Morgunblaðið - 17.02.1999, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 17.02.1999, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ METUSALEM J. KJERULF Metusalem Jónsson Kjerulf var fæddur á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal 10. desem- ber 1942. Hann lést á Reyðarfirði 8. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Metusal- emsson Kjerulf, 3.2. 1970, Lára Kjerulf, 1909. Systkini Metusalems eru Ólafur Jónsson Kjerulf, f. 16.9. 1939, látinn, Sigfús Haukur Kjerulf, f. 11.8.1946, og Guðrún Margrét Jónsdóttir Kjerulf, f. 9.2. 1950. Eftirlifandi eiginkona Metus- alems er Ingeborg H. Beck frá Kolla- leiru og eru börn þeirra, Jón Lárus Kjerulf, skrifstofu- stjóri hjá Kaupfé- lagi Fáskrúðsfirð- inga, maki er Björn- fríður Fanney Þórð- ardóttir og eiga þau fjórar dætur; Hans Fr. Kjerulf, tamn- ingamaður á Reyð- arfirði, Lára Kjerulf skrifstofu- maður, búsett í Reykjavík, maki er Guðni Rafn Guðnason og eiga þau eina dóttur. Utför Metusalems J. Kjerulf fer fram frá Reyðarfjarðar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Örlögin geta verið svo grimm og miskunnarlaus. Verksins trúi þegn er á vettvangi sínum, glaðbeittur og samvizkusamur, alltaf reiðubú- inn til allra góðra verka í þágu samferðafólksins. Mitt í önn dags- ■^ins er hinn ljúfi og góði drengur allur, hinzta kallið hefur glumið honum og við undrumst enn einu sinni vægðarleysi örlaganna, hversu skjótt sól getur brugðið sumri í lífi okkar mannanna eins og skáldið kom svo vel orðum að á sinni tíð. Sannarlega munu margir sakna vinar í stað af samferðafólk- inu, þótt sárastur sé missir ástvina hans þegar hin dapra hönd dauð- ans hefur svo skyndilega hrifið þann á braut sem þeim var svo * kær. Við ýmis tækifæri fékk ég þess notið að kynnast hinum verkaglaða dreng, tónlistarmann- inum, hamhleypunni í starfi, hesta- manninum en þó fyrst og síðast hinum lipra og Ijúflynda dreng- skaparmanni sem öllum vildi gott gjöra, gjarnan með létt spaugsyrði á vör, hláturinn smitandi í kjölfar- ið, það var einfaldlega gott að vera í návist hans. Og nú er allt í einu skarð fyrir skildi og sá af vettvangi genginn sem ætíð var svo auðugur af velvild og átti gleðinnar góðu fylgd. Hann Methúsalem var mað- ur góðra hæfileika, einkum átti tónlistin ríkan streng í brjósti H hans, tónviss og tónaglaður og hefði án efa náð langt þar ef hann hefði haft tækifæri til mennta á því sviði, en eðlislæg var honum sem fleirum í hans ætt ósvikin tónlist- argáfa, þar sem margur gleðitónn var sleginn af sannri smekkvísi og næmri tilfinningu. A vettvangi danstónlistar var hann ágætlega liðtækur og einmitt þar naut hann sín hið bezta og gladdi okkur sveit- unga sína ásamt með ágætum fé- lögum sínum á góðum stundum en ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhiiða útfararþjónusta. Sverrir Otsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarbringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ þeir léku víða um Austurland einnig og voru hvarvetna aufúsu- gestir. Þar kynntist ég ekki aðeins hinum léttleikandi tónlistarmanni heldur ekki síður einstökum ljúf- lingi að allri skapgerð. Duldist þó engum að hann átti heitt skap og var lítt gefinn fyrir það að láta sinn hlut að óþörfu. Hann var sveita- maður í sannri merkingu þess orðs og yndi hans af hestum var sann- arlega ósvikið. A baki gæðings naut hann sín vel enda gnótt slíkra í garði þeirra feðga, hans og Hans. Þar átti hann sem annars staðar sínar góðu gleðistundir en birta gleðinnar lýsti jafnan svip hans og brá glampa hennar á veg okkar sem áttum með honum samleið. Hann Methúsalem var þó helzt og fyrst hinn trúfasti þegn, sem lagði sig allan fram í hverju því sem honum var tO trúað, hvort sem hann var við akstur olíu- eða vöru- bíls á vægast sagt misjöfnum veg- um Austurlands eða þá sem um- sjónarmaður Essó-skálans nú eða í önn heyskaparins sem greinilega átti vel við þennan atorkumann. Þar eins og annars staðar nutu sín vel verkagleði hans og kappsemi þess sem vill nýta hverja stund sem bezt. Methúsalem var mikill heimilismaður, í þeim hlýja ranni nutu sín vel hans Ijúfu og miklu eðliskostir. Heimiii þeirra hjóna var beggja helgistaður, þau voru áþekk í dugnaði sínum einstökum og allt bar hinum hugumprúðu húsráðendum hið fegursta vitni. Ingiborg kona hans myndvirk hið bezta og sérstök í eljusemi sinni, kyrrlát og hógvær en föst fyrir eins og allt hennar fólk. Á heimili þeirra ríkti giftan góð og auðna Methúsalems mest í svo prýðilegi-i konu og eins í efnis- börnum ágætra mannkosta. En nú er harmur í húsi þegar dauðinn hefur dyra kvatt svo óvægið og skyndilega. Við Hanna og allt okk- ar fólk færum öndvegiskonunni Ingiborgu og bömum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur svo og öðrum þeim sem áttu nána fylgd hins dugandi drengs. Af kostgæfni og hlýrri alúð var að hverju verki gengið á svo alltof skammri lífsbraut og í huga okkar heit þökk fyrir samveru við þenn- an öðlingsmann. Farsæl og góð var öll sú lífsganga, vörðuð verk- um góðum og hinu vermandi við- móti sem hann Methúsalem var svo auðugur af. Að honum er sann- ur sjónarsviptir í samfélagi okkar. Megi honum vegna vel á þeim ókunnu slóðum sem nú eru gengn- ar. Honum fylgir á eilífðarleiðum sár söknuður þrunginn mikilli þökk. Blessuð sé björt og hugljúf minning Metúsalems J. Kjerúlf. Helgi Seljan. Þótt skin sólarinnar sé bjart syrtir stundum í lofti. Svo fannst mér er ég heyrði um andlát val- mennisins Metúsalems J. Kjerúlf, fyrrverandi svila míns á Reyðar- firði. Hann var aðeins 56 ára og hafði ekki mér vitanlega kennt sér meins um sína daga. Allar efa- semdir eru tilgangslausar, öll orð fánýt. Þessi góði vinur minn verð- ur ekki á sínum stað þegar ég kem austur næst. Eftir stendur skarð sem ékki verður fyllt. Nú ríkir harmur í húsum og hryggð á þjóð- brautum. Svo kvað Jónas við and- lát Bjama Thorarensen. En þótt mikils sé misst er ekki síður ástæða að þakka það sem við höf- um átt. Menn eins og Metúsalem falla ekki í gleymsku. Þeir skilja eftir sig dýran sjóð minninga sem verma mun hug aðstandenda þeirra og vina um ókomin ár. Ég sem þetta rita var svo lánsamur að búa í næsta nágrenni við Ingu og Sala, eins og hann var oft kallaður, í rúman áratug. Eins unnum við mikið saman við vörubflaútgerð KHB á Reyðarfirði. Hjá honum fékk ég góðan skóla í sambandi við vörubíla. Og eins unnum við saman á búi mágs okkar við ýmis sveita- störf, svo sem smalamennsku, hey- skap, sauðburð og þess háttar, að meðtöldum alls konar viðgerðum sem til falla. Ég man mjög oft eftir Sala liggjandi undir bflum og vél- um, bæði úti í bæ og inni í Kolla- leiru, og ég man ekki eftir neinni svo lélegri druslu að hún gengi ekki sem ný þegar hann var búinn að fara höndum um hana. Hann var sannkallaður völundur í við- gerðum. Einu sinni slípaði hann t.d. ventla í dráttarvél inni í skúr hjá sér um vetur. Hann var óupp- hitaður á þeim árum, og það var kalt. Hann lagaði lélegar slífar með rúnþjöl og ég lýsti honum og rétti verkfæri. Vélin sú fór í gang á endanum og gekk í mörg ár. Það lék allt í höndum hans enda hafði hann miklar vinsældir allra er til hans þekktu. Hann var skemmtinn mjög og hláturmildur í vinahópi og á vinnustað þeim er hann starfaði á nálega alla starfsævina. Hann hafði samt fastmótaðar skoðanir og var ómögulegt að snúa hann of- an af einhverju sem hann hafði ákveðið. Otalmargt fleira gæti ég sagt en trúlega hefði honum fund- ist svona skrif lofrulla hefði hann verið sjálfur spurður. Metúsalem var höfðingi heim að sækja, glaður og reifur, oft með spaugsyrði á vörum. Áhugasviðið var vítt, um- ræðuefni skorti því ekki hver sem viðmælandinn var. Hans munu ábyggilega margir minnast þegar þeir heyra góðs manns getið. Að síðustu vil ég þakka fyrir vináttu og velgjörðir mér og mínum til handa, bæði fyrr og síðar. Ég votta aldraðri móður hans, eigin- konu og börnum þeirra og systkin- um mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Metúsalems J. Kjerúlf. Þórarinn Baldursson. Þegar sú harmafregn barst í síð- ustu viku, að vinur okkar, Metúsal- em J. Kjerulf, væri látinn, mynd- aðist mikið tómarúm. Á stað eins og á Reyðarfirði þar sem allir þekkja alla myndast oft sterk vina- og kunningjabönd. Fregn eins og sú þegar maður á besta aldri er kallaður til æðri heima er ávallt óskiljanleg og ósanngjörn að okkar áliti. Met- úsalem J. Kjerulf, eða Sali eins og hann var kallaður, var einn af þessum mönnum sem við höfum munað eftir frá því við vorum börn. Eftir að við fórum að kynnast honum betur komu eiginleikar hans betur og betur í ljós. Sali var ákaflega kátur, traustur og greið- vikinn maður. Síðari ár vann Sali við olíusölu Esso á Reyðarfirði. Gott var að koma við hjá honum og taka bensín eða kaupa eitthvað smávægilegt til hestamennskunn- ar og fá sér kaffisopa. Hjá Sala í Esso var mikill gestagangur gang- andi og akandi sem komu til að versla og heilsa upp á hann og ræða heimsmálin, Oft var kátt á hjalla og hló Sali mikið og hafði gaman af, sérstaklega þegar hann gat komið af stað rökræðum sem menn fylgdu fast eftir. Hestamennskan var Sala mikið áhugamál og var hann mjög stolt- ur af frábærum árangri hjá syni sínum, Hans F. Kjerulf, á því sviði. Sali var mjög duglegur og ósérhlíf- inn við að hugsa um hrossin og allt sem því tengist og hafði mjög gaman af því að skella sér í góðan útreiðartúr. Einnig lagði Sali alltaf hart að sér við að hjálpa mági sín- um á Kollaleiru í heyskap og við önnur störf. Þegar horft er yfir farinn veg er margs að minnast sem ekki verður talið upp hér í þessum fáu orðum. Það eru margir sem nú munu eiga um sárt að binda og sakna vinar síns. Við verðum að hugga okkur við að Sali hefur nú verið kvaddur til æðri starfa hjá þeim sem öllu ræður. Að lokum viljum við þakka fyrir það að hafa fengið að kynnast Sala og hafa fengið að njóta vinskapar hans meðan hans naut við. Fjölskyldum hans og öllum vin- um sendum við alúðar samúðar- kveðjur og biðjum góðan guð um að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning um góðan dreng. Sigurbjörn Marinósson og Sigríður Ólafsdóttir. Mann setur hljóðan þegar menn í fullu fjöri eru kvaddir á brott án þess að hafa kennt sér nokkurs meins. Metúsalem, eða Sali eins og hann var oftast kallaður, kom til starfa hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðarfirði ungur maður eða inn- an við tvítugt, og hann helgaði fyr- irtækinu starfskrafta sína alla starfsævina og það ber að þakka svo sannarlega. Sali var mikill heimilis- og fjöl- skyldumaður. Litlu barnabörnin umvafði hann ást sinni og um- hyggju, hann var mikil barnagæla. Hann átti sér einnig áhugamál sem var hestamennska og hafði glöggt auga fyrir hestum. Sali tók virkan þátt í hestamennskunni með syni sínum Hans, sem hann studdi og aðstoðaði eins og frekast var unnt, og var ómetanlegt fyrir Hans. Þar er nú skarð fyrir skildi sem seint verður fyflt. Sali gegndi ýmsum störfum fyrir KHB, byrj- aði sem afgreiðslumaður en lengst af keyrði hann olíubíl, en um nokk- urt skeið stýrði hann flutningasviði KHB, eða þangað til hann tók við umboði Olíufélagsins hf. Sali var einstakur starfsmaður, hann mátti aldrei vamm sitt vita gagnvart stai-finu. Hann lagði sig allan fram til að leysa úr vanda þeirra sem komu á bensínstöðina en eins og gengur gat vandi þeirra verið margvíslegur, svo sem að lyfta vél- arhlífinni og gera við smábilanir eða stilla kveikju. Sali var verk- maður góður, allt lék í höndunum á honum, gerði við allt sem bilaði, smíðaði það sem vantaði, hvort sem var tré, járn, múr eða að eiga við rafmagn. Sala var ekki að skapi að stíga á stokk og hælast, heldur nálgaðist hann verkefnið hljóður og hugs- andi og leysti það gjarnan meðan aðrh- töluðu. Sali hafði ekki langa skólagöngu að baki, en hann var vel greindur, víðlesinn og mjög fróður um marga hluti, hann var því vel menntaður maður úr skóla lífsins. Hann hafði mjög gott tóneyra og spilaði í hljómsveit á sínum yngri árum ásamt þremur öðrum Reyð- firðingum og hafði mjög gaman af og sagði stundum gamansögur af sínum tónlistarferli, enda hafði hann mjög næma tilfinningu fyrir húmor og spaugilegum hliðum á ýmsum hlutum og hló þá gjarnan hátt og snjallt. Sali var á góðum stundum hrók- ur alls fagnaðar og leitaði þá stundum samlíkinga í bókmenntir. Margir komu við á bensínstöðinni hjá Sala, kannski ekki alltaf til að versla heldur líka til að spjalla og fá sér kaffisopa, því þarna var alltaf heitt á könnunni. Þetta var einsog miðpunktur bæjarfélagsins. Það var oft gaman að taka þátt í þeim umræðum sem þama fóru fram. Þarna voru dægurmálin brotin til mergjar. En þar sem Sali var að afgreiða blandaði hann sér að sjálfsögðu ekki mikið í umræð- una, nema sendi inn meinleg inn- skot eða athugasemdir og alltaf á réttum augnablikum, þannig að umræðan tók kannski allt aðra stefnu eða féll. Já, fráfall Sala er eflaust mörg- um þungur harmur, hann var eins og miðpunktur nokkurra fjöl- skyldna og allir þræðir lágu til hans, hann var alltaf tilbúinn að aðstoða og gera öðmm greiða, því er missir margi-a mikill. Blessuð sé minning hans. Við sendum fjölskyldunni og öðram ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður og Dagbjört, Sléttu. Kæri tengdapabbi. Mig langar að þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér, þakka þér fyrir að vera frábær afi stelpn- anna minna. Þakka þér fyrir alla hjálpina með afastelpumar þínar. Það er sárt til þess að hugsa að þær skuli ekki fá að njóta fleiri samvera- stunda með þér. Það er erfitt fyrir mig að skilja þetta því þú þurftir að fara svo fljótt og hvað þá að þær skilji það. Þú varst svo mikill vinur bamanna þinna og varst svo stoltur af þeim. Þú varst ekki sá maður sem barst tilfinningar þínar á borð fyrh- hvem sem var. En gleðin leyndi sér ekki þegar ein af stelpun- um var skírð í höfúð á þér og var upp frá því kölluð nafna mín og þeg- ar þú sagðir mér hvað þú hafir verið stoltur af okkur Jóni þegar við gift- um okkur. Við hittum þig síðast sunnudag- inn 7. febrúar, þegar þú komst að heimsækja oklou- með tengda- mömmu, hress og kátur eins og venjulega. Daginn eftir varstu allur. Margseraðminnast, margt er að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Inga, missir þinn er mestur. Ég bið góðan guð að gefa okkur öllum styrk til að takast á við sorg- ina og söknuðinn. Ég kveð þig í hinsta sinn. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Fanney. Elsku afi. Við skiljum ekki alveg að þú sért dáinn, að þú komir ekki aftur að heimsækja okkur. Hver á nú að koma með ömmu í heimsókn til okkar? Við fórum til ömmu daginn sem þú fórst og allir sögðu að þú værir dáinn, en samt voram við alltaf að bíða eftir þér. Við fengum að heim- sækja þig og sjá hvar þú svæfii' og þú svafst svo vært, elsku afi. . Vaktu minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Við munum aldrei gleyma þér. Guð gefi þér góða nótt. Þínar afastelpur, Ingiborg Jóhanna, Karín Mist, Salóme Björt og Viktoría Fönn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.