Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 27
kastaö frá sér kóki og pítsum.
Þaö er komiö aö því að Jó-
hanna af Örk leiöi þá í dauð-
ann svo þeir geti farið heim til
sín í hlýjuna og fái ekki flensu.
BLÓÐUGUR UPP AÐ
HNJÁM
Peter Strauss er hávaxinn og
kraftalegur maöur og útlit hans
fellur vel að hlutverki hans, en
hann leikur málaliöa (La Hire) í
her Jóhönnu af Örk, mann sem
hefur stríð að atvinnu og berst
fyrir þann sem borgar best.
Strauss segir að honum líki
hlutverk sitt vel, La Hire virðist
vantrúaður á að Jóhanna sé í
beinu sambandi við guð og er
gjarnan kaldhæðinn í sam-
skiptum við hana, en á milli
þeirra myndast samt sterk per-
sónuleg tengsl. Strauss er ný-
kominn úr sigursælli árás á
virki Englendinga, blóðugur í
framan og aurugur upp að
hnjám, enda mikið rignt í Tékk-
landi undanfarna daga.
Erfiður dagur?
„Þér ætti aö líka þessi
kuldi; þú ert frá íslandi. Ég er
hissa aö sjá þig ekki hérna á
stuttermabol! I augnablikinu
vildi ég frekar vera í Los Angel-
es eða á hótelherberginu í
Prag; það er yndisleg borg. En
ég held að þeir hafi náð góð-
um myndum í dag. Þetta veður
var upplagt fyrir árásina á virk-
iö. Christian [leikstjórinnj var í
það minnsta ánægður."
Finnst þér hlutverkið henta
þér?
„Já, mér finnst þaö nokkuð
vel skrifaö. Það er auövelt að
ímynda sér að málaliði eins og
La Hire taki því með fyrirvara
þegar 16 ára unglingsstúlka
fullyrðir að hún sé sendiboði
guðs f stríöi. Hann virðist líta
svo á að hún hafi verið á rétt-
um stað á réttum tíma og fýlgir
henni fyrst um sinn á meöan
það hentar honum. En þegar
hún ofmetnast og vill ráöast á
París þá yfirgefur La Hire hóp-
inn. Mér finnst annars hin guð-
lega upplifun Jóhönnu vel skrif-
uð í handritinu, bæði skoðun
þeirra.sem trúa á hana og
þeirra sem eru vantrúaöir er
kynnt en í handritinu er ekki
tekin afstaöa. La Hire lítur guð-
lega upplifun hennar kald-
hæðnum augum.“
Ert þú kaldhæðinn?
„[Hlæjandi] Það geturðu bók-
að."
Hvað heldur þú um hina
raunverulegu Jóhönnu af Örk?
„Eg held einsog La Hire að
hún hafi veriö á réttum staö á
réttum tíma.“
Hefurðu séö þær myndir
sem hafa verið gerðar um Jó-
hönnu af Örk?
„Ég sá myndina þar sem
Ingrid Bergman lék aðalhlut-
verkið, en man lít-
,, 4 ið eftir henni
'MÉ■ nema hvað Ingrid
var ótrúlega fal-
leg.“
Hvernig hefur
þér líkað fram að
þessu?
„Að öllu gamni
slepptu um veðrið,
þá hefur þetta satt
að segja verið eitt
skemmtilegasta
hef
tekið
þátt í og
hef ég
þó verið
nokkuö
lengi í
brans-
anum.
Þetta
leit út
fyrir aö
verða
erfitt verk-
efni og ill-
fram-
kvæman-
legt en allir hér hafa unniö
feikigott starf og vinnan með
leikstjóranum veriö hreint út
sagt frábær. Hann er mjög
skapandi og hvetjandi foringi."
Nú er þetta sjónvarpsmynd,
hver finnst þér helsti munurinn
á að leika í sjónvarpsmynd og
kvikmynd?
„Munurinn liggur fyrst og
fremst í fjármagninu, það eru
meiri peningar í kvikmynda-
geröinni og þar af leiðandi
tækifæri til að kvikmynda af
kjarki og vandvirkni. Oft hafa
sjónvarpsmyndagerðarmenn
ekki efni á því. En í þessu til-
viki er mikið fe iagf f myndina
og leikstjórinn hefur í engu
slakaö á kröfunum. Frá fyrsta
tökudegi hefur hann myndað af
miklum kjarki og hrifið okkur
öll með. Hann hefur mest unn-
ið við sjónvarpsmyndagerö og
gert eina kvikmynd, en eftir
þetta er ég ekki í nokkrum vafa
um að hann gerir eingöngu
kvikmyndir."
Nú sér ieikstjórinn um flest-
ar tökur sjálfur, var hann ekki
fyrir þær sakir í minna sam-
bandi við ykkur?
„Ja, ég óttaöist það til aö
byrja með, en hiö gagnstæða
varð raunin. Leikstjórn hans
var aö mínu mati nánast lýta-
laus."
Hvað með samstarfið við
meðleikara?
„Ég hef unnið með Peter
O’Toole áður og þaö er alltaf
ánægjulegt. Annars er
skemmtilegt að minnast
þess að við Leelee lékum
saman í fyrstu mynd henn-
ar, sem ég man ekki í
augnablikinu
hvað heitir.
Þar lékum við
feðgin, svo aö
ég hef föðurtil-
finningar til
hennar og það
var dásamlegt
að vinna með
henni að þessari
mynd."
MÁ EKKERT
TALA UM
KUBRICK
Leelee
Sobieski er
aðeins 16
ára gömul en
hefur fimm ára
leikferil að baki og
leikur m.a. í
myndinni Dóttir
hermanns grætur ei
sem sýnd er í Háskóla-bíói.
Faöir hennar er franskur málari
en móðir hennar bandarískur
handritshöfundur. Bæði fylgdu
þau dóttur sinni til Tékklands.
Því miður var Sobieski hálf-
lasin og búin að missa röddina
í kuldanum, og því var blaða-
manni Morgunblaðsins f fyrstu
meinað að tala viö hana. En
einhvern veginn endaði hann í
tjaldi hennar.
„Frá íslandi?" spurði hún
fyrst hissa. „Vá, ég veit ekkert
um þá eyju nema að Björk er
þaðan."
Það er ekki mikið meira
merkitegt að vita um ísiand
hvort eð er. En hvemig kom
það til að þú fékkst þetta hiut-
verk?
„Það var bara haft samband
við mig og mér leist mjög vel á
þetta, Jóhanna af Örk hefur
alltaf veriö leikin af leikkonum
sem voru orðnar miklu eldri en
hún var þegar hún tók viö stjórn
hersins. En þá var hún einmitt
16 ára gömul eins og ég.“
En þrátt fyrir að vera ekki
nema 16 ára, þá hefurðu lang-
an leikaraferil að baki.
„Ég veit ekki hvort hann er
langur. Ég lék fyrst í kvikmynd
fyrir sex árum, þá lék ég
einmitt á móti Peter Strauss
og lék dóttur hans. Síöan þá
hef ég leikið í nokkrum mynd-
um, meðal annars Deep
Impact og Eyes Wide Shut sem
Stanley Kubrick leikstýrði og
veröur frumsýnd í sumar. En
mér er ekki leyfilegt að tjá mig
um þá mynd."
Eru ieikarar í fjölskyldunni?
„Ja, hann þabbi lék eitthvaö
áður en hann lagði málaralist-
ina fyrir sig.“
Ætlaöiröu alltaf að verða
leikari?
„Nei, hreint ekki. Ég ætlaði
að verða rithöfundur og málari.
Það er reyndar ekki rétt að
segja ætlaði, því ég ætla enn
að verða rithöfundur og málari.
Ég verð bara aö bíða og sjá
hvernig vinnst úr þessu."
Hvernig hefur annars gengið
viö tökurnar?
„Mjög vel. Christian er ein-
staklega vandvirkur leikstjóri
og ég er mjög örugg undir hans
stjórn. Hann kemur því skýrt og
greinilega á framfæri hvað
hann vill og ég tel að mér hafi
tekist vel upp. Þetta hefur í
þaö minnsta veriö ákaflega
ánægjuleg reynsla. Ekki
skemmir fýrir að hafa alla fjöl-
skylduna með sér. Meira aö
segja bróðir minn er hérna og
hann leikur lítiö hlutverk í
myndinni. Á kvöldin þegartök-
um er lokið förum við í sérút-
búiö skólatjald á svæðinu þar
sem mamma kennir okkur
námsefnið sem við erum að
missa af heima."
Hefur þetta verið erfitt?
„Erfitt en ánægjulegt. Þó
það verði gaman að koma
heim þá hafa þetta veriö ótrú-
lega skemmtilegir mánuðir hér
í Tékklandi, tækifæri sem ég
hefði ekki fyrir nokkurn mun
viljað missa af.“
27