Morgunblaðið - 12.05.1999, Síða 24

Morgunblaðið - 12.05.1999, Síða 24
Þættirnir eru þrfr talsins og fjalla um sérstæð rann- sóknarverkefni sem unniö er að hérlendis um þessar mundir á sviði fornleifa-, lyfjafræði- og stjörnufræöi- rannsókna. Hver þáttur er sjálfstæður þar sem sagt er frá störfum vísindamanna með hliösjón af þýðingu þeirra hér heima fyrir og er- lendis. HUGMYND VERÐUR AÐ VERULEIKA „Fyrir fimm árum fékk ég hugmynd að gerð þátta um vísindi á íslandi og bar hana undir kynningarnefnd í Há- skólanum, sem þá var starf- andi. Hún var hrifin af hug- myndinni en hafði enga pen- inga og þar meó féll þetta í dvala," svarar Ari Trausti að- spurður um aödraganda þátt- anna. „Ari kom síöan til mín fyrir þremur árum og þá sótt- um við um styrk hjá Menning- arsjóði útvarpsstööva. Þar var ekkert að fá og við uröum auðvitað vonsviknir og stung- um hugmyndinni ofan í skúffu og snerum okkur að öðru," segir Valdimar. „Síðar datt mér í hug að athuga hvort Rannís hefði áhuga og svo reyndist vera," heldur Ari Trausti áfram. „Þá vildi Há- skólinn einnig vera meó og svo ákvað Sjónvarpiö að kaupa sýningarréttinn. Þá loks vorum við búnir að tryggja nægilegt fjármagn til að hefja vinnuna. Þetta ferli eitt og sér tók mjög langan tfma." - Hver er tilgangurinn með gerð þáttanna? „Að kynna almenningi fs- lenskar vísindarannsóknir. Sýna fram á að hér starfi al- vöru vísindamenn. Einnig að vekja áhuga fólks á vísindum, en við teljum heimildaþætti sem þessa eina leið til þess," segir Ari Trausti og Valdimar segist þess fullviss að þættirnir eigi eftir að opna augu almennings fyrir vísind- um. „Kannski eru vísindi stór- iðja framtíðarinnar? Fólk kemst að þvf að það eru fleiri Sunnudaginn 16. maí veröur sýndur í Ríkissjónvarpinu annar þátturinn í þáttarööinni „Vísindi í verki". Umsjón- armaöur þeirra, Ari Trausti Guö- mundsson jaróeólisfræöingur, og Valdimar Leifsson kvikmyndageróar- maöur, er sá um þáttageröina, sögöu Sunnu Ósk Logadóttur frá gerö þátt- anna frá upphafi til enda. en Kári [Stefánsson] sem eru að vinna aó forvitnilegum rannsóknum." „íslenskir vísindamenn eru ekki nógu duglegir að segja frá því sem þeir eru að gera," segir Ari Trausti. „Ég tel að þeir hafi ákveðna upplýsinga- skyldu því það er yfirleitt al- menningur sem kostar rann- sóknir þeirra." Valdimar bend- ir einnig á að samstarfið milli styrktaraðila þeirra sé sjald- gæft og aö þeir séu mjög ánægðir með að það skuli hafa tekist jafn vel og raun ber vitni. „Rannís styrkir rann- sóknarstarf á íslandi og núna eru þeir einnig farnir að styrkja kynningu á rannsókn- um og það er af hinu góöa," segir Ari Trausti og bætir við að fleiri stofnanir þyrftu aö gera slíkt hið sama. LÍFLEGIR OG SKEMMTILEGIR - Hvernig og hvenær voru þættirnir unnir? „Við byrjuöum á að gera mjög nákvæmt handrit að hverjum þætti þar sem allur texti og tökur voru ákveönar. Síðan breyttum við og lag- færðum en lykilmenn hvers þáttar fyrir sig fengu handritiö einnig til yfirlestrar. Þegar upp var staðið held ég að við höfum búið til handritið fjór- um sinnum af öllum þremur þáttunum áður en við byrjuð- um aö vinna þá frekar," segir Ari Trausti og brosir. „Við ákváðum strax í upphafi að reyna að gera þættina skemmtilega og líflega og að ekki yrði um að ræða hreina fræðslu. Eftir allan undirbún- inginn var síðan hægt að hefja tökur í júní f fyrra," bæt- ir Valdimar við. Eru vísindi stóriðja framtíðarinnar? 24

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.