Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 45
■ Þrautin þyngri
Farvegur kláms
og ósóma?
ViIsnaþáttur
Limran hefur haslað sér völl meðal hag-
orðra íslendinga og gefur ferskeytlunni Itt-
ið eftir. Vel heppnuð limra stingur enda
dálítið í stúf bæði aö innihaldi sem ytri
byggingu. Hún er eitthvað svo smellin eins
og greina má í Fríhálsi Þorsteins Valdi-
marssonar:
Ég aðhefst það eitt sem ég vil
og því aðeins að mig langi til.
En langi þig til
að mig langi til -
þá langar mig til svo ég vil!
„Góð limra segir eitthvaö sem kemur al-
veg óvænt og er ekki sjálfsögð niðurstaða
af efni limrunnar," segir Kristján Karlsson
skáld. Hann skrifar um limruna t Viðskipta-
dagbókina í ár og getur þess að bragarhátt-
urinn sé talinn upprunninn í Englandi á fyrri
öldum og sé líklega kenndur við borgina Li-
merick á írlandi. Það var Þorsteinn Valdi-
marsson sem fann upp á nafngiftinni limra
en Jóhann S. Hannesson kallaði háttinn
hlymrek eftir gömlu íslensku heiti á borg-
inni Limerick. Jóhann á einmitt heiðurinn af
landskunnum hlymrek:
Það er almenningsálit í sveitinni,
að ást séra Marteins á geitinni
megi hreint ekki lá
þegar litið er á
hve lík hún er Jórunni heitinni.
Kristján Karlsson segir frá því í ofan-
greindri umfjöllun um limruna að áöur en
hún hafi fengið nafn og náð fótfestu hér-
lendis bregði hættinum eða að minnsta
kosti líkum brag fyrir í íslenskum kveð-
skap, einkum sálmum, t.d. hjá Valdimari
Briem:
Hvað eru dauðlegir menn, að þú
minnzt þeirra getur
mannanna börn, að þú vegsemdar
slíkrar þau metur?
Manninn á jörð
máttugri englanna hjörð
lítið eitt lægra þú setur.
Ekki eru allar limrur svo hástemmdar.
Önnu Snorradóttur verður hugsað til hins
eina sanna matarkúrs:
Ég bið yður barasta um eitt:
að borða ekki neitt sem er feitt.
Þá línurnar endast
og endast og endast
og á endanum verða ekki neitt.
En aftur að Kristjáni. Hann segir að lim-
runni fýlgi Ijótt orðbragð og dónaleg hugs-
un. „Það lá við á síðari hluta nftjándu ald-
ar að hún yrði ekki annað en farvegur
kláms og ósóma þegar opinber siðprýði
reis sem hæst. En eftir því sem frelsi orð-
listar rýmkaðist þá gerðist limran fjölbreytt-
ari og virðing hennar jókst." Kristján bregð-
ur limrunni fyrir sig:
Eitt sinn var kerling á Kea
hafði komið til landsins með BEA.
Hún sat þar við borð
og sagði ekki orð
en saup þess á milli af tea.
Allar eru þessar limrur í Viðskiptadagbók-
inni og fleiri til. Halldór Blöndal yrkir:
„Hvað er sakleysi?" segir hún Marta,
sem síst vildi um litblindu kvarta.
En átti þó tvisvar
sinnum tvívegis þrisvar
stundum tvíbura hvíta, oft svarta.
Það er við hæfi að enda þessa umfjöllun
um limruna á Kristjáni Eldjárn, forseta ts-
lands, sem kemst svo að oröi:
Allt það sem hafa menn hátt um
hugsa og tala ég fátt um.
En ég hugsa um hitt
- slíkt er háttalag mitt -
sem talað er lítið og lágt um.
Spurt er
í þessu tölublaði Dag-
skrárblaðsins er spurn-
ingakeppni úr efni sem finna má á síðum
Fólks í fréttum í Morgunblaðinu. Nú reynir
á minnið og athyglisgáfuna.
1. Nýlega voru leikstjóran-
um Maríu Sigurðardóttur
veitt verðlaunin Auðhumla
‘99. Fyrir hvað hlaut hún
verðlaunin?
2. Hertogaynjan af York,
Sara Ferguson, er að velta
fyrir sér að flytja frá
Englandi. Hvaða land hefur
hún í huga?
3. Leikari nokkur hefur
dregið athygli að málefnum
Tfbeta. Hver er hann?
4. Nýlega gaf framhalds-
skóli út skólablað með sér-
stakri tölvuunninni forsíðu.
Hvaða skóli var það?
5. Hver samdi spurning-
arnar í nýafstaðinni Spurn-
ingakeppni framhaldsskól-
anna?
6. Fræg rokksveit hyggst
halda í tónleikaferð 9.
ágúst nk. Hvaða sveit?
7. Fregnir hafa borist af því
aö evrópsk prinsessa eigi
von á barni. Hvaða
prinsessa er það?
8. Hvaða ungi bandaríski
leikstjóri sagði í samtali í
Mbl. að hann væri ekki
fimm ára?
9. Hvaða þekkta popp-
stjarna ætlar að halda
styrktartónleika fýrir bág-
stödd börn í Suður-Afríku
næstkomandi júní?
10. Kvikmyndin Popp í
Reykjavík var sýnd erlendis
fyrir skömmu. Hvar?
11. í hvaða hljómsveit er
bassaleikarinn Richard
„Cass“ Lewis?
12. Hvaða hljómsveit hlaut
þann vafasama heiður að fá
Razzie-verðlaunin fyrir að
sýna verstu leiktaktana árið
1998?
13. Hvaða leikstjóri hlaut
Razzie-verðlaunin sem versti
leikstjóri ársins 1998 og fyr-
ir hvaða mynd?
14. Hvern kaila Bretar „herr
amanninn sem greiðir leig-
una“?
15. Hvaða íslenski tónlistar-
maður gaf nýlega út plötuna
„Roads"?
16. Hvaða leikari fannst lát-
inn á hótelherbergi nýlega
og í hvaða sjónvarpsþætti
lék hann?
17. Hvaða söngkonu var lýst
f Interview sem „Eartha Kitt
á draumkenndum þunglynd-
islyfjum"?
18. Hvaða tískuhönnuður
hannaði brúðarföt á tónlist-
armanninn Sting og eigin-
konu hans Trudie Styler
snemma á 9. áratugnum?
19. Um hvað fjallar heimild-
armyndin Corþus Camera
sem sýnd var á Stöð 2 á
föstudaginn langa?
20. Hvað heitir nýkrýndur
íslandsmeistari í samkvæm-
isdönsum unglinga II sem
lenti í umferðarslysi stuttu
fyrir keppni?
■jjWppsHJJG jnpjaijuSeiy oz wnuiAjsp ujnujpi je jjpuAiuspfj e>|Bj pe nfuðApjS pc| lup 61 ‘aoesjaA juue.io si •jnjippsnjunr jpjapw 7/ 'Bnpn 3o snei j >j?l ujos pueiýjoujs PfAeo
’9l •sujofa I.33IS uuunpeqnjj. si -ajeads0>ieqs uie||||M ‘H ’oqoAsd juAj ju^es ue^ sng x/ ‘S|J!0 aojds ’ZI -ajsueuv >|un>is iuuqjaAS n>isajq/ •// nMJpiuuea j 01 uos>ioer |aeqo!y\| 6 uepseyi
8Mer ’8 -euueupfqsBunuo>| n>isuæds jjjjpp ejsBuA ‘eujjsuqo 7 lAJ'3'd '9 -uoss|n>ipr jBn||/ s ->iJAef>iA8y j uujipMsejuuajM > -0J8O pjeqojy x 'SSJAS ‘Z JjðAS j xas P!Ju>i!8| p UMpspejauj juAj 7
45