Morgunblaðið - 17.02.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.02.1999, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUMÁL Á SUÐURFJÖRÐUM AUSTFJARÐA SVEITARSTJORNINNI á Breiðdals- vík hefur ekki tekist að afla fjár til að standa við tilboð sem fyrirtæki hreppsins, Útgerðarfélag Breiðdæl- inga hf., hefur gert í eignir Búlandstinds á Breiðdalsvík ásamt bátnum Mánatindi og kvóta hans. Eignirnar fást keyptar á 450 milljónir kr. Tekist hefur að safna 25 milljón- um kr. í hlutafé og kemur meginhluti þess úr sveitarsjóði. Auk þess er treyst á aðstoð opin- berra stofnana, svo sem Byggðastofnunar, ekki síst góða hlutdeild í byggðakvótanum sem úthlutað verður í haust. Hreppsnefndin telur þetta eina möguleik- ann til að halda uppi atvinnu og núverandi byggð á staðnum. Sumir íbúar sveitarfélags- ins telja hins vegar útilokað að hægt verði að standa við tilboðið sem rennur út um mánaða- mótin, og vilja kanna aðrar leiðir, meðal ann- ars í samvinnu við íbúa nágrannastaðanna. Sveitarstjórinn á nú í viðræðum við útgerð- armann togbátsins Pórs Péturssonar GK í Sandgerði um löndun hjá Útgerðarfélagi Breiðdælinga hf. og jafnvel þátttöku í kaupum fyrirtækisins á eignum Búlandstinds. Breyttar áherslur hjá Búlandstindi íbúar Breiðdalsvíkur vöknuðu upp við það dag einn í byrjun janúar að aðalgrundvöllur byggðar í þorpinu, starfsemi frystihússins, var brostinn. Nýir meirihlutaeigendur Búlandstinds hf. á Djúpavogi breyttu áhersl- um í rekstri fyrirtækisins og ákváðu meðal annars að hætta fiskvinnslu á Breiðdalsvík og útgerð þaðan. Með því var endanlega horfin frá þorpinu nýting þess kvóta sem þar varð til á sínum tíma. Raunar má segja að heimamenn hafí misst yfirráð kvótans fyrir áratug þegar þeir töpuðu meirihluta hlutafjár í Hraðfrysti- húsi Breiðdælinga sem þá var. Eigendur Búlandstinds hf. buðu heima- mönnum upp á að kaupa frystihús og aðrar eignir á Breiðdalsvík ásamt togbátnum Mánatindi með aflaheimildum sem nema um 600 þorskígildistonnum. Hreppsneftidin beitti sér fyrir stofnun Útgerðarfélags Breiðdæl- inga hf. og lofaði að leggja fram 20 millj- óna króna hlutafé. Lagði útgerðarfélagið fram tilboð í umrædd- ar eignir, bauðst til að kaupa þær á 450 milljónir kr. og fékk frest til 1. mars til að fjármagna kaupin. Landeignir eru verð- lagðar á 70 milljónir kr. og bátur og kvóti á 380 milljónir. Samkomulag náðist um að Útgerðarfélag Breiðdælinga fengi keyptan fisk hjá Búlandstindi, aðal- lega af Mánatindi, til að hefja vinnslu til bráðabirgða. Unnið hefur verið í frysti- húsinu frá því um 26. janúar. Mánatindur er nú kominn í slipp. Fólki lánað fyrir hlutafé Spurður um fjár- hagslegan grundvöll tilboðsins segir Rún- ar Björgvinsson, sveitarstjóri og fram- kvæmdastjóri Út- gerðarfélags Breið- dælinga, að stefnt sé að söfnun 10 milljóna króna hlutafjár á staðnum og að leitað verði til annarra aðila þannig að heildarhlutafé verði að minnsta kosti 50 milljónir. Hreppsnefndin býðst til að lána fólki fé til kaupa á hlutabréfum fyrir allt að 150 þúsund kr. Lánið er til sjö ára og ber 6,5% vexti. Rúnar segir enn ekki ljóst hvað safnist í hlutafjárloforðum, nú séu komnar 5 milljónir kr. til viðbótar þeim 20 milljónum sem hrepp- urinn leggur fram. Hann viðurkennir að það dugi ekki eitt og sér til að standa undir kaup- um eignanna og segir gert ráð fyrir lántöku auk þess sem bundnar séu vonir við góða hlut- deild í byggðakvótanum svokallaða sem út- hlutað verður í haust. Segir Rúnar að til þess að byggðakvótinn geri eitthvert gagn þuifi að fást nokkur hundruð tonn til Breiðdalsvíkur. „Ég veit ekki um mörg byggðarlög þar sem kvótinn hefur horfíð í heilu lagi, eins og gerst hefur hér,“ segir Rúnar þegar honum er bent á að sjálfsagt geri margir staðir tilkall til hlut- deildar í byggðakvótanum sem nemur í heild 1.500 tonnum á ári, og verður úthlutað til eins árs í senn. Hreppsnefnd Breiðdalshrepps hefur öll Bjargir bannaðará Breiðdalsvík Frestur nýstofnaðs Utgerðarfélags Breiðdælinga til að fjármagna tilboð sitt í Breiðdalseignir Búlandstinds ásamt togbát og kvóta rennur út um mánaðamót og er sveitarstjórnin í viðræðum við útgerðarmann um land- anir og jafnvel aðstoð við kaupin. Sveitarstjórnin vonast eftir opinberum stuðningi, meðal annars drjúg- um hlut af byggðakvótanum. Sumir íbúarnir telja kaupin ekki raunhæf og vilja leita annarra leiða. Þá eru uppi kröfur í þorpinu um að gengið verði í það verk að innheimta loforð sem Breiðdælingar telja að þeim hafi verið gefin við yfirtöku Búlandstinds á frystihúsi og kvóta Breiðdælinga fyrir fjórum árum. Helgi Bjarnason kynnti sér stöðu mála á Breiðdalsvík. ENN er vinna í frystihúsi Búlandstinds á Breiðdalsvík en mikil óvissa um framtíðina. staðið að þessum aðgerðum. Skúli Hannesson, formaður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Breiðdælinga og annar fulltrúi minnihlutans í hreppsnefnd, segir að stofn- un útgerðarfélagsins sé al- geriega háð fyrirgreiðslu opinberra aðila. Telur hann að tilraunin sé dæmd til að mistakast ef ekki fæst byggðakvóti. „Ef þetta gengur ekki er staðurinn búinn að vera, málið er ekki flóknara en það,“ segir Skúli. „Hér verður ekkert fólk ef ekki helst vinna og eftir að fólkið er farið þýðir ekki að reyna að koma upp atvinnustarfsemi." Skúli segir að málið sé hjá Byggðastofnun og beðið sé eftir áliti hennar á því hvort grundvöllur sé fyrir rekstri nýja fyrirtækisins. Málefni Breið- dalsvíkur eru í skoðun hjá Byggðastofnun þótt Breiðdalsvik 10 km ekki hafí borist þangað formlegt erindi enn sem komið er. Guðmundur Malmquist forstjóri segist því lítið geta sagt um hugs- anlega fyrirgreiðslu. Hann bendir þó á að svigrúm Byggðastofnunar sé ákaf- lega takmarkað til að taka á jafn stórum málum og þarna sé um að ræða. Gengur ekki upp fjárhagslega Ekki eru allir íbúarnir trúaðir á að ráðstafanir hreppsnefndarinnar dugi. Gunnlaugur Stefánsson, sóknarprestur í Heydölum, segir að hreppsnefndin geri greinilega allt sem í hennar valdi stendur til að bjarga atvinnumálunum. Hins vegar sé svig- rúm hennar lítið. „Frystihúsið er hér og mér fínnst eðlilegt að reyna að eignast það eða Fjöldi íbúa 1.12.98 Stöðvarhreppur 269 - Stððvarfiörður 269 Breiðdalshreppur 290 - Breiðdalsvík 207 Djúpavogshreppur 494 - Djúpivogur 376 leigja. Hins vegar hef ég efasemdir um að við ættum að fara út í mikla útgerð. Fremur að réyna að komast yfir kvóta með eins lítilli fjárhagslegri áhættu og unnt er og leita eftir samvinnu við aðra um útgerðina," segir Gunnlaugur. Hákon Hansson, dýralæknir á Breiðdals- vík, er vantrúaður á að unnt sé að standa við tilboð í eignir Búlandstinds. Bendir hann á að ekki séu neinir stóreignamenn á staðnum sem gætu lagt til nauðsynlegt hlutafé. Uti- lokað sé að taka meginhluta kaupverðsins að láni, það sé of dýrt. Reiknast Hákoni til að greiðslubyrði af 450 milljóna króna láni til 25 ára með 6% vöxtum sé tæpar 3 milljónir króna á mánuði. Þurfi mjög góðan rekstur til að standa undir því og þykir honum nokkuð ljóst að sá 600 tonna kvóti sem fyrirhugað er að kaupa með bátnum sem þar að auki sé illa samsettur dugi ekki fyrir frystihúsið. Því gangi dæmið ekki upp fjárhagslega nema með gífurlegum opinberum styrkjum. Fólk líti mikið til byggðakvótans sem Byggða- stofnun sé ætlað að úthluta en vafalaust geri margir kröfur um hlutdeild í honum. Hákon telur að sveitarstjórnin sé að fara erfiðustu leiðina, að reyna að setja á fót ein- hvers konar hreppsútgerð. Sveitarfélagið sé skuldum vafið og hafí ekki efni á frekari skuld- setningu. Því sé hætta á að útgerðarfélagið komist fljótlega í þrot. Telur hann, eins og séra Gunnlaugur, að fremur hefði átt að reyna að taka frystihúsið á leigu eða kaupa það eitt og sér og eyða peningunum frekar í kvóta- kaup. Freista þess síðan að koma á samstarfi við útgerð sem gæti komið með kvóta á móti þeim kvóta sem heimamenn kæmust yfir. Skúli Hannesson segir útilokað að reka frystihúsið nema hafa aðgang að kvóta, hrá- efni sé of dýrt á fiskmörkuðunum. Hann segir að það hafí verið skoðað að taka upp samvinnu við aðrar útgerðir. Til þess þurfí kvóta og kvóti Mánatinds fáist ekki nema skipið sé keypt með. Leita samstarfsaðila Hákon Hansson lýsir þeirri skoðun sinni að vandamál þessara þriggja staða, Stöðv- arfjarðar, Breiðdals- víkur og Djúpavogs, verði ekki leyst til frambúðar nema með náinni samvinnu íbú- anna og fyrirtækj- anna sem þar starfa. Gunnlaugur Stefáns- son bendir á að hinir staðimh’ séu í svip- aðri stöðu og Breið- dalsvík var, að því leyti að eignarhald framleiðslutækjanna og kvótans sé í hönd- um fyrirtækja í öðr- um landshlutum. Ef eigandi kvótans vildi nýta hann á annan hátt gæti hann horfið í burtu á einni nóttu. Telur hann fulla ástæðu fyrir sveitar- stjórnirnar að ræða saman um málið, meðal annars um það hvernig brugðist verður við slíkum að- stæðum. Samkvæmt upplýs- ingum sem Gunn- laugur hefur aflað sér var meirihluti hluta- fjár í Búlandstindi hf. seldur á 250 milljónir kr. Gunnlaugur segir að ef Breiðdalshreppi hefði gefíst kostur á að ganga inn í kaup- samninginn hefði verið borðleggjandi fyrir sveitarstjórnina að reyna að kljúfa kaupin, til dæmis í samstarfi við sveitarstjórnina á Djúpavogi, til þess að tryggja atvinnu og hagsmuni byggðarlaganna. Sveitarfélagið væri að reyna að gera það sama nú en bara á miklu erfiðari hátt. „Það er alvarlegt að Olíu- félagið og VÍS skuli ekki hafa veitt sveitarfé- lögunum á Breiðdalsvík og Djúpavogi for- kaupsrétt að hlutabréfunum. En fyrst og fremst er þetta mál allt mikill áfellisdómur yfir kvótakerfinu og sýnir hvaða afleiðingar það getur haft fyrir sjávarbyggðirnar," segir Gunnlaugur. Rúnar Björgvinsson sveitarstjóri segir að rætt hafi verið við aðila um samvinnu, meðal annars útgerðarmann á Höfn í Hornafirði og útgerðarmann Þórs Péturssonar í Sand- gerði. „Samstarf við önnur fyrirtæki kemur til álita ef það getur eflt þennan rekstur. Við viljum hins vegar tryggja að heima- menn hafi úrslitaáhrif á framvindu mála þannig að ekki sé hætta á að allt fari á sama veg og nú.“ Morgunblaðið/Sverrir Vílhelmsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.