Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 B 19|p ► RAPPARINN Warren Beatty í niyndinni „Bulworth". BEATTY hefur leikið í, leik- stýrt og framleitt bíómyndir í fjóra áratugi og fáir þekkja betur innviði Hollywood-kerfisins. Myndir hans undanfarna tvo ára- tugi hafa vakið athygli og umtal, engin þó eins og Rauðir eða „Reds“ frá árinu 1981. Svo er einnig um „Bulworth", sem Beatty gerði á síðasta ári og fékk fína dóma gagnrýnenda vestra. Warren leikur hinn lífsþreytta stjórnmála- mann Jay Billington Bulworth sem ákveður vegna sérstakra persónu- legra aðstæðna að gera það sem hann lystir viku fyrir þingkosning- ar og m.a. segja það sem honum býr í brjósti og sleppa öllum fagur- gala. Hann er orðinn dauðleiður á sjálfum sér og lýðskruminu sem fylgir pólitíkinni og kosningunum og ekki hvað síst amast hann út í tangarhaldið sem stórfyiirtæki hafa á stjórnmálamönnum og fer allt í einu að tala um bilið á milli ríki-a og fátækra í Bandaríkjunum; tekur t.d. að segja svertingjum hvers vegna þeim muni alltaf verða haldið niðri - og það er aðeins byrjunin. Hamskipti stjórnmálamanns Sjálfur segist Beatty alltaf hafa verið demókrati og á árum áður tók hann þátt í pólitísku starfi. En „nú er orðið erfitt að greina á milli demókrata og repúblikana því þeir eru styi-ktir af sama ríka fólk- inu svo mér finnst ég vera ut- angátta í Demókrataflokkn- um. Ég mundi vilja að hann hyrfi aftur til hugsjónanna sem hann barðist fyrir þegar ég tók þátt í pólitíkinni,“ segii’ hann í samtali við kvikmynda- tímaritið Neon. Beatty skrifar handrit, fram- leiðir, leikstýrir og leikur aðal- hlutverkið í „Bulworth" en með önnur stór hlutverk fara Halle Ben-y, Oliver Platt, Don Chea- dle og Paul Sorvino. Þegar myndin hefst hefur öldunga- deildarþingmaðurinn íhalds- sami, Bulworth, ekki fest svefn eða getað borðað svo dögum skiptir. í kosningaáróðri sínum talar hann um vaxandi innflytj- endavandamál og alltof háan kostnað við velferðarkerfið. Að- eins viku fyrii- kosningar gerir hann samning við risastórt h'yggingafyrirtæki um að kjósa gegn nýju tryggingafrumvai’pi og fá í staðinn líftryggingu upp á milljónir dollara í nafni dóttur sinnar. Eftir það kemur hann því svo fyrir að hann verði myrtur. Það veitir honum auðvitað ákveðið frelsi í kosningabaráttunni og hann hellir sér í slaginn af end- urnýjuðum þrótti því nú getur hann leyft sér að segja hvað sem er og haga sér að vild; hann byrjar á því að segja á fundi með svertingj- um að Demókrataflokkurinn vilji ekkert hafa með þá að gera vegna þess að þeir geti ekki gefið flokkn- um neina peninga. Hann ræðst á gyðingana sem stjórna drauma- verksmiðjunni Hollywood, klæðir sig eins og hipp hoppari og rappar frammi fyrir ríka liðinu á fjáröflun- arsamkomu fyrir flokkinn; „Segið þetta ljóta orð, sósíalismi," hrópar hann. Harmrænn farsi Myndin er sögð fínasta háðs- ádeila þar sem Beatty gengur ansi langt til þess að gera sig hlægileg- an en það er víst ekki minnstur hlutinn af gamninu. Leikarinn seg- ist hafa kynnt sér til hlítar rapp- heiminn en galdurinn var að hann þurfti að vera afkáralegur rappari og hlægilegur. „Ég fór létt með að vera lélegur rappari,“ segir hann. Rithöfundurinn NoiTnan Mailer kallaði myndina harmrænan farsa. „Við erum að fást við öfgar og tök- um mjög öfgafull dæmi,“ segir Beatty, „og það er það fyndna við myndina. Ef ekki er neitt til að hlæja að erum við í vondum mál- um.“ Hann segist vilja vekja at- hygli með myndinni á því bili sem myndast hefur milli ríkra og fá- Beatty og stjórnmálin Bandaríski leikarinn og leikstjórinn Warren Beatty rappar í nýj- _ ustu mynd sinni, ,,Bulworth er pólitísk háðsádeila um stjórnmálamann sem tekur að haga sér allundarlega nokkru fyrir kosningar. sem Arnaldur Indriða son kynnti sér feril Beattys og nýju EKKI hefðbundin Ilollywood mynd; Beatty sem stjórnmála maðurinn Bulworth. myndina hans. ◄ BEATTY leikur stjórn- málamann sem tekur mjög róttæk- um breyting- . MEÐ strákunum í hverfinu; úr „Bulworth". tækra í Bandaríkjunum og að það bil sé alltaf að breikka. „Mér er sama þótt ég móðgi eitthvert fólk vegna þess að ég er ekki í pólitík. Ég þarf ekki á atkvæðum að halda. Ég bý við þann mikla mun- að að geta sagt það sem mér sýn- ist.“ Beatty er fæddur árið 1937 og er yngri bróðir Shirley MacLaine. Hann lék í fjölda bíómynda á sjö- unda áratugnum, þeirra þekktust er líklega „Splendor in the Grass“, þar til hann vakti heimsathygli ásamt Faye Dunaway árið 1967 í Bonnie og Clyde, sem hann fram- leiddi sjálfur. Hann tók sér hlé í þrjú ár og lék næst í kvikmyndinni „The Only Game in Town“ árið 1970 og árið eftir í mynd Robert Altmans, „McCabe and Mrs. Mill- er“. Hann lék m.a. í samsæristryll- inum góða „The Parallax View“ en síðan kom önnur mynd sem hann framleiddi og ski-ifaði handrit að ásamt Robert Towne, Sjampó; hún var mjög vel sótt og hann var út- nefndur til Óskarsins fyrir handrit- ið. Beatty fékk orð á sig fyrir að taka sér góðan tíma í að undirbúa myndirnar sínar og það liðu þrjú ár þar til hann sendi frá sér þá næstu, „Heaven Can Wait“, sem hann byggði á mynd frá 1941, „Here Comes Mr. Jordan"; hann skrifaði handritið ásamt Elaine May, leikstýrði ásamt Buck Henry, framleiddi og fór með aðal- hlutverkið en mótleikkona hans var Julie Christie, sem einnig hafði verið í Sjampóinu; Beatty hlaut fjórar Oskarstilnefningar. Enn liðu þrjú ár og þá gerði hann það sem margir mundu segja að væri hans meistarastykki, Rauða. Það var rómantískt drama um rússnesku byltinguna eins og hún kom bandaríska kommúnist- anum og blaðamanninum John Reeds fyrir sjónir og enn gegndi Beatty öllum helstu störfunum við gerð hennar og átti hana raunar með húð og hári. Sex ár liðu þar til hann lék í gamanmyndinni „Isht- ar“ eftir vinkonu sína, Elaine May, en litið var á myndina sem mistök. Eftir það gerði Beatty Dick Tracy byggða á samnefndri teikni- myndahetju og réð Madonnu til að leika á móti sér og átti í ástarsam- bandi við hana á tímabili (hann hefur lengi haft orð á sér að vera, kannski ásamt Jack Nicholson, mesti kvennabósi draumaverk- smiðjunnar). Eftir það gerði hann bestu mynd sína frá dögum Rauðra en það var „Bugsy“, sem fjallaði um glæpafor- ingjann Bugsy Siegel. Þremur ái’um síðar gerði hann mis- heppnaða ást- armynd með eiginkonu sinni, Ann- ette Bening, „Love Affa- ir“. Kvik- mynda- gerðin breyst Eins og sést á þessari yfirferð hef- ur Beatty gei-t bæði metnaðarfullar, per- sónulegar myndh’ og myndir sem eiga að höfða sérstaklega til áhorfenda og fellur „Bulworth" í fýrr- nefnda flokkinn. Hún er að vonum mjög lituð af hans eigin pólitík, sem mótuð var á sjöunda áratugnum, og lýsir hvernig stjórnmálin í Bandaríkjunum, óréttlætið í samfé- laginu og kynþátta- misréttið kemur hon- um fyrir sjónir í dag. En hann talar einnig um hvernig kvikmynda- gerðin hefur breyst á þeim áratugum frá því hann gerði Bonnie og Clyde. „Það besta við tíma- blilið sem stundum er kallað „gullöld" bandarískra kvikmynda, eftir að stóru kvikmyndaverin misstu tökin á hæfileikafólkinu og áður en menn fóru að dreifa hasarmyndum í 3.000 kvikmynda- hús, er að enginn vissi hvað gekk í áhorfendur. Þá var ekki farið eins mikið eftir vinsældakönnunum og áhorfendakönnunum og allskonar könnunum um hvað fólk vill. Þá fóru kvikmyndagerðannennirnir eftir sinni eigin sannfæringu og tilfinningu. Við horfum með sökn- uði til þessa tímabils. Við fáum ekki lengur að gera það sem við viljum.“ Nema í undantekningartilvikum og „Bulworth" er eitt slíkt. Heiti maður Warren Beatty í Hollywood er líklegi-a að maður geti gert það sem honum dettur í hug. „Ég þurfti aldrei að hafa áhyggjur af því hvort þessi mynd ætti eftir að græða eða ekki og „Bulworth" er kannski sú mynd mín sem er hvað óhefðbundnust og alls ólík því sem Hollywood stendur fyrir.“ Næsta mynd Beattys er róman- tíska gamanmyndin „Town and Country" með Diane Keaton en leikstjóri er Peter Chelsom.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.