Morgunblaðið - 09.02.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 09.02.1999, Síða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR1999 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Albert prins hættur að mæta á leiki Mónakó ALBERT prins af Mónakó, sem sjaldnast lætur sig vanta á heimaleiki Mónakóliðsins í knattspyrnu með rauðan og hvítan trefil liðsins um hálsinn, hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki mæta á fleiri heimaleiki á Stade Louis II í bráð. Astæaðn er sú að honum þykir leikmenn liðsins ekki leggja sig eins mikið fram og áður. „Eg hef þegar greint forseta Mónakóliðsins, Jean-Louis Campora, frá því að ég mæti ekki á fleiri leiki fyrr en liðsmenn geta náð saman og leikið sem ein heild,“ sagði prinsinn í viðtali við L’Equipe á föstudag. Faðir prinsins, Rainer, er sterkasti fjárhagsbakhjarl liðsins. Hann hefur einnig gagnrýnt liðið opin- berlega og sagt að verði ekki breyting á því verði ekki komist hjá því að skipt verði um stjómendur. Mónakó er í 6. sæti frönsku deildarinnar, 16 stigum á eftir efsta liðinu, Bordeaux. íslandsmeistarar í einliðaleik karla í badminton 1949-1999 ^ =====...........................................................—«- Broddi Kristjánsson, TBR, 13 |1980|1981|1982ll983|1984|1986|1988|1989|1990|1992[1993|1995|1998l Óskar Guðmundsson, KR, 8 Il960ll96l|l963|l964|1965|1968|1969[1970l Ágúst Bjartmarz, UMFSnæfelli, 5 |1950|1951|1956|1958|19591 Wagner Walbom, TBR, 5 [195211953|1954|1955|1957| Haraldur Korniliusson, TBR, 511971|1972|1973|1974|1975| Jón Árnason, TBR, 311962|1966|19671 Sigurður Haraldsson, TBR |1976|1977| ^ Jóhann Kjartansson, TBR [1978|1979| Þorsteinn Páll Hængsson, TBR |1987|1994[ Tryggvi Nielsen, TBR |1996[1997' Einar Jónsson, TBR [1949[ Guðmundur Adolfsson, TBR [1985[ Árni Þór Hallgrímsson, TBR [1991| Tómas Viborg Garðarsson, víkingi [1999 Hollendingurinn sem ekki er fljúgandi ÓHÆTT er að segja að hollenski markahrókurinn Dennis Berg- kamp verði á faraldsfæti næsta árið. Framherjinn sterki er lykil maður í meistaraliði Arsenal og í hollenska landsliðinu og fyrir báðum þessum liðum liggur fyrir stíf ferðaáætlun næsta árið. Slíkt væri vitanlega ekki sérstak- lega í frásögur færandi, ef ekki væri fyrir þá kunnu staðreynd að Dennis er fremur flughræddur maður og neitar með öllu að stíga upp í stálfuglana og taka sér far með þeim. Hann kýs fremur að nota jarðbundnari fararskjóta og verður fyrir vikið að gera sér lengri og erf- iðari ferðalög að góðu. Flughræðsla Bergkamps er ekki ný af nálinni og Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur sætt sig við hana og látið kappann notast við lestarferðir í mikilvæg- ustu leiki liðsins á erlendri grundu. Minniháttar leikjum hefur fram- herjinn hins vegar sleppt. Nú er gamli varnarjaxlinn Frank Rijka- ard tekinn við hollenska landsliðinu og hann hefur gefíð tvennt út varð- andi Bergkamp; annars vegar að hann sætti sig við flughræðslu hans og hins vegar að fyrir vikið verði leikmaðurinn að vera viljugur til ferðalaga á jörðu niðri, því hann sé mikilvægur hlekkur í landsliðinu sem undirbýr sig íyrir úrslitakeppni Evrópumóts landsliða 2000. Sleppur við Brasilíuferð Hollendingar og Belgar eru sam- eiginlegir gestgjafar á EM og fyrir vikið þurfa landslið þjóðanna ekki að taka þátt í undankeppninni, þau hljóta sjálfkrafa þátttökurétt. Hins vegar munu þau í staðinn leika gnægð mismerkilegra vináttuleikja og vegna þeirra mun Bergkamp þurfa að ferðast víða á næstunni. Fyrstu verkefni Hollendinga af þessum toga verða tveir leikir í Brasilíu í júní nk. Þeim fær Berg- kamp að sleppa sakir mannúðar- sjónarmiða Rijkaards, en öðrum ekki, og þar með eru taldir leikir í Danmörku, Frakklandi og Sviss svo dæmi séu tekin. „Við erum að búa okkur undir af- ar mikilvægt verkefni og megum ekki við sífelldri tilraunastarfsemi. Eg hef ákveðnar og fastmótaðar hugmyndir um landsliðið og vil fá þá leikmenn sem ég vel hverju sinni. Þótt þeir þurfi að ferðast um langan veg,“ sagði Rijkaard. Hollendingar leika vináttulands- leik gegn Portúgölum annað kvöld á Parc des Princes-leikvanginum fræga í París. Hollenska liðið mætti til æfinga í Amsterdam í gær og þurfti Bergkamp vitaskuld að taka hraðlest gegnum Ermarsundsgöng- in með viðkomu í Calais til að hitta félagana í borginni við sundin. Það- an fljúga félagar hans til Parísar seinna í dag - Bergkamp kemur ak- andi á eftir, fjögurra og hálfs tíma ferðalag. Bergkamp er auðvitað fyrir löngu orðinn vanur slíkum ferðamáta og hefur þess vegna komið sér upp álit- legum bifreiðakosti fyrir lengri og skemmri ökutúra. Sumir þessara bíla hafa stýrið vinstra megin, eins og á meginlandinu, aðrir eru útbúnir fyrir vinstri umferð eins og gerist á Bretlandi. I bílaflotanum eru nokkr- ar BMW-bifreiðir, einn Porche og jeppi af Range Rover-gerð. Ancelotti tekur við af Lippi hjá Juventus CARLOS Ancelotti hefur verið ráðinn þjálfari ítalska knattspyrnuliðs- ins Juventus. Hann tekur við af Marcello Lippi, sem sagði af sér í kjöl- far 2-4 tapleiks gegn Parma á sunnudag. Ancelotti átti að taka við starfi Lippi að lokinni þessari leiktíð, en stjórn liðsins óskað eftir því að haim tæki við því sem fyrst. Lippi sagðist hafa reynt hvað hann gat til þess að ná árangri ineð liðið, en honum hefði mistekist. Ljóst er að Aucelottis bíður erfitt verkefni. Staða liðsins f deildinni hefur ekki verið eins slæm í 37 ár. Liðið er í 9. sæti í fyrstu deild ítölsku knattspymunnar og er úr leik í bikarkeppninni. Alexandro Del Piero, helsti markaskorari liðsins, hefur átt við meiðsli að stríða og hefur liðinu gengið erfiðlega að skora mörk. í 20 leikjum hefur Juve aðeins skorað 22 mörk. Thierry Henry frá Frakklandi og Juan Esnaider frá Argentfnu komu til liðsins í sfðasta mánuði og áttu að skerpa sóknarleik þess, en hvorugum hefur tekist. ætlunarverk sitt. Þá er Zinedine Zidane ekki svipur hjá sjón frá því á HM í Frakklandi. Reuters Marki fagnað DENNIS Bergkamp fagnar hér marki sínu gegn West Ham, er Arsenal lagði „hammers" á Upton Park, 4:0. Fyrir aftan hann er Julian Dicks, leikmaður West Ham. ■ HARALDUR Þorvarðarson skoraði 5 mörk fyrir Diisseldorf þegar liðið vann HG Erlangen í suð- urhluta 2. deildar þýska handknatt- leiksins um helgina. Diisseldorf er í 13. sæti af 18 liðum deildarinnar með 16 stig. ■ EIÐUR Smári Guðjohnsen var í leikmannahópi Bolton Wanderers sem vann Grimsby 1:0. Framherj- inn Dean Holdsworth skoraði eina mark leiksins, en hann hefur hrein- lega blómstrað í íramlínu Bolton síðustu vikurnar. Eiður Smári hefur verið frá lengi vegna meiðsla, en er óðum að ná sér og komst í leikmannahóp Bolton eftir söluna á Arnari Gunnlaugs- syni til Leicester. ■ BOLTON stendur nú ágætlega að vigi í toppbaráttu 1. deildarinnar, á leik til góða á Bradford og Sund- erland sem eru íyrir ofan á töflunni. Fastlega er búist við að danski leik- maðurinn Bo Hansen verði seldur til Bolton innan skamms frá dönsku meisturunum Bröndby. ■ JÓHANN B. Guðmundsson var í leikmannahópi Watford sem tapaði um helgina. Hann kom ekki inn á í leiknum. ■ MEL Miiller setti bandarískt met í stangarstökki kvenna innanhúss á hinu árlega Milrose-móti í New York-borg á iaugardaginn. Miiller stökk 4,49 metra og bætti fyrra met Stacy Dragila um 1 cm. Muller gerði tilraun til að bæta heimsmetið um 1 cm, átti þrjár tilraunir við 4,56 en tókst ekki. ■ JELENA Belyakova frá Rúss- landi hafnaði í öðru sæti, stökk 4,22 metra. Daniel Bartova frá Tékk- landi sem missti Evrópumetið inn- anhúss í vikunni hafnaði í 6. sæti, fór yfir 4,12 metra. ■ DAN O’Brien heimsmethafi í tugþraut og sjöþraut býr sig nú af kappi undir heimsmeistaramótið innanhúss í næsta mánuði. Hann lenti í 3. sæti í 60 metra grinda- hlaupi á Milrose mótinu, hljóp vega- lengdina á 7,76 sek. íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í 50 metra grindahlaupi er 7,99 sek. ■ MARTINA Hingis tenniskona frá Sviss endurheimti efsta sæti styrk- leikalista tenniskvenna með því að leggja Jönu Novotnu í tveimur sett- um í undanúrslitum Kyrrahafsmóts- ins í tennis í Tókýó um helgina. ■ HINGIS varð að sjá á bak sætinu til Lindsay Davenport frá Banda- ríkjunum þegar hin síðarnefnda vann Opna bandaríska meistara- mótið í vetur. Davenport féll hins vegar úr leik í 8-manna úrslitum Kyrrahafsmótsins og féll þar með í 2. sæti listans þar sem hún hafnaði einnig á eftir Hingis á Opna ástr- alska á dögunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.