gaum af því að óvissa um legu brautarinnar er svo mikil, að ekki er útilokað að hættan yrði enn meiri en þetta. Árið 2002 kemur smástirnið nógu nærri jörðu til að neyta megi færis til að ákvarða braut þess með meiri ná- kvæmni en áður. Lítill vafi er á að þær mælingar sýni fram á að okkur sé allsendis borgið árið 2028. En hvað er til ráða ef sýnilegt er að einn svona hnöttur stefnir á oss, og hvernig fer, ef hann kemst alla leið? Hnötturinn er 1,6 km í þvermál, og ef hann fellur í sjó (með hraðanum um 60.000 km/h) ríður risaflóðbylgja langt inn á öll meginlönd og drekkir milljörð- um manna. Komi hnötturinn niður á þurrlendi, eru afleiðingarnar ís- aldai-vetur í ár eða áratugi á eftir, vegna þess lausa efnis sem þyrlast upp í háloftin með þar af leiðandi minnkun sólageislunar. Þetta er sama eðlis og kjarnorkuveturinn, og forsmekk þessa finnum við eftir stór eldgos. Hvort sem hnötturinn kæmi niður á sjó eða á landi, myndi mannkynið bera af því þungan skaða, verulegur hluti þess myndi farast, og það væri áratugi eða ald- ir að ná sér. Hins vegar er ekki útilokað að milda afleiðingar árekstrarins með því að sprengja hnöttinn í smærri brot. Senda má eldflaug á móti hnettinum með kjarnorkusprengju, en slíkt yrði enn virkara gagnvart HUBBLE-sjónaukinn tók þessa mynd af XFll. halastjörnum ,sem eru úr ís og bráðna þarmeð við sprenginguna. Geimfar útbúið með speglum getur beint sólargeislum að halastjörnum og brætt þær eða öllu heldur soðið. Með venjulegri sprengitækni má sarga eitthvað úr hnetti sem að oss stefnir. Smærri brotin eyðast við það í árekstrinum við lofthjúpinn, en meginhnötturinn minnkar að sama skapi. Það hvort slíkt er ger- legt að gagni fer vitaskuld eftir stærð hnattarins. En ein meginá- stæða þess að þessum málum er gefinn gaumur, er sú að menn telja sig aðeins hafa uppgötvað um tí- undapart þeirra smástirna sem gætu ógnað jörðinni. Einhvers stað- ar gæti leynst hættulegur risi á hættulegri braut. Jörðin hefur orðið fyrir slíku áður. F ERMIN GARM YN DIR K—- P É T U R P É T U R S 5 O N i. v.) S Ai V \ D A S í U D i Ó Laugdvctíi 24 10] Re\'kiavík Fréttir á Netinu ^mbl.is /KLLTAF= G/TTHV9\£? /S/ÝTl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.