Morgunblaðið - 17.02.1999, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Kvótasigrar
- í bili
ÞAÐ KEMUR eng-
um á-óvart, þótt kvóta-
eigendur sæki fast
fram í aðdrögum
alþingiskosninganna
og búist um rammlega
að tryggja völd sín á
löggj afarsamkundunni.
Nú er svo komið fram-
. boðsmálum, að þeir
geta varpað öndinni
léttar. Segja má að
lokahnykkurinn hafí
orðið, þegár greifunum
tókst í prófkjöri á
Norðurlandi eystra að
fella Svanfríði Jónas-
dóttur frá þingsetu, en
á það lögðu þeir of-
uráherzlu. Hún hafði enda haft uppi
mjög ógóðan málflutning að þeirra
mati við afgreiðslu endemisfrum-
varps ríkisstjórnarinnar í fisk-
veiðimálum í janúai- sl. Fyrir það
skyldi henni goldinn rauður belgur
fyiir gráan, sem tókst.
Aðalstyrktarmenn íþróttafélag-
anna á Akureyri, Samherjamenn,
voru ekki hjátækir sér, þegar þeir
smöluðu liði sínu í rétt Sigbjörns
Gunnarssonar. Sýnir sú aðferð
þeirra, að þeir gjafakvótamenn
skeyta ekki um skömm né heiður
að verja ránsfeng sinn. Þeir kaupa
hiklaust kött í sekk, ef þeir telja
það henta hagsmunum sínum. Og
hagsmunir þeirra voru augljóslega
að bregða fæti fyrir Svanfríði, sem
ein öifárra þingmanna varði mál-
stað réttlætisins í sölum Alþingis,
V þegar kvótaliðinu þóknaðist að
hafa dóm Hæstaréttar að engu.
En lénsherrarnir geta einnig
glaðst vegna annarra atburða síð-
ustu helgar. Undan handarjaðri
Þormóðs ramma og SR-mjöls á
Siglufirði hafa 1.200 af 1.100 kjó-
sendum þar í bæ lokið
við að skrifa upp á
passann fyrir umboðs-
flokk sægreifanna í
næstu kosningum og
prísuðu lýðræðið í
leiðinni. Og enn er að
geta fagnaðarfréttar
frá Vestfjörðum, þar
sem kvótaand-
stæðingnum Olafi
Hannibalssyni var
varpað fyrir börð úr
þriðja sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins,
en í það tyllt einum af
hinum svokölluðu for-
ystumönnum sjó-
manna, en flestir hafa
þeir garpar reynst ótrúlega þægir
leppar í skóm sægreifanna.
Ójöfnuður
Til langframa helzt
örfáum mönnum á
Islandi aldrei uppi svo
hrottafenginn ójöfnuð-
ur, segir Sverrir Her-
mannsson, svo skefja-
laus gripdeild á alþjóð-
areign sem gjafakvót-
inn er og braskið
með hann.
Við blasir sú kalda staðreynd að
kvótaeigendur þurfa í engu að
kvíða um sinn hag vegna alþingis-
kosninga í maí nk. Þótt svo kynni
Sverrir
Hermannsson
til að bera að ríkisstjórnarflokk-
arnir misstu meirihluta sinn á
Alþingi verða nógir til að hlaupa
undir bagga í gjafakvótamálum.
Þótt stórkvótamaðurinn Agúst
Einarsson velti út af þingi hjá
Samfylkingunni verður hann varla
langt undan í ráðagerðum. Og
hvort heldur sem er blasir við að
framboð Samfylkingarinnar að svo
komnu er mestan part kvóta-
hækjulið.
Ekki þarf um flokk Steingríms
Sigfússonar að spyija. Hann er
ómengaður kvótaflokkur. Raunar
væi'i það forvitnilegt rannsóknar-
efni hversu margir þingmenn eigi
beinna hagsmuna að gæta í kvóta-
braskinu. I eyru þess, sem hér
heldur á penna, hefir því verið
haldið fram að þannig standi á fyr-
ir um þriðjungi þingmanna.
Kostir kjósenda eru: Óbreytt
fiskveiðistjórn, já eða nei. Vilji
þeir óbreytta stjórn fiskveiða
skiptir ekki máli hvern fjórflokk-
anna þeir kjósa, ríkisstjórnar-
flokkana, Samfylkinguna eða
Vinstri. Vilji þeir breytingu eiga
þeir það fangráð eitt að kjósa
Frjálslynda flokkinn.
Nú kemur engum til hugar að
Frjálslyndi flokkurinn fái slíkt afl
atkvæða að hann geti með þeim
hætti ráðið úrslitum. Það þarf
heldur ekki á neinum meirihluta
að halda til að brjóta á bak aftur
slík ólög sem kvótabraskið er.
Samhentur hópur nokkurra þing-
manna gæti auðveldlega náð þeim
árangri. Til langframa helzt örfá-
um mönnum á Islandi aldrei uppi
svo hrottafenginn ójöfnuður, svo
skefjalaus gi-ipdeild á alþjóðareign
sem gjafakvótinn er og braskið
með hann.
Raunar er svo komið málum, að
lífsnauðsyn er á að almenningur
taki í taumana með atkvæði sínu.
Ella er okkur háski búinn. En grip-
deildarmennirnir verða ekki barðir
til þeirrar bókar nema kjósendur
geri það. Síðustu forvöðin eru hinn
8. maí nk.
Höfundur er formaður
Frjálslyndn flokksins.
UPPLÝSINGATÆKNI
____________Rannís kynnir markáætlun____________________________
MiðviKudaginn 17. febrúar Kynnir RannsóKnarráð íslands marKáætlun
um upplýsingatæKni í Borgartúni 6 Kl. 15:00. Fundurinn er ætlaður
þeim sem hyggjast sæKja um verKefnastuðning í marKáætlunina.
Dagskrá
1. Tilgangur markáætlunar.
Vilhjálmur Lúðvíksson,
framkvæmdastjóri Rarxnís.
2. Áhersluþættir markáætlunar -
upplýsingatækni.
Snæbjörn Kristjánsson,
deildarverkfræöingur Rannís. og Anne
Marie Haga, deildarsérfræðingur Rannís.
Rannsóknaráð islands, Laugavegi 13,
* 101 Reykjavik, sími 5621320,
Æk lAfj M I f bréfsími 552 9814, netfang rannis@rannis.
K9% IHI Iv I 19 heimasiða http//www.rannis.is
Ö.Nýir möguleikar sem markáætlun
um upplýsingatækni opnar.
Quðbjörg Sigurðardóttir,
formaöur verkefnisstjórnar um
upplýsingasamfélagiö og
Helga Waage, tölvunarfræöingur hjá OZ.
4. Fyrirspurnir og umræður.
Tölvur og tækni á Netinu
vfj> mbl.is
ALLTAf= enrTH\SA£> AJYTT-
(Alt
1 %z
u
O A
Hvert flýgur
hálkan á vorin?
ÞETTA er spuming
sem gæti flögrað um
hugann í frjálsu falli
rétt áður en svellbunk-
inn fagnar manni með
köldum kossi. Hálkan
er vanmetin furðu-
skepna sem sest þar
sem henni sýnist, hún
er hljóðlát og flink að
dulbúa sig. Það eina
sem hún hræðist er sól
og hiti og fyrirhyggju-
samir vegfarendur.
Sjúkraþjálfarar á Is-
landi hafa mikla
reýnslu af endurhæf-
ingu og þjálfun fólks
sem lent hefur í hálku-
slysurh eða fengið langvinna sjúk-
dóma. Svo gleðilegt sem það er að
ná árangri eftir að skaðinn er skeð-
Forvarnir
Hálkan er vanmetin
furðuskepna sem sest
þar sem henni sýnist,
segir Lárus Jón Guð-
mundsson, hún er
hljóðlát og flink
að dulbúa sig.
ur þykir sjúkraþjálfurum það eftir-
sóknarverðara að koma í veg fyrir
þær þjáningar sem slys og sjúk-
dómar valda.
Hálkuslys eru allt of algeng á Is-
landi og valda fómariömbum um-
talsverðum þjáningum og erfiðleik-
um. Þessi greinarstúfur fjallar um
hvað hægt er að gera til að minnka
líkumar á svellköldum og nánum
kynnum af fósturjörðinni. Flest eft-
irtalinna atriða era raunar heilbrigð
skynsemi en það er samt alltaf hollt
að rifja þetta upp fyrir sjálfum sér,
þótt ekki væri nema til að geta sagt
ólæsum börnum frá þessu.
Gangandi vegfarendur
Þarftu nauðsynlega að vera á
ferli? Það er engin ástæða til að
bjóða hálkunni birginn að gamni
sínu. Geturðu beðið eftir að búið sé
að sandbera gangstéttir og götur?
Ertu í góðum skóm? Skór með
plastbotni (t.d. ballskór) era
augljóslega óheppilegir. Gönguskór
með harðplastbotni geta líka reynst
sleipir. Hælaháir skór eru vara-
samir því erfitt er að halda jafn-
vægi á þeim, hvað þá í hálku. Grófir
og stamir skósólar henta betur.
Áttu mannbrodda? Notarðu þá?
Mannbroddar sem hægt er að
smeygja á skó eða broddar sem era
festir á skó með hjör-
um (þeim er lyft upp
þegar gengið er innan-
húss) era sennilega
ódýrasta slysatrygg-
ingin þegar ísingin
leggst á götur og
gangstéttir ef þeir era
notaðir.
Gakktu nálægt hús-
veggjum, kyn-stæðum
bílum, girðingum
o.þ.h. til að hafa stuðn-
ing af einhverju.
Kanntu að skauta?
Ef maður kemst ekki
hjá því að ganga yfir
hálkublett sldptir máli
að dreifa líkamsþyngd-
inni sem jafnast, því þannig er best
að halda jafnvæginu. Maður gæth-
þess að lyfta fótunum aldrei frá
jörðu, heldur rennir fótunum vai-
lega áfram eins og væri maður byij-
andi á skautum. Til að sanna gildi
þessa heilræðis getm- lesandinn
prófað að tipla á tánum á svelli en
greinarhöfundur ræður eindregið
frá slíkum tih-aunum.
Loks getur hinn gangandi veg-
farandi haft með sér dálitinn sand í
poka til að dreifa á þá svellbunka
sem honum sýnist engum færir
nema fuglinum fljúgandi. Þetta er
óvitlaust ráð en getur sigið í
frakkavasann.
Akandi vegfarendur
Er bíllinn þinn tilbúinn í vetrar-
aksturinn? Ertu á negldum/gi’óf-
mynstruðum dekkjum, er hemla-,
stýris- og ljósabúnaður í lagi, sérðu
út um gluggana, kanntu á stefnu-
ljósastöngina, þekkirðu hámarks:
hraða í þéttbýli o.s.frv. o.s.frv.? í
stuttu máli, ertu búin(-n) undir
akstur í hálku?
Kanntu að stilla hnakkapúðann?
Hann á að vera þannig að hnakkinn
en ekki hálsinn hvfli á honum. Ef
hnakkapúðinn er of neðarlega (á
móts við hálsinn) getur hann virkað
eins og höggstokkur við aft-
anákeyrslu, við höggið kýlist líkam-
inn í sætið, hálsinn stoppar á
hnakkapúðanum en höfuðið heldur
áfram. Afleiðingin getur verið mjög
slæmur hálshnykkm- (whiplash) eða
verra. Það ætti að vera hnakkapúði
fyi-ir öll sæti, líka aftursæti.
Ekki aka of nálægt næsta bfl.
Það er engin afsökun að vera á 20
til 30 km hraða því hægt er að fá
illvígan hálshnykk í aftanákeyrslu
á tiltölulega litlum hraða. Höggið
er nefnilega umtalsvert þótt
hraðinn sé „lítill“. Vantrúaðir gætu
prófað að hlaupa á vegg (ca 12-16
km hraði) þó greinarhöfundur ráði
alfarið frá slíkum tilraunum. Ef
hraðinn er meiri er gott bil milli
bfla enn meira áríðandi.
Gangandi og akandi
vegfarendur
Notaðu góðan og þykkan trefil
og vefðu honum hlýlega um háls-
inn. I kulda og frosti reynir líkam-
inn að varðveita kroppshitann eftir
föngum og ef hálsinn er ber fara
axlirnar ósjálfrátt að lyftast til að
minnka varmatapið frá óvörðu yfír-
. borði húðarinnar. Þú ert farinn að
vinna svonefnda kyrrstöðuvinnu
með háls- og herðavöðvunum og
kemur uppgefín(-n) í vinnuna og
skilur ekkert í því hvað þú ert
slæm(-ur) í herðunum.
Brostu sem oftast. Fyrir utan
hvað það er mannbætandi að brosa
er það ágætis aðferð til að koma í
veg fyrir munnherkjur í miklum
kuldum. Það getur reynst tvíeggjað
að gleiðbrosa framan í 12 vindstiga
norðanstórhríð en það er líka það
eina, við allar aðrar aðstæður er
breitt bros til mikilla bóta.
Lárus Jón
Guðmundsson
0
o
ISAL
Höfundur er yfírsjúkraþjálfari
Hjúkrunarheimilisins Eirar
og siarfar að forvömum.