Morgunblaðið - 17.02.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 21
ERLENT
Skiptar skoðanir meðal vísindamanna um hollustu „Frankensteinsfæðisins“
Bretar deila hart um
erfðabreytt matvæli
London. The Daily Telegraph.
MIKIL umræða og deilur eiga sér
stað í Bretlandi um þessar mundir
um erfðabreytt matvæli en ríkis-
stjórnin með Tony Blair forsætis-
ráðheira í broddi fylkingar rekur
harðan áróður fyrir því, að ekkert
sé að óttast. I skoðanakönnun með-
al kunnra vísindamanna í Bretlandi
kemur í ljós, að meirihlutinn telur
með öllu óhætt að borða erfða-
breyttar afurðir þótt margir vilji
hafa varann á og bíða eftir niður-
stöðum enn frekari rannsókna. Al-
menningur er hins vegar á báðum
áttum og veit ekki hverjum skal
trúa.
í Bretlandi hafa ýmsir krafist
þess, að sala á erfðabreyttum mat-
vælum verði ekki leyfð að sinni en
breska stjómin er á öðm máli. I til-
kynningu frá forsætisráðuneytinu í
gær sagði, að Blair sæi „ekkert at-
hugavert" við að borða þessar af-
urðir en um það sagði þó ekkert
hvort eða hvaða mat hann hefði lagt
sér til munns.
Harður áróður
á báða bóga
Breska stjórnin hefur verið sökuð
um að beita dálitlum brögðum í
áróðri sínum fyrir erfðabreyttum
matvælum og er þá til dæmis nefnd
grein eftir virtan vísindamann og
matvælafræðing, sem stjórnin hefur
óspart vitnað í máli sínu til stuðn-
ings. Nú hefur komið á daginn, að
stjórnin fékk hann til að skrifa
hana.
Hörðustu andstæðingar erfða-
breyttra matvæla, einkum fólk í
umhverfisverndarsamtökunum
„Vinum jarðar", láta sér líka fátt
fyrir brjósti brenna og eru raunar
sakaðir um blekkingar er þeir
kynntu stuðning „21 vísinda-
manns, í fremstu röð á sínu sviði í
heiminum", við dr. Arpad Pusztai,
prófessor í Aberdeen, en hann hef-
ur varað við erfðabreyttum mat-
vælum. Héldu þeir því fram, að
Pusztai hefði verið rekinn úr emb-
ætti fyrir að hafa uppgötvað, að
erfðabreyttar kartöflur sköðuðu
tilraunarottur. Sannleikurinn er
hins vegar sagður vera sá, að
Pusztai hafi verið rekinn fyrir að
segja rangt til um rannsóknir sín-
ar. Er hann sakaður um að hafa
komið vísvitandi fyrir eitruðu geni
í kartöflum með þeim afleiðingum
auðvitað, að þær urðu eitraðar.
Illviðráðanlegt
illgresi?
I skoðanakönnun, sem gerð var
meðal breskra vísindamanna, kvaðst
mikill meirihluti þeirra ekki óttast að
leggja sér til munns erfðabreytt
matvæli en aðeins helmingur þeiiTa
vildi þó leyfa sölu á þeim strax. Vildu
hinir bíða eftir frekari rannsóknum.
Þeir höfðu hins vegar nokkrar
áhyggjur af því, að erfðabreyttar
matjurtir gætu orðið að illviðráðan-
legu illgresi og jafnvel, að „nýju gen-
in“ bærust yfir í aðrar jurtir.
Nokkrir vísindamannanna, sem
spurðir voru í könnuninni, voru al-
gerlega andsnúnir erfðabreyttum
matvælum og sögðust ekki treysta
neinum fullyrðingum stjómvalda í
því efni. Nefndu þeir sem dæmi um
það yfirlýsingar breskra stjórn-
valda um kúariðuna þegar hún kom
upp á sínum tíma.
Skiptar skoðanir
Innan Verkamannaflokksins er
ekki alger einhugur um þetta mál og
þar hafa sumir hvatt til, að ræktun
erfðabreyttra matjurta verði hætt
um stundarsakir a.m.k. Skoðanir
eru líka skiptar í Ihaldsflokknum.
Leiðtogi hans, William Hague, hefur
hvatt til, að menn fari sér hægt og
stöðvi sölu á erfðabreyttum matvæl-
um eða „Frankensteinsfæði" eins og
þau hafa verið kölluð í blöðunum og
John Redwood, talsmaður flokksins
í viðskiptamálum, hefur krafist þess,
að öll erfðabreytt matvæli verði
merkt sérstaklega. Ian Taylor, íyrr-
verandi vísindaráðherra Ihalds-
flokksins, er hins vegar á öðru máli
og sakar „suma stjórnmálamenn“
um að ýta undir móðursýki. Bendir
hann á, að í stjómartíð sinni hafi
íhaldsflokkurinn heimilað sölu á
erfðabreyttum soja- og tómatkrafti.
Hagsmuna-
rekstur?
Ihaldsflokkurinn hefur hins vegar
krafist þess, að Sainsbury lávarður,
aðstoðarráðherra í bresku stjóm-
inni, segi af sér þar sem hann sé
óbeinn eigandi gens, sem er mikið
notað við rannsóknir á erfðabreytt-
um matvælum. Sainsbuiy, sem er
einn aðaleigandi Sainsbuiy-versl-
anakeðjunnar, neitar því, að hann
eigi nokkuð í umræddu geni en
vegna þeirra hagsmuna, sem versl-
unin almennt hefrn- af erfðabreytt-
um matvælum, segist hann ávallt
hafa vikið sæti er þessi mál vom til
umræðu innan stjómarinnar. Hefur
Tony Blair forsætisráðherra einnig
lýst yfir fullum stuðningi við hann.
Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur
Eðlilegt að Græn-
lendingar taki
líka upp evruna
Niels Helveg Petersen
Morgunblaðið/Þorkell
EKKERT er eðlilegra en að Græn-
lendingar taki líka upp evrana, gangi
Danir í Efnahags- og myntbandalag
Evrópu (EMU). Þetta segir Niels
Helveg Petersen, utanríkisráðherra
Danmerkur, í samtali við Morgun-
blaðið, en hann er nú staddur hér á
landi ásamt starfssystkinum sínum
frá hinum Norðurlöndunum.
Ráðherramir sitja reglulegan sam-
ráðsfund sinn í dag, sem að þessu
sinni þykir mikilvægur þar sem á
þessu ári gegna tvö Norðurlandanna
forystu í evrópskum samstarfsstofti-
unum; Noregur hefur tekið við for-
mennsku í ÓSE,
Öryggis- og sam-
vinnustofnun Evr-
ópu, og Island tek-
ur við formennsk-
unni í Evrópuráð-
inu í maí.
Grænlenzkir
stjórnmálamenn
virtust sammála um það um helgina,
að Grænland myndi líklega fylgja í
kjölfar Danmerkur og taka upp evr-
una, hina sameiginlegu Evrópumynt,
ákvæðu Danir að ganga í EMU.
Grænlendingar notast við dönsku
krónuna sem gjaldmiðil en Grænland
stendur utan við Evrópusambandið.
Það gerist því ekki sjálfkrafa, að evr-
an gangi í gildi á Grænlandi gangi
Danmörk í myntbandalagið.
,Ákveði Danmörk að ganga í
myntbandalagið tel ég ekkert eðli-
legra en að Grænlendingar taki lika
upp evruna. Það gleður mig að sjá að
Grænlendingar hafi sjálfir frum-
kvæði að þessari afstöðu," sagði Hel-
veg Petersen í gær.
Ekkert enn ákveðið um
þjóðaratkvæðagreiðslu
Bæði Poul Nyrap Rasmussen for-
sætisráðherra og utanríkisráðherr-
ann Helveg Petersen hafa sagt að
fyrr eða síðar
verði efnt til
þjóðaratkvæða-
greiðslu í Dan-
mörku um þátt-
tökuna í EMU.
Aðspurður um
þetta sagði Hel-
veg Petersen að
stefna stjórnarinnar gagnvart mynt-
bandalaginu væri að svo komnu máli
óbreytt; engin ákvörðun hefði enn
verið tekin um hvenær efnt skuli til
þjóðaratkvæðagreiðslu, „en stjórnin
fylgist mjög náið með þróun mynt-
bandalagsins." Hann bendir á, að í
nýjustu skoðanakönnununum hefur
mátt sjá hreinan meirihluta almenn-
ings fylgjandi aðild Danmerkur að
EMU. „Hvenær af því verður er hins
vegar enn opið,“ segir ráðherrann.
„Skoðanakannanir hafa sýnt að
stuðningur við EMU-aðild meðal
Dana hefur aukist hröðum skrefum
yfir langt tímabil, alveg frá því í maí
í fyrra. Þessi þróun í átt að jákvæð-
ara viðhorfi til EMU hefur sem sagt
átt sér stað yfir síðustu 9-10 mánuði,
ekki aðeins á þessum vikum sem nú
era liðnar frá áramótum," sagði Hel-
veg Petersen er hann var spurður
um hvort það hefði ekki haft áhrif á
afstöðu Dana til EMU að svo virðist
sem vel hafi tekizt til með stofnun
þess um áramótin og reynslan hing-
að til lofað góðu.
Um hugmyndir Grænlendinga og
Færeyinga um breytingar á tengsl-
unum við Danmörku vildi Helveg
Petersen ekki tjá sig að svo stöddu.
Rétt væri að bíða úrslita kosning-
anna á Grænlandi og þeirrar niður-
stöðu sem Færeyingar komast að
um sjálfstæðishugmyndir sínar áður
en fulltrúar dönsku ríkisstjórnarinn-
ar drægju ályktanir af þeim.
Segir góða lausn munu nást í
þróunarsjóðsmálinu
Aðspurður um þróunarsjóðsmálið
svokallaða, sem verið hefur Norð-
mönnum og íslendingum mjög
bagalegt að undanförnu vegna þess
hvernig Spánverjar standa í vegi
fyrir að ákvarðanir séu teknar á
vettvangi EES-samstarfsins, segist
Helveg Petersen vongóður um að
lausn sé á næsta leiti. „Ég trúi því
að góð lausn finnist á þessum
vanda. En málið er statt í miðju
samningaferli, sem tekur sinn tíma,
en lausn mun nást, það er ég sann-
færður um,“ sagði Niels Helveg
Petersen.
Margaret
Cook
harmar
skrifin sín
FYRRVERANDI eiginkona
Robin Cooks, utanríkisráð-
herra Bretlands, hefur beðið
hann afsökunar á ritun bókar
um sambúð þeirra hjóna.
BBC segir að Margaret Cook
sjái eftir að hafa framið þann
„hræðilega verknað" að
skrifa endurminningar um
árin með Robin Cook og að
hún myndi biðja fyrram eig-
inmann sinn afsökunar ef hún
hitti hann.
I bókinni er Cook lýst sem
óforbetranlegum flagara með
drykkjuvandamál og því
haldið fram að hann hafi
fórnað hugsjónum sínum fyr-
ir pólitísk völd. Hjónin skildu
eftir 28 ára hjónaband árið
1997 og tók Cook þá saman
við Gaynor Regan, fyrrum
ritara sinn. Margaret Cook
segist vona að hún og Robin
geti orðið vinir á ný, nú þegar
hún hafi gert hreint fyrir sín-
um dyrum.
/\LLTAf= mbl.is
eiTTH\SAÐ NÝTl
EVRÓPA%
jJU^HUJÖL
SPINNING- 0G ÞREKHJÓL í mörgum gerðum ásamt mesta úrvali
landsins af allskyns þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki.
ÞREKHJÓL 105p
Þrekhjól sem kemur þér í gott form.
Polar-púlsmælir, stööugt ástig,
kasthjól, fullkominn tölvumæíir.
Stgr. 41.798
kr. 43.998
Stærö: L. 115 x br. 61 xh. 110
RAÐGREIÐSLUR
ÖRNINNP*
STOFNAÐ1925
- ÞREKTÆKJADEILD -
Skeifan 11, sími 588-9890