Morgunblaðið - 17.02.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.02.1999, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ -í Ráðstefna um leiðir til árangursríkari sam- skipta auglýsenda og auglýsingastofa, haldin i Háskólabíói, 19. febrúar kl. 9.30-1 S.30. wAtiAhn fi# !j c Afhending ráðstefnugagna Ráðstefnan sett Ráðstefnustjóri, Einar Sigurðsson, framkvæmdasqóri stefnumótunar- og stjórnunarsviðs Flugleiða, setur ráðstefnuna. Ingólfur Guðmundsson, formaður ÍHARK, opinberar niðurstöður könnunar um íslenska auglýsingamarkaðinn, sem Gallup hefur gert fyrir ÍMARK og SÍA. Trúlofun eða skyndikynni? Hvaða samskiptaaðferðir skila auglýsandanum bestum árangri? Leópold Sveinsson, framkvæmdasjóri AUK auglýsingastofu. Opið bréf til auglýsingastofu sem er að leita að viðskiptavini Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Flugleiða. Tilbúið í gær! Sigurþór Gunnlaugsson, markaðsstjóri Kringlunnar, og fyrrum kynningarstjóri Sjóvá-Almennra. Pallborðsumræður Pétur, Leópold, Ingólfur og Halldór Guðmundsson, formaður 5ÍA, sitja fyrir svörum. Fyrirtækjakynning og sýning í anddyri Háskólabíós Hádegisverður í Sunnusal Hótel Sögu Þórólfur Árnason, framkvæmdastjóri Tals, sem valið var Markaðsfyrirtæki ársins 1999 af ÍMARK, mun segja frá markaðsstarfi fyrirtækisins. Samskipti auglýsingastofu og viðskiptavinar - Hvemig næst bestur árangur? Kröfur til auglýsingastofa hafa ekki minnkað Lan Kruse Tomsen, markaósstjón House of Prince í Danmörku, stærsta dótturfyrirtækis Scandinavisk Tobakskompani, tekur m.a. dæmi frá Prince og Carlsberg (HOF) í Danmörku. Samstarf án tára - Uppbygging vörumerkjastefnu Nokia Timo Suokko, framkvæmdastjóri viðskiptamála hjá SEK 8 GREY í Finnlandi. fjallar m.a. um markaðssetningu Nokia á alþjóðamarkaði. Athyglisverðustu auglýsingar ársins Léttar veitingar í anddyri í boði Sól-Víking og Vífilfells. Sýning og fýrirtækjakynning Þátttökugjaid er 8.900 kr. fyrir félaga í ÍMARK og 12.900 kr. fyrir aðra. Innifalið Léttur hádegisverður, kaffiveitingar og vegleg nafnspjaldamappa. hátttökugjaldið má greiða með VISA eða EURO. Td að fá aðgöngumiða á félagsverði þarf viðkomandi að hafa greitt félagsgjöld ÍMARK. Unnt er að greiða félagsgjöld við skráningu eða við innganginn. Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu ÍMARK í sfma 511 4888 og 899 0689. Einnig má tilkynna þátttöku með þvi að skrá sig á heimasiðu: www.imark.is eða senda tölvupóst imark@mmedia.is. Athugið að tilkynna þátttöku sem fyrst þar sem sxtafjöldi er takmarkaður. Margt smátt ÍMARK- ^SVANSJ |EJ| vm FLUGLEIÐIR OPIN KERFl HF MM Lai Fréttir á Netinu bl.is ALLTAF G/TTHVAO HÝTl UMRÆÐAN klatún Byggð í Vatnsmýrinni Á örfáum árum hefur Reykjavík glatað for- ystuhlutverki sínu á mörgum sviðum, ekki síst í skipulagsmálum. Vöxtur á höfuðborgar- svæðinu hefur verið mik- ill, en þó minnstur í Reykjavík. Kostir hús- byggjenda hafa verið fá- ir og fjöldinn hefur leitað í Kópavog. Þar í bæ hafa menn byggt upp mikil íbúðarsvæði og öfluga þjónustu á tíma stöðnun- ar í Reykjavík. Almennt er litið svo á að miðja höfuðborgarsvæðisins hafi færst til Kópavogs. Hafa menn gengið svo langt að tala um „tvær Skipulagsmál Hnignun höfuðborgar- innar verður ekki stöðvuð, segir Eyþór Arnalds, nema mið- borgin fái að dafna. borgir“, aðra í Reykjanesi og hina í Reykjavík. Augljóst er að slíkt myndi ekki vera hagkvæmur kostur í fámenninu á íslandi. Þó birtist þessi hugs- un í byggingu tónlist- arhúss og listasafns í Kópavogi og umræðu um nýja hitaveitu á Suðumesjum. Kulda- legar kveðjur núver- andi borgarstjóra til nágranna sinna flýta fyrir þessari öfugþró- un. Flugvallarmálið Athafnamenn hafa fjárfest í landi í ná- grenni Reykjavíkur á háu verði vegna mik- illar eftirspurnar - og jafnframt lít- ils framboðs í Reykjavík. í raun eru engin svæði tilbúin til bygging- ar í Reykjavík fyrr en á næstu öld! Augu almennings hafa nú opnast fyrir hnignun miðborgarinnar og almennum lóðaskorti í Reykjavík. Til að benda á ástandið hafa menn stofnað samtök og lagt framsækn- ar hugmyndir á borð sem gera ráð fyrir þéttingu byggðar. Ein athygl- isverðasta hugmyndin varðar byggð í Vatnsmýrinni og flutning flugvallarins út á Löngusker. Reykjavíkurflugvöllur hefur um áratugaskeið verið sem fleygur á milli Háskólans, Öskjuhlíðar, Nauthólsvíkur, Skerjafjarðar og Eyþór Arnalds miðbæjarins. Ekki hefur verið al- menn samstaða um flutning hans, enda fátt um möguleika annað en að flytja innanlandsflug til Kefla- víkur. Með nýjum valkosti hefur umræðan vaknað að nýju og er það vel. Mikilvægt er að þessi hug- mynd sé skoðuð af alvöru og hafa sjálfstæðismenn lagt til að fram fari umhverfismat á þessum flutn- ingi þegar í stað. Hætta er á að flugvöllurinn festist í sessi um ára- tuga skeið með fyrirhuguðum framkvæmdum sem nú eiga að fara fram og kosta munu skattgreiðend- ur marga milljarða króna. Nauð- synlegt er því að skoða nýtingar- möguleika þessara framkvæmda eftir flutning flugvallarins. Fyrir- huguð flugstöð gæti - svo dæmi sé tekið - orðið verslunarkringla, eða skólabygging, ef rétt er á spilum haldið. Verðmæti miðborgarinnar í miðborginni geta legið mikil verðmæti sem ekki er hægt að taka sem sjálfsagðan hlut. Sumar borgir hafa þróast þannig að þær hafa orðið ófýsilegur kostur fyrir íbúð- arbyggð. Frægasta dæmið er Detroit, en þar hrundi miðborgin þegar bílaiðnaðurinn fékk sam- keppni frá Japan. Annað dæmi er Los Angeles, en miðbæjarkjarninn þar er óbyggilegur með öllu þrátt fyrir glæsibyggingar. Þessi öfug- þróun hér í Reykjavík á hins vegar að vera með öllu óþörf. Smæðin ætti að hjálpa og ekki á að vanta tækifærin í góðæri og almennri uppsveiflu. Aðgerðarleysi í Reykjavík er verðmæti í Kópavogi og á Arnar- nesi. Ef ekkert verður að gert mun miðborg Reykjavíkur verða út- hverfi í langri og mjórri borg sem hlykkjast eftir þjóðvegi númer eitt. Aðgerðarleysi meirihlutans í borg- arstjórn veldur hér miklum og var- anlegum skaða. Yfirvöld tvísaga R-listafólk hefur látið í það skína að nú verði tekið á þessum málum. í þessu skyni settu þau saman tillögu um að skoða allar helstu skipulags- hugmyndir sem borginni hafa borist síðan 1985. Þessu starfi á að vera lokið á tæpum tveimur mánuðum, eða „eigi síðar en 1. apríl“. Líklegt má telja að fátt standi eftir þessa vinnu annað en lítið fyndið apr- ílgabb. Staðreyndin er sú að á sama tíma er verið að festa flugvöllinn í sessi með deiliskipulagi sem sam- þykkt var nú á mánudaginn í skipu- lagsnefnd af þeim sjálfum. Orð eru ódýr - verkin tala. Höfundur er varaborgarfulltrúi og býr í miðæ Reykjavíkur. Enn um Kvótalög Hæstiréttur hefur í veiðimálin í BYRJUN desem- ber 1998 kvað Hæsti- réttur upp þann dóm í máli varðandi leyfis- veitingar til fiskveiða, að slíkar leyfisveitingar stæðust ekki gagnvart stjórnarskránni og væru því ólög. Mitt álit er, að Hæstiréttur hafi í rauninni ógilt öll hin svokölluðu kvótalög, en ekki bara eina eða fá- einar greinar í þeim lögum. Þar með hafí í raun og veru öll áður gerð leyfi og kvótar verið dæmd marklaus og einskis virði. Eftir þennan dóm hefði ríkis- stjórnin, að sjálfsögu, átt að segja af sér og strax á eftir hefði Alþingi ver- ið rofið og efnt til nýrra kosninga. Þess í stað birtist forsætisráðherra í sjónvarpi og gagnrýndi sjálfan Hæstarétt fyrir dóminn. Fjölmargir hafa haldið því fram að fiskurinn og fískimiðin innan fisk- veiðilögsögunnar séu alþjóðareign og tel ég það vafalaust vera rétt. En ef það er rétt, þá er heldur ekki hægt að setja nein lög sem heimila sumum að veiða fisk, en öðrum ekki. Og enn síður fær það staðist að einhver þykist eiga veiðileyfi og geti selt það einhverj- um öðrum gegn gjaldi. Slíkt athæfi er ekkert annað en hámark spill- ingar í skjóli lagaá- kvæða frá Alþingi; lagaákvæða sem fá ekki staðist gagnvart stjórnarskránni sem lög, og þar um hefir Hæstiréttur fellt sinn sanna og rétt- mæta dóm. Mitt álit er, að dómur Hæstaréttar sé ótvíræður. í samræmi við þetta, þá tel ég að þeir útgerðarmenn og sjómenn sem nú þegar hafa byrjað veiðar - án þess að hafa til þess hinn svokallaða kvóta - hafi til þess fullan lagalegan rétt. Þá hafi allir aðrir íslenskir ríkisborg- arar þann sama lagalega rétt til þess Tryggvi Helgason rauninni ógilt öll hin svokölluðu kvótalög, segir Tryggvi Helga- son, en ekki bara eina eða fáeinar greinar í þeim lögum. að nýta sér þessa þjóðareign, sem er fiskimiðin í kringum landið, og þarf ekki að greiða neinum gjald fyrir það, hvorki ríkissjóði né öðrum. Það er svo annað mál að setja má lög og reglur um notkun mismunandi veiðarfæra og einnig, hvar megi nota hin ýmsu veiðarfæri og hvar ekki - og tel ég að það fái fyllilega staðist gagnvart stjómarskránni. I framhaldi af öllu þessu, þá á rík- isstjórnin - samkvæmt mínu áliti - tvímælalaust að segja af sér nú þeg- ar og almenningur á hiklaust að gera þær kröfur að Alþingi afnemi og ógildi formlega öll þessi svoköll- uðu kvótalög, og ógildi jafnframt all- ar þær reglur sem tengjast þessum sömu kvótalögum. Höfundur er flugmaður, búsettur f Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.