Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ ®F©fimi °9 ©fefftfié FÁIR rapparar hafa fengið eins mikla og góða umfjöllun og Canibus, þó minnst af því sem skrifað hefur verið sé tengt frammistöðu hans á rappsviðinu. Fyrsta breiðskífa kappans kom út seint á síðasta ári og hefur selst metsölu, en viðtöl og greinar oftar en ekki snúist um óskylda hluti. Fyrstu smáskífur Cani- bus, sem hét Germ- aine Williams í eina tíð, vöktu á pilti mikla at- hygli, enda þóttu þær lofa góðu um að þar færi framtíðarmaður í rappinu. Áður en hann kom frá sér breiðskífu vakti þó enn meiri at- hygli stríð hans við LL Cool J, því sá síðamefndi fyrtist við þegar Canibus gerði góðlátlegt grin að honum í laginu 4,3,2,1, sem er reyndar eftir Cool J. LL Cool J svaraði fyrir sig með látum, en Canibus er margreyndur í rapparaslag og svaraði fyrir sig með magnaðri ádeilu á kappann, Second Round K.O., þar sem hann fær á baukinn fyrir dópneyslu, hræsni og til- gerð, aukinheldur sem Canibus þykir lítið til rapphæfileka hans koma. Mikið fjölmiðlafár hef- ur verið af þessu tilefni vestan hafs og sýnist sitt hverjum. Fyrir vikið hef- ur breiðskífa Canibus selst bráðvel, en menn gleymt að rýna i tónlist- ina. Peir sem það hafa gert geta þó ekki orða bundist yfir orðfimi og skrúðinu hjá Canibus og mál margra að þar sem kominn sá sem leiða muni rappvini til fyrir- heitna landsins, eftir inn- antómt bófabull undan- farinna missera. Fjor • Metallica-menn. MERKILEGT má telja hversu Metallica-flokkurinn hefur haldið virðingu sinni þrátt fyrir miklar vinsældir og milljóna- sölu, því þetta tvennt fer sjaldnast saman. Fyrir nokkrum árum sendi sveitin frá sér hverja milljónaplötuna af annarri, en fyrir jól kom út plata sem hefur líkastil komið nýjum að- dáendum á óvart. Ietallica var í fararbroddi bandarískra rokksveita sem endurreistu rokkið þar í landi og byggði tónlistarstefn- una að miklu leyti á bresku þungarokki. I gegnum tíðina hef- ur sveitin og gjarnan leikir ýmisleg lög eftir löngu liðnar rokksveitir á tónleikum og á plötum. Fyrir stuttu kom svo út plata sem dreg- ur mjög dám af uppáhaldstónlist þeirra fé- laga, Garage Inc., tvöfaldur diskur þar sem þeir Metallica-menn leika sér með annarra lög. Platan var tekin upp í september og október sl., en að sögn Lars Ulrichs, trymbils sveitarinnar, byrjuðu þeir fé- lagar að leika sér að lögunum á tónleik- ferð sl. sumar, veltu upp uppáhaldslög- um og rifust góðlátlega um hverjir væru bestir. Hann segir að það hafí verið mikið fjör í hótelherbergjum víða um Bandaríkin og þegar tónleikaferðinni lauk hafi þeir ákveðið að skella sér í hljóðver og festa gamanið á plast. Til að halda stemmningunni var ein taka yfirleitt látin nægja, og ekkert verið að liggja yfir smáatriðum eða leiðrétta það sem miður fór. James Hetfdield segir að fyr- ir vikið sé meira fjör og meiri kraftur á plötunni en mörgu því sem sveitin gefið út undanfarin ár; platan hafí verið eins og slökunaræfing. Á plötunni nýju eru nýjar upptökur eins og getið er en einnig létu þeir flakka með Garage Days Re-Revisited, sem kom út íyrir fímmtán árum og endurbætta aðra útgáfu þeirrar skífu frá 1987, smáskífu og sérlagasafn frá 1988 til 91, og Motor- headsafnið Motorheadache sem kom út fyrir fjórum árum. Meðal annars eru á plötunni lög eftir Diamond Head, Blaek Sabbath, Nick Cave and the Bad Seeds, Blue Oyster Cult, Thin Lizzy, Killing Joke, Queen, Anti-Nowhere League og Bob Seger meðal annarra sem undirstrikar að þeir félagar hafa fjölbreyttan smekk. réðu eftirlifandi Gangerar bassa- leikarann Natasha Noramly og gítarleikarann Craig B. Mannabreytingarnar höfðu góð áhrif á sveitina, tónlistin þéttist og spuninn varð markvissari eins og heyra má á stuttskífunni With Tongues Twisting Words sem kom út fyrir tæpu ári og á voru lög úr upptökulotunni fyrir breiðskífuna sem þeim Ganger-mönnum fannst ekki passa á plötuna væntanlega. Fyrsta breiðskífan, Hammock Style fylgdi síðan í kjölfarið seint á siðasta ári. Hammock Style er gott dæmi um það hvernig Skotarnir eru að endurskapa rokkið; tvöfaldar bassafléttur með ókleifan Hadrí- ansvegg gítarhljóma. Inn á milli er skotið torkennilegum talsmálsupp- tökum eða einhver sönglar sam- hengislaust, aukinheldur sem hljómborðum bregður fyrir og fleiri hljóðfærum. Á meðan nýju skífunnar með Mogwai er beðið, og hún hljómar reyndar afskap- lega vel, má stytta sér stundir með Ganger, því þótt sveitirnar séu ólíkar í aðalatriðum eiga þær það sameiginlegt að vera að ryðja nýj- um stíl braut í bresku rokki. Á BRETLANDSEYJUM má segja að tónlistin verði harðari og betri eftir því sem „ norðar dregur; sunnanlands eru menn mikið til fastir í sölupoppfroðu, en norður í landi lifa hreinlífir pönkarar sem flekka ekki rokkið með söluhjali og tilgerð. Á sama tíma og popphetjurnar á sunnanverðu Englandi hverfa smám saman inn í naflann á sér eru skoskar rokksveitir að endurappgötva rokkið með hverri snilldarskífunni af annarri. Mogwai var aðalsveit síðasta árs, en önnur skosk sveit, Ganger, sendi einnig frá sér frábæra skífu, Hammock Style. Ganger er gjarnan talin með síðrokksveitum sem leika framúrstefnulegt lagterturokk, naumhyggjulegt og hrífandi. Um margt minna þessar sveitir allar, Mogwai, Tortoise, Ui, The Sea and Cake, Stereolab, Soul Static, Slint og Ganger, á þýska framúr- stefnu áttunda eftir Árna áratugarins þegar Malthíasson þýskir rokkarar beittu raðtónatækni og naum- hyggju við rokktónsmíðar með góðum árangri. Það var einmitt sameiginlegt dá- læti á þýskararokkinu sem leiddi þá Ganger-félaga saman 1995. Sveitina stofnuðu þeir Stuart Henderson og Graham Gavin, sem báðir léku á bassa, James Young trommuleikari og Lucy McKenzie sem lék á gítar. Fyrsta skífan var 20 mínútna ómótaður spuni sem þeir félagar kölluðu Nelson, en eft- ir því sem þeir fóru að móta tónlist sína reyndi á samstarfið og á end- anum sagði McKenzie skilið við sveitina til að leggja fyrir sig myndlist. Gavin hætti 1997 og þá Orðfimi Canibus / Germaine Wilhams. SVEITIR sem helgað hafa sig danstónlist era margar svo hljóð- versháðar að þær geta ekki leikið á tónleikum. Nokkrar skera sig þó úr, þar á meðal öðhngsflokkurinn Portishead, sem sendi fyrir skemmstu frá sér tónleikaskífu til að undirstrika það. ortishead skipa Geoff Barrow, Beth Gibbons, Adrian Utley og Dave McDonalds, en þau Barrow og Gibbons era yfirleitt í sviðsljós- inu. Fyrsta skífa sveitarinnar, Dummy, þótti og þykir mikið meistaraverk, en löng bið varð eft- ir næstu skífu; vinna hófst í lok árs 1993 en platan, sem ber einfaldlega nafn sveitarinnar, kom ekki út fyrr en seint á síðasta ári. Sú var reyndar tekin upp að segja beint í hljóðverinu og lítið legið yfir hlut- unum. í viðtölum í kjölfar þess að skíf- an kom út var Geoff Barrow óspar á yfirlýsingar um að ekki stæði til að halda tónleika til að fylgja skíf- unni eftir. Eitthvað varð til þess að snúa honum, því Portishead hefur verið iðin við spilamennsku á árinu sem liðið er og minnir á sig með tónleikaskífunni sem getið er ofar. Á plötunni, sem heitir einfald- lega Roseland NYC Live, er sveit- in studd fjölskipaðri hljómsveit, strengjasveit, blásuram og tilheyr- andi. Tónleikadagskráin er fjöl- breytt, alls ellefu lög af báðum skífiim sveitarinnar, tæpur klukkutími af tónlist, einskonar safn helstu laga, sem flutt eru í draumkenndum útsetningum. Glöggt má heyra að Portishead er ekki síðri tónleikasveit en hljóð- verssveit og reyndar um margt skemmtilegri. Draumkennd Portishead á sviði í New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.