Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 B 3 listamönnum, til að mynda Fire til Pointer systra og Because the Night til Patti Smith. Aður er getið í þessari samantekt þegar Springsteen komst í samband við John Hammond og kassinn hefst á þeim viðeigandi stað; í hljóð- veri þar sem John Hammond kynn- ir prufuupptökur með ungum manni. Síðan er sagan rakin fram til ársins 1998 með plötuafgöngum og aukalögum sem gefa fágæta mynd af sögu lagasmiðs og einlægs lista- manns. Ekki er alltaf gott að gera sér grein fyrir því hvers vegna lög komust ekki í náðina hjá Springsteen á sínum tíma, en önnur hafa líkastil ekki passað við stemmninguna á þeim skífum sem verið var að vinna þá stundina. Obb- inn af lögunum er aftur á móti í þeim gæðaflokki að flestir tónlistar- menn hefðu talið sig fullsæmda að senda þau frá sér og mikill fengur að komast yfir safnð. yiNNLENT Fyrirlestur um starf kennarans KENNARINN, meistari eða þjónn? er heiti á fyrirlestri sem Helga Sigurjónsdóttir, mennta- skólakennari flytur í Norræna hús- inu miðvikudaginn 10. febrúar kl. 17-19. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn. „í fyrirlestrinum fjallar Helga um starf kennarans og þróun þess í aldarfjórðung. Hún heldur því fram að kennarar hafi glatað fornu valdi sínu. Eðlileg afleiðing þess sé lítið sjálfstraust, léleg sjálfsímjmd og lág laun enda sé nú enn verr komið fyrir grunnskólakennurum en nokkurn hefði grunað að óreyndu. Eða hvaða stétt myndi þola andlegt og líkamlegt ofbeldi á vinnustað árum saman nema hún hefði áður glatað völdum?, segir í fréttatilkynningu. „Eftir erindi Helgu verða umræð- ur. Mikilvægt er að kennarar fjöl- menni á fundinn og ræði málin. Fáir andmæla því lengur að skólinn sé í kreppu, eigi hann að komast úr henni verða kennarar að taka til sinna ráða. Þeirra er ábyrgðin, þeirra á líka að vera valdið," segir ennfremur. Holl og bragdgód jurtakœfa Prjár Uúffenaar matvöruverslunum byCl00t60HfttöW! Dreifing; Heilsa ehf. S . 5 3 3 3 2 3 2 Miklabraut - Skeiðarvogur Nú er að hefjast á vegum Vegagerðarinnar og Borgarverkfr æðings Reykjavíkur gerð nýrra mislægra gatnamóta á Miklubraut við Skeiðarvog. Miðvikudagskvöldið 10. febrúar verður Skeiðarvogi lokað frá Miklubraut að Fákafeni og Mörkinni. Umferð af Miklubraut til norðurs verður beint um bráðabirgðaveg sem nær yfrr á Suðurlandsbraut. Umferðarljós verða á gatnamótum Miklubrautar og bráðabirgðavegarins. Hér eru á döfinni viðamiklar framkvæmdir sem skipt er niður í nokkra áfanga. Gatnamótin verða opnuð fyrir umferð í september nk. Lokað framkvæmdasvæði Bráðabirgðavegur Umferðarljós §

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.