Morgunblaðið - 17.02.1999, Síða 39

Morgunblaðið - 17.02.1999, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 39 SIGURÐUR ÁSMUNDSSON + Sigurður Ás- mundsson, sendifulltrúi hjá ut- anríkisráðuneytinu, fæddist í Reykjavík 27. mars 1932. Hann lést á heimili sínu 5. febrúar síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Dómkirkjunni 15. febrúar. Siggi er pabbi hennar Ellisifjar vin- konu og þau voru ein- staklega góðir vinir. Það var mjög oft er hringt var til Ellisifjar til að spjalla að Siggi var staddur hjá henni; sat uppi og reykti pípuna sína í rólegheitum eða las sögu fyr- ir Sigga Erik sem sá ekki sólina fyrir afa sínum. Siggi var oft á tíðum hrjúfur á yf- irborðinu og stundum var ómögu- legt að segja til um hvort honum var alvara eða ekki. Hann hafði skemmtilega kímnigáfu og átti auð- velt með að koma fólki til að hlæja. Böm hændust að honum, hann virt- ist virka eins og segull á þau. Það er ógleymanlegt þegar hann kallaði Önnu Mae til sín í heita pottinn í Arbæjarlauginni og litla hérahjart- að yfirgaf örugga nærveru mömmu sinnar og trítlaði yfir í heita pottinn til Sigga sem hún hafði bara hitt tvisvar eða þrisvar. Samband Sigga við dætur sínar og fjölskyldur þeirra var alveg ein- stakt. Samhugur fjölskyldunnar í veikindum hans vakti hjá okkur stelpunum innilega aðdáun og það veitti okkur hugarró að vita hversu gífurlegan stuðning Siggi, Kari og systurnar fengu hvert hjá öðru. Við vitum að hann átti dýrmætar og ómetanlegar stundir með fjöl- skyldunni sinni þessa síðustu mán- uði áður en hann hvarf sjónum okkar. Elsku Kari, Edda, Birna, Ellisif, Sunna og fjölskyldur ykkar. Algóð- ur Guð styrki ykkur á erfiðum tím- um. Minningin um einstakan mann, fjölskylduföður og afa lifir áfram í hjörtum okkar allra. Brypja, Berglind, Jóna, Ásta Birna og Sigríður Ragna. Það var sólbjartur sumardagur í ágúst árið 1982. Ég gekk framhjá æskuheimili mínu. Úti í garði kom ég auga á Sigga. Hann var að rækta garðinn sinn. Með hattinn sinn og pípuna kom hann auga á mig. Við tókum tal saman. Hann vottaði mér samúð vegna fráfalls afa míns sem þá var nýlátinn. Ég þakkaði honum fyrir það. Hann hrósaði mér jafnframt fyrir minn- ingargrein sem ég hafði skrifað til að minnast hans. Sagði að hún hefði verið mátulega væmin. Jafnframt spurði hann mig hvort ég væri ekki til í að minnast sín þegar hann færi yfir móðuna miklu. Ég hló og sagði að mín yrði ánægjan. Á þeirri stundu gerði ég mér ekki grein fyrir því hve hratt líður stund og að nú sitji ég við skriftir til að minnast þessa sómamanns sem gaf mér svo mikið. Haustið 1970 flutti fjölskyldan mín á Kleppsveginn. Ég var mjög ósátt við þessa breytingu og vildi vera á gamla staðnum. Fyrsta skóladag- inn í Langholtsskóla kynntist ég vinkonu minni, henni Birnu. Við urðum strax miklir mátar, þó að við værum mjög ólíkar að upplagi. Birna bauð mér fljótlega inn á heimilið sitt. Þar var ég kynnt fyrir fjölskyldu hennar. Ég kunni strax vel við þessa elskulegu fjölskyldu, því þau tóku mér einstaklega vel. Þau opnuðu heimilið sitt fyrir mér og var ég nær daglegur gestur þar næstu átta árin. Bima var mjög lánsöm, því hún átti mjög góða bernsku. Karí og Siggi voru ein- staklega góðir foreldrar. Allt þeirra líf snerist í kringum stelpurnar þeirra. Þau voru vakin og sofin yfir velferð þeirra. Heimili þeirra var á þessum tíma ólíkt öðrum heimilum sem ég hafði komið inn á. Norsk áhrif svifu yfir heimilinu, á gólfum var parket og mottur, norsk lands- lagsmálverk á veggjum og ýmsir gamlir, fallegir hlutir prýddu heim- ilið. Á heimilinu var oft líf og fjör. Þarna bjuggu sterkir og litríkir ein- staklingar. Stelpurnar, hver með sín einkenni og allar fengu þær að njóta sín eins og þær voru af Guði gerðar. Þar var hlegið, og grátið og allt þar á milli. Fólkið á heimilinu sýndi tilfinningar sínar í ríkum mæli. Siggi hafði oft gaman af Birnu. Hún gat verið ansi lífleg og fjörug og ég held að hann hafí svo oft séð sjálfan sig í henni. Karí stjórnaði heimilinu af stakri prýði. Hún var falleg og góð mamma og bar mikla virðingu fyrir heimilinu sínu. Hún sýndi mér alla tíð mikla væntumþykju og mér þótti og þykir innilega vænt um hana. Þó að samskipti mín við þetta góða fólk hafi verið, því miður, allt of lítil eftir að ég varð fullorðin, þá rofnuðu tengslin aldrei. Ég sem barn og unglingur mótaðist það mikið af þessu fólki. Karí og Siggi voru alltaf í mjög góðum tengslum við fjölskyldu Karí úti í Noregi og fóru þau öll á hverju sumri til Kragero. Oft sátum við Birna inn í stofu og skoðuðúm ljós- VALGERÐUR ÁRNADÓTTIR + Valgerður Árnadóttir fædd- ist á Vopnafirði 8. desember 1918. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. febrúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 12. febrúar. Ég finn mótsþyrnu tímans falla máttvana gegnum mýkt vatnsins (Steinn Steinarr.) Það var gott að vera nálægt henni Völu; hún var svo eðlileg - normal. Andrúmsloftið hjá henni var tært; andrúmsloft sem skapast þegar saman fara hreinlæti og hreinlyndi. Hún kenndi mér að skúra af mik- illi vandvirkni og benti á að stund- vísi væri æðst dyggða og það sem meira var; hún kenndi mér að lesa ljóð - Stein Steinarr og Stefán Hörð. Þar með opnaðist glufa og hugsunin skynjaði annað og meira rými. í frístundum okkar á Laugar- vatni, þar sem helsti munaðurinn var að japla á suðusúkkulaði með kvöldkaffinu sungum við jazzlög: „He must be big and strong the man I love ..." og hlógum óskap- lega. Hve hljótt flögra þau fíðrildin fegurstu nóttu í sumri (Stefán Höráur Grímsson.) Innilegar samúðarkveðjur til barna Valgerðar, Margrétar, Ragn- heiðar, Brjáns og allra hinna. Erla Bjarnadóttir. myndir frá Noregi og hlustuðum á norska tónlist. Þó að ég væri bam á þessum tíma skynjaði ég þá miklu ást sem Siggi bar til fjölskyldu sinnar. Hann gat verið mjög skemmtileg- ur, sagði okkur oft brandara en ég held að hann hafi verið mjög við- kvæmur. Hann gat verið kaldhæð- inn og stríðinn, stundum dálítið þreytandi. En hann átti stórt og heitt hjarta og mér þótti mjög vænt um hann. Hann var mjög vel lesinn, sagði skemmtilega frá og hafði góða greind. Ég sé hann fyrir mér, sitjandi við arininn með pípuna sína. Alltaf svo- lítið „töff týpa“ hann Siggi. I hugann kemur fram mynd. Siggi að rýja mottu. Hann sat þar löngum stundum við og bai- sig fag- mannlega að. Ég var fyrst svolítið hissa á þessu framtaki hans. Ég hafði aldrei áður séð karlmann við þessa iðju. En auðvitað hélt hann sínu striki og lauk við fallegu mott- una sína. I hugann kemur fram önnur mynd. Siggi með flensu. Hann ligg- ur inni í stofu í sloppnum sínum með teppi yfir sér. Hann bar sig mjög illa og virtist vera illa haldinn. Karí var orðin eitthvað þreytt á því að hafa hann heima allan daginn og fannst hann fulllengi að hrista þessa flensu af sér. Við Birna vor- um að hafa einhverjar áhyggjur af sjúklingnum og settumst hjá hon- um. Allt í einu lítur Siggi til okkar, blikkar okkur og brosir. Og í vinnu fór hann fljótlega eftir það. Siggi og Karí voru oft mjög rausnarleg við mig. Þau buðu mér í leikhús, á listdanssýningar, út að borða og ég var næstum í fullu fæði hjá þeim í mörg ár. Oftar en ekki þegar Siggi kom heim úr vinnu sát- um við Birna við matarborðið. Hann átti það stundum til að stríða mér svolítið og spyrja hvort ég ætl- aði ekki að fara að borga matinn. Hann ætlaði að senda pabba reikn- ing. Ég á þessum sæmdarhjónum mikið að þakka. Þau reyndust mér einstaklega vel. Allar minningar tengdar þeim í bemsku minni eru fallegar og góðar. Þau gáfu enda- laust af sér til mín. Fyrir það vil ég þakka þeim, hér og nú. Elsku Birna min, Karí, Edda, Ellisif, Sunna, fjölskyldur ykkar og aðrir ástvinir. Guð styrki ykkur og styðji í ykkar djúpu sorg. Blessuð sé minning heiðurs- mannsins Sigurðar Ásmundssonar. Og að lokum Siggi minn. Takk fyrir allt ristaða brauðið og kakóið. Þú sendir pabba aldrei reikning- inn. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvflast leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur huggar mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum; þú smyr höfuð mitt með olíu; bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Hrönn Kjærnested. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öil tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. GUÐBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR + Guðbjörg Jó- hannsdóttir fæddist í Skógum á Fellsströnd 3. sept- ember 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Jónas- son bóndi þar og Margrét Júlíana Sigmundsdóttir. Útför Guðbjargar fer fram frá Ás- kirkju og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hún Guðbjörg móðursystir mín ólst upp í stórum systkinahópi í Skógum á Fellsströnd. Afi minn og amma hófu þar búskap skömmu fyr- ir síðustu aldamót og keyptu þá jörðina, en þá var mjög fátítt að bændur ættu sjálfir bújarðir sínar. Bömin urðu alls 11 en eitt dó í fnim- bemsku en hin komust til fullorðins- ára. Auk þess ólu þau upp eina frænku sína. Á heimilinu var einnig Jónas langafi minn og langömmur mínar Salbjörg og Kristbjörg. Heimilið var því mannmargt og hef- ur örugglega þurft að halda vel á og víst er að vinnudagur afa og ömmu hefur oft verið langur. Ég minnist þess hve amma mín var barngóð og gott að koma til hennar. Ég veit að hún miðlaði öðmm sem fátækari vom, þótt ekki færi hátt. í þessu umhverfi ólst Guðbjörg upp og má segja að þar hafi sannast máltækið, að lengi búi að fyrstu gerð. Guðbjörg fór ung í KennaraskóL ann og lauk prófi þaðan árið 1937. í framhaldi af því hóf hún barna- kennslu og kenndi samfellt í 42 ár. Fyrst í Suðursveit, en síðan á Hest- eyri, í Reykhólasveit og Njarðvík. Þá á Drangsnesi í 12 ár og í Hafnar- firði í 2 ár en síðustu 22 árin á starfsferlinum kenndi hún í Breiða- gerðisskóla í Reykjavík. Guðbjörg var afar bamgóð. Hún var sam- viskusöm og lét sér annt um nem- endur sína. Heimahagarnir voru henni mjög kærir. í Skógum var hún jafnan á sumrin og vann þar fyrst á heimili foreldra sinna og síðar hjá bræðrum sínum þegar þeir tóku við búinu. Vinnudagur Guðbjargar er búinn að vera langur og farsæll. Að leiðarlokum þakka ég henni alla velvild og hlýhug. Megi bless- um fylgja góðri frænku á nýrri veg- ferð. við vissum hvað allar jurtir og blóm hétu og einnig að þekkja fugl- ana og hljóðin, sem þeir gáfu frá sér. Þannig mætti lengi telja. Guðbjörg lauk kennaraprófi ung að ámm og var kennsla hennar aðalstarf upp frá því. Hún var í fyrstu farkennari og var fróðlegt að heyra hana segja frá þeirri skólagöngu sem þá var í boði fyrir bömin í landinu. Lengst var hún starfandi við Breiðagerðisskól- ann í Reykjavík, sem var skólinn í hverfinu sem við bjuggum í svo samskiptin urðu stöðug einnig yfir vetrarmánuðina. Guðbjörg hafði mjög gaman af kennslu og var um- hugað um nemendur sína. Hún fylgdist með mörgum þeirra eftir að skólagöngu þeirra lauk og var mjög ánægð þegar fyrrverandi nemendur hennar höfðu samband við hana. Eitt af aðalsmerkjum Guðbjargar var trygglyndi við þá sem hún hafði bundist vináttuböndum og þess nut- um við systkinin svo sannarlega. Hún lét sig alla tíð varða afkomu okkar og fjölskyldna okkar og fylgdist með hverjum nýjum áfanga hjá okkur. Þess vegna hafa vináttu- böndin aldrei rofnað þó samveru- stundum fækkaði með árunum. Á síðastliðnum árum hefur hún átt við vaxandi heilsuleysi að stríða. Eitt af því sem hún kveið í lífinu var að verða ósjálfbjarga og geta ekki séð um sig sjálf. Því er hvíldin henni kærkomin. Með Guðbjörgu er geng- in góð og trygglynd kona. Hún er nú kvödd með virðingu og þökk. Eftirlifandi systkinum hennar og öðrum aðstandendum vottum við samúð okkar. Valgerður Gísladóttir, Rúnar Gíslason og Ragnheiður Gísladóttir. Grétar Sæmundsson. í dag kveðjum við góða vinkonu okkar Guðbjörgu Jóhannsdóttur kennara. Kynni okkar hófust þegar við systkinin fórum eitt af öðru til sumardvalar að Skógum, en þar bjuggu móðir hennar og bræður. Guðbjörg dvaldi þar á sumrin þegar hlé var á skólastarfi. Það var mjög gaman og fróðlegt fyrir okkur borg- arböxmin að fá að kynnast sveitalíf- inu og þar var Guðbjörg óþreytandi að kenna okkur og útskýra alla hluti. Henni fannst nauðsynlegt að UTFARARSTOFA OSWALDS - simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK I.ÍKKI STUVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR + Ástkær kona mín, móðir og amma okkar, EDDA ÞÓRZ, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, sem andaðist á Landspítalanum 11. febrúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni á morgun, fimmtudaginn 18. febrúar, kl. 15.00. Magnús Ó. Valdimarsson, Katrín Edda Magnúsdóttir, Björn Pétursson, Ágústa Edda Björnsdóttir, Eva Björnsdóttir, Hugrún Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.