Morgunblaðið - 17.02.1999, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
KIRKJUSTARF
GUÐLAUG
JÓNSDÓTTIR
+ Guðlaug Jóns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 23. sept-
ember 1948. Hún
lést á heimili sínu 3.
febrúar siðastliðinn
og fór útfor hennar
fram frá Seljakirkju
12. febrúar.
Elsku Gulla mín. Nú
hefur þú fengið hvíld
frá sjúkdóminum og
þrautagöngu þinni er
lokið. Þú varst ótrú-
lega dugleg og sýndir
mikið æðruleysi í baráttu þinni. Ég
er ekki enn búinn að átta mig á því
að þú sért farin. Þegar við kynnt-
umst fyrst, fyrir allmörgum árum,
á söngæfingu hjá Arnesingakórn-
um í Reykjavík, tókst strax með
okkur góður og tryggur vinskapur,
sem hélst alla tíð. Við áttum svo
margar ánægjulegar stundir sam-
an. Ég gleymi ekki þegar þú
hringdir og sagðir: „Helltu upp á
könnuna, ég er að koma með glæný
rúnnstykki, ost og Ásgeirsmar-
rnelaði," eða þú sagðir: „Attu kaffi
og ristað brauð, ég er að koma.“
Það var alltaf gaman hjá okkur
þegar þú komst í heimsókn og oft
tókum við lagið saman. Þú settist
við píanóið og við sungum saman,
þú með þinni yndislegu millirödd
sem ég man svo vel eftir. Ég minn-
ist líka söngferðanna með kórnum
sem við nutum svo vel og sauma-
klúbbskvöldanna okkar, því þar var
oft glatt á hjalla. Elsku Gulla,
hinsta kveðjan er erfiðust. Hafðu
þakkir fyrir allt.
Asgeir minn, Jón Páll og Rósa.
Ég bið Guð að styrkja ykkur í sorg
ykkar.
Fótmál dauðans fljótt er stigið
fram að myrkum grafarreit,
mitt er hold til moldar hnigið
máske fyn' en að ég veit.
Heilsa, máttur, fegurð, fjör
flýgur burt sem elding snör.
Hvað er lífið? Logi veikur,
lítil bóla, hverfull reykur.
Þín vinkona,
Ásta
Guðmundsdóttir.
Elsku Guðlaug. Þá
ertu horfin úr þessum
heimi og þrautum þín-
um lokið. Mig langar
að þakka þér fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman. Ég var aðeins
búin að þekkja þig síðan í júlí í sum-
ar, samt var ejns og við hefðum
þekkst lengi. Ég kynntist þér á
Heilsuhælinu í Hveragerði í júlí
1998 og tókst með okkur góður vin-
skapur.
Annairi konu, sem hét Sólveig
Hjálmarsdóttir, kynntist ég líka á
Heilsuhælinu sl. sumar og lést hún
7. nóvember sl. Mig langar að minn-
ast ykkar beggja nú. Þið háðuð
harða en hetjulega baráttu við erf-
iðan sjúkdóm sem þið urðuð að lúta
í lægra haldi fyrir.
Það var skemmtileg stund þegar
þú, Guðlaug mín, varst að kenna
mér að spila billjard í Hveragerði í
sumar. Við áttum margar skemmti-
legar stundir saman, sérstaklega á
kvöldin þegar við vorum að drekka
kvöldteið. Þá var mikið hlegið. Við
vorum nokkrar konur að æfa línu-
dans á kvöldin. Það var mjög gam-
an. Þegar fór að líða að minni út-
skrift í Hveragerði vorum við að
grínast með að sýna línudans á
kvöldvöku.
Ég útski'ifaðist daginn fyrir
kvöldvökuna og þið sem voruð í
línudansinum sögðuð við mig að ég
yrði að koma í Hveragerði og sýna
með ykkur línudans. Ég sagði bara
já, án þess að vita hvort ég kæmist,
en ég skyldi koma sem og ég gerði.
Ég fór með rútu frá Reykjavík til
Hveragerðis og aftur til baka þetta
kvöld og var þessi kvöldvaka mjög
skemmtileg. Nú kveð ég ykkur,
stelpur mínar, og ég þakka ykkur
fyrir allt sem við áttum saman og
geymi ég það með mér.
Ég bið Guð að leiðbeina ykkur
inn í ljósið og vaka yfir ykkur. Jafn-
framt votta ég fjölskyldum ykkar
innilegustu samúð.
Ykkar vinkona,
Guðrún Benediktsdóttir.
Guðlaug var bekkjarkennari okk-
ar í 1. og 2. bekk. Hún var jafnt
kennari sem vinur. Hún var góð við
alla. Hún var mjög stolt af okkur og
hrósaði okkur ef tækifæri gafst. I
dag kveðjum við konu sem lifir enn í
hjörtum okkar og sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur til Ás-
geirs og fjölskyldu.
Ládauð móða
leggst að augans
lygna vatni
- það er sagt
að sumum batni.
Ofar skýjum
opnast vegur
allra vega:
andar þú
mín elskulega?
Hún er liðin:
hljóðar öldur
haminn lauga
- dularfúllt
er dáið auga.
(Jóh. úr Kötlum)
Guð geymi þig og varðveiti.
Nemendur úr 2. G.J.
veturinn 1994-1995.
MARTA
JÓNSDÓTTIR
alla vegu sína og
treysta Honum, og
Hann mun vel fyrir
sjá! Þetta vissi Marta
og þessi fullvissa um
að treysta Drottni
endurspeglaði líf
hennar.
Fyrir u.þ.b. 11 árum
kynnti Marta mig fyr-
ir frelsaranum Jesú
Kristi. Hún gerði það
með lífi sínu og orðum
kærleikans sem hún
átti nóg af. í dag er
Jesús minn frelsari og
þetta er sú besta
ákvörðun sem ég hef tekið í mínu
lífi. Við Marta töluðum oft um lífið
sem Guð gaf okkur og þessar
stundir voru mér mjög dýrmætar,
því hún skildi mig svo vel og
kenndi mér svo margt um lífið og
trúna.
+ Marta Jónsdótt-
ir fæddist á
Vatneyri við Pat-
reksfjörð 14. júní
1911. Hún lést á
Landspítalanum 4.
febrúar síðastliðinn
og fór útrór hennar
fram frá Áskirkju
12. febrúar.
Ég fyllist gleði og
þakklæti í hjarta mínu
þegar ég hugsa til
þess að hafa fengið að
kynnast Mörtu Jóns-
dóttur. Líf hennar var ríkt af kær-
leika, gleði og einlægni. Það var
viss upplifun fyrir mig að tala við
hana um lífið, því að ég vissi að líf-
ið fyrir henni var að lifa í vilja
Guðs. En hvað er að lifa í vilja
Guðs? Jú, það er að fela Drottni
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi
(569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali
eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wor-
dPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegif
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina
örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Ég mun aldrei gleyma kærleika
hennar, því hann minnir mig á
þann kærleika sem sagt er frá í Bi-
blíunni:
„Kærleikurinn er langlyndur,
hann er góðviljaður. Kærleikurinn
öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki
raupsamur, hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega,
leitar ekki síns eigin. Hann reiðist
ekki, er ekki langrækinn. Hann
gleðst ekki yfir óréttvísinni, en
samgleðst sannleikanum. Hann
breiðir yfir allt, trúir öllu vonar allt,
umber allt.“ (1. Kor.l3:4-7.)
Ég bið Drottin að blessa og
styrkja ættingja Mörtu Jónsdóttur.
Þorgerður Helga
Þorsteinsdóttir.
Okkur langar til að kveðja hana
ömmu okkar með þessum fallegu
orðum:
„Þótt ég sé látinn, harmið mig
ekki með tárum. Hugsið ekki um
dauðann með harmi og ótta. Ég er
svo nærri að hvert eitt ykkar tár
snertir mig og kvelur. En þegar
þið hlæið og syngið með glöðum
hug, lyftist sál mín upp í mót til
ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir
allt sem lífið gefur, og ég tek þátt í
gleði ykkar yfir lífinu.“ (Höf. Oþ.)
Far þú í friði, elsku amma.
Marteinn (Matti),
Sigurður (Siggi).
„Eitt sinn verða allir menn að
deyja,“ segir í laginu „Söknuður".
Og víst er það rétt, en þegar ást-
vinur deyr erum við alltaf jafn
óviðbúin, sorgin, söknuðurinn yfir-
þyrmandi. Nú ertu loksins búin að
fá hvíld frá þessum hræðilega sjúk-
dómi. En það er erfitt að segja átta
ára gamalli stúlku að nú sé Marta
langamma farin til Guðs. Og nú séu
það guð og góðu englarnir sem
vaki yfir þér.
Sofðu rótt, elsku amma.
Guðmunda (Munda)
og fjölskylda.
Safnaðarstarf
Sigurbjörn
biskup
prédikar í
Hallgríms-
kirkju
DR. Sigurbjörn Einarsson biskup
prédikai- við föstuguðsþjónustu í
Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20.30.
Schola cantonjm syngur og sr. Sig-
urður Pálsson þjónar fyrir altari.
Að venju verða fóstuguðsþjón-
ustur hvern miðvikudag á löngu-
föstu og mun dr. Sigurbjöm pré-
dika í þeim öllum að þessu sinni.
Prestar kirkjunnar munu þjóna
fyrir altari og tónlistarfólk hennar
annast söng og hljóðfæraslátt auk
annarra tónlistarmanna.
Föstuguðsþjónustur hafa verið
fastur liður helgihalds á föstu í
Hallgrímssókn frá upphafi. Efni
þessara kvölda er píslarsaga Jesú
Krists og sungið er úr Passíusálm-
unum. Það er einkai- ánægjulegt að
dr. Sigurbjörn skuli vilja taka að
sér prédikun allra þessara kvölda,
en hann var sem kunnugt er annar
tveggja presta er íyrstir þjónuðu
Hallgrímsprestakalli, hinn var dr.
Jakob Jónsson. Dr. Sigurbjörn er
án efa í hópi bestu prédikara sem
kirkjan hefur átt. Það er því fagn-
aðarefni að hann skuli nú vilja leiða
söfnuðinn inn í leyndardóma písl-
arsögunnar.
Taizé-guðs-
þjónusta í
Fríkirkjunni
í Hafnarfirði
í KVÖLD, miðvikudag 17. febrúar,
verður kvöldguðsþjónusta í Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði og hefst
hún kl. 20.30. Unglingakór kirkj-
unnar leiðir sönginn. Sungnir
verða Taizé-söngvar sem em fal-
legir bænasöngvar. Það er Öm
Arnarson sem leiðir sönginn með
gítar- og þverflautuundirleik. Til-
efni þess að boðið er til guðsþjón-
ustu á þessum tíma er að gefa fólki
tækifæri til þess að eiga kyrrðar-
stund í kirkjunni sinni að kvöldi
dags. Allir em hjartanlega vel-
komnir.
Fyrirlestur
í Krossinum
MÁNUDAGINN 22. febráar kl.
20.30 mun Sólveig Dögg Larsen
halda fyrirlestur í Krossinum. Hún
mun velta fyrir sér spurningunni:
„Skiptir máli hvernig uppeldi börn-
in okkar fá?“ Einnig verður fjallað
um mikilvægi trúarlegs uppeldis,
jákvæðan og neikvæðan aga, sam-
skipti föður og dóttur og samskipti
móður og sonar.
I kjölfar fyrirlestrarins verður
létt spjall og kaffi.
Áskirkja. Starf íýrir 10-12 ára
börn kl. 17. Föstumessa kl. 20.30.
Ámi Bergur Sigurbjömsson.
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr-
aða kl. 13-17.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10. Orgelleikur á undan. Léttur
málsverður á kirkjuloftinu á eftir.
Grensáskirkja. Þorrahátíð eldri
borgara hefst með helgistund kl.
12. Þorramatur. TTT-starf (10-12
ára) kl. 16.30.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir
foreldra ungra barna kl. 10-12.
Fræðsla: Leikir barna. Sigríður
Jóhannesdóttir, hjúkmnarfr. Starf
fyrir 9-10 ára kl. 16.30. Starf fyrir
11-12 ára kl. 18. Föstuguðsþjón-
usta kl. 20.30. Dr. theol. Sigurbjörn
Einarsson biskup prédikar. Schola
cantorum syngur. Organisti Dou-
glas A. Brotchie. Prestar kirkjunn-
ar þjóna.
Háteigskirkja. Mömmumorgunn
kl. 10-12. Kvöldbænir og fyrirbæn-
ir kl. 18.
Langholtskirkja. Starf eldri borg-
ara í dag kl. 13-17. Allir velkomnir.
Ihugunar- og fyrirbænastund kl.
18.
Laugarneskirkja. Fundur
„Kirkjuprakkara" (6-9 ára böm) kl.
14.30. Fundur TTT (10-12 ára) kl.
16. Fundur æskulýðsfélagsins (13-
15 ára) kl. 20.
Neskirkja. Mömmumorgunn kl.
10-12. Fræðsla: Málþroski og örv-
un. Hjúkranarfr. á Seltjarnarnesi.
Ungar mæður og feður velkomin.
Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15-
17. Helga Ingvadóttir kemur í
heimsókn. Umsjón Iíristín Bög-
eskov, djákni. Éöstuguðsþjónusta
kl. 20. Myndasýning frá norðurferð
sl. sumar að lokinni guðsþjónustu.
Sr. Frank M. Halldórsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar-
stund kl. 12. Söngur, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11-
12 ára börn kl. 17-18.15.
Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr-
aðra, opið hús í dag kl. 13.30-16.
Handavinna og spil. Fyrirbæna-
guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum
er hægt að koma til presta safn-
aðarins. TTT í Ártúnsskóla kl. 16-
17.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnað-
arheimilinu á eftir. „Kirkjuprakk-
arar“ starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.
TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15.
Æskulýðsstarf á vegum KFUM og
K og kirkjunnar kl. 20.
Feila- og Hólakirkja. Helgistund í
Gerðubergi á fimmtudögum kl.
10.30.
Grafarvogskirkja. KFUK fyrir
stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar
kl. 10-12. Sarf fyrir ÍO-12 ára kl.
16.30.
Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára
börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safn-
aðarheimilinu Borgum. Starf á
sama stað með 10-12 ára (TTT) kl.
17.45-18.45.
Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel-
komnir. Tekið á móti fyrirbæna-
efnum í kirkjunni og í síma
567 0110. Léttur kvöldverður að
bænastund lokinni. Fundur æsku-
lýðsélagsins kl. 20.
Vídahnskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir
eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi-
stund, spil og þorramatur.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar-
stund í hádegi í kirkjunni kl. 12-
12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild
kl. 20-22 í minni Hásölum. Kl. 20-
21.30 íhugun og samræður í safn-
aðarheimilinu í Hafnarfjarðar-
kirkju. Leiðbeinendur Ragnhiid
Hansen og sr. Gunnþór Ingason.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð
kl. 12. Kyrrðar- og bænastund í
kirkjunni kl. 12.10. Samvera í
kirkjulundi kl. 12.25, djáknasúpa,
salat og brauð á vægu verði - allir
aldurshópar. Alfanámskeið í
Kirkjulundi kl. 19.
Landakirkja, Vestmannaeyjum.
Kl. 10 foreldramorgunn í safnaðar-
heimilinu. Kl. 12 bænar- og kyrrð-
arstund í Landakirkju. Komum
saman og biðjum fyi'ir öðram. Dýr-
mætar 20 mínútur. Kl. 20.30 biblíu-
lestur í KFUM&K-húsinu. Skrafað
saman um Jóhannesarguðspjall.
Allir velkomnir.
Kletturinn, kristið samfélag.
Bænastund kl. 20. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Kl.
18.30 fjölskyldusamvera sem hefst
með léttri máltíð á vægu verði. Kl.
19.30 er kennsla og þá er skipt nið-
ur í deildir. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Lágafellskirkja. Kyrrðar- og
bænastundir alla fimmtudaga kl.
18 í vetur.