Morgunblaðið - 12.05.1999, Síða 11

Morgunblaðið - 12.05.1999, Síða 11
□ Fótfc Barnastjarnan fullorðnast Leikkonan Brooke Shields hef- ur verið f sviðsljósinu frá blautu barnsbeini. Foreldrar hennar skildu þegar hún var ungbarn og segir hún að það hafi haft mikil áhrif á líf sitt og lengi hafi hún ekki haft mikla trú á sjálfri sér. „Þegar ég var að alast upp reyndi ég alltaf að segja réttu hlutina og gæta þess að öllum líkaði vel við mig," segir Brooke, sem er 33 ára gömul en aðeins ellefu mánaða fór hún að sitja fyrir og héit því áfram fram á unglingsár. Hún hefur alla tíð veriö rómuö fyrir fegurö en það var ekki fyrr en hún fór í háskóla að hún öðl- aðist trú á sjálfri sér. „Ég myndi ekki vilja skipta á há- skólaárunum fyrir neitt,“ segir Brooke, sem stundaði nám með góðum árangri við Prince- ton-háskóla. Hún hóf feril sinn í kvikmynd- um tólf ára og hefur leið hennar frá barnastjörnu til fullorðinnar leikkonu verið löng og ströng. Hún giftist árið 1997 Andre Agassi en sambandiö var frekar stormasamt og þau skildu á dögunum. Mikið áfall varð fyrir leikarahópinn í Laus og liðug þegar samleikarinn David Strickland fyrirfór sér, en þætt- irnir hafa notið mikilla vinsælda undanfarið. Tökum myndarinnar Black and White er nýlokið þar sem Brooke leikur á móti þeim Ben Stiller og Roþert Downey Jr. og Shields segir að hún hafi þroskast mikið á síöustu árum. „Ég lít þjörtum augum til fram- tíðarinnar." Brooke Shields úr Laus og llðug er bjartsýn á framtíðina, Sumarelni Glæsilegt úrval nýrra sumarefna V/RKA Mörkin 3, sími 568 7477. Opið mánud.-föstud. kl. 10-18, laugardaga lokað frá 1. júníi 11 —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.