Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Þeir gerast ekki stærri SÖGURNAR um þá stóm sem sluppu era orðnar margtuggnar. *Allir veiðimenn þekkja þær og meira að segja fjölmargir úr röðum þeirra sem stunda ekki stangaveiði komast ekki hjá því að heyra dramatískar lýsingarnar. Auðvitað nást oft stórir laxar, en miklu fleiri sleppa og fer þá allt á flug með stærð þeirra. Menn þekkja hvað veiddir stórlaxar geta stækkað með áranum. Hvað þá þeir sem sleppa. Dæmi var um Bandaríkja- mann sem missti tröll fyrir norðan og var flaumósa af geðshræringu í veiðihúsinu. Talaði um 40 punda lax. Fiskurinn hafði fluguna hans með sér og til allrar óhamingju fyr- ir veiðimanninn veiddist laxinn fá- -» um dögum síðar og þá hrandi spila- borgin. Laxinn var 18 pund. Kol- beinn Gíslason sagði aðra svona sögu af ónefndum manni sem missti „stórlax" í Svartastokki. Sá sleit líka og sögumar vora síst ómerkilegri. Sá lax veiddist einnig síðar og reyndist rúm 4 pund! Sú saga sem rakin verður hér á eftir er þó án nokkurs vafa stór- brotnasta sagan um þann stóra sem slapp. í bókinni „Átrúnaður heimsins" sem þýdd var yfir á ís- lensku fyrir síðustu jól er endur- sögn frá veiðitúr þramuguðsins Þórs og jötunsins Hymis. Segir í bókinni að frá ferðinni sé greint í nokkram af elstu goðakvæðunum og myndristur úr sögninni hafí fundist á þremur steinum frá vík- ingaöld. Við grípum nú niður í text- ann: - Sagan segir að Þór hafí haldið til sjávar, dulbúinn sem unglingur, og beiðst þess að mega fara á veið- ar með jötninum. Hymir tók því fá- lega og sagði honum að hann yrði þá að fínna sér sína eigin beitu. Þór fór í uxahjörð jötunsins, drap þann stærsta og kom með hausinn af honum til beitu. - Þeir lögðu nú frá landi og Þór reri af miklum kröftum þar til þeir vora komnir langt út fyi-ir þau mið sem jötunninn var vanur að sækja til fiskjar. Þór beitti uxahöfðinu á öngul sinn og kastaði fyrir borð. í hafdjúpunum beit Miðgarðsormur á agnið og dró Þór ófreksjuna upp þar til ógnandi haus ormsins birtist við borðstokkinn. Þór færðist í ásmegin er hann dró orminn upp, spyrnti fótunum gegn um bátinn og í sjávarbotninn. Þegar ormurinn spýtti eitri starði Þór í augu hans og sveiflaði hamr- inum en jötunninn varð svo hrædd- ur að hann skar á línuna og ormur- inn hvarf í hafið. Að sögn Snorra Sturlusonar í Snorra-Eddu vora sagnamenn til foma ekki sammála Mæla mig hvar? Braun eyrnahitamælirinn fæst í apótekum, góöur fyrir mig og mömmu. ThermoScan BRflun Ekta augnahára- og augnabrúnalit- ur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í ein- um pakka. Mjög auðveldur í notk- un, fæst í þremur litum og gefur frábæran árangur. Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir ATH. nul Frá Tana Maskara Stone. Þessi (svarti) gamli góði með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum. 1 TANA Cosmetics Einkaumbod: S. Gunnbjörnsson ehf., s. 565 6317 Morgunblaðið/Árni Sæberg SIGURÐUR Steindórsson í Gulli og silfri situr við smíðina á verðlaunagripnum góða. um hvort Þór hefði barið orminn en flestir töldu þó að hann hefði sloppið. Þór kastaði svo jötninum í hafíð í reiði sinni og óð sjálfur til lands. Ai'shátíð á sextíu ára afmælisári SVFR er sextugt í maí á þessu ári og árshátíð félagsins verður haldin á Hótel Sögu laugardaginn 13. febrúar. Að venju er vel til há- tíðarinnar vandað, en því hefur oft verið fleygt að „flottari böll“ séu ekki haldin hér á landi. Að sögn Marinós Marinóssonar formanns skemmtinefndar SVFR höfðu menn afmælisárið sérstak- lega í huga er dagskráin og mat- seðillinn vora skipulögð. Meðal skemmtiatriða má nefna samsöng Helga Bjömssonar og Bergþórs Pálssonar og gamanmál Sigurðar Sigurjónssonar og Amar Ámason- ar, að ógleymdri bikarafhendingu og happadrættis. Veislustjóri er Jón Baldvin Hannibalsson. Meðal verðlaunagripa er að venju „Gull og silfur-flugan, sem Sigurður Steindórsson hjá Gulli og silfri hefur smíðað og gefið um ára- bil. Gripurinn er ugglaust einhver verðmætasti verðlaunagi-ipur, ef ekki sá verðmætasti, sem veittur er fyrir afrek hér á landi, því hann er jafnan að verðgildi um 200.000 krónur eða þar um bil. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ætlað að vera hættur þessu fyrir löngu, en þetta væri orðinn skemmtilegur vani sem erfítt væri að venja sig af. Sá er hlýtur bikarinn að þessu sinni er Hilmar Hansson sem veiddi tvo 16 punda flugulaxa í Stóru-Laxá í Hreppum. Það er við hæfi að Hilmar hreppi gripinn, því fyrir fáum áram var búið að melda hann fyrir 19 punda lax, er menn áttuðu sig á því að Aad Groeneweg væri íslenskur ríkisborgari og fé- lagi í SVFR, en ekki einhver er- lendur auðkýfingur, en Aad hafði dregið 24 punda hæng úr Stóra- Laxá. Dagbók frá Damaskus Gleði og’ fögnuður vegna forsetakosninga á morgun ÞAÐ er engu líkara en menn hafi verið dauðhræddir um að forset- inn ætlaði ekki að gefa kost á sér - svo innileg - eða þannig er það kynnt - var gleðin yfir því að hann féllst á að taka útnefningu Baat- flokksins. Damaskus er skreytt í bak og fyrir og myndir af forsetanum sem hefur ekki verið skortur á era svo margar að það er óhugs- andi að snúa sér nema nokkra sentímetra þá blasa við myndir af honum. Blöðin og sjónvarpið hafa gert fögnuði þjóðarinnar ítarleg skil og í sjónvarpinu núna undanfarið hefur jafnan verið svona tíu mín- útna þáttur um það hvað öll helstu heimsblöðin - ekki síst á Vestur- löndum - eru einróma í lofi á Sýr- landsforseta. Sjálfur virðist forsetinn taka þessu öllu með stakri ró og ekki að sjá á honum þegar hann kemur fram opinberlega að allt þetta lof stígi honum til höfuðs. Hann er mildur og föðurlegur og tekur þessu af yfirvegaðri fágun. Hann hefur nú setið við völd síðan 1970 og um hann mætti ugglaust nota mörg orð og fjölbreytileg en mér dettur í hug það sem sagt var um Hvamm-Sturlu forðum daga að fá- ir verði til að frýja honum vits en ugglaust gruni einhverjir hann um græsku - ef þeir vita ekki betur. Svo er skólinn byrjaður aftur og það var skemmtilegt að hitta bekkjarfélagana og æði misjafnt sem þeir höfðu fyrir stafni þessar tvær vikur. Sumir stóðu við fyrir- heit um að læra - þeir virðast að vísu afar fáir - aðrir flökkuðu um Það hefur ríkt hátíð- arstemmning um ger- vallt Sýrland undan- farna daga eftir að forsetinn kunngjörði þjóðinni, skrifar Jóhanna Kristjóns- dóttir að hann gæfí kost á sér til endur- kjörs í kosningum sem fara fram á morgun. Ef marka má undir- tektir eiga menn ekki að þurfa að efast um að hann nær kjöri með glæsibrag. Sýrland eða nágrannalönd og enn aðrir virðast hafa tekið þá stefnu að kynnast Damaskus betur enda er hún endalaus uppspretta. Ég skrapp t.d. á dögunum í A1 Azem þjóðháttasafnið sem ég hafði ekki komið í frá því í fyrstu ferðinni hingað fyrir hátt í 18 árum. Þar era, eins og nafnið bendir til, hættir og venjur kynntar á lífleg- an og skemmtilegan hátt, einkum með brúðum - svo sem klæða- burður, matarvenjur, húsakostur og alls konar siðir og venjur. Prófin gengu betur en ég þorði að vona. Útkoman reyndist vera mjög þokkaleg, 345 stig af 400 mögulegum. Það þýðir 8,6 á okkar einkunnaskala og í bókstöfum eitt A+, A, B+ og B. Ég græddi á því að munnlegu prófin giltu helming á við hin. En þegar ég sé prófblöðin mín og vill- urnar vona ég að sumt komi ekki fyrir aftur. Til dæmis er baráttan við sérhljóðana svona uppundir það unnin enda hef ég sótt þó nokkra tíma hjá dr. Hazem í frí- um. Við höfum meðal annars lesið þrjár barna- og unglingasögur sem era ekki lesnar fyrr en á síð- asta ári í arabískunámi, að því er hann segir. Svo hef ég verið látin skrifa útdrátt úr þeim, án þess að mega hafa þær hjá mér og kíkja í þær og hef því þurft að nota eigin orð og ímyndunarafl. Það hefur kannski verið farið dálítið frjáls- lega með söguefnið en dr. Hazem fellur það ágætlega og segir að það bendi til að ég sé farin að hugsa pínulítið á arabísku. Svo þetta hlýtur allt að enda eins dægilega og forsetakosningarnar - ég næ tökum á arabísku og elskulegi forsetinn vinnur kosn- ingamar. Það væri ekki amalegt ef rétt reyndist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.