Morgunblaðið - 17.02.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.02.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Landvinnsla Samherja hf. Rækjuvinnslu hætt á Dalvík Morgunblaðið/Kristján FRÁ undirritun samninga, frá vinstri eru Hreiðar Már Sigurðsson aðstoðarforstjóri Kaupþings, Sigurður Ein- arsson forstjóri Kaupþings, Jón Björnsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, Jón Kr. Sólnes formaður stjórnar Sparisjóðs Norðlendinga og Þorvaldur L. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Kaupþings Norðurlands. Sparisjóður Norðlendinga kaupir meirihluta í Kaupþingi Norðurlands Grundvöllur fyrir áframhaldandi vexti SAMNINGUR um kaup Spari- sjóðs Norðlendinga á meirihluta hlutafjár í Kaupþingi Norðurlands var nýlega undirritaður. Sparisjóð- ur Norðlendinga keypti hlutabréfín af Kaupþingi hf. sem átti meiri- hluta í Kaupþingi Norðuriands. Sparisjóður Norðlendinga og Kaupþing Norðurlands hafa verið í önim vexti á síðustu árum en með kaupunum telja forsvarmenn þeirra að grundvöllur skapist fyrir áframhaldandi vexti þeirra beggja. Þau verða bæði rekin sem sjálf- stæð fyrirtæki þó um talsverða samvinnu verði að ræða, en bæði eru þau til húsa í Skipagötu 9. Kaupþing Norðurlands var stofnað árið 1987 til að efla verðbréfaviðskipti á landsbyggð- inni, en stofnendur voru, auk Kaupþings hf., KEA, Akureyrar- bær og sjö sparisjóðir á Norður- landi. Félagið er eina löggilta verðbréfafyrirtækið utan Reykja- víkur og er langöflugast í verð- bréfaviðskiptum á landsbyggðinni. Starfsmenn eru 12 talsins og er frekari fjöigun fyrirhuguð. Miðað við landið allt er óvenju- hátt hlutfall norðlenskra fyrir- tækja skráð á Verðbréfaþingi Is- lands, en Kaupþing Norðurlands hefur séð um skráningu 8 af þeim 11 fyrirtækjum í landshlutanum sem skráð eru á þinginu. Lykillinn að góðum árangri er að mati Þorvaldar Lúðvíks Sigur- jónssonar framkvæmdastjóra Kaupþings Norðurlands gott starfsfólk, en örar framfarir í fjar- skiptamálum eru grundvöllur rekstrarins, því starfsemin bygg- ist á að hafa stöðugar upplýsingar um það sem er að gerast á verðbréfamarkaði. Frá þeim sjón- arhóli skiptir staðsetning fyrir- tækisins í raun engu, enda hyggur félagið á landvinninga út fyrir það svæði sem það hefur einkum starfað á, þ.e. Norðurland. Kaup Sparisjóðs Norðlendinga á meirihluta hlutabréfa í Kaupþingi Norðurlands eru að sögn Jóns Björnssonar sparisjóðsstjóra liður í þeirra stefnu sparisjóðsins að skjóta fleiri og styrkari stoðum undir rekstur hans, stækka markaðssvæðið og fjölga tekju- stofnum. Sparisjóðurinn sé í raun að útvíkka starfsemi sína. Aðalfundur Kauþings Norður- lands verður haldinn í vikunni. Velta félagsins nam um 30 millj- örðum króna á síðasta ári, tekjur voru um 125 milljónir króna og eig- ið fé í árslok var um 123 milljónir króna. Niðurstöðutala efnahags: reiknings var um einn milljarður. I nýja stjórn sem skipuð verður á fundinum verða kjörinn þau Jón Bjömsson, sparisjóðsstjóri, Jón Kr. Sólnes, formaður Sparisjóðs Norðlendinga, Friðrik Friðriksson, Sparisjóði Svarfdæla, Magnús Brandsson, Sparisjóði Olafsfjarðar og Guðrún Guðmannsdóttir frá Lífeyrissjóði Vestfírðinga. VINNSLU í rækjuverksmiðju Sam- herja hf. á Dalvík var hætt fyrir helgi. Starfsfólki verksmiðjunnar, um 30 manns, var sagt upp störfum um áramótin og er starfsfólk á upp- sagnarfresti út marsmánuð og sumii- lengur. Aðalsteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri landvinnslu Samherja, sagði að grípa hefði þurft til þessara aðgerða vegna hráefnisskorts og hann sagði litlar líkur á að vinnsla hæfist að nýju á uppsagnarfresti staiísfólksins. Framhald starfsem- innar á Dalvík væri því óljóst. Starfsfólkið heldur fullum launum út uppsagnarfrestinn en fyrirtækið fær hluta af launagreiðslum til baka úr atvinnuleysistryggingasjóði. Aðalsteinn sagði að hráefnisöflun væri mjög erfip um þessar myndir, rækjuveiði við Island væri léleg og fá skip á veiðum. Hann sagði að einnig gæti komið til þess að rækjuvinnsla í Strýtu á Akureyri yrði stöðvuð í ein- hverja daga vegna þessa. Rækjuvinnslan á 30% afköstum Hjá Strýtu starfa nú um 60 manns á einni vakt og þar af er rúmur UNGUR maður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi skilorðs- bundið til tveggja ára fyrir mann- dráp af gáleysi. Þá var honum gert að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð og allan sakarkostnað auk þess sem hann var sviptur ökurétti í tvö ár. Maðurinn vai- ákærður síðasta haust fyrir hegningar- og umferðar- lagabrot með því að hafa í september síðastliðnum ekið bifreið, undir áhrifum áfengis og með útrunnið ökuskírteini, frá Dalvík og upp í Svarfaðardal en þar fór bíllinn út af veginum og ofan í skurð þar sem hún helmingur starfsmanna í rækju- vinnslu. Miðað við afkastagetu rækjuverksmiðja félagsins á Dalvík og Akureyri á tveimur vöktum, er aðeins verið að keyra rækjuvinnsl- una á um 30% afköstum. „A þessum árstíma veiðist ekki rækja nema við ísland og ef hún bregst er ekkert annað að leita eftir hráefni. Með vor- inu er hins vegar hægt að fá hráefni, úr Barentshafi, Flæmska hattinum og víðar,“ sagði Aðalsteinn. --------------- Föstumessa FYRSTA föstumessa vetrarins verður í Akureyi'arkirkju miðviku- dagskvöldið 17. febrúar kl. 20.30. Lesið verður úr píslarsögu frels- arans Jesú Krists, sungið úr Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar og flutt litanía eða önnur fögur tónlist. Kirkjugestir hafa verið afar þakklátir fyrir þessar stundir segir í frétt frá kirkjunni og því eru sóknarbörn hvött til að sækja þær vel frá upp- hafi. stöðvaðist harkalega á moldarbakka. Við áreksturinn hlaut fai'þegi í framsæti það mikla innvortis áverka að hann lést skömmu síðar. Viðurkenndi maðurinn skýlaust að hafa ekið bifreiðinni undir áhi-ifum áfengis og án gilds ökuskíi-teinis. Er það mat dómsins að ákærði hafi ekið bifreiðinni án nægilegrar varúðai' með íyrrgi'eindum afleiðingum. Við upp- kvaðningu dómsins var litið til ungs aldurs, góðrar hegðunar við rannsókn og meðferð málsins og atvika máls að öðiu leyti og þótti því rétt að fresta fullnustu refsingar, þannig að hún fellur niður að tveimur árum liðnum haldi maðurinn almennt skilorð. Skilorð fyrir mann- dráp af gáleysi Akureyrarbær auglýsir breytingu á deiliskipulagi í Giljahverfí Með vísan til greinar 6.2.3 í skipulagsreglugerð auglýsir Akureyr- arbær breytingu á deiliskipulagi hluta þriðja áfanga Giljahverfis, þ.e. svæðis norðan Snægils og Skútagils og vestan Skessugils. í breytingartillögunni er gert ráð fyrir fjölbreyttari húsagerðum og sveigjanlegra lóðaskipulagi en f gildandi deiliskipulagi. A skipu- lagssvæðinu verða 92 íbúðir í fjöleignarhúsum á einni til þremur hæðum. Opið svæði syðst er minnkað lítillega. Uppdráttur er sýnir breytingartillöguna ásamt skýringarmyndum og greinargerð liggur frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 31. mars 1999, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana at- hugasemdir. Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 miðvikudaginn 31. mars 1999. Athugasemdum skal skila til Skipulagsdeildar Akureyr- arbæjar. Þeim sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna breytingarinnar er bent á að gera athugasemdir innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir henni. Skipulaasstióri Akurevrar Morgunblaðið/Kristján Fjárhagsáætlun Ólafsfjarðarbæjar samþykkt Tekið á skuldunum Frostið beit í kinn VETUR konungur brá sér í heimsókn norður í land að nýju í vikunni eftir mikla umhleypinga siðustu vikur. Krakkarnir í leikskólanum Krógabóli létu það sem vind um eyru þjóta og kapp- klæddu sig út í frostið, en það fór allt upp í 12 gráður eftir hádegið í gær. Ekki er útlit fyrir blíðviðri á næstunni og geta akureyrsk börn vænst þess að næði um þau í dag, öskudag, þegar farið verður á milli fyrirtækja og stofnana til að syngja fyrir sælgæti. FJÁRHAGSÁÆTLUN Ólafsfjarð- arbæjar var til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær og var hún samþykkt. Heildartekjur Ólafsfjarðarbæjar og stofnana hans verða um 258 millj- ónir króna. Þar af verða útsvarstekj- ur 174 milljónir eða um 160 þúsund krónur á hvern íbúa. Til reksturs málaflokka fara um 190 milljónir króna og er stærsti málaflokkur þessa árs fræðslumál, en í hann fara rúmlega 77 milljónir, til félagsmála fara 32 milljónir og 27 millj. í æskulýðs- og íþróttamál. I ár er gert ráð fyrir að skatttekjur að frádregnum rekstri málaflokka verði 68 milljónir. Stærstu framkvæmdir verða endurnýjun hitaveitulagna frá borholum á Skeggjabrekkudal en gert er ráð fyrir að kostnaður verði rúmlega 5 milljónir ki'óna. Kristinn Hreinsson bæjarritari segir að markmið bæjarstjórnar sé að taka á skuldastöðu bæjarins, en mörg verkefni kalli á samhliða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.