Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 B 5
ÍÞRÓTTIR
FRJÁLSIÞROTTIR
Jón Amar
nokkuð frá
sínu besta
Hafnaði í fjórða sæti á sjöþrauta-
móti Erki Nool í
JON Amar Magnússon hafnaði
aðeins í fjórða sæti í sjöþraut á
alþjóðlegu móti sem tugþrautar-
kappinn Erki Nool stóð fyiir í Tall-
inn í Eistlandi um helgina. Jón
hlaut 5.986 stig sem er nokkuð frá
íslands- og Norðurlandmeti hans,
6.170 stig. Kom það einkum til af
því að Jón var fjarri sínu besta í
langstökki, hástökki, 60 metra
grindahlaupi og stangarstökki.
„Þrátt fyrir allt þá er ég nokkuð
þokkalega ánægður með þetta ef
tekið er mið af árstíma," sagði Gísli
Sigurðsson, þjálfai-i Jóns Amars.
„En því er ekki að leyna að ég vil
sjá umtalsvert betri árangur hjá
Jóni í sjöþrautinni á HM eftir mán-
uð, en þá verður hann búinn að létta
sig niður eftir ei-fiðar æfingar.“
Erki Nool varð hlutskarpastur í
sjöþrautinni, fékk 6.309 stig, Tékk-
inn Roman Sebrle varð annar með
6.209 stig, Lev Lobodin frá Rúss-
landi hafnaði í þriðja sæti, fékk
6.182 stig. Næst á eftir Jóni í 5.
sæti varð Bandaríkjamaðurinn
Chad Smith, 5779 stig, Úkraínu-
maðurinn Aleksandr Jurkov varð
sjötti með 5.764 og Eistlendingur-
inn Indrek Kaseorg áttundi,
önglaði saman 5.764 stigum. Alls
byrjuðu 15 keppendur í sjöþraut-
inni og luku 13 öllum greinunum
sjö.
Jón Arnar hljóp 60 metra hlaup
á 6,95 sekúndum, stökk 7,30 metra
í langstökki, varpaði kúlu 15,90
metra, stökk yfir 1,98 metra í
hástökki, hljóp 60 metra grinda-
hlaup á 8,21 sekúndu, stökk yfir
4,75 metra í stangarstökki og hljóp
1.000 metra á 2.46,17 mín.
„Eg er auðvitað ekki ánægður
Tallinn í Eistlandi
með sætið en það er erfitt að keppa
þegar maður er á fullu í æfingum,"
sajgði Jón Amar að mótinu loknu.
„Eg er í mjög erfiðum æfingum um
þessar mundh' og bjó mig ekkert
sérstaklega undir þetta tiltekna
mót. Að því loknu veit maður hins
vegar betur hver staðan er,“ sagði
Jón ennfremur. GísM sagði árangur
Jóns e.t.v. nokkuð eðlilegan. Hann
hefði létt sig fyrir IR-mótið á dög-
unum og verið þá í léttara lagi. Eftir
það hefðu hins vegar tekið við mjög
þungar æfingar og hann hefði ekki
fengið neitt að slaka á klónni áður
en haldið var til Eistlands, enda öll
áhersla lögð á að vera í sem bestri
æfíngu þegar að heimsmeistara-
mótinu kemur efth- mánuð.
Stangirnar komu ekki
Jón Arnar var einn fjögurra
keppenda á mótinu í Tallinn sem
ekki fékk stangir sínar fluttar frá
Kaupmannahöfn til TalMnn. Ein-
hverra hluta vegna urðu þær eftir í
Kaupmannahöfn og skrifast sökin
á flugfélagið SAS. Jón og félagar
hans sem fyrir þessum óþægindum
urðu þurftu að fá lánaðar stangir
en það skapar verulegt óöryggi að
stökkva ekki á eigin stöngum, að
sögn Gísla Sigurðssonar þjálfara.
Enda kom það fram á árangri fjór-
menninganna, Jón stökk 4,75, var
35 sm frá sínu besta, Roman
Sebrle fór aðeins yfir 4,65, Jir
Ryba, Tékklandi, fór sömu hæð og
Jón en verst út úr þessu fór Band-
aríkjamaðurinn Trafton Rodgers,
hann náði sér ekki á strik og felldi
byi’junarhæð.
■ Úrslit/ B15
SIV Friðleifsdóttir og Víðir Bragason sigruðu í tvenndarleik í A-flokki á Íslands-
mótinu í badminton um helgina.
Þingstörfin og badmin-
tonið fara vel saman
SIV Friðleifsdóttir alþingis-
maður og Víðir Bragason
sigruðu í tvenndarleik í A-
flokki á íslandsmótinu í
badimnton sem fram fór í
TBR-húsinu um helgina. Þau
unnu Kristján Kristjánsson og
Helenu Oskarsdóttur í úrslita-
leik, 15/4 og 15/6. „Það var
mjög gaman að verða fsiands-
meistari, en leikirnir voru allir
mjög jafnir. Við Víðir náðum
mjög vel saman í mótinu. Eg
átti alls ekki von á því að við
myndum sigra,“ sagði Siv við
Morgunblaðið.
Siv segist liafa stundað bad-
minton frá því hún var 7 ára
gömul og komist m.a. í ung-
lingalandsliðið á sfnum tíma.
Faðir hennar, Friðleifur
Stefánsson, hefur einnig
stundað íþróttina í tugi ára,
varð Islandsmeistari í tvíliða-
leik með Oskari Guðmundssyni
1969. Siv er nú í stjórn Bad-
mintonsambands Islands.
„Badminton er rosalega
skemmtileg íþrótt sem allir
geta stundað. Jafnt unglingar
sem fullorðnir. Eg veit til þess
að menn á níræðisaldri eru að
æfa badminton, það er
frábært. Ég legg mikla
áherslu á að komast á æfingar
minnst einu sinni í viku. Ég
æfi með hópi sem nefnir sig
Lurkarnir. Við erum tólf sam-
an og það er mjög skemmti-
legur hópur sem kemur úr
hinum ýmsu störfum
þjóðfélagsins. Það eru því oft
líflegar umræður eftir æfíng-
ar. En við erum ekki aðeins
saman á æfingum. Við förum
saman út að borða og gerum
margt annað saman utan æf-
inganna,“ sagði hún.
. En fer það vel saman að
vera þingmaður og að æfa
badminton? „Já, allir verða að
hreyfa sig og þetta er liður í
því hjá mér. Hreyfingin er
aðalatriðið og það er ekkert
atriði að taka þátt í keppni. Ég
reyni að gera allt til að hliðra
til svo ég komist á æfingar,
fresta fundum ef ég hef tök á
því eða þá flýti þeim ef ég er
að verða of sein á æfingar. Það
er ekki hægt að koma of seint
á æfingar því þá lætur maður
aðra bíða eftir sér. Badminton
er frábær íþrótt og það ættu
sem flestir að kynna sér hana,“
sagði Siv.
HANDKNATTLEIKUR / ÞÝSKALAND
Essen hefur
sótft í sig veðrið
EFTIR slæma byrjun í þýsku 1. deildinni í handknattleik hefur
lið Essen heldur betur sótt í sig veðrið upp á síðkastið og unn-
ið níu af síðustu 11 leikjum og þar með náð 6. sæti deildarinn-
ar, hefur 20 stig úr 19 leikjum. Um helgina vann Essen lið
Eisenach á heimavelli með 9 marka mun, 28:19. Þar með hefur
Eisenach tapað öllum níu leikjum sínum á útivelli á leiktíðinni
og er í 11. sæti af 16 liðum með 16 stig.
Páll Þórólfsson skoraði eitt
mark úr vítakasti fyrir Essen í
leiknum en þetta var stærsti sigur
liðsins á leiktíðinni. Julian Róbert
Duranona náði sér ekki á strik og
skoraði aðeins 2 mörk úr vítaköst-
um fyrir lið Eisenach.
Bad Schwartau, lið Sigurðar
Bjarnasonar, vann mjög mikilvæg-
an sigur á Gummersbach á heima-
veMi, 33:24. Sigurður skoraði eitt
mark fyrir Schwartau-liðið. Sig-
urður og félagar eru eftir sem áð-
ur í 14. sæti með 14 stig, að lokn-
um 20 leikjum. Fyrir neðan eru
Dutenhofen og Schutterwald.
Þessi lið áttust við um helgina og
vann Dutenhofen öruggan sigur,
27:20. Dutenhofen er með 11 stig
eftir 19 leiki en Schutterwald rek-
ur lestina, hefur 8 stig úr 18 leikj-
um. Fleiri leikir fóru ekki fram í 1.
deildinni sökum leikja í 8-liða úr-
slitum Evrópukeppninnar í hand-
knattleik sem leikin var um helg-
ina þar sem 6 þýsk lið voru í eldlín-
unni.
Annað tap Dormagen
Bayer Dormagen tapaði öðram
leik sínum í röð er það sótti TSV
Östringen heim, lokatölur 31:29.
Héðinn Gilsson var næstmarka-
hæstur Mðsmanna Dormagen
skoraði 6 mörk, Róbert Sighvats-
son gerði 3 og Daði Hafþórsson var
með eitt mark. Dormagen er sem
fyrr í 2. sæti suðurhluta 2. deildar,
hefur 40 stig að loknum 24 leikjum.
Willstátt með Gústaf Bjarnason
innan sinna vébanda er í efsta sæti
með 42 stig. Willstátt tapaði einnig
um helgina. Það mætti Rúnari Sig-
tryggssyni og félögum í Göppingen
sem unnu tveggja marka sigur,
27:25. Gústaf skoraði eitt mark fyr-
ir Willstatt, en Rúnar Sigtryggs-
son var næstmarkahæstur leik-
manna Göppingen með sex mörk.
Göppingen er í 6. sæti deildarinnar
með 30 stig.
Hameln, liðið sem Alfreð Gísla-
son þjálfar, er enn taplaust í norð-
urhluta 2. deildar, hefur 45 stig að
loknum 23 leikjum. Um helgina
vann Hameln Rostock 18:17 á úti-
velli. Nordhorn er í efsta sæti deild-
arinnar, með 46 stig en hefur leikið
einum leik fleira en Hameln.
flllar pizzur 6 aðeins
Skiptir þá engu hversu stór pizzan er, hvort
áleggstegundirnar eru I eða 10, hvort þú
saekir uppáhalds pizzuna þína eða snaeðir
hana einfaldlega í góðu yfirlæti hjá okkur.
554
...fín sendingl
Kynntu þér hin frábæru
heimsendingartilboð okkar!
6600
Beinn sími á
Austurströnd:
561 0070
Hlíðarsmára 8 - Kópavogi
Austurströnd 8 ~ Setjamarnesi